Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 32
32 l MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 33 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Átök í Alþýðu- bandalagi að er of snemmt að slá nokkru föstu um það, hver úrslit verða í formanns- kjöri á landsfundi Alþýðu- bandalagsins í nóvember. Hitt er Ijóst, að þau öfl, sem ráðið hafa Alþýðubandalaginu frá því, að það var gert að form- legum stjómmálaflokki 1968 eiga nú mjög í vök að verjast og kunna að vera að missa tökin. Alþýðubandalaginu hef- ur í tæp tuttugu ár verið stjómað af arftökum Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjamasonar. Magnús Kjart- ansson og Lúðvík Jósepsson tóku að sér að ávaxta þann arf og síðan Svavar Gestsson. Þótt Lúðvík Jósepsson hafí ekki verið í hópi nánustu sam- starfsmanna gömlu kommún- istaforingjanna gekk hann aldrei gegn þeim. Þótt Svavar Gestsson sé of ungur að árum til þess að hafa hlotið pólitískt uppeldi sitt hjá Einari Olgeirs- syni fékk hann það hjá eftir- mönnum Einars. Þess vegna hafa tengslin á milli Alþýðu- bandalagsins og forvera þess, Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokks og Kommún- istaflokks íslands jafnan verið öllum Ijós. Kosningamar á fundi Al- þýðubandalagsfélagsins í Reykjavík um fulltrúa á lands- fund sýna hins vegar að nú er mátturinn úr þessum gamla valdahópi. Þótt úrslit kosning- anna sýni verulegan styrk Ólafs Ragnars Grímssonar og stuðningsmanna hans, em þau þó fyrst og fremst til marks um, að Svavari Gestssjmi og félögum hans, hefur ekki tekizt að endumýja gamla flokkslgamann. Að vísu er hugsanlegt að atkvæðatölum- ar segi ekki alla söguna. Stundum er hægt að greiða atkvæði á þann veg, að menn fái ekki rétta mynd af styrk- leikahlutföllum, t.d. ef annar hópurinn kýs einungis sína menn en hinn hópurinn kýs fólk úr báðum örmum. Ef Ólafur Ragnar Grímsson verður kjörinn formaður Al- þýðubandalagsins á lands- fundi þess er ljóst, að flokkurinn hefur breytt um eðli. Hann verður ekki lengur stjómmálaflokkur, sem er sprottinn úr jarðvegi verka- lýðshreyfíngar að hluta til heldur verður Alþýðubanda- lagið hagsmunasamtök vinstri sinnaðra menntamanna og opinberra starfsmanna. Skoð- anakannanir hafa sýnt, að flokkurinn sækir fylgi sitt fyrst og fremst í þessa kjós- endahópa en síður til verka- fólks og almennra launa- manna, eins og áður var. Að því leyti má segja, að valda- taka þessa hóps á landsfundi endurspeglaði kjósendafylgi flokksins. En hver verða eftirmálin, ef slík bylting verður á lands- fundi Alþýðubandalagsins, að gamli valdahópurinn missir þar öll tök? í fyrsta lagi er alls ekki útilokað, að Alþýðu- bandalagið klofni í tvennt og úr því verði tveir litlir áhrifa- lausir vinstri flokkar. And- stæðingar Alþýðubandalags- ins ættu þó ekki að ganga út frá því, sem vísu, að sú verði niðurstaðan. í öðru lagi er sá möguleiki fyrir hendi, að sigur Ólafs Ragnars og félaga hans á landsfundi leiði til margra ára skæruhemaðar í Alþýðu- bandalaginu líkt og gerðist, þegar Hannibal Valdemarsson var kjörinn formaður Alþýðu- flokksins 1952. Þá var hann kosinn gegn vilja þeirra, sem réðu stofnunum og eignum flokksins. Þeir beittu aðstöðu sinni til að gera honum ókleift að veita Alþýðuflokknum for- ystu. Þótt mjög sé af núver- andi ráðamönnum í Alþýðubandalaginu dregið, myndu þeir samt hafa styrlc til þess að reka slíkan skæru- hemað með áhrifaríkum hætti. Þriðji möguleikinn er auð- vitað sá, að Ólafí Ragnari Grímssyni og stuðningsmönn- um