Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Morgunblaðifl/Ámi Sœberg Á myndinni eru talið frá vinstri: Einar Signrðsson, útvarpsstjóri Ljósvakans og Bylgjunnar, Jónas R. Jónsson, dagskrárstjóri Ljósvak- ans og Hjálmar H. Ragnarsson, umsjónarmaður sígildrar tónlistar á Ljósvakanum. Ljósvakinn verður fyrst og fremst tónlistarstöð Bjarni Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofimnar: Bj örgunarbúningar voru fengnir að láni RANNSÓKNARSKIPIN Bjarni Sæmundsson, Árni Friðriksson og Dröfn eru ekki búin björgunarbúningum þrátt fyrir að reglugerð, sem mælir fyrir um að slíkir búningar skuli vera í skipum stærri en 250 brúttórúmlestir, hafi tekið gildi 1. september siðastliðinn. Er Bjarni Sæmundsson var skoðaður nýlega voru um borð S skipinu búningar úr togaranum Sléttbak sem þá var í slipp. Búningamir voru um borð S Bjarna i sérstöku Grænlandsverkefni en var að þvi loknu skilað um borð S Sléttbak. LJÓSVAKINN, ný útvarpsstöð ís- lenska útvarpsfélagsins hf. byrjar útsendingar 6. nóvember. Dag- skrá stöðvarinnar hefst klukkan 6 að morgni dag hvem og stendur óslitið fram að miðnætti. Nætur- dagskrá Ljósvakans verður sú sama og Bylgjunnar. Ljósvakinn verður fyrst og fremst tónlistarstöð en af allt annarri tegund en Bylgjan, að sögn Einars Sigurðs- sonar útvarpsstjóra Ljósvakans og Bylgjunnar. Eftir klukkan 7 á kvöld- in verður leikin sígild tónlist og meira talað mál en á daginn. Auk tónlistar VEÐUR flytur Ljósvakinn fréttir og annað dagskrárefni. „Fyrst um sinn“, sagði Einar, „ætti Ljósvakinn að ná til um 70% þjóðarinnar en Bylgjan nær nú til um 80% þjóðarinnar." TJagskrárstjóri Ljósvakans verður Jónas R. Jónasson. Hann hóf störf hjá íslenska útvarpsfélaginu ( haust og hefur sfðan unnið að undirbúningi dagskrár Ljósvakans. Með Jónasi starfa nokkrir dagskrárgerðarmenn sem stjóma daglegum rekstri stöðv- arinnar. Hins vegar verða yfirstjóm Ljósvakans og Bylgjunnar sameigin- leg, svo og auglýsingastofa, frétta- stofa og tæknideild. Magnús Jóhannsson siglinga- málastjóri sagðist ekki hafa heyrt af þessu máli er Morgunblaðið hafði samband við hann vegna þess. Hann sagði að ef satt væri þá væru það vítaverð vinnubrögð hjá skipstjóra Bjama Sæmundssonar að blekkja skoðunarmenn með þessum hætti. Hann kvaðst mundu kynna sér mál- ið og taldi hugsanlegt að Bjami Sæmundsson yrði' tekinn til auka- skoðunar ef í ljós kæmi að fréttin ætti við rök að styðjast. Magnús sagði að enda þótt reglugerðin hefði tekið gildi 1. september virtist svo V / DAG kl. 12.00: Heimild: Veóurstofa islands (Byggt a veðurspá kl. 16.15 i geer) VEÐURHORFUR Í DAG, 29.10.87 YFIRLIT á hádegl f g»r: Yfir Grænlandi er 1022 millibara hæð, en 988 millibara lægð um 500 km austnorðaustur af Langanesi, þokast norðnorðaustur. Um 1500 km suðsuðvestur I hafi er 980 millibara lægö, aem þokast austur. SPÁ: í dag verður hægviðri um mestallt landiö og víða bjart veð- ur. Skúrir eða slydduól verða þó við suðausturströndina og líkiega él á annesjum vestanlands síðdegis. Hiti nálægt frostmarki um hédegi, en víða næturfrost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FÖSTUDAGUR OG LAUGARDAGUR: Breytlleg átt og heldur hlýn- andi. Smá skúrir eða slydduól vestanlands og á annesjum fyrir norðan, en skúrir við austur- og suöausturströndina. Heiðskírt TÁKN: O LéttskýjaA ■Qk Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * • * * * * Snjókoma * * * •j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld oo Mistur —Skafrenningur Þrumuveður sem ákveðinn aðlögunartíma þyrfti til að skipaflotinn gæti komið sér upp þessum búnaði. Siglingamla- stofnun væri þetta ljóst enda væri vitað að stærstur hluti flotans væri aðili að útboði LÍÚ sem gert hefði samning við danskt fyrirtæki um kaup á búningum. Vignir Thoroddsen hjá Hafrann- sóknarstofnun staðfesti að búningar hefðu verið fengnir að láni hjá Slétt- bak. Ástæðan væri sú að í fyrr- greindum Grænlandsleiðangri hafi búningamir þótt bráðnauðsynlegir vegna þess hve norðarlega var farið. Ekki hafí verið ætlunin að blekkja skoðunarmenn þótt svo hefði hist á að skipið hefði verið skoðað um svip- að leyti. Stofnunin eigi aðild að útboði sem Landsamband íslenskra útvegsmanna gekkst