Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 41 Stuttar þingfréttir Rannsókn á áhrifum ráðhússbyggingar á lífríki Tjarnarinnar Tillaga sex þingmanna úr fjórum flokkum Engfir fundir vóru í efri deild Alþingis í gær, sem þó var hefð- bundinn starfsdagur deildarinn- ar. Ástæðan mun vera sú að deildin hafði engin mál til með- ferðar. Hins vegar vóru fleiri mál á dagskrá neðri deildar en starfstími entist til að sinna. * * * Guðrún Helgad. (Abl/Rvk), Albert Guðmundsson (B/Rvk), Guðmundur Ágústsson (B/Rvk), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk), Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk) og Svavar Gestsson (Abl/Rvk) hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að hefja nú þegar viðræður við borgaryfirvöld í Reykjavík um að ítarlegar rann- sóknir fari fram á áhrifum bygging- ar ráðhúss í Tjöminni á lífríki hennar áður en framkvæmdir hefj- ast, sbr. 29. grein laga um náttúm- vemd, nr. 47/1971.“ í greinargerð er vakin athygli á „iðandi fuglalífí" við Tjömina og á V atnsmýrarsvæðinu. * * * Jón Magnússon (S/Rvk) mælti fyrir fmmvarpi er hann flytur til breytinga á lögum um aðför. Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra, lýsti yfír stuðningi við frumvarpið, að því tilskyldu, að viðkomandi þingnefnd felli inn í það ábendingar frá réttarfarsnefnd. * * * Geir H. Haarde (S/Rvk) spyr menntamálaráðherra: „Hefur menntamálaráðherra uppi einhver áform um að beita sér fyrir því að námsfólk geti lokið stúdentsprófí á styttri tíma en nú er og geti þannig almennt hafíð háskólanám á sama aldri og gengur og gerist í nágrannalöndunum?" * * * Svavar Gestsson og Steingrím- ur J. Sigfússon, þingmenn Al- þýðubandalags, spyija heilbrigðis- ráðherra: „Hver er stefna heilbrigðisráð- herra varðandi framtíð Kópavogs- hælis?" Þingfréttamenn ræða málin við Svavar Gestsson, formann Alþýðubandalagsins: Helgi Helgason (RÚV/sjónvarp), Atli Rúnar Halldórsson (RÚV/hyóðvarp) og Ómar Valdimarsson (Stöð 2). Húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra: Stefnum að samkomulagi sagði Geir H. Haarde þingmaður Sjálfstæðisflokks Frá því að nýju húsnæðislögin tóku gildi 1. september í fyrra hafa borizt 10 þúsund lánsumsóknir og enn berast 400-500 á mán- uði. Gera má ráð fyrir allt að 20% afföllum af þessum umsóknum. 6.100 umsækjendur höfðu þegar fengið lánsloforð í hendur þegar afgreiðslu umsókna var hætt í marz sl. í þeim hópi vóru þó nokkrir sem ekki vóru tilbúnir til að taka við lánum sínum, þegar að þeim kom. Þetta sagði Geir H. Haarde (S/Rvk) í framhaldsumræðu um húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra í neðri deild Alþingis i gær. Geir H. Haarde sagði að af þess- um 6.100 lántakendum fengju 3.200 til 3.500 lán að hluta eða að fullu í hendur í ár, aðrir síðar. Helm- ingur þessara aðila er að eignast íbúð í fýrsta sinn. Þetta er nú öll hryllingsmyndin af húsnæðislána- kerfinu, sagði þingmaðurinn. Enginn ágreiningur er um það markmið félagsmálaráðherra, sagði Geir efnislega, að hamla gegn eftir- Mælt fyrir bjórfrumvarpi: 800.000 lítrar löglegs bjórs — auk líklegs bruggs, smygls og „leka“, sagði Jón Magnússon á þingi í gær Árið 1983 vóru fluttar löglega til landsins (undanþágur frá bjór- banni) 1.360 þúsund flöskur af