Morgunblaðið - 25.10.1987, Side 41

Morgunblaðið - 25.10.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 41 Bretland: Hart deilt um Suður-Afríku London, frá Valdimai Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. RÍKISSTJÓRN Margrétar Thatcher hefur sætt mikilli gagnrýni stjórnarandstöðuflokkanna fyrir andstöðu sina við efnahagslegar refsiaðgerðir gagnvart Suður-Afríku. Á nýafstöðnum fundi samveld- isríkjanna í Vancouver í kanada, var breska ríkisstjómin ein á báti er ræddar vom efnahagslegar refs- iaðgerðir gagnvart Suður-Afríku. Vill stjóm Margrétar Thatcher eng- an þátt taka í slíkum aðgerðum þar sem hún telur þær síður en svo til þess fallnar að koma svörtum íbú- um Suður-Afríku að gagni í barát- tunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefn- unnar. Á fundi samveldisríkjanna sætti breska ríkisstjómin mikilli gagnrýni vegna þessarar afstöðu sinnar og undir þá gagniýni hafa nú stjómarandstæðingar í Bretlandi tekið. Mál þetta kom til umræðu í neðri málstofu breska þingsins á fimmtudaginn, og hitnaði þar held- ur betur í kolunum. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, fordæmdi afstöðu ríkisstjómarinnar og sagði hana jafngilda óbeinum stuðningi við aðskilnaðarstefnuna í Suður- Afríku. Kinnock beindi orðum sínum til Margrétar Thatcher er hann sagði: „Hvítir stjómmálamenn í Suður-Afríku og blöðin þar líta á þig sem bandamann aðskilnaðar- stefnunnar og því miður hafa þeir algerlega á réttu að standa. Héðan í frá verður illkleift að taka alvar- lega yfirlýsingar þínar um andstöðu við aðskilnaðarstefnuna þegar þú leynt og ljóst beitir pólitísku valdi þínu til að veija þessa stefnu. Mönn- um hlýtur að vera spum: er þér og ríkisstjóm þinni ekki kunnugt um það sem er að gerast í Suður- Afríku, um fangelsanir og pynting- ar á blökkumönnum, um bama- drápin? Hefurðu ekki heyrt raddir Ieiðtoga blökkumanna, sem leitað hafa á náðir umheimsins, beðið hann um að beita Suður-Afríku efnahagslegum refsiaðgerðum til að bijóta aðskilnaðarstefnuna á bak aftur? Er að undra þótt menn efíst um heilindi þín þegar þú lýsir yfir andstöðu við aðskilnaðarstefnuna en neitar svo að taka þátt í aðgerð- um, sem miða að því að frelsa blökkumenn í Suður-Afríku undan oki þessarar stefnu?" Margrét Thatcher svaraði leið- toga Verkamannaflokksins fullum hálsi er hún sagði að efnahagslegar refisaðgerðir mundu í raun ekki gera annað en að lengja lífdaga aðskilnaðarstefnunnar: „Slíkar að- gerðir mundu mjög skerpa and- stæðumar í Suður-Afríku, fylkja fleiri hvítum íbúum landsins undir merki þeirra sem eindregnastir eru stuðningsmenn aðskilnaðarstefn- unnar. Við fengum forsmekkinn að slíku í nýafstöðnum kosningum þar syðra." Thatcher sakaði Neil Kinnock og flokk hans um ábyrgð- arleysi í þessu máli, mönnum yrðu að vera ljósar afleiðingar þess sem þeir beittu sér fyrir. „Það getur vart borið vitni um umhyggju fyrir svörtum íbúum Suður-Afríku að krefjast refsiaðgerða, sem augljós- lega hefðu í för með sér marg- háttaðar þrengingar fyrir þetta sama fólk. Efnahagslegar refsiað- gerðir gagnvart Suður-Afríku mundu harðast bitna á blökku- mönnum, sem missa mundu atvinnu sína í stórum stfl. Ríkisstjóm mín mun ekki taka þátt í slíku. Okkar stefiia er að reyna að leita já- kvæðra leiða til að leiða stjóm- völdum í Suður-Afríku fyrir sjónir að aðskilnaðarstefnan er í eðli sínu röng og geti engan veginn staðist til frambúðar. Efnahagslegar refs- iaðgerðir em ekki leið að þessu marki.