Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.10.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1987 TELECOM 87 900 aðilar keppa um athygli 300 þúsund gesta Morgnnverður og Eldur og ís í boði Pósts og síma ^ X Genf, frá önnu Bjarnadóttur, fréttarítara Morgunblaðsins PÓST- og símamálastjómir Norðurlanda kynntu samstarf sitt og stöðu fjarskipta á Norðurlöndum á sameiginlegum blaðamanna- fundi á TELECOM ’87, sýningu Alþjóða fjarskiptasambandsins, ITU, í Genf á fimmtudag. Ólafur Tómasson, Póst- og simamála- stjóri íslands, fjallaði um samstarf landanna á sviði gervihnatta og jarðstöðva. „Samstarfið hefur leitt til vinnuhagræðingar og samrænnar hönn- unar,“ sagði hann. „Sameiginleg notkun á jarðstöðvum hefur til dæmis sparað símastjóraum landanna mikið fé. Samstarfið mun vafalaust hafa síaukna kosti í för með sér eftir þvi sem gervihnatt- afjarskipti þróast frekar.“ Símamálastjórar hinna Norður- landanna flölluðu um þróun einka- væðingar á sviði flarskipta í löndunum, Norræna farsímakerfíð — * (NMT), gagnaflutningakerfi land- anna, stafrænt fjölþjónustu-fjar- skiptakerfí framtíðarinnar (Integrated Digital Data Network, ISDN) og ScanTel-fyrirtækið, sem er í undirbúningi. ísland mun eiga 4% í ScanTel, en Svíþjóð, stofnandi þess, 48& og Danmörk, Finnland og Noregur 16%. Takmark þess er að keppa á fijálsum markaði um að tengja einkafjarskiptakerfí milli heimsálfa. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- t . land tekur þátt í TELECOM. Póstur og sími kynnir landið og fjarskipti þess inni í áberandi hnetti, sem Norðurlöndin reistu á góðum stað á sýningunni. Blaðamenn hafa að- stöðu uppi á lofti í þessum hnetti. Hin Norðurlöndin fjögur hafa sýn- ingaraðstöðu í kringum hann. Alls 56 aðilar frá löndunum kjmna starfsemi sína á svæðinu. Um 900 aðilar taka þátt í TELECOM ’87 og búist er við 300.000 gestum. Samkeppni um athygli gestanna er hörð. Noregur vakti sérstaka athygli með því að afhjúpa færanlega jarðstöð á sýn- ingarsvæði sínu í gær og færa Rauða kross-félögunum hana að - > gjöf. Ólafur Tómasson og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra íslands í Genf, buðu til morgun- verðar í sendiráðsbústaðnum í bítið í gærmorgun. Yfír sjötíu manns þáðu boðið, þar á meðal H. T. Clau- sen, símamálaráðherra Dana, símamálastjórar Norðurlandanna, sendiherra og fulltrúar fjarskipta- fyrirtælq'a sem Póstur og sími á viðskipti við. Hreinn Loftsson, að- stoðarmaður Matthíasar Mathies- en, samgöngumálaráðherra, sótti einnig morgunverðarboðið. Póstur og sími veittu síðan Eld og ís-vodka á sýningarsvæði sínu síðdegis í gær og sérstimpluð póstkort lágu frammi. Starfsmenn Pósts og síma, sem eru hér staddir, láta vel af þátttöku landsins í sýningunni. Mikill fjöldi gesta hefur haft samband við þá, bæði til að reyna að selja eigin framleiðslu og til að kynna sér landið. Aðferð íslendinga við að leggja ljósleiðara á söndum eða í grýttum jarðvegi hefur vakið veru- lega athygli. Norska fyrirtækið sem Póstur og sími kaupir leiðara af bendir gestum frá löndum með svipaðan jarðveg, til dæmis frá Mið-austurlöndum og frá Tyrkl- andi, að kynna sér íslensku að- ferðina og þeim gefst kostur til þess á TELECOM. Félagar i Tintron fyrir framan nýjustu tækin bátinn Tinna II og bílinn Tinna I. Ný stjórnstöð hjá hjálpar- sveitinni Tintron í Grímsnesi