Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 25 ár síðan Rússar laumuðu kjamorku- flaugum til Kúbu John F. Kennedy (t.v.) ávarpar bandarisku þjóðina 22. október 1962 og mótheiji hans, Nikita Krúsjeff, glottir: eldflaugar i „sóttkvf". Fyrir aldarfjórðungi áttu John F. Kennedy Bandaríkjaforseti og Nikita Krúsjeff Sovétleiðtogi í alvarlegustu deilu kalda stríðsins þegar Rússar fluttu kjamorkueldflaugar til Kúbu á laun. Ótti við kjamorkustyrjöld greip um sig í heiminum og spumingin „Verður stríð?“ var á allra vömm. Kannski hefur aldrei munað eins litlu að þriðja heimsstyrjöldin brytist út o g mannkynið hefur sjaldan komizt í eins mikla hættu. Kennedy forseti og stjórn hans á Sovézku kjamaflau- gamar á Kúbu sáust á Ijósmynd- um, sem banda- rískar könnunar- flugvélar tóku um miðjan október 1962. Flaugamar voru aðeins um 135 km frá Flórída og Kennedy einsetti sér að Qar- lægja þær, þótt margir ráðunautar hans óttuðust áð stríð mundi skella á. Bróðir forsetans og helzti ráð- gjafí, Robert Kennedy dómsmála- fundi í október 1962: tiu dagar til ráðherra, skrifaði síðar: „Deilan færði heiminn fram á barm kjam- orkutortímingar og endaloka mannkynsins." Robert MacNamara landvamaráðherra sagði seinna um afdrifaríkasta dag deilunnar: „Þeg- ar ég gekk frá Hvíta húsinu í gegnum garðinn þetta kvöld spurði ég sjálfan mig hvort ég yrði lifandi á morgun." í Moskvu var ungum og upprenn- andi starfsmanni sovézka komm- únistaflokksins tilkynnt að heimsendir kynni að vera í nánd. Reyndur samstarfsmaður spurði stefnu. hann: „Ertu búinn að senda fjöl- skylduna burt úr borginni? Veiztu ekki að við getum átt von á kjam- orkuárás á hverri stundu?" Ungi maðurinn varð steinhissa, því að hann hafði ekkert heyrt eða séð, sem benti til þess að ástandið væri svona svakalegt. „Löngu seinna gerði ég mér grein fyrir því að við vorum komnir langt út á barm hengiflugsins og stóðum í mikilli þakkarskuld við Krúsjeff og Kennedy fyrir að bjargast." Heimurinn stóð á öndinni í 13 daga vegna „kjamorkupókers" risa- THE N'EW YORK TIMF.S INTERNATIQNAL EDITION, MONDAY, OCTOBER 29, 1962. REPRINTED FROM THE NEÍV YORK TIMES OF SUNDAY, OCTOBER 28, 1962. 9 WILL THERE BE WAR? THE QUESTION THE WORLD IS ASKING Allitd wifh We»t Communiit blo< ( 1 Unalignad circlci rtprmnl numbcr of Amtrican bistt in tich irti jlCELAND flNLANDj (26) W. GEKMAN Y i SOVIET union; I UNITED 'KINGDOMj <h'CHÓý'c •.hsiwfff', ■RUMANlÁ; 1 1V: Thrtit of 'ptict' offtnsivt S>outcrX8 MONGOLIA 10RTH< New york AZORfSl ÍAIAN lUA.R." tom >NORTH< VJETNAM. ALGtRIA SOUTH ” m EKmzmsaML a \Æ\ iThreit to allied occupitionl £&&&. *yrf.j&wy-yfí, ~ ^ * o rtU. mJj iLa.1 t cc ' Cfcea.*- DISARMAMENT of^nucltir^dtidlochj franc Thrtif | FRANCE(29)*^flJ?*®|. yUGO fái&'-'u l ®\w m ■tAIWAN fu7s. troopil Throit of nucltir bridgthtid 10. FAR EAST —1 Thrcit fo U. S. prcttncc | 7th Fltttl troop»| (3^MÁHIAHAS *.