“ Það var oft hávaðasamt í neðri málstofu breska þingsins þegar umræðan um Suður-Afríku fór fram á fimmtudaginn var, frammí- köll tíð og stór orð látin falla. Var ljóst að stjómarandstæðingum þótti sem þeim hefði tekist að finna veik- an blett á ríkisstjóminni í þessu máli, andstaða hennar við efna- hagslegar refsiaðgerðir gagnvart Suður-Afríku hefði ekki mælst vel fyrir meðal bresks almennings. Þykja hinar harðvítugu umræður á fímmtudaginn gefa forsmekkinn að því sem koma skal á þingi því sem nú hefur setið í rúma viku. Enda þótt íhaldsflokkurinn hafi þar traustan meirihluta og eigi 5 ára stjómartímabil í vændum, ætla stjómarandstæðingar sér ekki að láta deigan síga, heldur beijast með oddi og egg gegn stjómarstefnu, sem þeir telja ekki aðeins skaðlega breskum almenningi heldur einnig til óþurftar á alþjóðavettvangi. TÖlvuteiknun með AutoCAD AutoCAD er án efa útbreiddasta og öflug- asta teiknikerfið fyrir PC tölvur. Tölvu- fræðslan býður nú uppá vandað og ítarlegt námskeið í tölvuteiknun með AutoCAD. T-eiðbeinandi: Efni námskeiðsins: ★ Kynning á teiknikerfum fyrir tölvur ★ Uppbygging AutoCAD ★ Valmyndir i AutoCAD ★ Helstu skipanir ★ Máisetningar teikninga ★ Verklegar æfingar Höskuldur Sveinsson, arkitekt Tími: 2.-6. nóvember kl. 8-12 Innritun í símum 687590 og 686790 VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku í námskeiðinu. Tölvufræðslan Borgartúni 28 TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA RAFHA ELDAVÉLAR Fáanlegar í 5 litum. Fjórar hellur. Hitahólf undir ofni. Einnig fáanlegar með innbyggðum - grillmótor og klukkubaki. Barnalæsing í ofnhurð. Mál (HxBxD) 85x60x60 cm. R40HH Kr.«8§t®§&- Nú þegar 20% útboraun líða tekur að jólum bjóðum við upp á og eftirstöðvar á 6 til 15 mánuðum allt eftir umfangi viðskipta. Við bjóðum einnig 2ja ára ábyrgð (á eigin framleiðslu), mXmmæSmmmmMmmmmmimm \ sama verð um allt land og rómaða varahluta-og viðgerðaþjónustan Z —918/8 KÆLIR/FRYSTIR mmmmmmmmmmamœ okkar er KUPPERSBUSCH EEH 601 SWN Bakaraofn til innbyggingar. Rofaborð fyrir hellur. Innbyggingarmál (HxBxD) 59,5x56x55 cm. Kr.20i83Oi- Z-821X ÞVOTTAVÉL Pvottamagn: 4,5 kg. Mál (HxBxD) 85x60x55 cm. 16 þvottakerli. 800 snún. vinduhraði. Kr. 37.286,- RAFHA GUFUGLEYPAR Fáanlegir í 5 litum. Blástur bæði beint út eða í gegnum kolasíu. Mál (HxBxD) 8x60x45 cm. Kr. 40 104» Z-9140 KÆLISKÁPUR Kælir 134 Ltr. Með frystihólfi 6 Ltr. Mál (HxBxD) 85x49,5x59,5 cm. Má snúa hurð. Kr. Í8.4Í6. Kælir 180 Ltr. Frystir 80 Ltr. Mál (HxBxD) 140x54,5x59,5 cm. Sjálfvirk afhríming. Má snúa hurðum. Kr. 98i666>- Miðað við staðgreiðslu. mJL C-23/2H KÆLIR/FRYSTIR Kælir 190 Ltr. Frystir 40 Ltr. Mál (HxBxD) 141,5x52,5x55 cm. Sjálfvirk afhríming á kæli. Má snúa hurðum. Kr. 29.8 i 6- TILBOÐ 25.335." LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.