Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 I I Körfubrauð 90 g heilhveiti 450 g hveiti 2 tsk. salt 25 g þurrger (V2 smápakki) 2 dl sjóðandi vatn 1 dl kalt vatn 1 dl heitt vatn úr krananum 1. Setjið heilhveitið í skál, hell- ið sjóðandi vatninu yfir og hrærið saman. 2. Setjið plastfilmu ofan á skál- ina og látið standa við stofuhita í 1 sólarhring. Þetta má standa í 2 sólarhringa. ið í miðjan ofninn og bakið í 1 klst. Gott getur verið að hafa örlítið meiri yfirhita síðustu 15 mínútumar, en einnig má auka hitann um 20°C, ef þið hafíð ekki yfírhita á ofiiinum. 12. Takið brauðið úr ofninum. Leggið hreina diskaþurrku yfir brauðið meðan það er að kólna. Heilhveitibollur með sesamfræi 10 stk. 350 g heilhveiti 150 g hveiti BRAUÐ 1 V2 dl súrmjólk smátt klippt söl. (Talsvert magn þarf að sölvum, til þess að þau gefí bragð, en klippið þau smátt.) valsaður rúgur eða valsað hveiti til að setja ofan á 1. Setjið hveiti, hveitiklíð, hveil- hveiti, þurrger, sykur og mata- rolíu í skál. 2. Blandið saman vatni og súr- mjólk. Hellið út í og hrærið saman. klippið sölin og blandið saman við. 3. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn. Setjið skálina með deiginu ofan í vatnið, leggið diska- þurrku yfir. Látið brauðið lyfta sér í 30 mínútur. 4. Takið deigið úr skálinni, hnoðið örlítið heiti upp í það. Búið til 2 aflöng brauð. Leggið brauðin á bökunarpappír á bökun- arhellu. 5. penslið brauðin með vatni og stráið völsuðum rúg eða völs- uðu hveiti ofan á. 6. Leggið stykkið aftur yfir brauðin, látið lyfta sér yfir vatninu í vaskinum. 7. Hitið bakaraofn í 210>C, blástursofn í 190°C, setjið brauð- ið í miðjan ofninn og bakið í 25—30 mínútur. Athugið: Ekkert salt þarf í þetta brauð, þar sem sölin eru sölt. Gulrótabrauð 300 g rúgmjöl 100 g heilhveiti 350 g hveiti 75 g þurrger (IV2 smápakki) 2 tsk. salt 1 tsk. sykur 200 g rifnar gulrætur 2 dl vatn úr heita krananum IV2 dós jógurt án bragðefna 2. Setjið rúgmjöl, heilhveiti, hveiti, þurrger, salt og sykur í skál. 3. Rífið gulrætumar frekar fínt og blandið saman við. 4. Blandið saman vatni og jóg- úrt. Setjið út í og hrærið vel saman. 5. Setjið skálina með deiginu í volgt vatn í eldhúsvaskinn. Leggið hreina diskaþurrku yfir. Látið lyfta sér í 30 mínútur. 6. Takið deigið úr skálinni, hnoðið örlítið hveiti upp í það og mótið 2 aflöng brauð. 7. Leggið brauðin á bökunar- pappír á bökunarplötu. Setjið plötuna yfír vaskinn með volga vatninu. Leggið stykkið aftur yfir. Látið lyfta sér í 30—40 mínútur. 8. Hitið bakaraofti í 210°C, blástursofn í 190°C, 9. Pikkið brauðin með pijóni. Setjið neðarlega í heitan bakara- ofninn og bakið í 30 mínútur. Leiðrétting í síðasta þætti — matreitt úr pylsum — slæddist prentvilla í uppskriftina „pylsukoddar". Þá á að baka í 30 mínútur, en í blaðinu stóð 80 mínútur. Líklegt er að pylsukoddamir verði ansi dökkir við 80 mínútna bakstur. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 3. Blandið saman kalda vatninu og vatninu úr heita krananum. 4. Stráið gerinu yfir það sem er f skálinni, hellið síðan vatninu yfir, hrærið saman og setjið hveit- ið smám saman við og hrærið á milli. Best er að gera þetta í hræri- vél. 5. Mótið kúlulagaðan hleif. Leggið brauðhleifinn í skál, setjið diskaþurrku ofan á. 6. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn. Látið skálina standa í því í 1 klst. 7. Hnoðið deigið upp með ör- litlu hveiti. 8. Stráið hveiti inn í kringlótta bastkörfu og leggið brauði þar í. Þrýstið því vel niður í körfuna. 9. Leggið diskaþurrkuna ofan á körfuna og látið brauðið lyfta sér í klukkutíma. 10. Setjið bökunarpappír á bök- unarplötu. Hvolfið brauðinu úr körfunni ofan á plötuna. 11. Hitið bakaraofn í 175°C, blástursofn í 155 °C. Setjið brauð- 2 tsk. sykur 1 tsk. salt 2 msk. matarolía 50 g þurrger (1 smápakki) IV2 heitt vatn úr krananum IV2 dl mjólk 2 msk. sesamfræ 1. Setjið heilhveiti, hveiti, syk- ur, salt og þurrger í skál. Setjið matarolfu út í. 2. Blandið saman heitu vatni og kaldri mjólk. Hitastigið á þá að vera við 37°C, þið getið fundið hitastigið með því að stinga litla- fingri ofan í vökvann. Ef hvorki finnst hiti né kuldi, er vökvinn mátulegur. 