Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 A fjöru í gær kom í ljós að skelfiskbáturinn Glaður, sem stran- daði um 2 mílur frá Flatey í fyrrakvöld á leið til Brjánslækjar með 8 tonna skelfarm, hafði strandað á neð- ansjávarboða, sem var álíka breiður og báturinn sjálfur, og tvö björgunarskip, sem voru á strandstað í gær, lágu sitt hvor- um megin við Glað án þess að nokkur vandræði væru með dýp- ið. Þegar Morgunblaðsmenn komu um borð í bátana síðdegis í gær var dælt af fullum krafti úr lest Glaðs með tveimur dæl- um, sem dæla 30 tonnum á klukkustund, en þær höfðu ekki undan þótt heldur lækkaði í lest- inni. Ekki tókst að ná hörpuskelinni úr lestinni, nema um það bil einni körfu, en þegar búið var að koma slöngum ofan í lestina og þétta lest- aropið var hafíst handa við að dæla um leið og fjaraði. Eftir um það bil þriggja klukkustunda dælingu hættu björgunarmenn vegna myrk- urs og flóðs, en þeir undirbúa frekari dælingu í dag. Björgunin fer nú fram á vegum Samábyrgðar íslenskra fískiskipa, en áhafnir Glaðs og Halldórs Sigurðssonar vinna að björguninni ásamt björg- unarmönnum úr Björgunarsveitinni Lómfelli á Vestur-Barðaströnd og fleiri aðilum. Amar Kristjánsson, skipstjóri á Glað, og Konráð Eggertsson, skip- stjóri á Halldóri Sigurðssyni, sögðu í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu ekki getað gengið úr skugga um hve stórt gat væri á botni skips- ins, en líkur bentu til að afkasta- meiri dælur gætu ráðið úrslitum um björgun skipsins. í viðbót við 30 tonna dælumar tvær er gert ráð fyrir a.m.k. þremur 50 tonna dælum í dag á strandstað og hugsanlega haugsugu til þess að freista þess að ná upp hörpuskelinni, að sögn Ólafs Halldórssonar, útgerðar- Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Björgunarmenn óðu sjó í axlir um borð í Glað á fjörunni í gær þegar Morgunblaðsmenn komu á strandstað. Það var mikill hamagangur við tilraunir til þess að dæla sjó úr strandaða skipinu, en það liggur á neðansjávarboða með verulegu dýpi allt f kring. Sipstjórinn á Glað, Arnar Kristjánsson, stendur á lestarlúgu Glaðs og Konráð Eggertsson, skipstjóri á Halldóri Sigurðssyni, er Iengst til vinstri við borðstokkinn á Halldóri Sigurðssyni. Reynt að dæla sjo úr Glað á fjönumi Morgunblaðið/Ragnar Axelsaon Unnið að björgunartilraunum á Glað f gær. manns Glaðs, og Halldórs Sigurðs- sonar. Siglingaleiðir um Breiðaflörð eru mjög vandfamar, enda sagt að sker og eyjar séu eitt af því sem ótelj- andi er á Breiðafirði. Þó segja kunnugir að sker og eyjar séu um 6.600 talsins, en þá em ótaldir neð- ansjávarboðamir eins og sá sem Glaður rakst á. Síðdegis í dag á fjöru munu björgunarmenn reyna á ný að dæla úr Glað, en veðurútlit er allsæmi- legt fram eftir degi. Hins vegar þykir ljóst að ef eitthvað gerir að veðri, þar sem Glaður liggur á strandstað, muni skipið brotna á stuttum tfma. Glaður er mjög vel búið skip og var ekki að sjá að það væri mikið skemmt, en þar sem 5 metra munur er á flóði og fjöru á þessum slóðum er hætta á að skip- ið fari fram af skerinu ef sjó hreyfír að ráði. _ t. i Glaður hallast verulega f bak á skerinu, en vinstra megin liggur Morgunbiaðia/Kristján Jónaaon Halldór Sigurðsson. Um borð f litla bátnum hægra megin voru vatns- Glaður á strandstað skammt frá Flatey um miðjan dag f gær þegar rétt var byrjað að falla út. Flatey sést dælumar staðsettar f gœr. * fjarska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.