hans takist að sætta minnihlutann í flokknum við hina nýju forystu og telja verð- ur víst, að þeir mundu leggja alla áherzlu á það. Klofningur eða styijaldarástand í Al- þýðubandalaginu hefur auð- vitað víðtækar pólitískar afleiðingar. Alþýðubandalagið hefur lengi verið sterkasta aflið á vinstri væng íslenzkra sljómmála. Langvarandi átök innan þess gætu skapað tóma- rúm, sem aðrir mundu reyna að notfæra sér. Þar mundu bæði Alþýðuflokkur og Kvennalisti koma við sögu. Akæruréttarfar eða rannsóknarréttarfar? eftir Jónatan Þórmundsson Undanfama daga hafa birst opinberlega staðhæfingar nokkurra málsmetandi manna um grund- vallareinkenni íslensks sakamála- réttarfars. Ég vil ekki láta þessum staðhæfingum ósvarað, þar sem þær gefa að mínum dómi villandi mynd af íslensku réttarfari, og raunar neikvæðari en efni standa til. Verður hér á eftir fjallað um þijú álitamál af þessu tilefni: 1) Hvers konar sakamálaréttarfar ríkir hér á landi, ákæruréttarfar eða rannsóknarréttarfar? 2) Fara saka- dómarar með saksóknarvald? 3) Var dómur Hæstaréttar í máli Steingríms Njálssonar stórviðburð- ur í íslensku sakamálaréttarfari? 1) Hugtök og veruleiki Hugtökin ákæruréttarfar og rannsóknarréttarfar hafa í umræð- um að undanfömu verið notuð eins og um væri að ræða annaðhvort eða — og ekkert þar á milli. Talað hefur verið um, að koma þurfi á ákæruréttarfari í landinu og að hér ríki rannsóknarréttarfar. Fyrst er þar til að taka, að hugtökunum ákæmréttarfari og rannsóknarrétt- arfari er oft lýst í fræðiritum í hreinræktaðri mynd sinni. Sann- leikurinn er sá, að slíkt hreinræktað réttarfar er óvíða til á jarðarkringl- unni, ef nokkurs staðar! Flest ríki búa við sakamálaréttar- far einhvers staðar á bilinu milli hreinræktaðs rannsóknarréttarfars og hreinræktaðs ákæmréttarfars. Almennt er ákæmréttarfar talið hið sjálfsagða markmið með breyting- um á réttarfarslöggjöf. Þegar Islendingar fengu sín fyrstu heild- stæðu lög um meðferð opinberra mála á árinu 1951 (1. 27/1951), bjuggu landsmenn við rannsóknar- réttarfar. Svo hélst áfram en í minna mæli eftir nýju lögunum frá 1951. Þessi lög hafa á þeim 36 ámm, sem liðin em, sætt mörgum veigamiklum breytingum, sem hafa stöðugt fært réttarfarið í landinu nær hreinræktuðu ákæmréttarfari. Þar má nefna stofnun ríkissaksókn- araembættis 1961 og víðtækan verkefnatilflutning 1976 með að- skilnaði dómsvalds og rannsókna- valds í Reykjavík og að hluta í nágrannaumdæmum (stofnun rannsóknarlögreglu ríkisins) og ekki síst með flutningi rannsóknar- fmmkvæðis og fmmrannsóknar frá dómstólum til (rannsóknar)lög- reglu. Það er því undarlegt, þegar því er nú haldið fram, að hér á landi sé ekki ákæmréttarfar, a.m.k. í Reykjavík. Munurinn á réttarfarinu í Reykjavík (og að vissu leyti í ná- grannabyggðum) annars vegar og utan Reykjavíkur hins vegar er mál út af fyrir sig, sem drepið verður á hér síðar. Nú vakna tvær mikilvægar spumingar: Hvað felst í hreinrækt- uðu ákæmréttarfari? Er æskilegt að stefna að því? Skal þess nú freistað að svara þessum spuming- um. I rannsóknarréttarfari er dómari mjög virkur í rannsókn máls, hefur fmmkvæði að henni og allan veg og vanda að því að upp- lýsa málið. Hann yfirheyrir kærða og vitni og annast yfirleitt gagna- öflun. í hreinræktuðu rannsóknar- réttarfari fer dómari jafnvel með ákæmvald og dæmir loks í málinu. Sakbomingur er miklu fremur rannsóknarandlag dómarans en sakaraðili. Akæruréttarfar gerir ráð fyrir annarri hlutverkaskipan. Sérstakur sækjandi og veijandi (eða vamarað- ili sjálfur) leiða saman hesta sína frammi fyrir óháðum og óhlut- drægum úrskurðaraðila, dómara. Hlutverk hvers um sig er skýrt aðgreint frá hinum. Sækjandi, sem að jafnaði er opinber ákærandi, hefur sönnunarbyrðina um sekt sökunauts og ber hitann og þung- ann af gagnaöflun. Dómari hefur sig lítt í frammi við meðferð máls og tekur ekki afstöðu til sakarefnis fyrr en við dómsuppsögn. í hrein- ræktuðu ákæmréttarfari ber ákæmvaldinu engin skylda til að sýna ákveðna hlutlægni, eins og gert er ráð fyrir í íslensku réttar- fari, og það getur fært fram óvænt sönnunargögn, sem vörninni er ókunnugt um. Yfirleitt kemur þá greiðsla tryggingar í stað gæslu- varðhalds. Af þessu má sjá, að t.d. bandarískt sakamálaréttarfar er nær hreinræktuðu ákæmréttarfari en hið íslenska. En er þá æskilegt að taka upp svipað sakamálaréttarfar og í Bandaríkjunum? Ég held ekki, þótt við getum ýmislegt af þeirri þjóð lært. Rökin fyrirþessari niðurstöðu em eftirfarandi: Islendingar búa við evrópska og norræna réttarhefð, sem ekki felur í sér jafnhreinræktað ákæmréttarfar og hin ameríska hefð. í annan stað hefur það ótví- ræðan kost að halda ákæmvaldinu á tiltölulega mildu og hlutlægu stigi, svo sem hin norræna hefð stendur til. Loks er eðli sakamála nokkuð annað en einkamála og því óheppilegt að reka þessi mál með „Það fær ekki staðist að telja þennan dóm ósamrýmanlegan dómi Hæstaréttar í máli Jóns Kristinssonar, sem nú er rekið fyrir Mann- réttindanefnd Evrópu- ráðsins. I fyrsta lagi er réttarfar mismunandi í landinu, þ.e. saman fer rannsóknar- og dóms- vald hjá bæjarfógetum og sýslumönnum gagn- stætt því sem er í Reykjavík. í öðru lagi snýst mál Jóns um rót- gróið kerfi í íslenskum rétti, sem dómstólar hafa alla tíð byggt dóma sína á. Það hefði satt að segja verið und- arlegt, ef Hæstiréttur hefði allt í einu, að óbreyttum lögum, farið að víkja frá fyrri fram- kvæmd!“ allt of líku sniði. í sakamálum ligg- ur áherslan á að leita sannleikans, þess sem raunverulega gerðist. Nokkur trygging fyrir því, að það heppnist, er virkara eftirlit dómara með gangi máls en í einkamálum, þar sem mest er lagt upp úr kröf- um, málsástæðum og yfirlýsingum málsaðilja. 2) Fara sakadómarar með saksóknarvald? I saksóknarvaldi (ákæruvaldi) felast eftirtaldar heimildir: a) Rannsóknarvald, þ.e. vald til að fyrirskipa lögreglurannsókn, hafa yfírstjóm hennar og eftirlit, láta hætta rannsókn eða óska fram- haldsrannsóknar fyrir dómi, svo og vald til að gera kröfu fyrir dómi um gæsluvarðhald eða önnur þving- unarúrræði. b) Málshöfðunarrétt- ur, þ.e. vald til að höfða opinbert mál með útgáfu ákæru eða ljúka máli með öðrum hætti (niðurfelling saksóknar, skilorðsbundin ákæru- frestun, dómssáttarboð). c) Áfrýj- unar- og kæruréttur, þ.e. vald til að áfrýja málum, eða eftir atvikum kæra þau til Hæstaréttar. Jónatan Þórmundsson Síðustu leifar af ákæruvaldi dóm- ara voru afnumdar 1976. Á sama ári var allt rannsóknarfrumkvæði tekið úr höndum dómara og fengið ákæruvaldi og lögreglu, og frum- rannsókn mála var flutt frá dómstólum til (rannsóknar)lög- reglu. í reynd skipti þessi breyting mestu máli í Reykjavík og að hluta til einnig í nágrannaumdæmum (á aðalstarfssvæði rannsóknarlög- reglu ríkisins). Frumkvæði dómara að rannsókn og atbeini að frum- rannsókn mála var þar með úr sögunni. Ennfremur voru ákvæði fíkniefnalaganna þar að lútandi af- numin 1986. Hið eina, sem eftir stendur af öllum þeim saksóknar- heimildum, sem að ofan greinir, eru þær takmörkuðu rannsóknar- skyldur, er felast í 75. gr. og 1. mgr. 112. gr. 1. 