Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 51 ekki og starfaði lengst af bæði utan heimilis og innan af miklum dugn- aði. Við fráfall Jónu vilja búendur á Urðarstíg nr. 11 og lla senda hlýj- ar kveðjur og þakka þá aiúð og vináttu sem var svo rík hjá þessari mætu konu gegnum árin. Fjölskyldu Jónu eru fluttar inni- legar samúðarkveðjur. Þórdís Aðalbjömsdóttir Jóna Sigurbjörg Þorláksdóttir á Fögruvöllum lézt hinn 12. þessa mánaðar. Dauða hennar bar brátt að, en hún fótbrotnaði fyrir fjórum vikum. Engan grunaði þá að hún myndi ekki ná heilsu aftur. Jóna Sigurbjörg fæddist 3. maí 1912, dóttir hjónanna Katrínar Jónsdóttur og Þorláks Ingibergs- sonar, trésmiðs. Þau hjónin voru Skaftfellingar að uppruna, en bjuggu að Hofi í Garði og sleit Jóna þar barnsskónum með Guðlaugi einkabróður sínum. Voru þau systk- inin einstaklega samrýnd. Þorlákur reisti fjölskyldu sinni hús í Garðin- um, sem þau kölluðu Fögruvelli og þar átti fjölskyldan rætur frænd- semi og vináttu, sem aldrei rofnaði. Þegar Jóna var fímm ára gömul flutti fjölskyldan bústað sinn til Reykjavíkur og viðimir úr bæjar- húsinu að Fögruvöllum urðu að nýjum bæ, Fögruvöllum við Urð- arstíg. Bjó Jóna þar síðan í nærri sjötíu ár. Jóna ólst up við guðsótta og góða siði, eins og sagt er. For- eldrar hennar voru kirkjurækið guðhrætt fólk, sem sýndu kristin kærleika í samskiptum við alla menn. Á heimili foreldra Jónu var oft móðursystir hennar, Júlíana, sem af veikindum í æsku hlaut það mein að vera ekki sjálfbjarga. Skiptust Katrín og systur hennar, Jóna og Guðbjörg, á um að hafa hana á heimili sínu. Var Jóna for- eldrum sínum stoð og stytta alla tíð og studdi þau einkum til slíkra góðverka. Eftir að foreldrar Jónu létust endurbætti hún húsið að Fögruvöll- um og átti þar glæsilegt heimili. í fyrra flutti Jóna svo í íbúð sem hún keypti í húsi aldraðra verzlunar- manna og bjó sér þar fallegt heimili og naut góðra stunda með vanda- mönnum og vinum, gömlum og nýjum. Þegar Guðlaugur bróðir hennar stofnaði sitt eigið heimili og kvænt- ist Camillu Sandholt, var sem systir hefði bæzt í hópinn og var sam- gangur milli heimilanna ætíð mikill. Guðlaugur lézt árið 1974. Jóna var falleg og glæsileg kona, sem hafði ánægju af lestri góðra bóka, ljóðum og tónlist og plötumar hennar og nótnabækumar á píanó- inu hennar bám vitni um góðan tónlistarsmekk. Hún hafði yndi af að ferðast og sjá og kynnast fjöl- breyttu mannlífí, en kaus þó frekar að eyða sínum dýrmæta frítíma í að láta gott af sér leiða. Það vom ófáar frístundimar sem hún eyddi með bróðurbömum sínum og þeirra bömum. Kærleikur og umhyggja hennar fyrir ungviðinu var dæmafá. Er skemmst að minnast þegar hún leysti smáfólkið, sem leit til hennar Hörður Guðmunds- son — Kveðjuorð Fæddur 23. mars 1928 Dáinn 22. ágúst 1987 Sviplegt og ótímabært fráfall Harðar Guðmundssonar kom eins og reiðarslag yfír okkur sem hann þekktum. 29. ágúst sl. var Hörður Guðmundsson kvaddur frá Sauðár- krókskirkju. Hörður var fæddur 23. mars 1928, elstur af 4 bömum þeirra hjóna Hólmfríðar Jónasdótt- ur, verkakonu og skáldkonu frá Hofdölum, og Guðmundar Jósafats- sonar, verkamanns frá Krossanesi, en hann lést 1974. Uppvaxtarár sín dvaldi Hörður að mestu í foreldra- húsum á Sauðárkróki. Atvinnulífíð dró hann fljótt til sín og hóf Hörður ungur að stunda sjóinn en veiði- mennskan var honum í blóð borin. Þá vann hann einnig við hin ýmsu störf í landi lengi hjá Kaupfélagi