Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 43 Frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðaríns: Sláturkostnað- ur er ekki þriðj- ungur af verði Athugasemd vegiia fréttar í Morgunblaðinu 8. okt. sl. er lesendum tjáð á bls. 2, að slátur- og heildsölukostnaður vegna sauð- fjár sé í haust „rúmur þriðjungur af verði skrokksins til bðndans". Þetta er ekki sem eðlilegust fram- setning, því kostnaðurinn er tæpur fjórðungur af því heildarverði sem eðlilegt er að miða við, nánar tiltek- ið 24,7%. Það sem er athugavert í dæmi Morgunblaðsins er af tvennum toga, að sleppa gærum og slátri og að miða við verðið til bóndans. 1) Blaðamaðurinn hefur í út- reikningi sínum aðeins miðað við það verð sem bóndinn fær fyrir kjöt. Bóndinn fær hins vegar líka greitt fyrir gærur og slátur. Ef þeim krón- um er bætt við, fæst sú heildartala sem eðlilegt er að nota í saman- burði af þessu tagi (við kjör bóndans), þótt það sé f sjálfu sér engan veginn gagnlegasta viðmið- unin. Þá lítur dæmið svona út, ef reiknað er með 14 kg dilk í 1. flokki eins og Morgunblaðið gerir Verð tíl bóndans: Kjöt: 14 kg x 240 kr. = 3.360 kr. Gæra: 2,94 kg x 84,92 = 250 kr. Slátur:______________________196 kr. Samtals 3.806 kr. Hitt er annað mál, að allur kostn- aður vegna slátrunar og heildsölu fellur á kjötverðið, en ekkert á inn- mat og gærur. Niðurstaða verður engu að síður sú, að slátur- og heildsölukostnaður er innan við þriðjungur, miðað við það verð sem bóndinn fær fyrir afurðimar, eða nákvæmlega 29,8%. 2) Slátur- og heildsölukostnaður kemur til vegna markaðssetningar kjötsins. Það er því til lítils gagns að miða við verð til bóndans, vilji menn upplýsa almenning um hlut- föll sem skipta máli. Skýrast og eðlilegast er því að reikna slátrun- ar- og heildsölukostnað sem hlutfall af markaðsverði, eins og það er eftir þennan áfallna kostnað. Þá getur fólk séð svart á hvítu, hversu mikill hlutur þessara milliliða er í vöruverðinu. Óniðurgreitt heildsöluverð er raunhæf stærð í því sambandi. Rétta dæmið lítur þá svona út, miðað við 14 kg dilk og 1. flokks kjöt, sem eru sömu stærðir og Morgunblaðið notar til skýringar í fréttinni: Óniðurgreitt heildsöluverð: 14kgx328kr.= 4.693 kr. Slátrunar- og heildsölu- kostnaður: 1.134 kr. Slátrunar- og heildsölukostnað- urinn af verðmæti kindarinnar er því 24,7%. Vegna þess að á hveiju hausti kemur upp dálítill misskiln- ingur um „slátrunarkostnað“, er rétt að geta þess, að sjálf slátrunin er um 70% af þessum lið, eða um 56 krónur af hverri 81 krónu sem fer í samanlagðan kostnað hjá af- urðastöð við slátrun og dreifingu á einu kílói kjöts. (Frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins.) Athugasemd ritstj. í athugasemd Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins er ekki reynt að vefengja tölur eða aðrar stað- reyndir í umræddri frétt. Eingöngu er gerð athugasemd við samanburð sem fram kemur í síðustu setning- unni, það er að slátur- og heildsölu- kostnaður sé borinn saman við það verð sem bóndinn fær fyrir einn kjötskrokk. Upplýsingaþjónustan telur eðlilegra að taka aðra hluti til viðmiðunar. Á þessu geta menn að sjálfsögðu haft mismunandi skoðanir. 14 KG. DILKUR - 1. FLOKKUR: Irr* Verð á kjöti, gærum og slátri til bóndans Verð á kjöti til bóndans 1 ▼ 4.593 ▼ 3.806 7/ 3.360 1134 KR. Slátrunar- og heildsölukostnaður KR. 0 15.10.1987 ONIÐURGREITT HEILDSÖLUVERÐ Félag Snæ- fellinga og Hnapp- dæla að hefja vetrarstarf FÉLAG Snæfellinga og Hnapp- dæla í Reykjavík er um þessar mundir að hefja vetrarstarf sitt. Nokkrar breytingar hafa orðið á skemmtanahaldi og verður vetr- arfagnaður félagsins að þessu sinni haldinn í Félagsheimili Sel- tjarnarness 24. október nk. og árshátíðin i Goðheimum, Sigtúni 3, í febrúar nk. Kór félagsins hefur hafíð æfíngar og stjómandi hans er Friðrik Krist- insson. Jólatónleikar em fyrirhug- aðir á aðventu, í Kirlq'u óháða safnaðarins, spiladagur í mars og kaffídagur eldri félaga i maí. Það er von stjómar og skemmti- nefndar að Snæfellingar á Stór- Reykjavíkusvæðinu notfæri sér skemmtanir félagsins, viðhaldi gömlum kunningsskap og stofni til nýrra kynna, segir í frétt frá félag- inu. NAGLARNIR E7ÐA GÖTUM BORGARINNAR W Gatnamálastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.