Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBBR 1987 Morgunblaðið/Bjami Fyrstu jólasveinarnir ENN eru tæpir tveir mánuðir til jóla, en fyrstu jólasveinarnir birtust þó f búðarg'luggum í Reykjavík fyrir nokkrum dögum. Þessi mynd var tekin í glugga verzlunarinnar Blóm og kerti í Austurstræti í gær. Ljósmyndir Ragnars lof- aðar í erlend- um blöðum LJÓSMYNDIR sem Ragnar Axels- son ljósmyndari við Morgunblaðið tók fyrir Frímerkjadeild Færeyja vöktu athygli á alþjóðlegri frímerkjasýningu, sem haldin var í Kaupmannahöfn, og lauk f síðustu viku. Ljósmyndir Ragnars voru hluti af sýningu Færeyinga, sem tók alls yfir 170 fermetra í aðalsal sýningarhall- arinnar. Talið er að um 80.000 manns hafi komið á sýninguna, þar á meðal Margrét Danadrottning, sem skoðaði sérstaklega færeysku, dönsku, oggrænlensku sýningamar. Um 200 blaðamenn frá ýmsum þjóðum sáu sýninguna og hafa lof- samleg ummæli um ljósmyndir Ragnars þegar birst í nokkrum dönskum og vestur-þýskum frí- merkjablöðum. í einu þýzku blað- anna sagði blaðamaður m.a. að færeyska sýningin hafi í senn verið sú þjóðlegasta og sú alþjóðlegasta, sem hann hafí séð, og sé það ekki síst að þakka fágætlega vönduðum vinnubrögðum fslenska ljósmyndar- ans, Ragnars Axelssonar. Stafar tannleysi af magasjúkdóm- um og reykingnm? Aukin kvótaskerðing vegna útflutnings á ferskum fiski GERT er ráð fyrir því að kvóti vegna útflutnings á ferskum fiski skerðist um 20% af útflutt- um afla í drögum að frumvarpi til laga um stjómun fiskveiða. í drögunum er ennfremur gert ráð fyrir kvóta á smábáta, hömlum gegn fjölgun þeirra, minni mögu- leikum en áður til aflaaukningar í sóknarmarki og kvóta á úthafs- rækjuveiðar. Ráð er gert fyrir gildistima til fjögurra ára og að aflakvótum verði áfram úthlutað til einstakra fiskiskipa, ekki fisk- vinnslu eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Samkvæmt drögunum að frum- varpinu verður áfram heimilt að velja á milli aflamarks og sóknar- marks. Kvóti aflamarksskipa verður miðaður við afla þeirra á árinu 1987 í samræmi við þær breytingar, sem kunna að verða á heildaraflamarki milli ára. Sóknar- afíahámark skal ákveðið þannig að það sé hvort sem hærra reynist, meðalaflamark báta í hveijum fíokki eða reiknað afíamark við- komandi skips með 10% álagi. Heimilt er að færa allt að 5% afla milli tegunda, en var áður 10%. Ávinningur í afla sóknarmarksskipa verður 5% af veiddum afla í stað 10% og ávinningur af afla þessa árs verður enginn. Þá verða sóknar- marksskip í sérflokki, sem þýðir að ávinningur þeirra skerðir ekki hlut aflamarksskipa. Við sölu á ferskum físki skerðist kvóti um 20% af út- fluttu magni í stað 10% áður. Við sölu fískiskipa fylgir botnfískleyfi þeirra, nema um annað sé samið Þó fylgir skipi aldrei við sölu hærra aflamark, en nemur meðalafla- marki báta í sama flokki. Þá er ráðherra heimilt að setja á með ein- hverjum hætti kvóta á úthafsrækju- veiðar. Þær breytingar verða á veiðileyf- um báta undir 10 tonnum, að þeim er skipt í tvo flokka. Bátum, 6 tonn- um og stærri, skal úthlutað veiði- leyfí með aflahámarki miðað við meðalafla báta í sama stærðar- flokki, en jafnframt skuli heimilt að taka tillit til þeirra, sem fískað hafa meira en meðaltalið. Bátum undir 6 tonnum verður óheimilt að veiða meira en sem svarar til 40 tonnum af þorski árlega, nema þeir hafí aflað meira en 60 tonna að meðaltali þrjú síðustu ár. Þá gilda um þá sömu reglur og stærri bát- ana. Óheimilt verður að framselja aflahámark. Nýjum bátum verður ekki úthlutað veiðileyfi, nema aðrir hverfi úr rekstri á móti, eða þeir hafi verið seldir eða smíði á þeim hafí verið hafin fyrir 1. nóvember í ár. Skoðanakönnun Hagvangs: Kvennalisti fær 17,1% fylgis síns frá Alþýðubandalagi í niðurstöðum úr skoðana- könnun Hagvangs á fylgi stjóm- málaflokkana kemur fram að Samtök um kvennalista auka fylgi sitt úr 10,1% við síðustu aíþingiskosningar í 14,5%, sé Jafnt hjá Jóhanni og Korchnoi ÞEIR Jóhann Hjartarson og Viktor Korh^j slíðruðu sverðin og sömdu um jafntefli eftir