Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 Framtíðarskípan náttúru- og umliverfismála á íslandi eftirElínu Pálmadóttur í stjómarsáttmála núverandi ríkisstjómar segin „Ríkisstjómin mun samræma aðgerðir stjómvalda að umhverfísvemd og mengunar- vömum." Síðan er sagt með hvaða hætti það skuli gert og byijað á. „Sett verði almenn lög um um- hverfísmál og samræming þeirra falin einu ráðuneyti" o.s.frv. Þetta er í rauninni í samræmi við það sem Náttúruvemdarþing hefur ályktað (á öllum sínum þingum), allt frá 1975. Og það er I samræmi við skoðun Náttúruvemdarráðs, sem af reynslu sinni telur að núverandi fyrirkomulag sé gengið sér til húðar þótt dygði bærilega fyrir 16 ámm þegar núverandi náttúruvemdarlög gengu í gildi. En þau eru raunar að stofni til allt frá 1956. Margt hefur breyst á skemmri tíma en það. Við fögnum því þessvegna, ef vilji er fyrir uppskurði og endur- skoðun á stjómsýsluþætti umhverf- ismála í heild. Ég segi ef... en ekki að það sé ástæða til að halda annað en að pólitiskur vilji sé fyrir hendi, enda hafa allir flokkar, bæði í stjóm og utan hennar, lýst vilja sínum í þessa átt. Og nú í upphafí starfsferils stjómarinnar hefur forsætisráð- herra, Þorsteinn Pálsson, þegar skipað þriggja manna nefnd, sem falið er að gera drög að frumvarpi til laga um samræmda yfírstjóm umhverfísmála, í samræmi við 12. kafla í stefnuyfírlýsingu og starfs- áætlun ríkisstjómarinnar og er nefndinni ætlað að ljúka störfum það fljótt, að hægt verði að leggja fram frumvarp til laga fyrir nk. áramót. í henni eiga sæti Sigurður Magnússon formaður, Hermann Sveinbjömsson og Alda Möller og hafa þau þegar tekið til starfa. Náttúruvemdarráð telur því að nú sé lag, sem umhverfísmálafólk eigi að nýta og ýta á eftir því að málaflokknum verði komið í nýtt og viðunandi horf, og miðað við þróun mála inn í eitt ráðuneyti. í Náttúruvemdarráði hefur síðustu árin setið fólk með langa hagnýta reynslu af ýmsum þeirra mörgu málaflokka sem sífellt er verið að bæta á. Og á Náttúru- vemdarþingi eru fulltrúar sem hafa lengi fengist við umhverfísmál og fundið hvar á brennur. Ráðið vill miðla stjómvöldum af reynslu sinni og aðstoða við að móta vinnubrögð og stefnu. Því var m.a. sett á dag- skrá náttúruvemdarþings sem aðalmál: Framtíðarskipan náttúru- og umhverfísmála á íslandi. Raunar af nauðsyn, áður en vilji stjómvalda lá fyrir. Við höfum langt töluverða vinnu í að móta æskilega stefnu og breytingu, og tekið mið af því sem sýnist mögulegt að fá fram. Fjórir vom lq'ömir í nefnd til að vinna að þessari mótun. Auk mín þau Einar E. Sæmundsen, Friðjón Guðröðarson og Lára G. Oddsdótt- ir. Niðurstöður okkar vom kynntar (Náttúruvemdarráði, þar sem alger samstaða náðist um tillögumar. Á þessari vinnu byggist það sem ég segi hér og nú, þótt ræðumaður hafí að sjálfsögðu mótað sitt mál og beri sjálfur á því ábyrgð. Náttúruvemdarráð vill semsagt nota reynslu sína til þess að hjálpa stjómvöldum við að móta nýskipan vinnubragða og leggur til að alger uppskurður verði gerður á löggjöf og skipan mála. Frá upphafí hefur legið í loftinu og komið fram ( óaf- greiddum frumvörpum að þessi mál hlytu að lenda inni I ráðuneyti. Óraunhæft virðist á þessu stigi að ætla að skrefíð verði stigið til fulls, þannig að stofnað verði sér- stakt ráðuneyti fyrir þennan málafíokk, úr því ekki var gengið frá því í stjómarsáttmála að stokka alveg upp stjómarráðið og skipa málum upp á nýtt í ráðuneyti. Við göngum út frá því sem að ofan segir, að umhverfísmál og samræm- ing þeirra verði falin einu ráðuneyti. Náttúmvemdarráð og fram- kvæmdastjóri Náttúruvemdarráðs em sammála um að núverandi fyrir- komulag sé gengið sér til húðar og breytingar óumflýjanlegar. Ifyrir- komulagið var ekki óeðlilegt í upphafí. Lögin frá 1971 vom