\ HAWAII • ®;ohwston l veldanna. Sá póker hófst þegar Krúsjeff ákvað að auka stuðning Rússa við skjólstæðing sinn Fidel Castro eftir hina misheppnuðu Svínaflóainnrás kúbanskra útlaga og CIA í apríl 1961. Bragðarefurinn Krúsjeff vildi gera Kúbu að rússn- eskri herstöð og ógna Bandaríkjun- um með sovézkum eldflaugum, m.a. út af Berlín. Þegar Kennedy varaði Rússa við afleiðingum þess að senda Kúbu „árásarvopn" fullvissaði Krúsjeff hann um að einungis væri um „vamarvopn" að ræða. Sumarið 1962 fluttu Rússar loftvamaflaugar til Kúbu og síðan MiG 21-ormstu- flugvélar, lg'amrokusprengjuflug- vélar af gerðinni II. 28 og meðaldrægar árásarflaugar. Alls átti að senda 64 slíkar flaugar og 42 komu í september og byijun október. Nýlega fengust þær upplýsingar í Moskvu að yfirmaður sovézka eld- flaugahersins, Sergei Biryuzov marskálkur, hefði sjálfur farið til Kúbu til að ákveða hvar eldflauga- skotpöllum yrði komið fyrir, svo að þeir sæjust ekki úr bandarískum njósnaflugvélum fyrr en þeir yrðu nothæfir. „Biryuzov kom til baka og tilkynnti að auðvelt væri að fela þær undir pálmatijám. Þeir sem vissu hvemig pálmar litu út urðu hvumsa, en Krúsjeff trúði honum! Þetta og sitthvað fleira sýnir að Rússum urðu á fleiri mistök í deil- unni en vitað hefur verið um. Rússar „í túnfætinum“ Með því að koma fyrir eldflaug- um á Kúbu gátu Rússar í fyrsta sinn hæft Bandaríkin af stuttu færi og ógnað tvöfalt fleiri stöðvum og borgum en áður. Vegna óvenjumik- ils skýjaþykknis yfír ejmni þetta haust urðu Bandaríkjamenn ekki varir við flaugamar fyrr en tæpum þremur vikum eftir að uppsetning þeirra hófst. í fyrstu gátu Banda- ríkjamenn ekki verið vissir um að eitthvað annað og meira vekti fyrir Rússum en að treysta vamir Kúbu, eins og þeir reyndu að láta í veðri vaka. Þrátt fyrir upplýsingar frá flóttamönnum fengust engar óræk- ar sannanir fyrr en 16. október, þegar U-2-könnunarflugvélar náðu ljósmyndum af skotpalli í byggingu og eldflaug sem dró 1600 km. Kennedy, sem hafði verið gagn- rýndur fyrir að stöðva ekki vopna- sendingamar til Kúbu, var í engum vafa um að hann yrði að skerast í leikinn og ákvað strax að stefna að algerum brottflutningi rússn- eskra kjamavopna frá eynni. Vandi hans var í því fólginn að ná því marki án þess að kjamorkustyijöld brytist út og án þess að Rússar gerðu gagm.áðstafanir, t.d. í Berlín. Hann setti á fót nefnd 12 ráðgjafa („Ex Comm“), sem ræddi ýmsa möguleika, m.a. kjamorkuárás á eldflaugastöðvamar, venjulega loft- árás og loks innrás eða hafnbann til að hindra að fleiri hergögn kæmu til Kúbu. Ráðgjafar Kennedys gengu út frá því að láta yrði til skarar skríða innan 10 daga, áður en kjamaflaug- amar yrðu nothæfar. Kjamorkuár- ás var fljótlega útilokuð vegna ótta við rússneskar hefndarráðstafanir og óbeitar á slíku óyndisúrræði. Loftárás virtist augljósasta svarið og ekki sakaði að nota mátti tæki- færið til að losna við Castro í eitt skipti fyrir öll. Innrásarliði var safn- að saman á Flórída og undirbúning- ur hafínn að stuðningi við nýja stjóm á Kúbu. En þessi leið gat auðvitað leitt til „stigmögnunar" deilunnar og rússneskrar gagnárás- ar á Berlfn. Robert Kennedy vildi ekki að fyrstu viðbrögðin yrðu of harkaleg og neitaði að styðja skyndiárás. „Bróðir minn verður ekki Tojo sjö- unda áratugarins,“ sagði hann, minnugur árásar Japana á Perlu- höfn 1941. Mörg rússnesk vopn voru enn á leið til Kúbu og hann vildi að byijað yrði með takmörkuðu hafnbanni til að afstýra að þau Fyrirsögn úr Parísarútgáfu „The New York Times" 29. október 1962: „Verður strfð?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.