Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 31 Bretland: Bretar hefja út- gáfu gullmyntar í SÍÐUSTU viku hófst sala á nýrri gullmynt, Britanníu. Það er konunglega myntsláttan á Bretlandi sem slær myntina og vonast menn þar til þess að ná undir sig um 5% gullmarkaðar- ins að minnsta kosti, áður en yfir lýkur. Fram að þessu hefur Krugerrandinn suður-afríski verið ein helsta gullmynt verald- ar, en að undanförnu hefur dregið mjög úr sölu hans. Veld- ur þar mestu sölubann, sem fjölmargar ríkisstjórnir hafa sett á hann. Þær myntir sem nú eru vinsæl- astar eru bandaríski Orninn (45% markaðshlutdeild) og kanadíski Hlynurinn (40%). Bretar telja sig eiga góða möguleika ekki síst vegna fegurðar myntarinnar, sem þeir segja óvefengjanlega. FVam að útgáfu myntarinnar var útlit hennar á huldu. Að vísu vissu menn að Elísabet II. Eng- landsdrottning yrði á annarri hliðinni, en hvað vera skyldi á hinni var haldið leyndu. Það komst þó upp þegar gengið var með frum- myndina milli húsa í Westminster og var þar Britannía sjálf komin, landvættur Bretlands. Myntin er í fjórum stærðum, únsu, hálfúnsu, kvartúnsu og tíundarúnsu. Myntirnar er gjald- gengar og er únsupeningurinn 100 sterlingspunda virði. Gullverð únsu er þó mun hærra en það og því litlar líkur á almennri notkun. Talið er að mest verði keypt af gulli til ijárfestingar og ráðleggja íj árfestingarráðgj afar viðskipta- vinum sínum að festa milli 5 og Hér má sjá þegar frummyndin var borin milli húsa í Westm- inster og fer ekki ofsögum af fegurð hennar. Þinghústurninn foldgnár í fjarska. 10% fjár síns í gulli. Að vísu haml- ar það Britanníunni að á Bretlandi leggst 15% virðisaukskattur ofan á kaupverðið, en myntsláttan von- ar að fegurðarskyn og ættjarðar- ást vegi upp á móti því. Barnið í brunninum: Lundarfarið bjarg- aði lífi Jessicu litlu - segir móðir hennar Midland, Texas, Reuter. FORELDRAR Jessicu McClure, sem bjargað var upp úr brunni i Midland í Texas eftir 58 klukku- stunda vist, sögðu að lundárfar dóttur þeirra hefði hjálpað henni að þrauka. Jessica grét, söng barnagælur og kallaði á móður sína þann tíma sem hún var föst ofan í brunninum og vakti það mikla undrun björgunarmanna og aðdáun bandarísku þjóðarinn- ar. „Þannig er hún dóttir okkar,“ sagði Reba McClure, móðir Jessicu. „Hún er alltaf jafn hamingjusöm, sama hvað gengur á. Jessica er aðeins átján mánaða gömul og for- eldrar hennar eru átján ára. Reba og Chipper maður hennar kváðust bjartsýn um að læknum í Midland tækist að bjarga hægra fæti Jessicu, sem sat föst á þrjátíu centi- metra breiðri syllu í brunninum og gat sig hvergi hrært. Öll blóðrás í fætinum stöðvaðist og reyna lækn- ar nú allt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyri að skera þurfi fótinn af. Jessica hlaut einnig sár á höfði og ætla lýtalæknar að græða skinn á höfuð hennar í þessari viku. Einn læknir sagði að höfuð hennar hefði verið rækilega skorðað af: „Það er eins og höfuðið hafi verið fest með þvingu," sagði hann. Chipper McClure sagði að fjöl- skyldan fengi aldrei nógsamlega þakkað björgunarmönnunum. Hann þakkaði einnig þann stuðning, sem þeim hjónum hefði verið veittur meðan Jessica var föst í brunninum. „Við ákváðum að gera lista yfír þá sem við þyrftum ekki að senda þakkir vegna þess að hann yrði styttri," sagði Chipper. Rust laus á byltingar- afmælinu? Brussel, Reuter. Háttsettur, sovéskur embættis- maður hefur gefið í skyn, að Mathias Rust, Vestur-Þjóðverjinn, sem lenti litilli flugvél á Rauða torginu í Moskvu, verði látinn laus i næsta mánuði. Er það haft eftir fulltrúa á Evrópuþinginu. David Martin, talsmaður breskra Verkamannaflokksþingmanna á Evrópuþinginu, sagði, að sovéski embættismaðurinn, Oleg Bykov að nafni, hefði sagt, að Rust yrði hugs- anlega látinn laus á byltingaraf- mælinu 7. nóvember nk. ásamt ýmsum andófsmönnum. Bykov, sem á sæti í æðstaráðinu og er frammá- maður í sovésku vísindaakade- míunni, var gestur Evrópuþingsins í Brussel og Strasbourg fyrr í þess- um mánuði. Mathias Rust, sem er aðeins 19 ára gamall, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa komið til Sovétríkjanna með ólögmætum hætti og lent Cessna-vél sinni á Rauða torginu. Mcguog þægilegii Dallas áklæða settin eru komin aftur í mörgum litum og öllum stærðum. 3+2+1 kr. 79.590,- 3+1+1 kr. 72.960,- Hornsófar, 5 sætakr. 72.960,- Hornsófar, 6 sæta kr. 76.280,- 5.000,- á mánuði, 19.000,- útborgun með Visa og Euro 2ja ára ábyrgð. húsgagn&höllin REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.