bam síns tíma, eðlilegt að fá sem flest sjónarmið fram og sækja hugmynd- ir sem víðast á meðan verið var að móta náttúruvemdarstefnu í landinu. Þetta gafst þá vel enda fyrirfannst í ráðinu sjálfu fagfólk með mikla sérþekkingu í náttúm- fræðum og skipulagi og á Náttúm- vemdarþingum kemur auk fulltrúa náttúruvemdamefnda saman fólk úr margvíslegum félögum og frá ýmsum stofnunum. Á þessum 16 áram frá 1971 hafa orðið gífurlegar breytingar á atvinnulífí okkar og samfélaginu í heild. Bæst hefur dijúgum á verk- efnalistann, komið hafa upp stórir málaflokkar er varða umhverfíð og náttúrana sem þarf að afgreiða og framkvæma. Stór hluti af störfum Náttúmvemdarráðs er orðinn rekstrarlegs eðlis. Friðlýst svæði á íslandi em orðin 70 talsins, þar af 2 þjóðgarðar sem Náttúmvemdarráð rekur alveg. Er rekstur á þeim og þjálfun starfs- fólks mikið verk. Auk eftirlits með friðuðu svæðunum öllum. Komnir era inn alveg nýir stórir málaflokkar, svo sem yfír 100 físk- eldisstöðvar, sem krefjast rök- studdrar umsagnar, auk síflölgandi afgreiðslna og eftirlits með öllum meiri háttar framkvæmdum vegna útlits, jarðrasks og mengunar- hættu. Umsagnir um tilhögun sem afgreiða þarf frá náttúmvemdar- sjónarmiði, sem venjulega er beðið eftir, fara sívaxandi, um sumarhús, vega- og brúargerð, efnistöku o.s.frv. Þetta kallar á samvinnu við aðra aðila, rafmagnsveitur, vega- gerð, Landsvirkjun, rannsókna- stofnanir, sveitarstjómir með fjölda samráðsnefnda og undimefnda. En með reynslu hefur þetta smám sam- an fengið á sig fast form. Allur lagabálkurinn í náttúravemdarlög- unum frá grein 11 og til 22 sýnist vera mál af þessu tagi og getur staðið áfram hvar sem náttúm- vemdarmál em vistuð. Elín Pálmadóttir „Náttúruverndarráð telur þvi að nú sé lag, sem umhverfismálafólk eigi að nýta og ýta á eftir þvi að málaflokkn- um verði komið í nýtt og viðunandi horf, og miðað við þróun mála inn í eitt ráðuneyti.“ Skrifstofan, sem hefur 2 fasta starfsmenn auk þriggja náttúm- fræðinga og skrifstofumanns í lausu starfí, hefur unnið þrekvirki. Og hefði raunar ekki gengið nema af því að ráðsmenn hafa lagt fram mikla vinnu og sérfræðiþekkingu í undimefndum. En slíkt gengur ekki miklu lengur. Allir em nú á dögum yfírhlaðnir störfum, þrátt fyrir áhuga á þessum málum og takmörk fyrir því hve mikla afgreiðsluvinnu er hægt að ætlast til að lögð sé fram af kjörinni nefnd. Má kannski marka það af því hve margir nátt- úravemdarráðsmenn og varamenn hafa talað um að gefa ekki kost á sér til framhaldsstarfa. Á undanfömu kjörtímabili hefur ráðið og starfsfólk þess lagt mikla vinnu í að reyna að bæta starfs- hætti og gera starfið skilvirkara. M.a. með sérstakri starfsháttanefnd í upphafi starfstimans. En þrátt fyrir góðan vilja teljum við þetta varla framkvæmanlegt svo viðun- andi sé með sama fyrirkomulagi. M.a. hefur verið gert átak til að fá náttúruvemdamefndum meira frumkvæði, en staða þeirra er líka of veik í lögum. Aðstaða þeirra gagnvart viðkomandi sveitarstjóm- um og sýslum er of veik til að hægt sé að beina til þeirra meiri beinni afgreiðsluvinnu og fram- kvæmdaverkefnum. Úr því átti að bæta í náttúravemdarfrumvarpinu, sem aldrei var lagt fram á hinu háa Alþingi. Miðað við þau verkefni, sem Náttúmvemdarráð hefur lögum samkvæmt, sýnist tilurð þess orðin óeðlileg, þ.e. þetta blandaða lq'ör þar sem ráðherra skipar formann og varaformann og fijáls félög sitt úr hverri áttinni, auk náttúmvemd- amefndanna, kjósa sex fulltrúa sína. Þegar til daglegra vinnu- bragða kemur er ráðinu svo ætlað að starfa á ábyrgð ráðherra. Það hefur vissa ábyrgð gagnvart stefnu ríkisstjómarinnar og framkvæmd hennar, eins og hún er hjá ríkis- stjóm hveiju sinni. Náttúmvemdar- ráð er rekið í umboði ráðherra og fyrir fé úr ríkissjóði. Getur ekki eðli