Skagfírðinga sem afgreiðslumaður og nú síðustu árin sem afgreiðslu- maður hjá Á.TVR á Sauðárkróki. Hörður gekk á með eftirlifandi konu sinni, Sólborgu Valdimars- dóttur tvær dætur, Brynju og Ingu. Ekki ætla ég mér að rifja upp ævi- feril Harðar frekar þó það væri vissulega við hæfí, því ævi Harðar hefur verið bæði litrík og skemmti- leg fyrir alla sem honum kynntust, því þar em margir mér miklu fremri í þeim efnum. Heldur langar mig aðeins að minnast Harðar sem góðs vinar og frænda. Kynni okkar Harðar hófust strax þegar ég var smá angi í foreldra- húsum hans. Þar vorum við báðir tíðir gestir. Oft hitti ég Hörð úti á smábátabryggjunni á Króknum þar sem hann var að dytta að trillunni sinni eða þá að veiðarfærunum. Var ég þá oftast með veiðistöngina mína með í för og alltaf var hann til í að aðstoða mig við dorgið eða segja mér títt af veiðinni. Hörður var mikill stangaveiðimaður og það var hans aðaláhugaefni í tómstundum. Allt sumarið þegar tími gafst til var hann við veiðar annað hvort í fjör- unni eða þá í ósnum. Þá eru ótelj- andi ferðir hans í laxveiðina við Blöndu og í silungsveiði á Skaga- heiði. Oft vorum við saman í silungs- og laxveiði, fjölskylda Harðar og mín hér áður fyrr. Alltaf var glatt á hjalla þar sem Hörður var. Hann gat alltaf lífgað upp á tilveruna þó það kæmi fyrir að lítið veiddist. Sögumaður var hann góð- ur og var ætíð að miðla okkur, sérstaklega þeim sem yngri vorum, af reynslu sinni og þekkingu. Þá skemmti hann sér oft við það að kenna okkur bræðrunum P-málið svokallaða og höfðum við allir gam- an af. Hörður var við sína skemmtileg- ustu tómstundaiðju þegar kallið óvænta kom. Það eru ljúfar og skemmtilegar minningar sem streyma um hugann við fráfall Harðar Guðmundssonar. Kær vinur og frændi er kvaddur að sinni og ég þakka fyrir að hafa kynnst honum, þeim ljúfa og skemmtilega manni sem hann var. Við, fjölskyldan, eigum minningu um einstakan mann. Hjá mér vekur það tómleikatilfínningu að vita það að þegar ég kem næst á Krókinn þá mun ég ekki sjá Hörð meðal ættingjanna sem ég alltaf sé í heim- sóknum mínum þangað. Það verður ekki deilt við þann sem öllu þessu ræður. Með þessum fátæklegu orðum vil ég að lokum færa Herði þakkir fyrir vináttuna og fjölmargar ánægjulegar sam- verustundir við veiði og allt annað. Ég kveð góðan vin og frænda minn með söknuði. Sendi ég og fjölskylda mín Sólborgu, sem staðið hefur við hlið hans í blíðu og stríðu í gegnum árin, dætrunum þeim Brynju og Ingu og þeirra fólki, svo og ömmu, móður Harðar og öllum í fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Rúnar Stefánsson Minning: AgústJ. Orms■ son vagnstfóri Fæddur 30. ágúst 1942 Dáinn 11. október 1987 á sjötíu og fímm ára afmælisdag- inn, út með gjöfum frekar en að þiggja gjafír sjálf. Jóna fékk þá skólagöngu sem alþýðufólki bauðst á þeim tíma, en hóf síðan störf við það sem til féll, svo sem veitingaþjónustu og verzl- unarstörf. Hún var stéttvís verzlun- armaður og vann um fjörutíu ára skeið í Reykjavíkur apóteki. Hún vann þar fram á síðasta ár og var í miklum metum hjá vinnuveitanda sínum sem hún einnig mat mikils. Hef ég ekki vitað aðra gefa yfír- mönnum sínum og samstarfsfólki jafn gott orð. En það mun rétt vera, að Reykjavíkur apóteki hefír stýrt hver öðlingurinn eftir annan. Síðastliðin þijátíu ár átti Jóna við liðagigt að etja og var oft illa haldin en kjarkur hennar og dugn- aður var einstakur, og bugaðist hún aldrei. Ég kynntist