Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 40 -- ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Bjórbann til lykta leitt? Gamalt deilumál á nýju þingi Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki á hveijum degi hér á landi. Fyrir tæpum áttatíu árum (1908) gengu Islendingar til þjóðaratkvæðagreiðsiu um mál, sem enn setur mark sitt á almenna umræðu i landinu. Þeir vóru ekki á eitt sáttir þá, frekar en fyrri daginn — eða þann síðari. 4.900 sögðu já, 3.218 nei. Meiri- hlutinn þá lýsti sig samþykkan aðflutn- ingsbanni á áfengi, sem kom til framkvæmda 1912. Eftir 1914 var siðan innflutningur, framleiðsla og sala áfengis löghðnnuð hér á landi. Þetta bann var siðar afnumið að nndangenginni nýrri þjóðaratkvæða- greiðslu 1933. 15.884 kjósendur vildu afnema bannið, 11.624 halda þvi. Áfengisbannið var afnumið með lögum 1935, það er að segja gagnvart öllum tegundum alkóhóls nema þeirri veik- ustu, bjórnum. Bjórbannið, sem íslend- ingar hafa þráttað um í marga áratugi, er eftirhreytur frá áfengisbanninu Meðfylgjandi mynd er frá bjórborginni Mtinchen i V-Þýzkalandi. 1912. Nú hefur verið boðað frumvarp á Alþingi til að fella þessar eftirhreytur úr gildi. Það hefur oft verið áður gert. Likur standa til að frumvarp af þessu tagi hafi betri byr á Alþingi nú en áður. I Lög um áfengisbann vóru samþykkt á Alþingi 1909, að undangenginni þjóðarat- kvæðagreiðslu árið áður, sem fýrr segir. Aðflutningsbann kom til framkvæmda 1912, en sala vínbirgða í landinu var leyfð til ársloka 1914. Frá og með fyrri heims- styijöld var ísland síðan áfengislaust land um árabil, ef horft er fram hjá smygli, bruggi („landa") og „læknabrennivíni", sem svo var nefnt. Árið 1921 kunngerði spánska ríkis- stjómin að saltfisksamningum við íslend- inga yrði sagt upp og settur innflutnings- tollur á þessa mikilvægu útflutningsafurð okkar, ef íslendingar leyfðu ekki innflutn- ing Spánarvína. íslenzk stjómvöld sáu þann kost vænstan í stöðunni að veita undanþágu frá bannlögunum til innflutn- ings léttra vína (með allt að 21% vínanda). Á gmnni Jjessarar undanþágu var síðan stofnsett Áfengisverzlun ríkisins, sem enn hefur einkarétt til innflutnings, fram- leiðslu og sölu áfengis í landinu. Árið 1933 er gengið til þjóðaratkvæða- greiðslu um það, hvort afnema skuli áfengisbannið. Afnám bannsins hlaut meirihluta atkvæða og Alþingi samþykkti lög þar um 1933, sem gengu í gildi árið eftir. Afnám áfengisbannsins náði hins vegar ekki til veikustu tegundarinnar, bjórsins, sem verið hefur bannvara í landinu frá því áfengisbannið var lögfest snemma á öldinni — með nokkrum undanþágum; ferðamenn, farmenn og flugliðar. Efni til bjórgerðar fæst hinsvegar keypt. Og sögur ganga um svartan markað. II Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess í tímans rás á Alþingi að hnekkja bjórbanninu. Þær hafa mistekist til þessa. Síðast var mælt fyrir bjórfrumvarpi í nóv- ember 1984. Það gerði Jón Baldvin Hannibalsson, núverandi ijármálaráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Meðflutn- ingsmenn hans vóru: Ellert B. Schram, Guðmundur Einarsson, Guðrún Helgadótt- ir og Friðrik Sophusson. Fyrsti flutningsmaður sagði tilganginn með frumvarpinu fjórþættann: 1) að draga úr neyzlu sterkari dryklq'a, 2) að breyta drykkjusiðum til hins betra, 3) að afla ríkissjóði tekna og 4) að styrkja sam- keppnistöðu innlendra iðngreina (öl og gosdrykkir). Hann sagði framleiðslu og neyzlu bjórs eiga sér stað meðal allflestra þjóða heims. Flest mælti og með því að svo yrði einnig hér, samanber tilgreind markmið frum- varpsins. Landsmenn ættu og að standa jafnir gagnvart lögum, en farmenn, flug- liðar og ferðamenn hefðu rétt umfram aðra þegar sterkur bjór ætti í hlut. Ekki mætti heldur horfa fram hjá neyzluvenjum erlendra ferðamanna, en ferðamannaiðn- aður væri vaxandi í landinu. Hann benti og á meintan tvískinnung varðandi þetta mál. Leyfð væri sala bjór- efna, sem