Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 + EYMUNDUR SIGURÐSSON hafnsögumaður, Höfðavegi 6, Höfn, Hornafirði, lést í Landspftalanum 16. október. Lukka Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigurður Eymundsson, Anna M. Eymundsdóttir, Agnes Eymundsdóttir, Eygló Eymundsdóttlr, Albert Eymundsson, Ragnar H. Eymundsson, Brynjar Eymundsson, Benedikt Þ. Eymundsson, Halldóra Eymundsdóttir, Óðinn Eymundsson, Olga Óla Bjarnadóttir, Guöjón Davfðsson, Grótar G. Guðmundsson, Jakob Ólason, Ásta G. Ásgeirsdóttir, Rannveig Sverrisdóttir, Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir Rita Henriksen, Camillus Rafnsson, Elfsabet Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi, ÁRNI GUÐMUNDSSON frá Kambi f Holtum, andaöist á Hrafnistu 18. október 1987. Guörún Árnadóttlr, Guðfinna Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Ágústa Árnadóttir, Adda Geröur Árnadóttir, barnabörn Alfreð Guðmundsson, Atli Örn Jensen, Etfn Sœbjörnsdóttir, Þorsteinn Eggertsson, Börkur Thoroddsen, barnabarnabörn. og + Systir mín, GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR frá Pálsbœ, Seltjarnarnesi, andaðist sunnudaginn 18. þessa mánaöar á heimili sínu. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Sigurðsson. + Móðir min, HELGA JÓHANNESDÓTTIR œttuð frá Hrfsakoti á Vatnsnesi, til heimilis á Dalbraut 27, andaöist í Landspítalanum 16. október. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhanna G. Halldórsdóttir. ► + JÓNA SVEINSDÓTTIR, Marargötu 4, lést 17. október í Landspítalanum. Sveinn Þorkelsson, Dóra Diego Þorkelsdóttir, Hjálmar Diego Þorkelsson, Þorkell Diego Þorkelsson, Jón Þorkelsson, Amheiður Sveinsdóttir, Þórunn Sveinsdóttir. + Eiginmaður minn, BJARNI PÁLSSON, Reynivöllum 4, Selfossi, lést aðfaranótt sunnudagsins 18. október. Margrét Helgadóttir. + Maðurinn minn, JÓN HELGASON, Skálará, Blesugróf, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 19. október. Fyrir hönd aðstandenda, Gyða Jóhannsdóttir. + Móðir okkar og amma, LIUAINGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Vegamótum 2, Seltjarnarnesi, lést í Vífilsstaðaspítala 19. október. Börn, tengdabörn og barnabörn. Marteinn Jónasson skipstfórí -Minning Fæddur 28. september 1916 Dáinn 14. október 1987 Marteinn frændi þinn er dáinn. Þessa fregn fékk ég miðvikudags- morgun 14. október. Mig setti hljóðan, að vísu voru þetta fréttir, sem vænta mátti á hveijum degi. Okkur sem eftir erum setur hljóð, vanmáttur okkar gagnvart dauð- anum kallar slíkt fram í huga okkar og hjarta. Minningar hlýjar um þann sem okkur er horfinn taka að streyma fram í hugann. Marteinn Jónasson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 28. sept- ember 1916. Foreldrar hans voru Jónas Hallgrímur Guðmundsson skipsljóri þar og María Jónasína Þorbj amardóttir. Marteinn var elstur 6 systkina. Má með sanni segja að hann hafí verið höfuð hópsins. Til Marteins leituðu systkinin bæði í gleði og sorg og deildi hann með þeim því sem að garði bar. Mig langar í nokkrum orðum að draga fram minningar, sem ég á um kæran föðurbróður minn. Fyrst man ég Martein frænda er foreldrar mínir fengu hann til að aka mér í sveitina, en hann átti þá „drossíu" eins og þá var kölluð. Þótti mér mikil upphefð að fá að ferðast með honum í þeim far- kosti. Sterkar hefur þó greipast í huga minn er Marteinn var skip- stjóri á togaranum Þorkeli mána við Nýfundnaland í vonskuveðri og tvísýnt um að honum tækist að skila fleyi og mönnum í höfn. Vann hann þá afrek sem jafnvel ofur- mannlegt getur talist. Man ég að foreldrar mínir töluðu í lágum hjóð- um um þær slitróttu upplýsingar sem bárust um það hvemig skipinu reiddi af. Marteinn hætti sjómennsku og kom til starfa í landi. Ekki sagði hann skilið við þennan mikilvæga atvinnuveg þjóðarinnar. Hann valdist til að gegna stöðu fram- kvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Nokkrum sinnum kom ég á skrifstofuna til hans til að þiggja ráð eða hjálp. Er ég staldraði við sá ég þá og heyrði lítillega í hveiju starf hans var fólgið. Hugsaði ég þá, að það þyrfti mikla og góða skipulagsgáfu til að greiða úr þeim málum, sem honum bárust þann stutta tíma. Marteinn gaf ráð bæði til þeirra sem komu á skrifstofuna og til þeirra sem hringdu. Marteinn hafði hlýtt viðmót og festu, en það kunnu greinilega samstarfsmenn hans að meta. Kynni okkar Marteins áttu eftir eftir að verða nánari. Þegar Marteinn festi kaup á húseigninni að Kjalarlandi 17 var ég nemi í húsasmíði. Þá kom Mar- teinn heim og bað mig að koma með sér og líta á húsið. Margt var þá ógert. Hann þurfti trésmið. Þegar við vorum komnir út í bíl segir hann við mig; frændi vilt þú taka að þér tréverkið. Mér fannst mér aldrei sýnt annað eins traust. Allan þann tíma, sem Bragi bróðir