74/1974. Allir vita, sem vilja vita, að ákvæði þessi verð- ur að lesa í samhengi við önnur ákvæði laganna og þær réttarfars- breytingar, sem gerðar voru 1976. í reynd fela ákvæði þessi í sér tak- markaðar rannsóknarskyldur fyrir dómstóla, enda væri ógemingur að endurtaka viðmikla rannsókn fyrir dómi. Orðalag ákvæðanna er að vísu óheppilegt og stafar af því, að breytingamar 1976 féllu alls ekki að textanum, sem fyrir var, og var á sínum tíma rækilega að því fund- ið. Ákvæði 75. gr. er dæmi um reglu, sem enn miðast við eldra ástand, meðan frumrannsókn mála fór fram fyrir dómi. Lokasvar mitt við spumingu 2 er því þetta: Þrátt fyrir þær tak- mörkuðu rannsóknarskyldur, sem Barnaskólinn á Selfossi Urgur 1 foreldrum vegna hús- næðisleysis og kennaraskorts Selfossi. FORELDRAR nemenda í Barna- skólanum á Selfossi eru uggandi vegna þess aðstöðuleysis sem skólinn býr við. Ekki er unnt að halda uppi lögboðinni kennslu við skólann vegna húsnæðis- og kennaraskorts. Skólinn er tvfset- inn að fullu og húsnæði yngstu deilda fjórsetið. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi foreldra og kennarafélags skólans. Á aðalfundinum héldu námstjór- ar þrjú stutt framsöguerindi, Sigríð- ur Jónsdóttir um byijendakennslu, Þórir Sigurðsson um mynd- og handmennt og Aðalheiður Auðuns- dóttir um heimilisfræðikennslu. Fundurinn var vel sóttur og góður rómur gerður að erindunum. Aðalfundur foreldrafélagsins var vel sóttur?Iorírunblaðið/Si,íurður •I6n880n Sigríður Jónsdóttir námstjóri tal- aði í sínu erindi um nauðsyn þess að leggja áherslu á alhliða þroska á fyrstu námsárunum og kvaðst telja mikilvægt að leggja góða rækt við tilfínningaþroska bama á þess- um árum. Þórir Sigurðsson sagði að mikill munur væri á þeim skólum þar sem öll aðstaða til kennslu í mynd- og handmennt væri fyrir hendi og þeim sem byggju við svipaðar aðstæður og barnaskólinn á Selfossi þar sem fella þyrfti kennslu niður í þessum greinum vegna húsnæðis og kenn- araskorts. Það væri ekki von að það fengjust kennarar þegar aðstaða væri ekki fyrir hendi. Hann kvaðst vona að úr rættist í húsnæðismálum skólans og við hann risu þær bygg- ingar sem þyrftu fyrir sérgreinar og þarfir skólans. Aðalheiður Auðunsdóttir sagði að heimilisfræðin gengdi nú lykil- hlutverki við að venja þjóðina á heilbrigt mataræði og venjur. Hún leggði gmnn að samvinnu fjölskyld- unar á heimili framtíðarinnar. í máli hennar kom fram að bama- skólinn þyrfti 32 stundir í viku í dómstólar hafa samkvæmt gildandi lögum, er það mjög villandi og jafn- vel rangt að halda því fram, að dómarar fari með saksóknarvald. 3) Dómur Hæstaréttar í máli Steingríms Njálssonar Dómur þessi er að mínu áliti enginn stórviðburður í sakamála- réttarfari og markar raunar engin tímamót. Hér var einfaldlega um vanhæfi tiltekins dómara að ræða, sem áður hafði gegnt störfum ákæranda í sama máli. Samkvæmt íslensku ákæruréttarfari eru þessi hlutverk algerlega aðskilin í Reykjavík og falin sjálfstæðum embættum. Forsendur Hæstaréttar í þessa veru eru líka fullkomlega skýrar. Það vær ekki staðist að telja þennan dóm ósamrýmanlegan dómi Hæstaréttar í máli Jóns Kristins- sonar, sem nú er rekið fyrir Mannréttindanefnd Evrópuráðsins. I fyrsta lagi er réttarfar mismun- andi í landinu, þ.e. saman fer rannsóknar- og dómsvald hjá bæj- arfógetum og sýslumönnum gagnstætt því sem er í Reykjavík. I öðru lagi snýst mál Jóns um rót- gróið kerfi í íslenskum rétti, sem dómstólar hafa alla tíð byggt dóma sína á. Það hefði satt að segja ver- ið undarlegt, ef Hæstiréttur hefði allt í einu, að óbreyttum lögrim, farið að víkja frá fyrri framkvæmd.! 