Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 43 mál, sem mundu tengjast þverfag- lega öllum hinum þáttunum í ráðuneytinu um umhverfísmál, svo og erlend samskiptamál, þar sem við erum aðilar að ýmsum sam- þykktum og alþjóðastofnunum. Ég nefni þessi dæmi, en ekki er ætlun- in að fara að skipuleggja þetta hér í smáatriðum eða yfírleitt á þessu þingi. Gn benda má á að f öllum þessum málaflokkum eru ein eða fleiri samráðsnefndir við aðra aðila, sem mundu flestar hverfa ef allt væri vistað í sama ráðuneyti. Og eflaust færi að einhveiju leyti eftir því hvar umhverfismálin yrðu vistuð hvaða mál yrðu dregin þar saman. Ef við hugsum okkur þannig að umhverfísdeildinni í einu ráðuneyti sé skipt í hólf og lítum betur á náttúruvemdarhólfíð. Þar kæmu sem fyrr er sagt hreinu náttúru- vemdarmálin: menningarleg nátt- úmvemd (þ.e. friðun í þágu vísinda og menningar, friðun óspilltra svæða) og félagsleg náttúmvemd (þ.e. aðgangur almennings að nátt- úm landsins). Þar sem þetta svið krefst oft sérfræðiþekkingar, yrði þar þörf fyrir Náttúmvemdarráð í breyttri mynd. Þ.e. fámennara ráð fólks með sérþekkingu, t.d. 5 aðila. Mætti hugsa sér að það skipaði dýrafræðingur, jarðfræðingur, grasafræðingur, fulltrúi Sambands ísl. sveitarfélaga og einn frá ráðu- neytinm Þetta ráð yrði skipað með tilnefningum, eins og tilsvarandi ráð sums staðar annars staðar_ á Norðurlöndum, t.d. frá Háskóla ís- lands, Náttúmfræðistofnun o.s.frv. Stjómvöld mundu vísa til þessa ráðs fagmálum, það mundi skoða með vísindalegum rökum það sem óskir em um að friðlýsa. Og það yrði ábyrgt beint gagnvart ráðu- neytinu. Þama væri verðugt verkefni fyrir Náttúmvemdarráð. Aliur lagabálkurinn í núverandi náttúmvemdarlögum frá grein 22—33 og raunar til enda gæti fall- ið undir þetta. Ekki lægi því á að breyta náttúmvemdarlögunum þótt þessi tilhögun yrði upp tekin, utan fyrsta kaflanum að grein 11. Náttúmvemdamefndimar þyrfti að styrkja og e.t.v. samræma öðrum nefndum, sem vinna að skyldum málum, svo sem gróðurvemdar- nefndum og heilbrigðisnefndum. Þær þurfa að fá einhvem status, bæði gagnvart ráðuneytinu og gagnvart sveitarfélögum og sýslum. Þyrfti að setja þeim verkefni og starfsramma og fínna þeim stað í stjómkerfínu. Hugsanlega mætti sameina nefndir þegar málaflokk- amir' væru komnir í eitt ráðuneyti til að veita þeim vægi og styrk á heimavelli. Náttúruvemdarþing gæti orðið að umhverfismálaþingi, sem eftir sem áður yrði efnt til þriðja hvert ár. Svipað og t.d. ferðamálaráð- stefnumar. Mætti jafnvel hugsa sér að fleiri aðilar úr umhverfísmála- ráðuneyti og víðar slægju sér þar saman, svo sem Náttúruvemdarráð, hollustuvemd og skipulagsstjóm. Það yrði hugmyndabanki, þar sem raddir almennings heyrðust og til- lögur frá þinginu færu í ýmsar deildir umhverfismála, samkvæmt eðli þeirra. Slfkt þing mjmdi hafa ákveðið aðhalds- og upplýsinga- gildi. En það myndi ekki kjósa hið faglega Náttúruvemdarráð. Auðvitað veltum við fyrir okkur hvar svona umhverfísapparat ætti heima og fómm yfír ráðuneytin með alla þá þætti umhverfismála í huga sem þar þyrftu að koma sam- an. Kannski verður það þyngsti vandinn samkvæmt mannlegri íhaldssemi að flytja málaflokka á milli ráðuneyta. Fýrsta viðbragð var að vænlegast til árangurs yrði að forsætisráðuneytið, samnefnari allra hinna og það ráðuneyti sem hafíð er yfír alla togstreitu, samein- aði umhverfísmáladeild innan sinna vébanda, a.m.k. i upphafí. En for- sætisráðuneytið er tiltölulega lítið umfangs og óvíst hvort slíkum rekstri yrði þar tekið fagnandi. En hvort sem litið var til heilbrigðis- ráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis 1 eða iðnaðarráðuneytis sýndist þessi málaflokkur allur ýmist geta valdið árekstrum eða drukknað í öðrum umfangsmiklum málum. Og erfítt jrrði að draga sumt, svo sem meng- unarmálin, inn í menntamálaráðu- nejrtið. Niðurstaðan varð semsagt sú, að úr því að stjómsýslan var ekki stokkuð upp og stofnað inn- anríkisráðunejdi, sem hefði orðið ákjósanlegast, þá eigi þessi flokkur helst heima í félagsmálráðunejrtinu. Það er nokkurs konar safnþró, þar sem umhverfísmálin mundu í sam- býli tengjast skipulagsmálunum, enda allt landið skipulagsskylt og sveitarstjómarmálunum, sem mörg skyld mál brenna á. Félagsmálaráðunejrtið yrði þann- ig félagsmála- og umhverfísráðu- nejrti. Varla er við því að búast að hægt verði að koma umhverfismál- um saman í ráðunejdi eins og hendi sé veifað. En við teljum bráðnauð- sjmlegt að skrefíð verði stigið nú og að náttúruvemdarfólk eigi að ýta fast á eftir. Með því fyrirkomulagi, sem ég var að lýsa, mætti