Morgunblaðið - 25.10.1987, Page 2

Morgunblaðið - 25.10.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 Hausthrein- gerning í kjöl- far bílaskatts MIKIL hausthreingerning hefur verið gerð í spjaldskrá og tölvu- kerfi Bifreiðaeftirlits ríkisins í kjölfar bif reiðaskattsins sem lagður var á bíla eftir þyngd. Frá því að fyrstu gíróseðlar vegna skattsins bárust tQ bUeig- enda fyrir rúmum tveimur vikum hafa simalínur verið rauðglóandi þjá Bifreiðaeftirlitinu vegna at- hugasemda frá fólki sem fengið hefur skatt á bUa sem búið var að henda fyrir mörgum árum en láðst að skrá sem ónýta, og einn- ig vegna bíla sem seldir hafa verið en ekki tílkynnt um eig- endaskipti tíl réttra aðila. Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins sagði, að það sem aðallega væri kvartað yfír mætti skipta í þrennt. í fyrsta lagi er skatturinn lagður á bíla sem hent hefur verið og það væri vegna þess að eigendur hefðu skilað inn númerum bílanna en ekki skráð þá sem ónýta. I öðru lagi vegna þess að bflamir hefðu verið seldir öðrum en ekki verið skilað inn tilkynningu um eigendaskipti, og í þriðja lagi kvartaði fólk sem ætti fombfla yfír skattinum því gömlu bflamir em í flestum tilfellum níðþungir og skatturinn þar af leiðandi hár. Náttúru- verndarráð fylgdist með vegagerðinni MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá N áttúru vemdarráði vegna greinar Björns Rúrikssonar, Náttúruverndarslys, í laugar- dagsblaði Morgunblaðsins: „Byrjað var á á umræddum vegi 1977 vegna þjóðargjafar og fram haldið í lq'ölfar þess. Náttúruvemdarráð frétti af hug- myndum um umrædda vegagerð sumarið 1986 og var eftirlitsmanni þess falið að kanna hvað væri um að ræða og hafði hann samband við viðkomandi sveitarstjómir og óskaði eftir fundi um málið. Næsta sem hann frétti var að vegalagning var komin vel á veg haustið 1986. Mál þetta var tekið fyrir í mann- virkjagerðamefnd Náttúmvemdar- ráðs og kom fundargerð hennar fyrir ráðið á liðnu sumri. Framvinda málsins varð sú að eftirlitsmanni var falið að hafa umsjón með framkvæmdum og leið- beina um leiðarval því vegslóð sem endar á miðri leið að áfangastað við aðstæður þar sem ekkert hindr- ar áframhaldandi akstur býður upp á utanvegaakstur með ófyrirsjáan- legum afleiðingum." í dag MPNING USTIR ; S T f r Á N K R Á M V i T A D A 1. „Ég hóstaði blóði en brostiþó“ blao B -h Hljómkviða á Tónlistarmenn buðu tíl tónleika i gær á íslenskum tónlistardegi. Hátíðahöldin hófust með leik Sinfóníuhljómsveitar íslands í Kringlunni um hádegisbil. TUgangur dagskrárinnar var að vekja áhuga almennings á íslenskri tónlist, stuðla að útbreiðslu hennar markaðstorgi Morgunblaðið/BAR og auka atvinnutækifæri tónlistarmanna. Undir merkjum dags- ins sameinuðust helstu hagsmunasamtök hljóðfæraleikara, tónskálda og eigenda flutningsréttar. Iðnrekendur hvattir til að draga úr rekstrar- og launakostnaði: Kaupmátturinn er meiri en þjóðarbúið getur þolað - segir í bréfi frá Félagi íslenskra iðnrekenda FÉLAG íslenskra iðnrekenda hefur sent félagsmönnum sínum bréf þar sem segir að ríkisstjóm- in hafi nú ítrekað sent atvinnulif- inu þau skUaboð að gengi verði ekki lækkað á næsta ári. Iðnrek- endur era þvi hvattir i bréfinu tíl að leita allra ráða til að mæta versnandi samkeppnisstöðu og búa sig undir að til átaka kunni að koma á vinnumarkaði. Þar skipti miklu að draga úr rekstr- arkostnaði svo sem unnt er og það eigi einnig við um launa- kostnað. Hrólfur Halldórsson framkvæmdasljóri Menningarsjóðs látinn HRÓLFUR HaUdórsson fram- kvæmdastjóri Menningarsjóðs lést á heimUi sínu aðfaranótt laugardags, 52 ára að aldri. Hrólfur var fæddur 