hans og ég unnum tréverkið fyrir hann, var Marteinn óspar á hrós og hvatningu. Mörgum sinnum kom Marteinn heim til pabba, sat hann þá oft á tíðum inni á herbergi okkar bræðr- anna. Ræddi hann þá áhugamál okkar og það sem við vorum að gera á hveijum tíma. Viðmót hans við okkur var slíkt í þessum sam- tölum að mér fannst ég vera að tala við jafningja. Ég minnist þess oft í þessum heimsóknum og einnig síðar að hafa reynt að fá frænda til að tala um svaðilfarir á sjó, en aldrei tókst mér það almennilega. Hann var ekki fyrir það að miklast af því, sem hann hafði vel gert, að skila sér og áhöfn heilli heim var ekkert til að miklast af. Þegar ég gifti mig kom ég að máli við frænda og spurði hvort hann vildi verða svaramaður minn. Svarið var; með ánægju frændi, en hann kallaði mig alltaf „frænda" með sinni sérstöku hlýju. Með þessari bón minni var eins og ég hefði fært honum stóra gjöf. I öllum undirbúningi var hann með af lífí og sál, mér fannst næstum eins og hann væri sjálfur brúð- guminn, slík gleði geislaði frá honum. Marteinn var tvígiftur, fyrri kona hans var Agla Þórunn Egils- dóttir, en hún lést árið 1959. Marteinn og Agla eignuðust eina dóttur, Öglu Mörtu. Síðar kvæntist Marteinn Helgu Guðnadóttur, eignuðust þau eina dóttur, Jóhönnu Halldóru. Helga lést árið 1979. Nú er komið að hinstu kveðju- stund. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur Agla Marta, Hanna Dóra, Hafdís Elín og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum ykkur blessunar Guðs. Minningin um góðan föður og frænda lifír. Ragnar Baldursson Góður, gamall vinur er látinn, því skal hans minnst. Marteinn fæddist 28. september 1916, sonur hjónanna Jónasar Guðmundssonar, sjómanns, frá Hrygg í Dýrafírði, en Jónas lézt árið 1935, er Marteinn var aðeins 19 ára gamall, en hann var elztur 6 systkina. Móðir Marteins var María Þorbjamardóttir frá In- gjaldssandi í Önundarfirði, en hún lést 81 árs gömul árið 1981. María og Jónas bjuggu sín bú- skaparár á Flateyri, og að Jónasi gengnum bjó María áfram þar alla ævi. Æskuár Marteins voru glað- vær og ánægjuleg, enda minnist hann þeirra oftlega á þann hátt að viðmælandinn fann að þetta voru bjartir tímar í minningunni, er hann lék sér sem bam og ungl- ingur á eyrinni við fjörðinn. Lífsaf- koma fólksins á Flateyri við Önundarfjörð byggðist svo til ein- göngu á sjósókn og fiskverkun, og urðu þeir, sem upp vom að alast samoftiir aðstæðum samfélagsins. Því er auðvelt að hugsa sér að hugir ungra pilta á þessum tíma hafí beinzt til sjávar og umræðu- efni gjaman verið tengt sjósókn- inni. Fráfall Jónasar, föður Marteins, langt um aldur fram, mun hafa lagt skyldur á herðar Marteins, sem var aðeins 19 ára gamall, og María stóð uppi fyrir- vinnulaus með 6 böm. Því tók Marteinn þá ákvörðun að halda til Reykjavíkur til þess að afla fjár til viðurgemings heim- ilisins og afla sér menntunar. Hann kom suður árið 1935 og stundar sjómennsku á togumm til ársins 1937, er hann sezt í Stýrimanna- skólann í Reykjavík, og lauk Marteinn fískimannaprófi hinu meira árið 1939. Strax að námi loknu varð Mar- teinn stýrimaður á b.v. Hafsteini, sem skráður var á Flateyri, en gerður út frá Reykjavík. Síðan gerðist hann stýrimaður hjá Kveld- úlfí hf., Reykjavík, þá á bv. Gull- toppi, en lýkur stýrimannsferli sínum á bv. Gylli. Undir stríðslok, eða árið 1943, hefur Marteinn skipstjómarferil sinn á bv. íslendingi, en það skip stundaði ekki veiðar, en keyptur var fískur af öðmm skipum, sem siglt var með til sölu í Bretlandi. Marteinn sigldi því öll stríðsárin, en það vom að sjálfsögðu viðsjár- verðar sjóferðir, vegna ófriðarins, sem geisaði á N.-Atlantshafí. Þessi ár stýrði Marteinn skipi sínu ætíð heilu til hafnar, sem og varð raun- in alla skipstjómartíð hans. + Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR BRYNJÓLFSSON, andaðist fimmtudaginn 1. október í Borgarspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum læknum og hjúkrunarliöi Borgarspítalans fyrir góða umönnun. Rannveig Bjarnadóttir, Rannveig Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Jónasson, Brimar Gunnlaugsson, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Ólafur Sigurjónsson og börn þelrra. + ÞORSTEINN P. BALDURSSON andaöist 23. september. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vandamenn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, JÓN ÁGÚST JÓNSSON, Heiöarhrauni 30c, Grindavfk, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 21. októ- ber kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á björgunarsveitina Þorbjörn, Grindavík. Dagmar Árnadóttlr, Elvar Jónsson, Margrót Guðmundsdóttir, Jenný Jónsdóttir, Reynlr Jóhannsson, Svava Jónsdóttir, Benóný Þórhallsson, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.