Morgunblaðið - 25.10.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 25.10.1987, Síða 1
96 SIÐUR B/C 242. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Teygjubyss- ur bannaðar í Danmörku Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. BÚIST er við að Þjóðþingið í Danmörku afgreiði á næstu dög- um frumvarp til laga um bann við notkun teygjubyssna. Erik Ninn-Hansen dómsmálaráð- herra úr íhaldsflokknum hefur lagt til að lögum um meðferð vopna verði breytt á þá iund að þessi frum- stæði vopnabúnaður verði bannað- ur. Tilefni þessa frumkvæðis ráðherrans er að hústökumenn í höfuðborginni hafa ítrekað skotið róm og öðru lauslegu með teygju- byssum að lögreglu. Kunnugir segja að á þinginu sé öruggur meirihluti fyrir frumvarpi dómsmálaráðherr- ans. Noregur: Neyðarástand í hjartaskurð- lækningnm Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NÍUTÍU og sex hjartasjúklingar, sem biðu eftir aðgerð, létust í Noregi á síðasta ári vegna þess, að heilbrigðiskerfið er ekki i stakk búið til að sinna öllum sjúkl- ingunum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu um þessi mál. Á ári hverju þarf að gera 3.200 hjartaaðgerðir í Noregi en það er meira en sjúkrahúsin ráða við. Þótt um 500 Norðmenn fari í slíkar að- gerðir erlendis, einkum í Englandi, deyja árlega næstum 100 manns, sem ekki hafa komist að hjá norsku læknunum. Nefnd, sem fjallað hefur um þessi mál, leggur til, að hjartaskurðlækn- um verði gefnar fijálsari hendur en nú og að sjúklingunum verði skipað í forgangsröð. Nú er ástandið þannig á mörgum sjúkrahúsum, að þar er ekki unnt að sinna aðgerðum eftir klukkan 13 vogna þess, að venjuleg- um vinnutíma starfsfólksins lýkur klukkan 15. A heiðríku hausti Ljósm./Elís Adolphsson í gær gekk vetur í garð samkvæmt almanakinu og þá hófst gormánuður. Myndin var tekin á Þingvöllum þegar birkið og annar gróður voru að búa sig undir vetrarsvefn- ínn. Svíþjóð: Risastórar leysigeisla- stöðvar í Sovétrfld iinuni Stokkhólmi, frá Erik Lidcn, fréttarit&ra MorjfunblaÓsins. ÞÓTT Sovétmenn hafi harðlega mótmælt geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna, sem þeir líkja við nýtt vfgbúnaðarkapphlaup í geimnum, hafa þeir sjálfir komið upp risastórum leysigeislastöðv- um til að granda gervihnöttum. Ein þessara leysigeislastöðva er í Nurek í Tadzhikistan-lýðveldinu, í 2.300 metra háu fjalllendi ekki Qarri afgönsku landamærunum. Spot-gervihnötturinn, sem er sam- eign Svía og Frakka, hefur tekið myndir af stöðinni og sent þær til Emdrægni á NATO-fundi: Beðið eftir frekari skýr- ingnm frá Sovétmönnum ÞAÐ rikti mikil eindrægni á þessum fundi. Menn hældu George Shultz fyrir framgöngu hans en lýstu jafnframt undrun sinni yfir þvl, að Mikhail Gorbachev hefði að nýju tekið að ræða um geim- varnirnar á þessu stigi, það kom eins og skrattinn úr sauðarleggn- um, sagði Steingrímur Hermannsson, utanrfkisráðherra, i samtali við Morgunblaðið um hádegið í gær að loknum fundi utanríkisráð- herra NATO-ríkjanna i Briissel. Á fundinum skýrði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, frá för sinni til Moskvu og viðræðum þar á fimmtudag og föstudag um afvopnunarmál. Steingrímur Hermannsson sagði, að hann hefði tekið undir það sjónarmið á fundinum í Briiss- el, að undirrita ætti slíkt samkomu- lag sem fyrst, þótt ekki yrði efnt til leiðtogafundar af því tilefni. George Shultz skýrði starfsbræð- rum sínum frá því, að leiðtogafund- ur væri ekki úr sögunni þótt hann yrði kannski ekki á þessu ári. Mik- hail Gorbachev ætlaði að skrifa Ronald Reagan bréf og skýra sjón- armið sín. „Við bíðum eftir póstin- um,“ sagði Shultz. Engin ein skýring er á því, hvers vegna Mikhail Gorbachev hóf á ný að ræða um geimvamir í samtölun- um við Shultz á föstudag og gera þær að skilyrði fyrir samkomulagi um 50% fækkun kjamaodda i lang- drægum kjamorkueldflaugum, sem einnig er í burðarliðnum. „Þetta kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum," sagði Stéingrím- ur Hermannsson. George Shultz hefði ítrekað fyrri stefnu Banda- ríkjastjómar um að hún væri ekki til þess búin að afsala sér rétti til vama samhliða fækkun kjamaodd- anna í langdrægu eldflaugunum. Væri nú beðið frekari skýringa Sovétmanna á því, hvað vekti raun- vemlega fyrir þeim í núverandi stöðu. móttökustöðvarinnar í Kirana í Svíþjóð. Myndimar birtust sl. mánudag í sænska mánaðarritinu Z og er það haft eftir bandarískum embættis- mönnum, að myndir á borð við þær hafí ekki áður sést. Á þeim sjást tvær leysigeislastöðvar, sem em augljóslega reistar í hemaðarskyni. Bandarískir embættismenn segja, að sovésku stöðvamar geti orðið erfítt mál í hugsanlegum viðræðum stórveldanna um bandarísku geim- vamaáætlunina. Stór svæði kringum leysigeisla- stöðvamar era afgirt og segir í Z, að í Sovétríkjunum starfí 10.000 manns, vísindamenn og aðrir, við rannsóknir á leysigeislum, miklu fleiri en í Bandaríkjunum. Árið 1983 lýstu Sovétmenn yfír einhliða banni við tilraunum með vopn til að granda gervihnöttum en viðurkenndu síðar, að þeir hefðu komið upp leysigeislastöðvum á jörðu niðri. Þá sögðu þeir, að þær væm eingöngu til að fylgjast með hnöttunum, of litlar til að granda þeim. Persaflói: Ráðist á olíuskip Kuwait, Washington, Reuter. OLÍUSKIP frá Panama varð í gærmorgun fyrir árás iransks byssubáts tuttugu milur undan strönd Dubai. Eldflaugasprengj- ur írana löskuðu stjórnborða skipsins sem heitir Prospervent- ure L en ekki varð tjón á mönnum. Þetta var fyrsta skipaárás írana i rúma viku. Furstinn af Kuwait ávarpaði þjóð sína í gær. Hann skoraði á ríki heims að hjálpa til við að binda enda á Persaflóastríðið. Bandarískar sjónvarpsstöðvar greindu frá því í fyrrakvöld að Kínverjar sæju um að þjálfa írani í meðferð eldflauga. Bandaríkjamenn halda því fram að Kínveijar hafí útvegað írönum þær eldflaugar sem notaðar hafa verið í árásum á olíu- skip á Persaflóa. I frétt dagblaðsins Washington Post sagði í gær að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti væri reiðubúinn að samþykkja algert viðskiptabann á íran. Báðar deildir bandaríska þingsins hafa samþykkt ályktanir þar sem hvatt er til slíkra aðgerða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.