Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 61 AF INNLENDUM VETTVANGI ÁRNIJOHNSEN Hatur o g reiði í kjölfar flokks- hreinsana hjá Alþýðubandalaginu MIKIL reiði er nú ríkjandi í röðum ýmissa reyndari flokks- manna Alþýðubandalagsins vegna þeirrar uppákomu sem þeir telja að fundur Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík hafi verið þegar kosnir voru um 100 landsfundarf ulltrúar sl. fimmtudagskvöld. Má reyndar segja að heldur vægt sé til orða tekið með orðinu reiði, þvi svo virðist sem óstjórnlegt hatur sé að festa rætur i röðum þeirra fylkinga sem takast á í sam- bandi við væntanlega formanns- kosningu á landsfundi Alþýðubandalagsis í byrjun næsta mánaðar. í um það bil 20 ár hefur verið kosið lyá Al- þýðubandalaginu í Reykjavík um fulltrúa á landsfund, en aldr- ei fyrr hafa átök orðið að sögn eins forustumanna Alþýðu- bandalagsins. Sami forustumað- ur sagði að flokkskjarninn sem ynni daglegu störfin fyrir flokk- inn hefði ekki uggað að sér fyrir þennan fund, enda hefð fyrir allt öðru verklagi hjá Alþýðu- bandalaginu en því að ryðjast inn á fundi og hreinsa út dug- mikla og reynda flokksmenn. 400 manns mættu á Alþýðu- bandalagsfundinn til þess að kjósa, mörgum sinnum fleiri en venja er til á slíkum fundum. Þar lá fyrir tillaga uppstillingamefndar um 100 aðalfulltrúa og 100 varafull- trúa, en síðan kom fram tillaga frá stuðningsliði Ólafs Ragnars Grímssonar með 91 nafni og ein- hveijar aðrar tillögur komu fram þannig að alls var kosið um 250 nöfn. Svavar Gestsson flokksform- aður hefur m.a. gagnrýnt að kjörseðillinn með nöfnunum 250 hafi verið frámunalega illa uppsett- ur tæknilega, því ekki hafí verið tilgreint hver gerði tillögu um hvem og hver var hvað því engin grein hafi verið gerð fyrir nöfnun- um á listanum, jafnvel þótt nafnar væru á honum. Sá fomstumaður sem vitnað var til hér á undan var auðheyrilega mjög andsnúinn Ólafi Ragnari Grímssyni og taldi að upp- setning listans með 91 nafni hafi veirð mjög lævíslega gerð og kynnt, til dæmis hafi einn fundarmanna fengið þá skýringu að nafn Svav- ars Gestssonar formanns væri ekki á listanum vegna þess að hann væri sjálfkjörinn á landsfund. Það er hins vegar rangt. Stuðnings- menn Sigríðar Stefánsdóttur segja að Ólafsliðið hafi smalað inn á fundinn fólki sem var smalað inn í flokkinn í forvali 1986 og 1987. „Fólkið sem hefur borið hitann og þungann af flokksstarfínu vinnur ekki svona," sagði einn af fomstu- mönnum Alþýðubandalagsins, „en margt af því nýja fólki sem komið er inn í flokkinn virðist vilja stunda vinnubrögð af þessu tagi.“ Þessi sami fomstumaður sagðist algjör- lega sannfærður um að Sigríður yrði með meirihluta á landsfundi þegar upp væri staðið og kvaðst því ekki óttast eftirmálin að því leyti, en hann kvaðst ekki geta „pælt“ í því hvað það myndi þýða ef Ólafur Ragnar yrði kjörinn, því fyrir endann á slíku slysi yrði ekki séð. Þá taldi þessi fomstumaður að ástæðan fyrir því að fundurinn fór gjörsamlega úr fari hefðbund- inna vinnubragða Alþýðubanda- lagsins hafi verið sú að liðsmenn Ólafs Ragnars virtu ekki neitt sem héti traust og virðing innan eins félags og hann taldi að það hefði munað miklu í því sambandi að þessi vinnubrögð urðu ofan á að formaður Alþýðubandalagsins í Reylq'avík, Guðni Jóhannesson, hefði skipað sér í þá sveit sem vildi standa að ósvífinni hreinsun. Listinn með 91 nafni fór á kreik tveimur dögum fyrir fundinn og það sem vakti fyrst. og fremst reiði gamalreyndra flokksmanna vom nöfnin sem ekki vom á listanum, t.d. nöfn Svavars Gestssonar, Sig- urjóns Péturssonar, Álfheiðar Ingadóttur og Ásmundar Stefáns- sonar svo nokkur séu nefnd af þeim sem Ólafsliðið vildi hreinsa út og tókst að hluta. Á umræddum lista vom mörg nöfn sem allir gátu sætt sig við, en þegar það lá þann- ig fyrir að útiloka átti gjörsamlega þá sem vom andstæðir Ólafi Ragn- ari þá greip um sig mikil reiði í gamalgróna genginu. Að sögn eins Alþýðubandalags- manna sem rætt var við áttu samskonar hreinsanir sér stað í kosningu landsfundarfulltrúa í Reykjavík, Kópavogi og á Vopna- firði og niðurstaðan er sú að oddviti