opnuðu leið fyrir heimabruggað- an bjór. Sala bjórlíkis (sem þá setti svip á öldurhús) væri viðblasandi staðreynd. Veikustu tegundir áfengis, sem væru á boðstólum hjá ÁTVR, væru um eða undir 9% af vínanda að rúmmáli, svo mjótt væri á styrkleikamunum við bjórinn. Loks vitnaði ræðumaður til skoðana- kannana sem sýndu þann „afdráttarlausa meirihlutavilja þjóðarinnar að láta af hræsni og skinhelgi í þessu máli og viður- kenna staðreyndir með því að samþykkja [bjór]frumvarpið“. III Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður af Norðurlandi eystra, viðraði síðan mót- rök gegn bjómum. Hann hélt því meðal annars fram að bjórinn myndi ekki draga úr drykkju sterkari tegunda heldur verða hrein viðbót við núverandi áfengisneyzlu þjóðarinnar. Aukin áfengisneyzla myndi sfðan þýða vöxt þeirra vandamála, sem áfengi fylgdu, og leiða til aukins kostnaðar í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ræðumaður kvaðst þó fús til hugleiða, hvort leyfa skuli bjórsölu hér á landi, ef jafnframt yrði beitt „öðrum takmörkunum sem gengju í gildi og draga myndu að sama skapi úr neyzlu sterkra drykkja. Ég er þeirrar skoðunar", sagði Steingrímur, „að ölneyzla sem slík, ef um áfengis- neyslu er að ræða á annað borð, geti verið betri en neyzla t.d. sterkra brenndra drykkja". Helztu gagnrök andmælenda bjórs hafa byggst á ótta manna við það að bjór kunni að leiða til meiri unglinga- og/eða vinnu- staðadrykkju en nú viðgengst. IV Engin leið er að fullyrða hér og nú hvort bjórbannið verður brotið á bak aftur á þessu þingi, góðri hálfri öld eftir að áfengisbannið var afnumið með lögum (1935). Fjórir þingmenn (Jón Magnússon, Geir H. Haarde, Guðrún Helgadóttir og Ingi Bjöm Albertsson) hafa þegar lagt fram frumvarp (42. mál þessa þings), sem heimilar innflutning, framleiðslu og sölu bjórs. Gildistaka laganna, ef frumvarpið verður samþykkt, miðast við 1. október 1988. Líkur standa til þess að bjórinn hafí meira fylgi á þingi en áður. Og skoð- anakannanir, sem ganga til einnar áttar, kunna að hafa áhrif á afstöðu þingmanna. Verði niðurstaðan hinsvegar sú, sem áður, að bjórbannið haldi velli, er við hæfl að Alþingi afnemi sérréttindi ákveð- inna starfsstétta og ferðamanna til bjórkaupa. Meginreglan er sú að þegnam- ir eigi að vera jafnir fyrir landslögum. Um það ættu menn að geta orðið sam- mála, bæði innan þings og utan; jafnvel þeir, sem standa á öndinni ár síð í stanz- lausu sjálfboðaliðastarfi við „að hafa vit fyrir náunganum". V Rétt þykir að enda þennan pistil á loka- orðum í greinargerð hins nýja bjórfrum- varps: „Frá árinu 1951 til ársins 1981 jókst heildameyzla áfengis á íslandi úr 1,4 lítrum af hreinu áfengi á íbúa í 3,2 lítra. Þrátt fyrir þessa aukningu neyta íslend- ingar minnst áfengis allra Evrópuþjóða. Neyzla á áfengistegundum hefur einnig breytzt á undanfömum árum. Þannig hef- ur sala á sterku áfengi hlutfallslega minnkað frá 1974. Þrátt fyrir mjög litla heildameyzlu áfengis miðað við aðrar þjóðir hefur kom- ið í ljós að misnotkun áfengis og drykkju- sýki er hér með því hæsta sem þekkist í veröldinni. Ástæðumar fyrir þessu eru margvíslegar, en vafalaust eiga slæmar diykkjuvenjur okkar, mikil neyzla sterks áfengis, skortur á samræmdri áfengis- stefnu og skortur á fræðslu, sérstaklega ungs fólks, um áfengi og skaðsemi þess, mikinn þátt í því slæma ástandi sem hér ríkir í þessum efnum. Það er því full ástæða til að freista þess að bæta ástand- ið í þessum málum með aukinni fræðslu, samræmdri stefnu í áfengismálum. sem m.a þyrfti að fela það í sér að sveigja drykkjuvenjumar frá sterku drykkjunum að neyzlu léttra vína og áfengs öls. Það er hlutverk Alþingis að móta slíka stefnu og þingmenn geta ekki skotið sér undan ábyrgð í þeim efnum." Mæðrabúðin Matrósafötin komin. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Mæðrabúðin, Bankastræti 4, sfmi 1 2505.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.