bjór, eða 500 þúsund lítrar, sagði Jón Magnússon (S/Rvk), þegar hann mælti fyrir bjórfrumvarpi í neðri deild Alþingis í gær. Nú þegar undanþáguákvæði eru rýmri (bjór til flugfarþega) má ætla, sagði þingmaðurinn efnis- lega, að yfir tvær milljónir bjórflaskna komi löglega inn i landið, eða 800 þúsund bjórlitrar á ári, sem þýðir sex litra á hvert mannsbarn, væri jafn skipt. Við þetta bætist heimabrugg og smygl, sem orð fer af, og likleg- ur „leki“ frá sendiráðum og varnarliðssvæði. En ríkissjóður fer á mis við eðlilegar tekjur af bjórdrykkju landsmamia. Jón Magnússon sagði markmið flutningsmanna frumvarpsins að draga úr hinni miklu neyzlu sterkra drykkja, breyta drykkjusiðum til hins betra, afla ríkissjóði tekna, efla iðnað í landinu og samræma áfengislöggjöfína. Þingmaðurinn sagði óeðlilegt, ef leyfa eigi innflutning, bruggun og sölu áfengis á annað borð, að halda í bannlög gagnvart veikustu áfeng- istegundinni. Hyggilegra væri að beina neyzlunni að þeim tegundum, sem telja verði að valdi minnstum skaða, léttum vínum og bjór, en lítill munur væri á styrkleika bjórs og vína, sem leyfð væri sala á. Þingmaðurinn lagði áherzlu á að bjórinn ætti að lúta sams konar verðstýringu og sölumeðferð og annað áfengi. Frumvarpið gerir ráð fyrir gildis- töku laganna 1. október 1988 og væru þau tímamörk sett til að veita innlendum framleiðendum ákveðið svigrúm. Verði þetta frumvarp samþykkt, sagði þingmaðurinn, verða stjóm- völd snemma á aðlögunartímanum, að leita nauðsynlegra lagaheimilda er kveði á um tilhögun sölu og dreif- ingar, skatta- og verðstefnu. Þegar þingmaðurinn hafði lokið framsögu sinni vóru fimm á mæl- endaskrá en forseti frestaði umræðunni. spum eftir lánum með því að draga úr sjálfvirkni og tryggja betur að lánsfé renni sem mest þangað, sem þess er mest þörf. Ekki heldur um það að treysta fjárhagsstöðu bygg- ingarsjóðsins. En ég tel ekki aug- ljóst, sagði hann, að til þess að ná þessum markmiðum þurfi allar þær lagabreytingar, sem fmmvarp ráð- herra gerir ráð fyrir, heldur megi ná þessu markmiðum að hluta með því að breyta reglugerð um bygg- ingarsjóðinn sem og þeirri fram- kvæmd sem gilt hefur hjá Húsnæðisstjóm. Þingmaðurinn sagði að nýju hús- næðislögin, sem samþykkt vóm á Alþingi vorið 1986, hafí komið í kjölfar samkomulags, sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu sín á milli um þessi mál. Samkomulagið hafi gmndvallast á fijálsu samkomulagi þeirra um að ráðstafa ijármagni lífeyrissjóðanna í landinu, sem þess- ir aðilar eiga að miklu leyti, í vemlega auknum mæli til hús- næðismála. Hið nýja húsnæðiskerfí byggist að stærstum hluta á því að „félagar í lífeyrissjóðunum, en að þeim eiga allir launþegar lögum samkvæmt að eiga aðild, fái fram- vegis húsnæðislán gegn um hið opinbera húsnæðiskerfí í stað þess að fá það beint úr lífeyrissjóðunum, eins og áður var. Kerfíð byggist á þeirri forsendu, að með því að greiða í lífeyrissjóði, sem gert hafa samkomulag við Húsnæðisstofnum um að veija 55% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum stofn- unarinnar, séu menn sjálfkrafa að öðlast lánsrétt hjá Húsnæðisstofn- un og afsala sér þar með að mestu eða öllu leyti lánamöguleikum hjá sjóðunum sjálfum. Mér fínnst aug- ljóst mál að einhliða skerðing á