Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 23 BARÁTTAN VIÐ KRABBAMEINIÐ Rætt við þrjá einstaklinga um baráttu þeirra Stofnun samtaka krabbameinssjúklinga undirbúin — Hver dagur í viðbót sem gefur gleði hlýtur að vera dýr- mætur og það má aldrei taka vonina frá krabbameinssjúkl- ingunum. Það er alltaf von og við eigum að lótta þeim bar- áttuna með því að gera þeim lífið bærilegt. Það gildir jafnt um dauðvona sjúklinga sem þá sem eru á batavegi og það er ekki rótt að gefa f skyn að sjúklingar eigi ákveðinn tíma eftir, segir Eygló Jónsdóttir f viðtali við blaðamann Morg- unblaðsins en systir hennar er ein þeirra mörgu sem veikst hefur af krabbameini og hefur Eygló barist við hlið systur sinnar. Hór á eftir er einnig rætt við Helgu Vii- hjálmsdóttur og Samúel Steinbjörnsson, krabba- meinssjúklinga. Þau segja frá reynslu sinni og greina frá ýmsu er hana snertir. Eygló er fyrst spurð hver viðbrögð hennar hafi verið er hún frétti af krabbameini systur sinnar. — Fyrstu viðbrögð mín voru þau að nú stæði ég frammi fyrir einu erfíðasta verkefni sem yfír mig hefði komið. Ég sá fram á að þarna yrði um baráttu að ræða, ekki bara fyrir hana heldur líka okkur öll sem með henni stæðum. Mér fannst liggja í augum uppi að við yrðum öll að vera sterk, við mættum ekki vorkenna henni heldur hvetja hana í baráttunni. Það er svo mikil hætta á að krabbameinssjúklingar lendi í þunglyndi ef þeir eru ekki hvattir stöðugt til að beijast. Getum létt undir Við erum sex systkinin og við vorum einkum tvær systumar sem sinntum Ólafíu en við höfum verið mjög nánar og starfað saman á öðrum vettvangi. Hún veiktist í árebyijun 1986 og fór í tvær mjög erfiðar aðgerðir og síðan erfiða lyija- og geislameðferð. Hún dvaldi samfleytt kringum þijá mánuði á spítala og allur sá tími var henni mjög erfiður. Hvemig geta aðstandendur hjálpað í slíkum tilvikum? — Þeir geta endalaust stappað stálinu í sjúklinginn og jafnvel þó við getum ekki barist við sjúk- dóminn sem slíkan getum við alltaf létt undir. Það hrúgast að enda- lausar áhyggjur, hvemig fer með bömin, fjármál og annað sem bæt- ist við veikindin. Við systkinin og foreldrar okkar og manns hennar reyndum að sjálfsögðu að hjálpa og vorum með henni eins mikið og við gátum en vissulega vill sjúkling- urinn lfka stundum fá að vera einn. Það var gott fyrir hana að vera á sjúkrahúsinu í Hafnarfirði, við gát- um heimsótt hana hvenær sem var. — Það em einmitt þessar áhyggjur og ýmis konar streita og álag sem draga úr manni allan mátt, segir Helga Vilhjálmsdóttir en hún barðist í fyrra við bijósta- krabbamein. Helga var skorin upp í mars og var siðan í lyfjameðferð til sfðustu áramóta. Hún ræðir að- eins frekar um áhyggjumar. Bati með slökun? — Ég var í London í mars á þessu ári og rakst þar á bók sem fjallar um hvemig ungur Ástralíu- maður sigrast á krabbameini. Höfundurinn sem talar af eigin reynslu bendir á hversu mikil áhrif öll streita og álag hafa á okkur og draga úr viðnámsþrótti. Hann held- ur því fram að ef við getum sigrast á streitu af hvaða toga sem er, svo sem áhyggjum eða öðm álagi, get- um við haft áhrif á fjölgun krabba- meinsfrumnanna og þessi höfundur staðhæfír að með slökun og hug- leiðslu hafi hann flýtt fyrir bata sínum og styrkt allt vamarkerfi líkamans. Ég er viss um að það er rétt að allt það álag sem fylgir krabba- meini, hvort sem það er lfkamleg vanlíðan eða efnalegar áhyggjur, dregur úr mætti okkar og þess vegna er svo mikilvægt að sjúkling- um sé hjálpað til að draga úr þeim áhyggium- Við getum lfka bætt við þetta ótta og spennu sem sjúklingar þurfa oft að glíma við. Þegar sjúklingur hefur læknast af krabbameini eða er á batavegi og hann fær skyndilegan höfuðverk eða magakvalir grípur hann strax óttinn um að nú sé allt búið, að meinið sé að búa um sig aftur. Þennan ótta er svo mikilvægt að yfirvinna