Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 64
Ullarfyrirtækið verð- ur annað stærsta iðnfyrirtæki landsins Líkur á að Jón Sigurðarson verði forstjóri ULLARFYRIRTÆKIÐ sem verð- ur til við samruna Álafoss hf. og ullariðnaðar SÍS á Akureyri verður næst stærsta iðnfyrirtæki landsins, á eftir álverinu í Straumsvík. Það verður heldur stærra en járnblendiverksmiðjan á Grundartanga, með um 600 starfsmenn og 1,5 milljarða veltu á ári. J6n Sigurðarson fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar SIS á Akureyri verður að öllum líkindum forstjóri nýja fyrirtæk- isins. í samkomulagi Framkvæmda- sjóðs og SÍS um nýja fyrirtækið, sem undirritaður var síðastliðinn föstudag, eru meðal annars ákvæði um stjómun félagsins. SÍS fékk að ráða staðsetningu höfuðstöðva fyr- irtækisins og tilnefna forstjóra og Framkvæmdasjóður tilnefnir form- ann stjómar. Hvor aðili tilnefnir tvo menn í stjóm og koma sér síðan saman um fimmta stjómarmann- inn. Sigurður Helgason stjómar- formaður Flugleiða verður formaður og með honum í stjóm Brynjólfur Bjamason forstjóri Granda hf., Guðjón B. Ólafsson for- stjóri SÍS og Valur Amþórsson Ófleygur ömvegna grútar- mengunar UNGUR haföm fannst nýlega í íjörunni við Geirmundarstaði á Skarðsströnd og var hann ófleygur vegna grútarmengun- ar. Hjónin á bænum fundu öminn í ijörunni þar sem hann var að gæða sér á selshræi og var ljóst að hann hafði með ein- hveijum hætti lent í sjónum og var ailur útataður í grút. Öminn var sendur til meðferðar í Nátt- úrufræðistofnun íslands og hefur hann nú verið hreinsaður og er að sögn allur að koma til. Ekki er ljóst hvers konar grút- armengun hér var um að ræða, en margt þykir benda til að öm- inn hafí lent í útistöðum við fyla, sem hafi leikið hann svona grátt með spýju sinni. m Morgunblaðið/RAX stjómarformaður SÍS. Val odda- mannsins hefur ekki verið tilkynnt. Þær eignir sem fyrirtækin leggja fram í nýja hlutafélagið em að verð- mæti rúmlega 2 milljarðar kr., á móti skuldum að fjárhæð 1,3 millj- arðar, þannig að eigið fé nýja fyrirtækisins verður að minnsta kosti 700 milljónir kr. Eigendur Álafoss ætla að reyna að selja elstu verksmiðjuhús Álafoss í Mosfellsbæ áður en til sameiningar kemur og einnig ónauðsynlegar lóðir við nýju verksmiðjuna. Sjá „Uilarrisinn verður annað stærsta iðnfyrirtæki landsins" á bls 26. Jóhann vann Marjanovic Frá Leifi Jósteinssyni, fréttaritara Morg- unblaðsins á skákmótinu I Belgrad. JÓHANN Hjartarson stórmeist- ari hefur byrjað mjög vel á hinu geysisterka skákmóti Invest- bankans í Belgrad, sem hófst á sunnudaginn. Jóhann gerði jafn- tefli í fyrstu umferð með svörtu við aldursforseta mótsins, Svetozar Gligoric, og í annarri umferð mætti hann öðrum heimamanni, júgóslavneska stór- meistaranum Slavoljub Maij- anovic. Jóhann hafði hvítt og eftir mistök andstæðingsins í endatafli vann hann örugglega. Jóhann er nú 5 öðru sæti á mótinu, ásamt júgóslavneska stórmeistar- anum Popovic. Jan Timman er efstur, hann hefur unnið þá Nikolic ogKorchnoi. í annarri umferð vann Jóhann Maijanovic, sem áður segir, Popovic vann Gligoric, Timman vann Korchnoi og Beljavsky vann Short. Jafntefli gerðu Nikolic og Ljubojevic, en skák Salov og Ivanovic fór í bið og stendur hinn fyrmefndi betur. Þriðja umferð á mótinu verður tefld í dag. Þá mætir Jóhann Val- ery Salov og hefur svart. Þeir Salov urðu einmitt jafnir og efstir á milli- svæðamótinu í Szirak í sumar og má búast við spennandi viðureign. Morgunbladið/Kristínn Benediktsson Grænlenska skipið, Einar Mikkelsen, bundið við bryggju í Sandgerðishöfn í fyrrinótt. Grænlenskt skip strandaði við Sandgerðishöfn: Héldu skipið strandað utan við Reykjavík Grindavik. GRÆNLEN SKT strandferða- skip strandaði á Kviskerseyri fyrir utan innsiglinguna í Sand- gerðishöfn um eitt leytið i fyrrinótt. Skipveijar, sem voru á leið með skipið til vélaskipta í Danmörku, og ætluðu að koma við í Reykjavík til þess að taka olíu, héldu sig hafa strandað við Akurey undan