Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Kasparov hlýtur að jafna í dag Margeir Pétursson Það er ekki nokkur vafi á því að Gary Kasparov, heimsmeist- ari í skák, hlýtur að jafna metin í heimsmeistaraeinvíginu í Se- villa, þvi þegar fjórða skákin fór í bið í gærkvöldi, var staða Anatoly Karpovs, áskoranda, vonlaus. Karpov hafði tveimur peðum minna i endatafli og verður að leggja allt traust sitt á að koma hvíta kóngnum í þráskákarnet, en það er borin von nema Kasparov verði á hrikalega mistök. Það eru þvi allar líkur á að staðan í ein- víginu, eftir daginn í dag, verði 2-2. Kasparov stendur þá aftur betur að vígi, þvi ljúki þessu 24 skáka einvigi 12-12 þá held- ur hann titlinum. Þrátt fyrir afhroð í annarri ská- kinni á miðvikudaginn var gaf Kasparov enska leikinn ekki upp á bátinn. Það var Karpov sem fyrr breytti út af, en fljótlega kom í ljós að heimsmeistarinn hefur skyggnst djúpt í stöðuna í heimar- annsóknum sínum. Karpov lagði of. mikla áherzlu á að einfalda taflið og Kasparov fékk mjög þægilega stöðu þar sem allir menn hans stóðu vel til sóknar á kóngs- væng. Aldrei þessu vant varð Karpov svarafátt í vöminni, þegar eftir 22 leiki voru dagar hans tald- ir. Heimsmeistarinn þvingaði þá fram endatafl þar sem hann var peði yfir og þar að auki með betri stöðu. Rétt fyrir bið kaus Ka- sparov síðan að vinna annað peð, en átti e.t.v. fljótvirkari vinnings- leiðir. Það ætti þó ekki að breyta neinu um úrslit. 4. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Kasparov í þungum þönkum yfir skákborðinu. Enski leikurinn 1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e5 3. Rf3 - Rc6 4. g3 - Bb4 5. Bg2 - 0-0 6. 0-0 — e4 7. Rg5 — Bxc3 8. bxc3 - He8 9. f3 - exf3 í annarri skákinni lék Karpov hér 9. — e3 og fómaði peði. Sá óvænti ieikur virtist koma Ka- sparov mjög úr jafnvægi og hann tapaði mjög illa. Að sjálfsögðu gefur Karpov heimsmeistaranum ekki tækifæri á að koma endurbót sinni á framfæri, en heldur sig nú við troðnar slóðir. 10. Rxf3 - De7 Hér er 10. — d5 hefðbundið framhald og með þeim leik hefur svarti vegnað það vel, að afbrigð- ið þykir ekki vænlegt til árangur fyrir hvít. 11. e3 - Re5 12. Rd4 - Rd3?! Karpov tekur ekki peðið á c4 sem Kasparov fómaði, væntan- lega vegna þess tíma sem hvítur myndi vinna, Eftir 12. — Rxc4 13. Rf5 — De6 14. d3 og síðan e4 hefði hann öflugt fmmkvæði. Að sækja hvíta biskupinn upp á cl er einnig tímafrekt, svo Karpov hefði líklega átt að leika strax 12. - d6. 13. De2 — Rxcl 14. Haxcl — d6 15. Hf4 - c6 16. Hcfl Kasparov er kominn með þægi- lega stöðu, því hrókar hans njóta sín vel á hálfopinni f línunni. Við réttar aðstæður getur skipta- munsfóm á f6 leitt til óstöðvandi sóknar. Karpov bregst ekki rétt við vandanum. 16. - De5? 17. Dd3 - Bd7 18. Rf5! Nú vill heimsmeistarinn fá skýrar línur í taflið, en einnig kom til greina að tefla rólegar með 18. h3 og síðan 19. g4. 18. - Bxf5 19. Hxf5 - De6 20. Dd4 - He7 21. Dh4! - Rd7 22. Bh3 Nú er ljóst að úrslit skákarinn- ar eru ráðin. Vegna klaufalegrar innbyrðist afstöðu svörtu mann- anna, getur Karpov ekki varist liðstapi. Hótun hvíts í stöðunni er 23. Hh5. 22. - Rf8 23. H5f3 - De5 24. d4 - De4 25. Dxe4 - Hxe4 26. Hxf7 - Hxe3 27. d5! Kasparov teflir af nákvæmni og vinnur tíma. Ef nú 27. — Hxc3? þá 28. Be6! og svartur verður að gefast upp. 27.----Hae8 28. Hxb7 - cxd5 29. cxd5 - H3e7 30. Hfbl - h5 31. a4 - g5 32. Bf5 - Kg7 33. a5 - Kf6 34. Bd3 - Hxb7 Svarta staðan er svo vonlaus að Karpov getur ekki einu sinni leyft sér að leika 34. — He3?, því þá yrði hann mát eftir 35. Hfl+. 35. Hxb7 - He3 36. Bb5 - Hxc3 37. Hxa7 - Rg6 38. Hd7 Það er erfitt að setja út á þenn- an leik sem vinnur annað peð, en það er ekki að sjá að eftir 38. a6 — Re5 39. Ha8 geti svartur spom- að við því að hvíta a peðið renni upp í borð. 38. - Re5 39. Hxd6+ - Kf5 40. a6 - Ha3 í þessari stöðu fór skákin í bið. Sem sjá má er hvítur með tveimur peðum yfir og Karpov hlýtur að gefast upp, án frek- ari taflmennsku, því hann á enga raunhæfa mótspilsmögu- leika á kóngsvængnum. TELECOM 87 opnuð í Genf; Ekkert ráðstefnu- land án fjar- skiptaþj ónustu ísland meðal sýn- enda í fyrsta skipti ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara MorjfunbladBÍns. PEREZ De Cuellar, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, opnaði fimmtu TELECOM-sýningn Alþjóða fjarskiptasambandsins, ITU, við hátíðlega athöfn í Genf í dag. íslendingar eru nú virkir þátttakendur í sýningunni í fyrsta sinn og kynna landið og fjarskipti þess á veglegan hátt á sameiginlegu sýningarsvæði Norðurlandanna. Fulltrúar Pósts og síma hafa hingað til sótt sýningamar, sem era haldnar fjórða hvert ár, til að kynna sér hið nýjasta I fjar- skiptum, en ísland er nú í hópi 39 þjóða sem kynna fjarskipti sín sérstaklega. Starfsfólk frá Pósti og síma starfar í sýningarbási íslands á meðan á sýningunni stendur, 20.-27. október. Verkfræðingar stofnunarinnar munu skoða sýn- inguna en aðeins dvelja í nokkra daga í senn. „Ég býst við að um tíu manns frá Pósti og síma komi hingað til Genfar á meðan á sýn- ingunni stendur," sagði Ólafur Tómasson, póst- og símamála- stjóri. „Verkfræðingarnir dvelja ekki nema í nokkra daga svo að fleirum gefíst kostur á að sjá hana. Það er mjög mikilvægt að við fylgjumst vel með því sem er að gerast í fjarskiptum í dag. Þróun- in er varla jafn hröð á nokkru tæknisviði og á sviðum fjarskipta og gagnavinnslu fyrir tölvur en þau eru nátengd og tekin sérstak- lega fyrir hér á sýningunni. Hér Stuttar þingfréttir Fundir voru haldnir í sameinuðu þingi í gær og báðum deildum. í sameinuðu þingi voru tekin fyrir kjörbréf tveggja varaþingmanna, þeirra Birgis Dýrfjörð (A.-Nv.), sem kemur á þing í stað Jóns Sæmundar Siguijónssonar, og Jóns Magnússonar (S.-Rvk.) sem kemur í stað Friðriks Sophusson- ar, iðnaðarráðherra. Þrír aðrir varaþingmenn sitja nú á Alþingi. Þeir Ellert Eiríksson (S.-Rn.), 01- afur Ragnar Grímsson (Abl.-Rn.) MÞMGI og Pétur Bjarnason (F.-Vf.). Þrír þessara varaþingmanna, Birgir, Ellert og Pétur sitja nú á Alþingi í fyrsta sinn. Eitt mál var síðan á dagskrá í hvorri deild og var þeim frestað í báðum deildum. Eldisstöð fyrir sjávar- fiska Eitt nýtt þingmál var lagt fram í gær. Þingmenn Borgaraflokksins á Reykjanesi, Hreggviður JÓnsson og Júlíus Sólnes, lögðu fram til- lögu til þingsályktunar um klak- og eldisstöð fyrir sjávarfíska. Er lagt til að Alþingi feli ríkisstjóm- inni að skipa nefnd til að kanna og gera tillögur um að setja á stofn klak- og eldisstöð fyrir sjávarfíska sem verði staðsett á Suðumesjum. Nefndin eigi að ljúka störfum fyr- ir árslok 1988 og greiðist kostnað- ur við störf hennar úr ríkissjóði. verða fluttir margir fyrirlestrar, til dæmis um tækniþróun, hag- kvæmni, stefnumörkun varðandi einkaleyfí ríkisstofnana og fieira, sem við getum haft gagn af að hlýða á.“ „Það var lagt hart að okkur að taka þátt í sýningu Norðurland- anna þegar TELECOM 87 var í undirbúningi," sagði Ólafur. „Við ákváðum að gera það á hæfilegan hátt og leggjum áherslu á land- kynningu um leið og við kynnum fjarskiptaþjónustu landsins. Við vonumst til að sannfæra gesti sýn- ingarinnar um að ísland er tilvalið ráðstefnuland og minnum á leið- togafundinn í fyrra í því sambandi. Fullkomið íjarskiptanet er frum- skilyrði þess að hægt sé að halda stóra fundi og við sýnum á TELECOM 87 að ísland er mjög framarlega á þessu sviði.“ Helstu frammámenn í fjarskipt- um í heiminum eru samankomnir í Genf á meðan á sýningunni stendur. Þeim er boðið í fjölda veislna og íslendingar láta sitt ekki eftir liggja. Ólafur og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra íslands í Genf, hafa boðið fjölda manns til morgunverðar á fímmtu- dag í sendiherrabústaðnum og fengið góðar undirtektir. Seinna þann dag munu Norðurlöndin halda sameiginlegan blaðamanna- fund á TELECOM 87 og Ólafur mun greina frá samstarfi Norður- landa varðandi símaþjónustu um gervihnetti. Sjö vægir FIMM árekstrar urðu á Akureyri um helgina, en engin meiðsl urðu á fólki. Auk þeirra urðu tveir minniháttar árekstrar fyrrihluta gærdagsins, annar á mótum Hólsgerði og Dalsgerði og hinn á bílastæði útibús KEA við Byggðaveg. árekstrar Að sögn lögreglu var helgin sæmileg að öðru leyti. Þrír öku- menn voru teknir fyrir of hraðan akstur. Þá fengu Qórir að gista fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar og illinda á almannafæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.