iv leiki á skákmótinu í Júgóslavíu í gær. Ólíklegt er að þeir verði svo friðsamir er þeir mætast í einvígi í Kanada í byijun næsta árs. Sjá nánar skákþátt á blaðsíðu 39. miðað við svör þeirra sem tóku afstöðu. Könnunin leiðir enn- fremur í ljós að 17,1% þeirra, sem nú styðja samtökin, kusu áður Alþýðubandalagið. Samkvæmt könnuninni styðja 24% Framsóknarflokkinn, en flokk- urinn hlaut 18,9% atkvæða við síðustu alþingiskosningar. Sjálf- stæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkurinn með 28,7% fylgi, hafði 27,2%. Þá virðist gæta sveiflu niður á við á fylgi Alþýðuflokks, sem fær 13,2% fylgi, hafði 15,2%, Alþýðubandalags, sem fær 8,9%, hafði 13,3% og Borgaraflokks með 7,9% hafði 10,9%. Gunnar Maack, framkvæmda- stjóri Hagvangs, sagði fylgi Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönnun- um hingað til hafa verið ofmetið, en með tilkomu Borgaraflokksins mætti ganga út frá að svo væri ekki lengur. „í þessari könnun virð- ist það vera Framsóknarflokkurinn sem er ofmetinn," sagði Gunnar. í könnuninni var einnig spurt um stuðning við núverandi ríkisstjóm og viðhorf til hvalveiða íslendinga í vísindaskyni. Af þeim sem taka afstöðu segjast 46,8% styðja ríkis- stjómina en 31,7% era á móti. Fylgjandi hvalveiðum era 81,2% en 18,8% era á móti. Sjá uánar á blaðsiðu 68. FYRSTU niðurstöður rann- sókna þriggja íslenskra tann- lækna benda til, að samband sé á milli tannleysis hjá körlum, 62 ára og eldri, og magaað- gerða. Þá eru einnig líkur á að samband sé á milli tannleysis og reykinga. Einar Ragnarsson, lektor, Sig- uijón Ólafsson, lektor og Sigfús Þór Erlingsson, prófessor, hafa unnið að rannsóknum þessum í samvinnu við Hjartavemd í tæp tvö ár. Þegar karlar, 62 ára og eldri, hafa verið kallaðir í rann- sóknir hjá Hjartavemd, hafa þeir verið látnir svara ýmsum spum- ingum um tannhirðu og ástand tanna. Þá era tennur þeirra taldar og úr þessum upplýsingum hafa þremenningamir unnið. Þeir hafa borið niðurstöðumar saman við aðra sjúkdóma, sem hijá karlana, og kanna nú hvort samhengi er þar á milli. „Það hefur komið fram að tann- leysi er mikið hjá þessum hópi. Þó hefur ástandið skánað síðustu eða öfugt. Þessar niðurstöður eru þó ekki endanlegar, en sá hópur sem rannsakaður var er mjög marktækur. Nú era hafnar rann- sóknir á konum á þessum aldri og síðar munum við rannsaka yngri aldurshópa." Sigfús Þór sagði, að rannsókn þéssi væri framkvæmanleg vegna allra þeirra upplýsinga sem hægt væri að ganga að hjá Hjartavemd. „Það er einstætt í heiminum að stofnanir eins og Hjartavemd hafí jafn nákvæmar upplýsingar um heilsufar almennings. Hið sama má segja um Krabbameinsfélagið, enda er kerfí þessara stofnana þekkt meðal heilbrigðisstétta um allan heim. Ég vii taka sérstaklega fram, að dr. Nikulás Sigfússon, yfírlæknir hjá Hjartavemd, hefur verið okkur mjög hjálplegur við þessar rannsóknir," sagði Sigfús Þór Erlingsson, prófessor. Drög að frumvarpi um stjórnun fiskveiða: 20 árin, því nú missa menn tennur síðar en áður var,“ sagði Sigfús Þór Eríingsson. „Af fyrstu niður- stöðum virðist vera samhengi á milli tannleysis og magaaðgerða, en við vitum ekki enn hvort tann- leysið stafar af magasjúkdómum 150 fulltrú- ar frá 54 félögum á þingiVMSÍ ÞING Verkamannasambands íslands, það 13. í röðinni, hefst í dag, fimmtudag, i Al- þýðuhúsinu á Akureyri og stendur til laugardags. Rétt til þingsetu eiga 150 fulltrúar 54 aðildarfélaga sambands- ins. Verkamannasamband íslands er stærst landssambanda Al- þýðusambands íslands með 26-27 þúsund félaga innan sinna vébanda, eða um 40% félagatölu ASÍ. Aðalmál þingsins verða kjaramál, skipulagsmál sam- bandsins og kosning fram- kvæmdastjómar, sem stýrir sambandinu á milli sambands- stjómarfiinda og þinga sam- bandsins. í dag fer fram fyrri umræða um kjaramál og skipu- lagsmál. í dag JUvrjjsnblabib VæSHPnMVWNUUF JMBSBM 11 1 "— Hilda med eigin j vemlimarkeQjú í Hnndaríkjunum I L»»i XAvpár ; Uíilat-hiiit W HacrdumrnSttnupsÞrt kta BLAÐ B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.