Alþýðubandalagsins í borgarstjóm, varaþingmenn, forseti ASÍ og margir reyndir flokksmenn á ýms- um félagsmálasviðum féllu út úr myndinni sem landsfundarfulltrú- ar, eða náðu aðeins varasæti m.a. vegna kvótareglna um skiptingu kynja í vali fulltrúa. Kristín Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins kvaðst telja niðurstöðu fundarins i Reykjavík mjög ótvíræða, því allt benti til þess að þeir sem styddu Ólaf Ragn- ar Grímsson til formanns væm mun fleiri, 70—80% af aðalfulltrúum. Kristín kvaðst ekki vilja dæma um „Stuðning'smenn Ólafs Ragnars eru þegar sigurreif ir og telja að hans tími sé á næstu grösum og enginn annar komi til greina, en andstæðingar hans segja að hann hafi kastað svo mörgum steinum fram fyrir sig að það sé af hinu ómögulega að ætla að hann nái að hreinsa þá burtu til þess að geta orðið formaður alls Alþýðubandalags- ins.“ það hvað ylli því að ýmsir reyndir flokksmenn hefðu fallið sem lands- fundarfulltrúar, en það væri ljóst að fólk hefði verið að tjá ákveðin viðhorf á þessum fundi. Hún sagði fráleitt að tala um aðför að flokkn- . um eins og Svavar Gestsson formaður flokksins hefði sagt við fréttamenn, slík yfirlýsing væri vanvirðing við þá 400 félaga sem mættu til kosningar og lítilsvirðing við þá að ætla að þeir láti draga sig í dilka án þess að fá að hafa eigin dómgreind og vilja. „Það er ekki hægt,“ sagði Kristin, „að ætl- ast til þess að fólk kjósi í blindni eftir einhveijum lista uppstillingar- nefndar." Einn viðmælandi úr röðum Al- þýðubandalagsmanna sagði að margir álitu Ólaf Ragnar og hans lið hafa gengið allt of langt í kosn- ingu Reykjavíkurfulltrúanna. Það hefði til dæmis verið trúverðugra að setja þó ekki væri nema nöfn 5 hörðustu andstæðinga Ólafs Ragn- ars á listann með níutíu og eina nafninu. Þar með hefðu tennumar verið dregnar úr gagnrýninni og hatrinu sem nú flæðir yfir innan flokksins og sami viðmælandi sagð- ist telja að þessi vinnubrögð og niðurstaða torveldaði mjög þann möguleika á að ná mönnum saman í Alþýðubandalaginu, í öllu falli undir stjóm Ólafs Ragnars úr því sem komið væri. „Þessi niðurstaða Reykjavíkurfundarins," sagði við- mælandinn, „er skammgóður vermir, því það hefur verið keyrt með svo miklu offorsi að óhjá- kvæmilegt verður að ýmsir munu staldra við þegar til kastanna kem- ur og hugsa málið til erída.“ Gamlir flokksmenn Alþýðu- bandalagsins benda á að enginn flokkur gangi án þess að hafa virk- an kjama, en nú sé allt úr böndun- um í þeim efnum. Einn úr röðum þeirra óánægðu með niðurstöðu Reykjavíkurfundarins, sagði að í upphafí umræðna um nýjan for- mann hafi flestir vonast eftir heiðarlegri kosningabaráttu um þau nöfn sem nefnd vora, en nú væri ljóst að margir sem áður gátu hugsað sér að vinna undir forastu Ólafs Ragnars Grímssonar sem formanns gætu það ekki eftir uppá- komur síðustu daga og bakslag í þá átt væri augljóst. Stuðningsmenn Olafs Ragnars era þegar sigurreifir og telja að hans tími sé á næstu grösum og enginn annar komi til greina, en andstæðingar hans segja að hann hafi kastað svo mörgum steinum fram fyrir sig að það sé af hinu ómögulega að ætla að hann nái að hreinsa þá burtu til þess að geta orðið formaður alls Alþýðubanda- lagsins. Kosningin á Reykjavíkurfundin- um tók 4 klukkustundir og var alllöng röð að kjörklefanum og mikil spenna í lofti. Einn fundar- manna, sem var farið að leiðast mjög biðin í biðröðinni undir lokin, sagði stundarhátt upp úr eins manns hljóði: „Það er engu lfkara en maður sé að bíða eftir því að kaupa Iqöt í Rússlandi." Stjórnum ekki 250 mönnum eins og vélmönnum - segir Margrét S. Björnsdóttir, sem bjó til nafnalistann umdeilda „I OKKAR huga voru þetta við- brögð við mjög óhagstæðum lista uppstillingamefndar. í öðm lagi var þetta blandaður listi sem á vom ekki eingöngu stuðnings- menn Ólafs heldur einnig menn sem við töldum ekki vera á móti honum og í þriðja lagi var ekki reynt að blekkja einn eða neinn með þessum lista enda getum við ekki stjórnað 250 manns eins og vélmönnum. Siðan skildum við eftir 9 eyður fyrir fólk að setja Ekki náðist í * Olaf Ragnar Morgunblaðinu tókst ekki í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að ná tali af Ólafi Ragnari Grímssyni til að bera undir hann ummæli þeirra sem gagnrýndu hann og kosninguna á fundi Al- þýðubandalagsins i Reykjavík. inn þá menn sem það teldi að ætti að vera þar til viðbótar,“ sagði Margrét S. Björasdóttir, ein úr hópnum sem vann að kosningu stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grimssonar sem landsfundarfull- trúa Alþýðubandalags Reykjavík- ur. Fyrir fundinn lagði uppstillingar- nefnd flokksins fram lista með nöfnum 100 aðalfulltrúa og annan lista með nöfnum 100 varafulltrúa. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars töldu aðalfulltrúalistann mjög hliðhollan Sigríði Stefánsdóttir en að á varafull- trúalistanum væra hinsvegar mun fleiri hliðhollir Ólafi. Þvi stungu þeir upp á að kosið yrði milli þessara 200 manna jafnt og að auki var stungið upp á 40 nöfnum til viðbótar. Síðan var útbúinn listi með 91 nafni fólks sem stuðningsmenn Ólafs töldu að ýmist styddi hann eða væri ekki á móti honum. Allir nema þrir á þess- um iista náðu síðan inn sem aðalfull- trúar á landsfundinn: „Af um 250 manns sem við höfðum samband við fyrir fundinn hafa um 220 manns mætt þar og kosið þennan lista og Margrét S. Björnsdóttir það kom okkur veralega á óvart,“ sagði Margrét. —En nú hefur þetta verið túlkað af sumum sem byijun á hreinsunum Ólafs Ragnars? „Málið er að þetta fólk þolir ekki að tapa. Varla ætlast það fólk, sem lýst hefur yfir andstöðu við Ólaf, til þess að við styðjum það. Þetta var ekki hugsað sem neinar hreinsanir heldur sem mótleikur við lista upp- stillingarnefndar. Nær allir sem fengu þennan lista fengu hann dag- inn fyrir fundinn með nákvæmum útskýringum um hvað væri að ræða. Og fólk vissi greinilega nákvæmlega um hvað þessar kosningar snérast. Og aðalástæðan fyrir hvað þetta gekk vel er sú að Ólafur hefur meiri stuðning en Sigríður Stefánsdóttir. Það vita forastumenn flokksins og því era viðbrögð þeirra svo hörð,“ sagði Margrét S. Bjömsdóttir. Ég átti ekki von á svona kosningabaráttU' — segir Sigríður Stefánsdóttir „MÉR þykur mjög leitt að þessi kosningabarátta skuli hafa þróast eins og raun ber vitni og ég átti ekki von á að slíkt myndi gerast," sagði Sigríður Stefánsdóttir bæj- arfulltrúi á Akureyri, og annar frambjóðenda í formannskjöri Al- þýðubandalagsins, um landsfund- arfulltrúakosninguna f Alþýðu- bandalagi Reykjavíkur. Sigríður sagðist vissulega óttast að eftir það sem gerst hefði undan- fama daga yrði erfitt að sameina flokkinn eftir landsfundinn. Þegar hún var spurð um álit á nafnalistan- um sem stuðningsmenn Ólafs Ragnars lögðu fram á áðúmefndum fundi sagði hún: „Mér finnst þetta vera mikil óvirðing við fólk að gefa því ekkert frelsi til að kjósa heldur skikka það til að kjósa eftir ákveð- inni formúlu. Og um leið er verið að gefa í skyn að það fólk sem mætti á fundinn hafi ekki dómgreind til að velja sjálft og þess vegna þurfi að stýra því. Þetta er þvf mjög óviðkunn- anlegt en mér finnst mun óviðkunn- anlegra þegar fólk Ólafs er að eigna sér skoðanir ákveðins Qölda fólks." Sigríður sagðist alla tið hafa lagt áherslu á að pólftík eigi að snúast um málefni og hvemig flokkurinn ætti að vera. „Ein af ástæðunum fyrir að ég gaf mig út f þetta var sú að ég taldi mjög nauðsynlegt að við formennskunni tæki fólk sem ekki hefði verið í hringiðu þeirra átaka sem hafa verið. Ég tel að ef flokkur- Sigríður Stefánsdóttir inn eigi að sameinast verði að sameinast um einhverja slíka lausn og er enn bjartáyn á að það takist,“ sagði Sigríður. —Ert þú sammála þeirri skoðun að þama sé að fara fram uppgjör tveggja fylkinga f flokknum, það er lýðræðiskynslóðarinnar og flokks- eigendafélagsins svokallaða? „Það er augljóst að svo er að nokkra leyti. Ein á hinn bógjnn er, alveg fráleitt að stilla flokksfélögum almennt upp f þessar fylkingar. Stærstum hluta flokksfélaga, bæði þeim sem starfað hafa í Reykjavík og ekki síður þeim sem hafa verið að starfa út um allt land, finnst það óvirðing að verið sé að draga þá í svona dilka," sagði Sigríður Stefáns- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.