Reykjavík. Skipið losnaði af strandstað upp úr þijú um nóttina eftir að flætt hafði að og lagðist að bryggju í Sandgerði. Sjö manna áhöfn er á skipinu. Guðjón Bragason, skipstjóri á Braga GK, var á ferðinni í Sand- gerðishöfn um tvö Ieytið í fyrri- nótt og varð fyrstur var við strandið. Hafði hann samband við Tilkynningaskylduna og hafði þá grænlenska skipið ekkert látið vita af sér. Var þá björgunarsveit- in Sigurvon í Sandgerði kölluð út og um það leyti sem hún var að leggja af stað út til skipsins, kom neyðarkall frá því og samkvæmt uppgefinni staðarákvörðun töldu skipveijar sig strandaða við Akur- ey fyrir utan höfnina í Reykjavík. Björgunarbátur Slysavamafé- lagsins í Sandgerði fór út að skipinu og lagðist að hlið þess. Aðeins einn skipveija skildi dönsku og ensku og túlkaði hann. Skipveijar töldu mikinn leka kom- inn að skipinu og vildu fara frá borði, en um það leyti losnaði skipið af strandstað og fylgdi björgunarbáturinni því að bryggju í Sandgerði. Dælubíll var fenginn til þess að dæla sjónum úr skip- inu. Enginn leki fannst og er talið að sjór hafi komist í vélarrúmið um stefnisrörið. Froskmenn könn- uðu botn skipsins í gærdag og reyndust skemmdir litlar. Skipið, sem heitir Einar Mikkelsen og er frá Angmagssalik, lá enn í Sand- gerðishöfn í gærkveldi. Kr. Ben. Ólafur Ragnar vill sundra flokknnm en ekki sameina hann - segir Ásmund- ur Stefánsson MARGIR forystumenn Alþýðu- bandalagsins hafa brugðist mjög harkalega við eftir að úrslit í kosningu á 100 landsfundarfull- trúum hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík urðu Ijós á sunnudag. Ýmsir af forystumönnum flokks- ins, sérstaklega úr verkalýðs- armi hans, náðu ekki kosningu sem aðalfulltrúar á landsfund- inn. Er þar aðallega kennt um nafnalista sem stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grimssonar í formannskjöri flokksins út- bjuggu þar sem til dæmis voru ekki á nöfn Svavars Gestssonar flokksformanns, sem endaði í 43. sæti í kosningunum, og Ásmund- ar Stefánssonar forseta ASÍ, sem náði ekki kosningu sem aðalfull- trúi. Báðir þessir menn styðja Sigríði Stefánsdóttur i for- mannskjöri flokksins. Svavar Gestsson sagði við Morg- unblaðið að stuðningsmenn Ólafs Ragnars hefðu viðhaft mjög óheið- arleg vinnubrögð við kosninguna á fundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík sem fram fór á fimmtu- dag. Hann sagðist þó vera þeirrar skoðunar að meirihluti landsfiindar- fulltrúa færu inn á landsfundinn sem ábyrgir einstaklingar og flokk- félagar sem tækju tillit til heildar- sjónarmiða en Iitu ekki á sig sem kjörmenn eins eða annars hóps. Kristín Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins sagði að frá- leitt væri að kalla þessa kosningu aðför að flokknum, eins og Svavar Gestsson hefði látið hafa eftir sér í fjölmiðlum og það væri lítilsvirðing við þá 400 flokksfélaga sem mættu til kosninganna að ætla að þeir létu draga sig í dilka án þess að fá að hafa eigin dómgreind eða vilja. Ásmundur Stefánsson sagði að Ólafur Ragnar hefði sýnt með þess- um fundi að hann vilji sundra flokknum en ekki sameina hann og það sem fyrir honum vaki sé að safna sínum kór saman og komast hjá því að eiga samskipti við aðra. Þannig hefði Ólafur ekki aðeins beitt sér gegn því að ýmsir forystu- menn flokksins næðu kjöri heldur hefði hann einnig beitt sér gegn þorranum af því fólki sem hefur verið burðarás í daglegu starfi flokksins í Reykjavík. Svavar Gests- son tók í sama streng. Margrét S. Bjömsdóttir, einn þeirra stuðningsmanna Ólafs Ragn- ars sem undurbjuggu nafnalistann áðumefnda, sagði það fráleitt að um nokkrar hreinsanir hefði verið að ræða af hálfu Ólafs Ragnars. Margrét sagði að hörð viðbrögð ýmissa manna í flokksforystunni væru vegna þess að þeir vissu að Ólafur Ragnar hefði nú meiri stuðn- ing en Sigríður en þeir þyldu ekki að tapa. Sjá innlendan vettvang og við- töl á bls. 60 og 61 og forystu- grein á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.