fyrir til að kaupa búninga fyrir skip félags- manna sinna en þeir hafi ekki verið tilbúnir til afgreiðslu. Því hafí verið brugðið á það ráð að fá lánaða bún- inga úr Sléttbak sem þá var í slipp á Akureyri. Vignir kvaðst vænta þess að skip Hafrannsóknarstofnun- ar fái búninga fyrir áhafnir skipa sinna fyrir árslok. Gylfi Guðmundsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ sagði í samtali við Morgunblaðið að jafnskjótt og reglugerð um notkun björgunarbún- inga í skipum tók gildi, hafí LÍÚ hafist handa við að undirbúa þessi kaup fyrir félagsmenn sína. „Hér er um mikla fjárfestingu að ræða, viðskipti upp á 60 milljónir. 203 út- gerðarfélög með 336 skip eru aðilar að samningi sem gerður hefur verið við danskt fyrirtæki, Viking a/s, um kaup á 3400-5000 búningum. Að meðaltali þarf 12 búninga í hvert skip.“ Gylfi sagði einnig að gengið hefði verið til samninga við Viking a/s að afstöðnu útboði og að feng- inni niðurstöðu nefndar fulltrúa sjómanna, yfírmanna, Slysavamar- félagsins og útgerðarmanna sem hefði einróma mælt með því að keyptir yrðu þessir dönsku búning- ar. Samkvæmt samningi ætlar danska fyrirtækið að afhenda 3400 búninga í áföngum fram til janúar- loka og gengur sú vinna eftir áætlun, að sögn Gylfa Guðmundssonar. Ekki náðist samband við forráða- menn Útgerðarfélags Akureyringa, sem gerir út Sléttbak, til að spyrja þá um málið. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 (gœr að ísl. tfma hltl vaAur Akurayrí +2 Mttskýjað Reykjivfk >1 léttekýjeð Bergen B rlgnlng Heltlnk! 4 akýjað Jan Mayen 0 slydda Kaupmannah. e akýjað Narsaaraauaq +3 alskýjað Nuuk 0 snjókoma Oaló i' alskýjað Stokkhólmur 9 skýjað Þórahöfn 7 skúrás. klst. Algarve 18 léttskýjað Amaterdam 13 alskýjað Aþena 16 skýjað Barcelona 22 mlstur Beriín 10 léttskýjað Chicago 0 helðsklrt Feneyjar 12 alskýjað Frankfurt 12 skýjað Qla&gow 9 léttskýjað Hamborg 10 mlstur Laa Palmaa 23 léttskýjað London 12 léttskýjað Los Angelea 18 skýjað Lúxemborg 13 rign. é a. klst. Madríd 13 skýjað Malaga 20 léttskýjað Mallorca 23 akýjað Montraal 8 rignlng NewYoríc 11 alskýjað Paria 11 suldés.klst. Róm 23 þokumóða Vln 7 skýjað Waahlngton 9 léttskýjað Winnlpeg 0 alskýjsð Valencla 22 skýjað Fyrsta loðnan til Siglufjarðar 2200 krónur greiddar fyrir tonnið — nýtt bónuskerf i kynnt FYRSTA loðnan á þessari vertfð barst til Siglufjarðar á þriðjudag, er Súlan EA kom þangað :neð um 580 tonn. Þetta var jafnframt fyrsti farmur Súlunnar á bessari vertíð. Verksmiðjur SR hafa nú boðið ioðnukaup samkvæmt uýju bónuskerfi, 3em fer stighækkandi eftir hlutfalli landaðs afla af kvóta viðkomandi 3kipa og getur mest orðið 250 krónur á hvert tonn. Fyrir afla Súlunnar r.iú voru greiddar 2.200 krónur á tonnið, þar sem það var fyrsti farmurinn, sem SR kaupir. Verðið samkvæmt oónuskerfinu er óháð ínnihaldi fitu og þurrefnis. SR greiðir verðuppbót til skipa, sem landa meira en tíunda hluta af loðnukvóta sínum hjá SR á vertí- ðinni. Löndunarhlutfall reiknast fyrir hvem þann farm, sem landað er þjá SR, eftir að umráeddum farmi hefur verið bætt við það, sem áður hefur verið landað af viðkomandi skipi hjá SR. Einstakir farmar verða gerðir upp með þeirri verðuppbót á hvert tonn farmsins, sem fæst með því að margfalda viðkomandi lönd- unarhlutfall með 250. Verðuppbót getur mest orðið 250 krónur á tonn og greiðist á farma með löndunar- hlutfalli einn eða meira. Miðað verður við byijunarkvóta hvers skips til áramóta, en möguleg viðbót við kvóta tekin með í útreikning eftir áramót. „Þetta er tilraun hjá SR til að fá hráefni í aukinni samkeppni. Lág- marksverðið var 1.600 krónur, en SR hafði síðan boðið 1.800 krónur, en flestir greiða nú 2.000 krónur fyrir tonnið. Ástæðan fyrir hækkun er ekki bara hve lágt lágmarksverð- ið var, heldur hefur markaðsverð aðeins lagazt," sagði Þórhallur Jón- asson, framkvæmdastjóri SR á Siglufírði, ( samtali við Morgun- blaðið. Forsætis- ráðherra fertugnr ÞORSTEINN Pálsson forsætís- ráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins á 40 ára afmæli í dag. I tilefni afmælisins tekur for- sætisráðherra á móti gestum ( Víkingasal Hótel Loftleiða milli kl. 16 og 19. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.