byija smátt, ef stefnan er tekin og séð fyrir endann á málinu. Náttúmvemdarráð gæti byijað að færast jrfír í ráðuneytis- deild umhverfísmála ásamt þeim málum sem em í menntamálaráðu- nejrtinu, svo sem Geysismálum, fuglafriðun, hreindýrafriðun o.fl., nú og Landgræðslan og Skógrækt- in, enda segir í stjómarsáttmála að ríkisjarðir verði nýttar til útivistar, skógræktar og orlofsdvalar fyrir almenning, þar sem því verður við komið. Og að skógrækt, land- græðsla og gróðurvemd verði aukin í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og fijálsra samtaka. Benda má á að slík samvinna er þegar í sumum málaflokkum þegar upp tekin af hagkvæmnisástæðum, svo sem með sameiginlegum girðingum, um frið- un og útivistarsvæði, bæði í Jökuls- árgljúfrum og í Húsafelli. Samstarfið er víða fyrir hendi og enn viljum við leggja áherslu á að enginn þessara aðila þarf að óttast það að að annar muni jrfír honum ráða. Hver er í sínu sjálfstæða hólfí með þessu fyrirkomulagi. Skipu- lagsmálin hafa sína skipulagsstjóm lögum samkvæmt eftir sem áður, náttúruvemdarmálin sitt fagráð o.s.frv. En sameiginlegt hólf getur svo tekið yfír fræðsluþáttinn og ýmislegt annað sem hagkvæmt er að reka sameiginlega. Og við leggjum líka áherslu á að allir þessir þættir, nefndir og framkvæmdaaðilar em fyrir í kerf- inu og í gangi. Ekki er á nokkum hátt verið að auka við heldur hag- ræða. Sameiginleg verkefni er hægt að vinna saman. Sá sem þarf að byggja sumarbústað á viðkvæmum stað ætti ekki að þurfa að sælcja til skipulagsnefndar, hollustuvemd- ar og náttúruvemdarráðs sitt í hvom lagi eftir að hafa fengið leyfi byggingamefndar heima- og sveit- arstjómar sinnar og byggingarfull- trúi búinn að koma á staðinn. Slíkt fyrirkomulag ætti að vera hagræð- ing fyrir stofnanimar og þegnana. Iðulega yrði búið að vinna að sam- ræmingu áður en afgreiðslur færa út og þær ættu að ganga hraðar fyrir sig. Umfjöllun út á við ætti að vera heilstejiptari. Það er að lokum von mín að til- lögum okkar náttúmvemdarráðs- manna verði vel tekið. Við höfum reynt að draga lærdóm af reynslu okkar við að vinna að þessum mál- um, skoðað fyrirkomulag annars staðar og lagt í það töluverða vinnu að fínna hagkvæma lausn. Það er sannfæring okkar að ekki megi lengur dragast að koma náttúm- og umhverfismálum í landinu á nýjan starfsgmndyöll og í umhverf- ismálaráðuneyti. Úrelt fyrirkomu- lag er fyrir löngu farið að koma niður á náttúravemdarmálum í landinu. Höfundur er varaformaður Nátt- úruvemdarráða. — Greinin er byggðá erindi, sem böfundur flutti á Ná ttúru vemdarþingi 1987. Noregur: Sonja krón- prinsessa í pólitískum ólgusjó Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. PÓLITÍSKT stórviðri geisar nú um Sonju, krónprinsessu í Nor- egi, og er ástæðan sú, að fjmir hálfum mánuði féilst hún að ger- ast varaformaður Rauða kross- ins hér i landi. Hafa stjórnmála- foringjar ruðst fram á völlinn hver um annan þveran til að krefjast þess, að hún segi af sér þvi embætti. Tildrög málsins em þau, að Rauði krossinn er ekki sáttur við sumt í stefnu stjómvalda í málum flótta- manna og þeirra, sem sækja um landvist í Noregi. Samtökin em því orðin aðili að pólitísku deilumáli og finnst mörgum, að það sé ekki sæmandi fyrir fólk úr konungsfjöl- skyldunni. Hefur Hanna Kwanmo, þingmaður Sósíalíska vinstriflokks- ins, gagniýnt krónprinsessuna hvað harðast. „Sonju ber að segja af sér og hún mátti auðvitað vita, að svo gæti farið. Rauði krossinn er ekki ópólitísk stofnun," sagði Kwanmo og Einar Förde, talsmaður Verka- mannaflokksins á þingi, er henni sammála að öðm lejrti en því, að hann vill ekki segja bemm orðum, að Sonja eigi að segja af sér, held- ur, að hún hafi ekki átt að taka við starfínu. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja, að nú sé ekki lengur nein ástæða til að veita tamflum frá Sri Lanka pólitískt hæli í Noregi en talsmenn Rauða krossins halda því fram, að ástandið á eyjunni sé svo óvíst, að ekki sé rétt að senda þá aftur. Sonja krónprinsessa er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Japan ásamt Haraldi, manni sínum, og hefur ekkert um deilumar sagt. Snyrtistofa til sölu Af sérstökum ástæðum ertil sölu mjög falleg snyrtistofa í fullum rekstri á einum besta stað í miðbænum. Stofan hefur haft upp á að bjóða alla almenna snyrtingu ásamt Cathiodermie með- ferðum. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast leggið inn tilboðá auglýsingadeild Mbl., merkt: „Snyrtistofa -2529“ fyrir 30/10. Finnskirjerseykjóiar v/Laugalæk sími 33755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.