21. maí 1935 í Reykjavík, sonur hjónanna Halldórs Einarssonar rafmagnseftirlitsmanns og Þóru Jónasdóttur. Hrólfur útskrif- aðist frá Samvinnuskólanum 1955 og stundaði nám við verslunarskóla í London 1957-58. Hrólfur var starfsmaður í endur- skoðunardeild SÍS 1956-57 og í véladeild SÍS 1958-64. Hann var sölustjóri hjá Almenna bókafélaginu 1962-72 og umsjónarmaður með bókaframleiðslu AB 1972-74. Hann var fulltrúi hjá Bókaútgáfunni Emi og Örlygi hf. 1974-77 þegar hann var settur framkvæmdastjóri Menntamálaráðs íslands, Menning- arsjóðs og Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins. Hann var síðan skipaður í sama embætti 1. ágúst 1978 og gegndi því til dauða- dags. Hrólfur var formaður Starfs- mannafélags SÍS 1962-64 og í stjóm Félags ungra framsóknarmanna Hrólfur HaUdórsson 1958-61. Hann var í stjóm Fram- sóknarfélags Reykjavflcur 1973-81, þar af formaður 1977-81. Hann var einnig í miðstjóm Framsóknarflokks- ins frá 1979. Hrólfur var kvæntur Halldóru Sveinbjömsdóttur bankagjaldkera og eignuðust þau 3 dætur. í bréfinu segir að mikil þensla og verðbólga um þessar mundir geri kjarasamninga um næstu ára- mót afar erfiða og raunar sé ógemingur að sjá hvemig þeir verði leiddir til lykta. Kaupmáttur sé þeg- ar orðinn meiri en þjóðarbúið stendur undir og kostnaðarhækkan- ir meiri en fyrirtækin geta tekið á sig án þess að samkeppnistaða þeirra stórversni. Hækkun fram- færsluvísitölu frá 1. september til áramóta verði fyrirsjáanlega um 9%, þar af allt að 4% í októbermán- uði einum þar sem helmingurinn sé beinlínis vegna nýrra skatta ríkisstjómarinnar. Ef kaup eigi síðan að hækka sem því nemur væri endanlega búið að innsigla áframhaldandi 25-30% verðbólgu á næsta ári. í bréfínu kemur fram að vísitaia framfærslukostnaðar muni hækka um nálægt 25% frá upphafí til loka ársins. Laun hafí hækkað um allt að 37-38% frá meðaltali 1986 til meðaltals 1987. Þá bendi allt til að um næstu áramót verði verðvísitöl- ur um 12% hækkri en meðaltal ársins 1987 sem sé sú verðbólga sem iðnrekendur flytji yfír á næsta ár. Síðan segir að þótt margt já- kvætt sé í flárlagafrumvarpi ríkis- stjómarinnar sé gert ráð fyrir stórfelldum skattahækkunum en niðurskurður útgjalda sé einungis á útgjaldaformum. Ríkisútgjöld vaxi hinsvegar að raungildi á þessu ári og einnig á því næsta og lagðir séu á skattar til að mæta þeirri út- gjaldaaukningu. Þannig nemi skattahækkanir sem ákveðnar voru nú í sumar og í Qárlagafrumvarpi samtals um 6 milljörðum króna sem sé 2Va% af landsframleiðslu. Þessi skattahækkun valdi beinlínis a.m.k. 4% aukinni verðbólgu á ári og at- vinnulífíð hafí þegar orðið að taka á sig hluta þessa með kauphækkun- inni 1. október. Launahækkunin hafí kostað iðnaðinn einan 350 milljónir á heilu ári og til viðbótar komi nýir skattar á rekstrarkostn- að, t.d. 1% launaskattur sem gæti numið 500 milljónum króna fyrir iðnaðinn. í lok bréfsins segir að mikil óvissa ríki um hvort stjómvöldum takist sú fyrirætlan að draga úr þensiu og halda viðskiptahalla og verð- bólgu í skeflum með háum sköttum og háum vöxtum. Atvinnulífíð verði hinsvegar að ganga út frá því að þessari stefnu verði fylgt eftir og búa sig sem best undir að mæta afleiðingum hennar. Heimsmet í bílasölu? A FÖSTUDAGINN höfðu verið seldir og afgreiddir 2.539 bílar af tegundinni Lada hjá umboðinu Bifreiðum og landbúnaðarvélum, sem flytur bilana inn, en & öUu síðasta ári voru seldir 2.500 bílar þjá umboðinu. Þetta jafngildir því að um 1% af þjóðinni hafi verið seldur Lada-bfll á árinu, sem þeir hjá umboðinu segja að sé heimsmet í bflasölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.