3. Setjið vökvann út í mjölið og hrærið vel saman. Þetta á að vera fremur lint deig, þó án þess að klfstrast. 4. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn. Setjið skálina með deiginu ofan í vatnið. Leggið hreint stykki ofan á. Látið lyfta sér í 30 mínútur. 5. Takið deigið úr skálinni, Sölvabrauð 250 g hveiti 200 g hveitiklíð 50 g heilhveiti 50 g þurrger (1 spápakki) 2 msk. matarolía 1 tsk. sykur 2 dl vatn úr heita krananum hnoðið örlítið hveiti upp í, en óþarfi er að hnoða mikið. Mótið síðan stórar bollur. 6. setjið bökunarpappír á bök- unarplötu, raðið bollunum ofan á. Penslið þær sfðan með vatni og stráið sesamfræi yfir. 7. Leggið hreint stykki ofan á bollumar, látið þær standa við eldavélina meðan ofninn er að hitna, þannig að fái yl af ofninum. Látið lyfta sér í 15—20 mínútur. 8. Hitið bakaraoftiinn í 210°C, setjið bollumar í miðjan ofninn og bakið í 20 mínútur. Hugsan- lega meira eða minna, oftiar eru mjög misjafnir. Margir halda að það sé erfitt að baka brauð úr pressugeri eða þurrgeri. Það er aðeins tvennt sem ber að varast: Vökvinn má ekki vera of heitur, alls ekki heitari en 40°C og deigið má ekki vera of þurrt. Ef aðgát er höfð hvað þetta varðar, heppnast baksturinn vel. Hitastig vökvans má vera lægra en 40°C, jafiivel kalt, en brauðið er þá lengur að lyfta sér. Gott ráð til að fá vök- vann mátulega heitan er að blanda saman heitu vatni úr hita- veitukrananum og köldu vatni úr kalda krananum eða kaldri mjólk. Auðvelt er að bæta mjöli f of lint deig, en nær ógjömingur að bæta vökva í of þurrt deig. Nú er hægt að fá þurrger, sem blanda má saman við mjölið, en ef við notum pressuger, þarf að hræra það út í volgan vökvann. Pressuger geymist illa, og þarf að geyma í kæliskáp, en þurrger geymist vel, jafnvel í hálft ár í eldhúshita. Þó er best að geyma það í kæliskáp eftir að umbúðimar hafa verið opnaðar. Mjöl hefur mismunandi bökunareiginleika. Mismikið glut- en er í því. Jafnvel í hveiti er mismikið gluten eftir tegundum, en brauð hefast betur ef mikið glutenmagn er í mjölinu. í öðrum mjöltegundum, svo sem heilhveiti og rúgmjöli, er lítið og jafnvel ekkert gluten. Gluten er forðapró- tein eða próteinsamband í kom- tegundum sem myndar eins konar grind í mjölinu við baksturinn þegar alkóhólið í gerinu gufar upp. Heilhveiti er allt hveitikomið þegar búið er að mala það, en hveiti fæst þegar búið er að sigta hýðið og kímið frá. Aftur er gra- hamsmjöl fínmalað heilhveiti. Rúgmjöl þekkjum við öll, en rúg- sigtimjöl er fínn rúgur, þegar búið er að sigta hýðið frá. Eins og hveitið verður til þegar búið er að taka hýðið af hveitikominu, þannig verður rúgsigtimjölið til, þegar búið er að taka hýðið af rúginum. Svo er til önnur blanda fínni — sigtimjöl — sem er blanda af hveiti og rúgsigtimjöli. Erfítt er að átta sig á hvaða mjöltegund- ir eru í því brauði sem við kaupum. Brauðin eru nefnd alls konar nöfn- um, sem segja okkur ekkert um hvað er í brauðinu, svo sem víkingabrauð, austurlandsbrauð, bóndakonubrauð og bóndabrauð, Norskt sveitabrauð og svo mætti lengi telja, og í fjögurra koma- og sex koma brauðum vitum við alls ekki hver hin ijögur eða sex kom eru. Brauð bakað með vatni er gott nýbakað, það er létt og stökkt, en verður fljótlega þurrt. Brauð bakað með mjólk fær fyllra bragð og skorpan verður fallegri, en brauð bakað með undanrennu verður minna en brauð með ný- mjólk. Sýrðar mjólkurvörur henta ágætlega í brauð. Við mótum brauðin að vild, hnoðum og setjum í kökuform eða beint á plötu, kringlótt og aflöng, fléttuð og snúin. En ýmislegt annað er hægt að gera. Við heyrum talað um körfubrauð, en vitum við hvemig naftiið er til komið? Brauðin em einfaldlega látin lyfta sér í fléttuð- um körfum og síðan hvolft á bökunarplötuna, en munstrið á körfunni heldur sér í brauðinu. Mjög skemmtilegt lag á brauðum fæst með því að baka brauðin í leirblómsturpotti. Brauð bökuð á þann hátt em líka mjög góð. Ýmislegt er hægt að gera til til- breytingar, og tilbreytingin er krydd í tilvemna, sem er mjög mikils virði. Nýbakað ilmandi heimabakað brauð — hvað er betra? I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.