sínu samkvæmt starfað sem frjálst félag þótt meirihluti ráðs- manna taki umboð sitt úr þeirri átt og við höfum stundum orðið vör við þennan tvískinnung, t.d. f hvala- málinu. Stjómskipulega er Náttúm- vemdarráði því hálfgerður bastarður. Raunar vom strax skipt- ar skoðanir um þetta fyrirkomuiag 1971, enda hvergi verið tekið upp síðan. Við teljum farsælla að greina þama á milli. Rekstur verður skil- virkari með því að stofna ráðuneyt- isdeild, er veiti um leið meira svigrúm fyrir frjálsu félögin, sem eðlilega hafa tilhneigingu til að telja málin alfarið í verkahring Náttúra- vemdarráðs, en það hefur dregið kraftinn úr þeim. Auk þess sem sífellt er verið að mgla þessum aðilum og störfum þeirra saman. Uppstokkun á verktilhögun og vinnubrögðum er því að okkar dómi löngu tímabær. Við breyttar að- stæður sé kominn t(mi til gmndvall- arbreytinga og nýrrar löggjafar, eins og segir í stjómarsáttmálanum. Allt frá 1975 hafa verið lögð fram 3 umhverfísmálaframvörp og samið nýtt náttúmvemdarfmmvarp, en allt dagað uppi. Og ( millitíðinni hafa komið önnur lög sem skarast við þessi. Hingað til hefur vantað pólitískan vilja til að taka á málinu. Einstakir ráðherrar hafa verið ófús- ir að sleppa nokkmm málaflokki úr sínu ráðuneyti og skilgreiningu skort á hvað tilheyri umhverfísmál- um. Okkur sýnist einsýnt að ekki dugi annað en alger uppskurður á kerfinu. Og breytingar þarf allar að hugsa ( þá vem að gera vinnu- brögð og markmið skilvirkari. Hér er ekki hugmyndin að hlaða utan á það sem er, heldur þjappa verk- efnunum saman á einum stað til að afgreiðsla verði skilvirkari og praktískari. Við göngum semsagt út frá því að í þessum áfanga a.m.k. verði um að ræða ráðuneytis- deild, sem falin verði samræmd umhverfismál. Við höfum skoðað löggjöf ( þremur Norðurlanda og sýnist að nýta megi í stómm drátt- um sama fyrirkomulag — með aðlögun að okkar aðstæðum. Það skal tekið skýrt fram, enda þróunin nokkuð á annan veg hér. Augljóst er að það verður engin umhverfísmáladeild í ráðuneyti að flytja bara Náttúmvemdarráð, sem er líklega sú stofnananna sem ólm vill breytingar, inn í eitthvert ráðu- neyti. Fleiri þættir umhverfísmála þurfa að koma þar samhliða. Varla geta t.d. stærstu umhverfísmálin okkar hér á íslandi í framtíðinni, landgræðsla, skipulag og mengun, orðið utan við umhverfisráðuneyti. Og að sjálfsögðu ættu þama heima ýmis sérmál, sem em í menntamála- ráðuneytinu frá gamalli tíð, svo sem eftirlit með villtum dýram (fuglar, hreindýr, refír o.fl.) og Geysir, enda Gullfoss í umsjá Náttúmvemdar- ráðs. En ekki er þörf á að setja neinn þessara þátta eða aðila undir ann- an. Það þarf enginn að óttast. Málaflokkamir geta orðið deilda- skiptir og hliðstæðir, eins og á Norðurlöndum. Hver málaflokkur í sínu hólfi með beinum tengslum til ráðuneytisstjóra og ráðherra. Ekki mikil breyting frá því sem nú er. Við nefnum hér málaflokkana, sem t.d. gætu orðið þama hlið við hlið f ráðuneytisdeild umhverfísmála: náttúmvemdarmál, skipulagsmál, mengunarmál (a.m.k. þau er lúta að iðnaðarmengun, skolp- og sorp- mengun og fjöramengun), land- græðslumál og skógræktarmal. Ég vík nú að þeim málaflokknum, sem næst stendur þessu þingi. Hreinu náttúmvemdarmálin verður að skilgreina í sérdeild, setja þau í sitt náttúmvemdarhólf. í Náttúra- vemdarráði hefur safnast mikil þekking, þjálfun og reynsla í þess- um málum, sem mundi flytjast með því. Ég nefni friðunarmál, lífríkis- mál, sem oft em jaðarsvæði yfír í hollustuvemd, mannvirkjamál, sem tengjast skipulagi, útivistarmál og umgengnismál með tengslum í ferðamál og vegagerð, og fræðslu- Tillaga að samræmingu umhverf ismála, miðað við að einstakir málaflokkar verði færðir lítt breyttir undir eitt ráðuneyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.