rétti manna að þessu leyti geti ekki komi til álita af hálfu hins opinbera nema að baki liggi samkomulag við sjóðina og eigendur þeirra . . . Eða vilja menn taka áhættu af því að einstaka sjóðir, fleiri eða færri, dragi sig úr úr kerfínu og láni sínum félögum beint." Þingmaðurinn sagði og að sam- anburður ráðherra við láglaunafólk missi marks, þegar af þeirri ástæðu, að fólk neðan ákveðinna tekju- marka hefði aðgang að Byggingar- sjóði verkamanna. Geir H. Haarde sagði að lokum að þó félagsmálaráðherra hafí farið á svig við þingflokka Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks við samantekt frumvarpsins væri hann viss um það, að ná mætti viðunandi samkomulagi með góðum vilja allra aðila. „Eg mun beita mér fýrir þv{ í félagsmálanefnd," sagði hann, „að viðunandi samkomulag náist um þetta mál og að það þurfí ekki að verða tilefni frekari ýfínga.“ Meirihlutaeign útlendinga heimil í iðnfyrirtækjum — í samstarf sf élögnm um nýsköpun Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra hefur lagt fram stjómarfumvarp til breytinga á iðnaðarlögum, sem gerir ráð fyrir því að útlendingar geti í undantekningartilfellum átt meira en helming hlutafjár í iðnfyrirtækjum hér á landi „enda standi sérstaklega á“, eins og segir í frumvarpsgrein- inni. Greinargerð með frumvarpinu hljóðar svo: „Frumvarp þetta er flutt til að veita iðnaðarráðherra heimild til að veita undanþágu frá skilyrðum 4. greinar iðnaðarlaga um að meira en helmingur hlutafjár í iðnfyrirtækjum hér á landi skuli vera eign manna búsettra á ís- landi. Orðalagið, sem lagt er til í frumvarpi þessu, er samhljóða undanþáguákvæði því er var í iðn- aðarlögum allt frá árinu 1927 þar til ákvæðið féll úr iðnaðarlögum 1978. Með orðalaginu „enda standi sérstaklega á“ er fyrst og fremst átt við samstarfsféiög íslenzkra og erlendra aðila er vinna að ný- sköpun." Friðrik Sophusson: Borgaralega sinnaðir menn sameinist 1 einni fylkingu FRIÐRIK Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á þriðjudag, að þriggja flokka rikisstjórnir væru óneitanlega þyngri í vöfum en tveggja flokka sljórnir. Það hlyti því að vera keppikefli að borgaralega sinn- aðir menn sameinuðust í einni stjórnmálafylkingu. Iðnaðarráðherra ræddi gagnrýni stjómarandstöðunnar um óeiningu meðal stjómarflokkanna. Hún sam- anstæði að þremur flokkum sem hefðu kosið „að fírra sig ábyrgð“ á stjóm landsins eftir síðustu kosn- ingar. Þessir flokkar ættu ekkert annað sameiginlegt annað en að vera í stjómarandstöðu, heimta meiri útgjöld, minni skatta og ala á óánægju. „Hitt er svo annað mál,“ sagði Friðrik Sophusson, „og á það höfum við sjálfstæðismenn ítrekað bent, að þriggja flokka stjómie era þyngri í vöfum en tveggja flokka stjómir. Úrslit síðustu kosninga urðu á þann veg að ekki var unnt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að mynda ríkisstjóm með einum öðrum flokki. Það hlýtur þvl að vera keppikefli okkar að borg- aralega sinnaðir menn sameinist í einni stjómmálafylkingu. Viðsjár í alþjóðamálum og örlagaríkar ákvarðanir um hverskonar þjóð- félagi við viljum lifa f hér á landi krefjast sterks flokks sem byggir á sjálfstæðisstefnunni, stefnu ein- staklingsfrelsis og einkaframtaks."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.