Jónu þegar Hildur Björg, bróðurdóttir hennar og nafna, varð eiginkona mín. Jóna var greinilega sem önnur móðir og alla tíð fann ég að hún lét bróðurbörnin njóta góðsemi sinnar, þó að mér virtist við Hildur Björg og börnin okkar njóta þar mestrar umhyggju. En þannig var Jóna, að sennilega hefur öllu fólkinu hennar fundist það eiga kærleik hennar og góðsemi óskipta. Eftir að Jóna hætti að vinna í fyrra leit hún oft til drengjanna okkar, Guðlaugs Búa og Þórðar Ólafs, á daginn. Máttu þeir helzt ekki af henni sjá og spurðu á hveij- um degi: „Kemur Jóna frænka ekki í dag?“ Ef svarið var já þá sögðu þeir: „Gott!“ En væri svarið nei, þá sögðu þeir: „Má ég ekki bara hringja til hennar?" Skemmtilegast var að fá að gista hjá Jónu frænku. Við þökkum fyrir að hafa mátt eiga Jónu frænku að sem vin og félaga. Guð einn getur launað henni fyrir þá umhyggju og ástúð, sem hún bar til okkar allra. Þórður Ólafur Búason Okkur undirrituðum, vagnstjór- um á leið 4, er auðvelt að skilja leiðakerfi og tímaáætlanir SVR, en ekki skiljum við eins vel og auðveld- lega þá leið sem vagninn inn í eilífðina fer og vinnufélagi okkar og vinur, hann Gústi, er farinn með. Það er kannski hvers manns lán að kunna ekki það leiðakerfí né tímaáætlanir, heldur treysta því að hann sé á réttu róli og feiji þá sem Guð hefur kallað á sinn fund, þó svo manni fínnist hann oft vera á röngum stað og á röngum tíma, en svona er þetta bara hvort sem manni líkar eða líkar ekki. Já, hann Gústi, eins og við vinnufélagamir og eflaust margir aðrir kölluðu hann, hét fullu nafni Ágúst Jakob Ormsson og var fæddur 30. ágúst 1942 á Svarfhóli í Geirdalshreppi í Austur-Barðastrandarsýslu, en ólst upp á Kletti í sömu sveit. Hann var næstyngstur af 10 bömum þeirra hjónanna Kristínar Jónasdóttur og Orms Grímssonar, en þau em bæði látin. Gústi hóf störf hjá SVR í septem- ber 1966, en hann ók með okkur á leið 4 í tæp 10 ár, okkur til sælla minninga. Við sem þessar línur rit- um minnumst Gústa sem góðs drengs og þægilegs vinnufélaga. Hann var frekar hlédrægur maður Og kvartaði ekki sárt né hátt þótt álagið hafí oft verið mikið og starf- ið krefjandi, en það þekkjum við vel sem eftir eram. Ekki bar hann tilfínningar sínar á torg, þannig að við kunnum fátt að segja af hans högum og einkalífí, enda era það geymdar minningar handa ættingj- um hans og bömunum þrem, sem nú syrgja föður sinn látinn. Megi algóður Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Hluttekningu og samúðarkveðjur sendum við bömunum hans, þeim Hjalta, Særúnu og Kristni Þór, einnig öðram ættingjum sem eiga um sárt að binda. „Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma óll bóm þín, svo blundi rótt (M. Joch.) Vagnstjórar nr. 81 og 92 á leið 4. Viksund bátarnir eru afburða bátar hvað snertir gæði, enda framleiddir undir ströngu eftirliti Det Norske Veritas samkvæmt samnorrænum reglum. Viksund bátarnir hafa mikinn stöðugleika og frábæra sjóhæfni. Þið, sem ætlið að endurnýja báta fyrir næslu vertíð, vinsamlegast hafið samband strax. Lengd 9,80 m. - Breidd 3,10 m. - Djúprista 1,35 m. Dekk flatarm. 16 m2 - Lest 6 mz Viksund bátarnir eru samlokubátar, þ.e. skrokkurinn er tvö- faldur með einangrun milli byrða. í boði er margvíslegur búnaður, t.d. olíugír og skiptiskrúfa. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Ingimundur Magnússon Nýbýlavegi 22, 200 Kópavogi Sími 43021 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.