og það er helst hægt með samhjálp og samvinnu. Læknar og hjúkmnarlið gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa en öll meðferð við krabba- meini, uppskurðir, lyQameðferð og geislameðferð, er geysilegt álag á líkamann og þá óhjákvæmilega á andlegt ástand sjúklings þvf tengsl- in á milli em óijúfanleg. Þess vegna er svo mikilvægt að styrkja sjúkl- inga eins og mögulegt er meðan á meðferð stendur bæði andlega og líkamlega. Eygló segir að þær systur hafi líka sótt styrk í trú sína en þær em búddistar: — Við trúum því að við getum breytt óhamingju í hamingju og að við bemm sjálf ábyrgð á lífi okkar. Þannig held ég að erfiðleikar geti virkað eins og eldiviður á framfarir hjá okkur sjálfum. — Ég er viss um að það hefur meiri áhrif en mann gmnar hvemig við förum með okkur, segir Helga. — Ég hafði ekki hugsað mikið um mataræði áður en ég veiktist en geri það nú og fer líka um hveija helgi í flallgöngur því öll líkamleg áreynsla og uppbygging styrkir mann einnig andlega. Reynsla sem þessi verður til þess að menn endurmeta líf sitt og hugsa meira um þessa hluti en áður. Enginn dauðadómur Fram kom í spjalli við Eygló og Helgu að menn væm oft feimnir við að tala við krabbameinssjúkl- inga: — Það er mjög algengt að fólk vorkenni sjúklingum og tali mikið um hversu þetta hlýtur allt að vera erfitt. Menn halda að allt sé búið og glatað þegar krabbamein er annars vegar en svo er alls ekki þvf margs konar krabbamein má lækna og það er enginn dauðadóm- ur lengur. Þess vegna er það miklu betra fyrir sjúklinginn að heyra fólk segja: uen hvað þú lítur vel út“ í staðinn fyrir “ósköp er að sjá þig, er þetta ekki hræðilegt?" jafnvel þótt síðari staðhæfingin eigi betur við. Þær vora líka sammála um að ekki væri rétt að segja sjúklingi eða aðstandendum hans hversu langt líf hann ætti fyrir höndum: — Sé sjúklingi eða hans nánustu sagt hversu mikið er eftir brotnar öll vöm þeirra niður. Lífslöngunin er kæfð og menn hugsa ekki lengur um að gera sér lífið bærilegt, hvort sem það er að fá sér ný föt eða lyfta sér upp á einhvem hátt. Þess- ir sjúkdómar em líka þess eðlis að það er ómögulegt að segja nokkuð Morgunblaðið/Sverrir Samúel Steinbjörnsson með vissu en jafnvel þótt menn sjái að hvequ stefni er það eina rétta að beijast áfram til sfðustu stundar. En hvað geta samtök á borð við þau sem verið er nú að stofna gert til að létta undir? — Þau geta komið ýmsu til leið- ar. Eitt af því sem hefur vantað er tækifæri fyrir sjúklinga og að- standendur til að hittast og ræða opið um mál sfn. Það er öllum létt- ir að geta rætt við fólk í svipuðum aðstæðum og hugmyndin er meðal annars að koma fólki í samband hvert við annað með eins konar hverfahópum. Þeir hópar og stuðn- ingsfélög sem stofnuð hafa verið vinna gott starf hvert á sínu sviði en með þessum nýju samtökum er kominn breiður hópur sem ætlað er að ná til enn fleiri. Einnig er hugmyndin að standa fyrir hvers konar upplýsinga- og fræðslustarfi en allt þetta mun skýrast á næstu vikum. — Ég ákvað í janúar á þessu ári að fara í skoðun hjá Hjartavemd, segir Samúel Steinbjömsson, — en ég hafði þá alls ekki leitt hugann að því að ég gæti verið neitt alvarlega veikur, hvað þá að ég væri með krabbamein. Fyrir mér vakti aðeins að fara í skoðun og láta athuga hvort ekki væri allt í lagi með mig. Hjá Hjartavemd upp- götvast hins vegar æxli í blöðm- hálskirtli og mér var ráðlagt að leita til sérfræðings til frekari athugun- ar. Mánuði seinna fæ ég að vita að ég sé með illkynja æxli og þetta kom mér náttúrlega alveg í opna skjöldu. Hvemig brást þú við? — Ég var nú hálf áttaviiltur í eina tvo daga en ég hafði verið á fullri ferð við að undirbúa ferð til Austurlanda og ég man að eitt það fyrsta sem ég spurði lækninn um var það hvort ég yrði að hætta við að fara! En ég varð að vera í rann- sóknum og sfðan tók við geisla- og