4) Erþörf endurskoðunar? Það er vissulega mjög brýnt orð- ið að ljúka endurskoðun laga um meðferð opinberra mála, m.a. af þessum ástæðum: a) Samhæfa þarf öll lögin þeim breytingum, sem orð- ið hafa á undanfömum árum og gera úr þeim eina samfellda heild. b) Sníða þarf af augljósa agnúa eins og samkrull rannsóknar- og dómsvalds utan Reykjavíkur og koma á sams konar réttarfari um land allt. c) Lögfesta þarf ýmis ákvæði breyttra viðhorfa og gildis- mats, t.d. um réttarstöðu brotaþola (fómarlamba). Nokkur endurskoðunarvinna hef- ur farið fram, en ekki gengið svo fljótt sem skyldi vegna aðstöðu- og starfsmannaskorts. Um réttarstöðu brotaþola í nauðgunarmálum og skyldum málum er nú fjallað í nauðgunarmálanefnd, og er að vænta tillagna frá henni í byijun árs 1988. Ég lagði það til við dóms- málaráðuneytið fyrir nokkm, að sérstök nefnd yrði skipuð til að endurskoða lög um meðferð opin- berra mála og henni fenginn starfs- maður. Mér er kunnugt um, að núverandi dómsmálaráðherra og ríkisstjóm vilja taka á þessum mál- um af myndarskap og vænti því alls góðs úr þeirri átt. Höfundur er forseti Iagadeildar Háskóla íslands ogsérstakur ríkissaksóknari í málum er tengj- ast gjaldþroti Hafskips hf. heimilisfræði til að fylla nám- skrána. Það væri því mikil þörf á að húsnæði fengist til þessarar kennslu við skólann. Hún sagði að búnaður í skólaeldhús miðað við 12 nemendur í námshóp í 1.-6. bekk kostaði í kringum 407 þúsund krón- ur. Hún lagði áherslu á að bömin byggju lengi að því sem þau lærðu og það væri erfítt að læra alla þætti heimilishaldsins þegar á hólminn væri komið og fólk byijað að búa. í umræðum á fundinum kom fram að tónlistarkennsla er engin við skólann, íþróttakennsla skert vegna kennaraskorts, enginn sér- stakur kennari er í myndmennt. Einnig að með stækkun skólaeld- húss gagnfræðaskólans fengju nemendur bamaskólans þar nokkra kennslu í heimilisfræði. Þeir for- eldrar sem til máls tóku voru mjög óhressir með þetta ástand og töldu að bæjaryfírvöld hefðu ekki staðið í stykki sínu varðandi húsnæðismál skólans. Greinilegur urgur var í foreldrum vegna þessa og þung orð látin falla. — Sig. Jóns. Fundurinn var vel sóttur og voru fundarmenn hátt á þriðja hundrað. Undirbúningsstofnfundur Eldeyjar hf Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Suðumesjamenn hyggj- ast snúa vörn í sókn Hátt á þriðja hundrað manns samþykktu einróma stofnun félagsins Keflavfk. SAMÞYKKT var einróma á fjöl- mennum undirbúningsstofnfundi i Keflavík á sunnudaginn að stofna nýtt öflugt útgerðarfélag á Suðurnesjum. Vilyrði hafa nú fengist fyrir um 30 milljóna króna hlutafjárloforðum og er talið að sú upphæð eigi eftir að hækka á næstunni. Formlegan stofnfund útgerðarfélagsins sem á að heita Eldey h.f. skal halda fyrir 1. desember nk. og á hlut- afé að verða 100 milljónir króna. Sigurður Garðarsson fiskverk- andi i Vogum sem kosinn var til að vinna að stofnun Eldeyjar hf. og einn helsti talsmaður hópsins sagði að nú væri komið grænt ijós og ekki eftir neinu að bíða með stofnun félagsins. „Við höf- um verið á undanhaldi með fjármagn, vinnuafl og kvóta að undanförnu. Vonandi verður þessi ákvörðun vendipunktur og nú verði vörn snúið í sókn“, sagði Sigurður ennfremur. Hátt á þriðja hundrað manns sóttu undirbúningsstofnfundinn og kom fram í