Selfossi HJÁLPARSVEITIN Tintron í Grimsnesi, Grafningi og Þing- vallasveit tók á laugardag i notkun sijórastöð á efri hæð verslunarhússins á Borg i Grímsnesi. Sveitin, sem var stofnuð 8. apríl, hefur byggt sig upp á skömmum tima, er nú þokkalega búin tækjum og útkallsfær. Hjálparsveitin Tintron ber nafn sitt af 11 metra djúpum gíg við Dímón á Hrafnabjargahálsi. Fé- lagar sveitarinnar hafa unnið ötult starf við að koma sveitinni á fót og eiga nú jeppabifreið búna Qar- skiptatækjum, gúmmíbát og smærri búnað. Þá á sveitin von á tveimur vélsleðum í nóvember. í sveitinni eru 27 félagar, karlar og konur. Það var Böðvar Pálsson oddviti Grímsneshrepps sem opnaði ) stjómstöðina formlega og sagði við það tækifæri að það væri mik- ill styrkur að því fyrir hreppana þijá að vita af tilvist sveitarinnar. Hún veitti mikið öryggi. Á svæði sveitarinnar er mikill fjöldi sumar- bústaða, vötn og vinsæl útivistar- og skotveiðisvæði. Við opnun sijómstöðvarinnar afhenti Guðjón Sigmundson form- aður sveitarinnar nokkrum aðilum þakkarskjöl en sveitin hefur notið mikils velvilja sveitarfélaganna, íbúa og ýmissa fyrirtækja. Frá Landssambandi hjálparsveita skáta barst að gjöf stór taska með búnaði til fyrstu hjálpar og kvenfélagið í Grímsneshreppi af- henti sveitinni tvö ullarteppi að gjöf. Sig. Jóns. Þau fengu sérstakt þakkarskjal fyrir veittan stuðning við Tintron. Frá vinstri Karen Jónsdóttir Ormsstöðum, Áslaug Haraldsdóttir í Haga, Baldur Þorgeirsson frá prentsmiðj- Morgunbiaðíð/Sigurður Jðnsson. unni Odda, Sigurdis Edda Jóhannesdóttir ungmennafélag- Böðvar Pálsson oddviti Grimsnes- inu Hvöt, Jón Haukur Björasson verslunarmaður á Borg hrepps opnar nýju stjómstöðina. og Böðvar Pálsson oddviti Grimsneshrepps. Bréf yfirdýralæknis til þingmanna: Harður dómur dýralæknis frá EB um bestu sláturhúsin okkar SIGURÐUR Sigurðarson, settur yfirdýralæknir, dreifði yfirlýs- ingu um ástand sláturhússins á Bíldudal og fleiru til þingmanna á miðvikudaginn, þegar málefni hússins voru þar til umræðu. Þau mistök urðu við birtingu yfirlýs- ingarinnar í Morgunblaðinu á fimmtudag að niður féll síðari hluti hennar og er hún þvi birt hér og nú. Húsið er gamalt og lélegt. Það batnar ekki að ráði þótt klætt sé yfír veikleika og óhreinindi. Slíkt getur jafnvel gert illt verra. Þetta hús er alls ekki byggt sem slátur- hús eftir teikningum svo sem skylt er um þá staði. Reynt var fyrir fáum árum að loka þessu húsi vegna vanbúnaðar og óvissu með vatn. Fyrirgreiðsluöfl fóru af stað og spilltu þeirri hagræðingu. Þá var því lýst jrfír að frekari undanþága yrði ekki gefín. Það var tekið fram í sláturleyfí. Sláturleyfí síðan hafa verið nokkurs konar neyðarlejrfí með undanþágu vegna þess að ekk- ert skárra var að hafa. í viðráðan- legri fjarlægð, þ.e. 30 km, er hús, sem byggt er sérstaklega sem slát- urhús, að vísu ekki fullkomið, en aðstaða þar viðunandi og unnt að koma við fullkominni heilbrigðis- skoðun. Vatnið er gott og búnaður þokkalegur. Aðgerðir nú koma því engan veginn á óvart. Þær eru held- ur ekki byggðar á persónulegri óvild eins eða neins heldur því grundvall- aratriði að neytendur eigi aðeins skilið það besta sem völ er á og þeirri lagaskyldu sem lögð er á dýralækna að tryggja það að vinnslustaðir fyrir matvæli séu vel búnir og þannig að verki staðið að almenningi stafí engin hætta af því sem