lyfjameðferð í nokkrar vikur. Ég fór fimm sinnum í viku f geisla og þrisvar í lyfjameðferð en ég var svo heppinn að þurfa aidrei að leggjast inn. Ég gat líka að mestu leyti stundað mfna vinnu áfram en vissulega var þetta erfitt °g þegar leið á vikuna varð ég sffellt þreyttari en náði svo að jafna mig að mestu leyti um helgar. Fyrsta meðferðin stóð í einar 7 vik- ur en sfðan var hlé þar til í ágúst að ég fór í meðferð á ný í tvær vikur og síðan á ég að koma í eftir- lit f nóvember. Þá getur verið að málin skýrist eitthvað en það getur lfka tekið miklu lengri tfma. Er heppinn Ertu þá kvfðinn meðan þú bíður eftir þeirri niðurstöðu? — Það fínnst mér ekki. Mér finnst ég vera heppinn, ég kom það snemma í meðferð að sjúkdómurinn hafði ekki breiðst út og ég hef að mestu leyti getað lifað eðlilegu lffí. Að vísu varð ég að hætta við Aust- urlandaferðina í bili en ég get kannski farið eftir áramót. Ég hugsa sem minnst um hvað framtfðin kann að bera í skauti sér hvað sjúkdóminn varðar. Aðalatrið- ið er að vera jákvæður og bjartsýnn og þessi afstaða og þetta hugarfar krabbameinssjúklinga hefur miklu meira að segja en við höldum. Það er sama hversu fullkomin tækin em og starfsfólkið sem vinnur að lækn- ingum okkar því ef sjúklingurinn er sjálfur vonlaus gefst hann upp f baráttunni. Ef við eigum eins og einn skammt af bjartsýni og einn skammt af von og blöndum því saman við hreyfingu, lífsgleði og lýsisskammt á morgnana þá emm við betur undir það búin að takast á við vandann. Hefurðu haft stuðning af öðmm sjúklingum? — Mestan stuðning hefur fjöl- skyldan náttúrlega veitt en við höfum oft spjallað mikið saman sjúklingamir á biðstofunni þegar við biðum eftir geislameðferð. Það veitir mikinn stuðning að geta spjallað við aðra sem svipað er ástatt fyrir. Hins vegar kom mér nokkuð á óvart hversu slæm aðstað- an er tii krabbameinslækninga eða geislalækninga. Tækið er frá árinu 1974 og öll aðstaðan mjög þröng þannig að þar má áreiðanlega mik- ið bæta úr án þess að það þurfi að kosta alltof mikið og það hlýtur að vera brýnt að koma K-byggingunni í gagnið sem fyrst. Það verður lfka að gæta þess að iáta sjúkdóminn ekki ráða ferðinni og hafa það alltaf að leiðarljósi að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Stundum getur verið stutt í það að maður reyni að nota sjúkdóminn sér til framdráttar — þetta get ég ekki af því að ég er svo veikur og hjá mörgum er þetta vitanlega rétt en við verðum alltaf að muna að hafa sjálfskönnun í gangi. Vissulega hefur krabbamein ver- ið hálfgert feimnismál. Sumir halda að allt sé búið þegar einhver fær krabbamein. En sem betur fer er oft hægt að lækna. Krabbameins- félagið gefur út mjög góð fræðslurit um ýmsar tegundir krabbameins og ég hvet fólk til að kynna sér þau en þau liggja frammi í lyfjabúðum, á læknastofum og heilsugæslu- stöðvum. Upplýsingaimðlun mikilvæg Og Samúel tekur undir það sem áður er sagt um stofnun hinna nýju samtaka og segist ekki í vafa um að þau geti komið mörgum til hjálp- an — Ég held að samtökin geti ekki síst iétt undir með sjúklingum. Það er mjög einstaklingsbundið hvemig menn taka fréttum um krabbamein. Það er mikilvægt að þeir fái góðar upplýsingar um alla meðferð og gang sjúkdómsins. Þessi samtök geta kannski bætt upplýsingamiðl- un milli hjúkmnarliðs, sjúklings og aðstandenda. Samtökin geta unnið að ýmsum baráttumálum til dæmis endur- hæfíngu sem er mjög brýn bæði andleg og líkamleg. Þau geta unnið að fræðslustarfsemi fyrir sjúklinga og almenning. Eftir að ég veiktist hef ég stundað göngur af miklu kappi og það hefur styrkt mig mik- ið. Þess vegna held ég að það sé mjög mikiivægt að menn láti sér annt um heilsuna áfram þótt með- ferð sé lokið og læknar hafi sleppt af okkur hendinni, segir Samúel Steinbjömsson að lokum. Grein: Jóhannes Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.