máli Eiríks Tómasson- ar, um aðdraganda að stofnun félagsins, að útgerð á svæðinu hefði átt undir högg að sækja. Eftir blómaár útgerðar á árunum 1960 til 1970 hefði komið hnignun við hrun sfldarstofnsins. Á þessum árum hefðu ný skip verið keypt á hvetju ári en þegar byggðastefnan hélt innreið sína í kjölfarið hefði þessi þróun snúist við. Vinnuregla þeirra sem mótuðu byggðastefnuna var að nafn Suðumesja hefði verið sama og nei. Nú hefðu mörg skip verið seld burtu af svæðinu og eitt skipanna sem menn hefðu haft augastað á í umræðunum um stofn- un útgerðarfélagsins væri nú 3 vikum seinna með heimahöfn á Höfn í Homafírði. Ólafur B. Ólafsson útgerðarmað- ur ræddi um þróun sjávarútvegs á Suðumesjum undanfarin ár og sagði að hann og fleiri hefðu verið kallaðir „grátkór Suðumesja" í við- leitni sinni við að skýra frá ástand- inu í sjávarútvegi á svæðinu. Hnignunin leyndi sér ekki því menn hefðu að undanfömu mátt horfa uppá uppboð og gjaldþrot fisk- vinnslustöðvanna - og sölu stór- virkra skipa af svæðinu. í máli Ólafs kom fram að hlutur Suðumesja í fiskvinnslunni hefði dregist veru- lega saman og saltfiskverkun og frysting væri nú aðeins um helm- ingur af því sem var á árunum um 1970. Ólafur G. Einarsson alþingismað- ur flutti ávarp fyrir hönd þing- manna Reykjaneskjördæmis og hét stuðningi við málið, en þingmenn hefðu enga sjóði sem hægt væri að ausa fé úr til þessara mála. Ólaf- Ólafur G. Einarsson alþingismað- ur talaði fyrir hönd þingmanna kjördæmisins og hét stuðningi við málið. Ólafur B. Ólafsson ræddi um þróunina í sjávarútvegi á Suður- nesjum undanfarin ár. ur sagði að þessi dagur kynni að marka tímamót í atvinnumálum Suðumesja og stofnun félagsins væru rétt viðbrögð heimamanna við þeim vanda sem við blasti. Að loknum fijálsum umræðum um þessi mál, þar sem til máls tóku Jón Norðfjörð, Logi Þormóðsson, Benóný Benediktsson, Páll Axels- son og Kristján Ingibergsson var samþykkt einróma að halda áfram og stofna útgerðarfélagið Eldey hf. Sjö aðilar, Eiríkur Tómasson, Birg- ir Guðnasson, Sigurbjöm Bjömss- son, Logi Þormóðsson, Jón Norðfjörð, Sigurður Garðarsson og Karl Njálsson vom kosnir til að halda starfinu áfram en þeir áttu allir sæti í undirbúningsnefnd. Fundarstjóri var Ellert Eiríksson sveitarstjóri í Garði. Einnig var eftirfarandi ályktun samþykkt: Almennur fundur um stofnun útgerðarfélags á Suður- nesjum, haldin í Glaumbergi sunnudagirm IS.október 1987, lýsir Sigurður Garðarsson einn af upphafsmönnunum að stofnun útgerðarfélagsins i ræðustól. Eiríkur Tómasson frá Grindavik lýsti aðdragandanum að stofnun félagsins. einróma samstöðu um nauðsyn þess, að allir íbúar Suðumesjasvaeð- isins og velunnarar þess, taki höndum saman í átaki til endur- reisnar sjávarútvegs með virkri þátttöku í stofnun útgerðarfélags- ins Eldeyjar h/f. Það er öllum kunnugt, sem fylgst hafa með þró- un útgerðar á Suðumesjum á undanfömum ámm, að enginn stað- ur á landsbyggðinni hefur orðið eins illa úti hvað þessi mál varðar. Fund- urinn heitir á alla okkar sveitar- stjómarmenn og alþingismenn að styðja þetta átak með öllum þeim ráðum og öllu því afli sem þeir eiga. Með stofnun útgerðarfélagsins Eldeyjar h/f, snúum við vöm í sókn. Með sameiginlegu og öflugu átaki getur okkur tekist að byggja upp útgerð hér á Suðumesjum á þeim rústum sem hún stendur á í dag, okkur, svæðinu og komandi kynslóðum til heilla og farsældar. Hagsmunir allra hér á Suðumesjum em í veði. gg I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.