þaðan kemur. Húsið er óafgirt og ekki aðstaða til að fylgjast með umferð að og frá. Frágangur úti ófullkominn. Kalt vatn hefur dæmst óhæft vegna saurgerlamengunar. Klór- blöndun á vatni er ótrygg og neyðarráðstöfun, sem ekki er gripið til að þarflausu. Klórblöndun á vinnsluvatni bætir ekki kjötið. Menn ættu líka að hugleiða hvað gerist með afurðimar ef klórtækið bilar! Heitt vatn hefur verið af skomum skammti að sögn dýralækna, sem starfað hafa í þessu húsi. Ekki er vitað til að breyting hafí orðið á þessu. Skolplögn nær ekki út fyrir stór- straumsfjöru ogþar sem ekki liggur fyrir að rottum hafí verið útrýmt af Bfldudal eða girt fyrir að þær slæðist þangað er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir því að niðurföll eru ekki rottuheld. Frárennsli hafa raunar verið ótrygg og hafa stíflast stundum í sláturtíð. Slátursalur, líffærasalur og klefí til aðskilnaðar meltingarfæra er engan veginn í samræmi við lög og reglur. Allt er illa aðskilið og ófullkomið. Innréttingar eru að hluta til úr efnum, sem ekki er unnt að þrífa svo vel sé, hvað þá að sótthreinsa, þegar ekki er einu sinni nóg heitt vatn. Aðstaða til handþvotta er léleg að dómi héraðsdýralækna. Aðstaða til heilbrigðisskoðunar er ekki fyrir hendi svo nothæf sé. Enginn kostur er að rekja saman líffæri og skrokka svo öruggt sé, ef sýking kemur fram í öðru hvom. Engin geymsla fyrir sjúkt. Kjötsalur við hliðina á fjárrétt og ef þéttingar eru nógu góðar með veggjum getur seytlað saurmengað gums inn í kjötsal. Loftræsting er ekki í rétt en viftur í kjötsal geta dregið óloft þangað frá griparétt- inni vegna nálægðarinnar. Fleira mætti telja en verður þó ekki gert að sinni en sjá má af fram- anrituðu að það er ekki að ástæðu- lausu að héraðsdýralæknar sem skoðað hafa þetta hús hafa verið samdóma í áliti sínu og leggjast gegn því allir sem einn að þessi vandræðaaðstaða verði notuð leng- ur til matvælaframleiðslu. Nýlega kom hingað mjög fær maður frá Efnahagsbandalagi Evr- ópu. Hann heimsótti ásamt yfir- dýralækni þijú bestu húsin okkar. Það var sérmenntaður dýralæknir, sem hefur meira en áratugs rejmslu í því að meta sláturhús, lqotvinnslu- stöðvar og frystihús. Hans dómur var harður. Bestu húsin okkar eru ekki lengur nógu góð að viðhaldi, aðstöðu og búnaði. Við höfum dreg- ist aftur úr. Við eigum ekki lengur sláturhús sem standa jafnfætis því sem best er. Við höfum orðið fyrir álitshnekki. Vopn hafa verið tekin úr höndum okkar. Við getum ekki lengur haldið fram með neinum þunga, gagnvart íslenskum og er- lendum nejrtendum, að lambakjötið okkar, einhver besta og ómengað- asta afurð landsins, sé framleidd við bestu skiljrrði sem þekkjast. Aðstandendur þessara húsa hafa brugðist rétt við. Þeir ætla sér að taka saman höndum um að vinna upp það sem glatast hefur og koma húsunum aftur í fremstu röð. Það eru drengileg og rétt viðbrögð. Á sama tíma kemur fram á Al- þingi frumvarp að lögum þar sem lagt er til að heilbrigðiseftirlit dýra- lækna verði brotið á bak aftur og yfírdýralæknisembættið vanvirt. ís- lenskir bændur eiga ekki skilið slíka útreið, íslenska lambakjötið er dreg- ið niður í skítinn og íslenskir neytendur eru óvirtir, ef Alþingi samþykkir flaustursverk það, sem sett hefur verið í lagafrumvarpi 20. okt. 1987. Sigurður Sigurðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.