Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987
Talsmenn stjórnarflokka:
Varðveitum þann kaup-
mátt sem náðst hefur
Stj órnarandstaða andmælir söluskatti á matvæli
FORSÆTISRÁÐHERRA flutti
stefnurœðu sína á Alþingi i fyrra-
kvöld. Var ræðunni og umræðum
um hana útvarpað og sjónvarpað.
Ræðan var birt f heild i Morgun-
blaðinu i gær. Hér á eftir verða
lauslega raktir nokkrir efnis-
punktar úr ræðum annarra
þingmanna.
Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) sagði
engan eldmóð hafa verið að finna í
ræðu forsætisráðherra. Helst hefði
hann hvesst sig þegar hann veittist
að utanríkisráðherra og kallaði
stefnu hans „þjóðhættulega sýndar-
mennsku". Þetta væri í samræmi við
það sem komið hefði frá stjóminni
undanfama daga. Efaði Svavar að
stjómin yrði langltf og sagði vinnu-
brögð innan hennar minna sig helst
á stjómina 78-79. Þetta ýtti undir
þá almennu skoðun að Alþýðuflokk-
urinn væri vart stjómhæfur.
Lítið hefði breyst frá síðustu ríkis-
stjóm með tilkomu Alþýðuflokksins.
Hann hefði yfirgefið jaftiaðarstefn-
una og kosningaloforðin. íhaldsstjóm
yrði mynduð aftur og aftur nema
Alþýðubandalagið styrktist. Reynsl-
an sýndi að þverpólitísk samtök og
miðjumoð dyggðu skammt.
Svavar Gestsson sagði að í stjóm-
artíð núverandi ríkisstjómar hefði
borið á nýjum leiðum í utanríkismál-
um og væri það fagnaðarefni. Um
þessa stefnu væri þó grundvallará-
greiningur í ríkisstjóminni. Taldi
Svavar að nú væri lag að fylkja þjóð-
inni um „nýja róttæka utanríkis-
stefnu".
Þjónustuþættir felldir
út
Margrét Frimannsdóttir (Abl.-
Sl.) sagði forsætisráðherra í öðru
orðinu hæla síðustu ríkisstjóm fyrir
árangur í efnahagsmálum en í hinu
orðinu að grípa þyrfti til róttækra
aðgerða vegna óstöðugleika í efna-
hagsmálum. Samtimis væm felldir
út stórir þættir þeirrar þjónustu sem
áður hafði verið veitt skattgreiðend-
um.
Sagði hún að sú áætlun ríkis-
stjómarinnar að færa verkefni frá
ríki yfir til sveitarfélagaværi af hinu
góða en það mætti ekki gera án
þess að bæta sveitarfélögum það upp
með auknum lekjustofnum. Taldi
hún þessar ■•áðstafanir eiga eftir að
bitna verst á minnstu sveitarfélögun-
um þar sem skertur jöfnunarsjóður
gæti ekki bætt upp öll verkefni sem
ríkið hætti að styrkja.
Varanlegar umbætur
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, sagði að með fjár-
lagafrumvarpinu væri gerður
grundvöllur að varanlegum umbótum
á íslensku stjómkerfí. Nefndi hann
sem dæmi endurskipulagningu skatt-
kerfisin8 og verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Vék hann að gagnrýni
stjómarandstöðu og spurði hvort hún
hefði gleymt niðurstöðum skatt-
svikaskýrslu þar sem kæmi fram að
núverandi skattakerfi væri ónýtt og
eina leiðin til þess að koma á réttl-
átu og skilvirku skattkerfí væri að
einfalda skattalög og fækka undan-
þágum. Þessar tillögur hefði ríkis-
stjómin gert að sínum. Spurði hann
hvort stjómarandstaðan ætlaði að
stilla sér til vamar úreltu og ónýtu
skattakerfi.
Innan örfárra daga kæmi I Ijós
hvort hluta áforma ríkisstjómarinnar
um afnám undanþága frá söluskatti
yrði flýtt. Rlkisstjómin hefði lýst þvi
yfir að hún væri reiðubúin að falla
frá þeim áformum næðist samkomu-
lag við aðila vinnumarkaðarins um
launastefnu. Væri hann hóflega
bjartsýnn á að það tækist.
Varðandi verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga sagði Qármálaráðherra
að það væri umbótamál landsbyggð-
arinnar. f fjárlagafrumvarpinu kæmi
fram að kostnaðarauki sveitarfélaga
yrði ekki bara bættur að fullu heldur
meira en það. Það væri því fráleitt
að tala um að þessar tillögur þýddu
að verkefni myndu leggjast niður á
landsbyggðinni. Sveitarfélögin
myndu ekki tapa á þessum breyting-
um.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra, sagði fjölskyldur
vera að brotna niður vegna ástands-
ins á húsnæðismarkaðinum. Upp-
lausn blasti við á heimilum. Fólk
sæji ekki fram úr þungri greiðslu-
byrði húsnæðislána. Húsnæðisfrum-
varp það sem nú lægi fyrir Alþingi
væri skref í þá átt að bæta úr þessu.
Sagðist hún vilja spyija þá hópa
er gagnrýnt hefðu frumvarpið
tveggja spuminga. Þeir 6 miiljarðar
sem væru nú í Byggingarsjóði ríkis-
ins dyggðu fyrir lánsloforðum til
þeirra sem væru að kaupa sína fyrstu
íbúð og til þeirra sem væru að stækka
við sig vegna fjölskyldustærðar.
Hvar ætti að taka þá 2-3 milljarða
sem vantaði til hinna umsækjend-
anna og kerfíð veitti fyrirheit um lán
til. Á að hækka skattana?, spurði
Jóhanna. Og ef Húsnæðisstofnun
gæti nú á eigin vegum hafnað !ág-
iaunahópunum af hveiju gæti hún
þá ekki iagt réttmætt mat á það
þegar hafna ætti þeim efnameirií
Þessi hópur tæki til sín um 700 miljj-
ónir sem væri sama upphæð og færi
í félagslega húsnæðiskerfið.
Félagsmálaráðherra sagði ákvæði
frumvarpsins ekki einungis eiga iið
takmarka aðgang efnafólks að niður-
greiddu ijármagni heldur einnig
koma í veg fyrjr óeðlilega þenslu og
verðhækkanir á fasteignamarkaðin-
um og að loka þyrfti kerfinu á ný.
Þau ættu líka ekki síst að veita svigr-
úm til þess að finna framtíðarlausn
að kerfinu.
Háskalegft ökulag
Guðmundur Ágústsson (B,-
Rvk.) lýkti ríkisstjóminni við notað-
an bil sem sölumaður hælti á tá og
fingri en þegar betur væri að gáð
reyndist ryðgaður. Útvegsbankamál-
ið hefði sýnt hve grunnt væri á því
góða hjá stjómarflokkunum.
Guðmundur sagði „ökulag forsæt-
isráðherra" vera háskalegt ef sú
„skattpíningarstefna" sem hann boð-
aði næði fram að ganga. Það eina
sem búið væri að tryggja væri að
hinn almenni borgari myndi borga
„þessa hættuför". Taldi hann ríkis-
stjómina hafa glatað því tækifæri
sem hún hafði að koma góðærinu inn
á heimilin. Nú blasti við stöðnun og
harðvitugar deilur á vinnumarkaði.
Aðalheiður Bjarfreðsdóttir (B,-
Rvk.) sagði það ljóst með hiiðsjón
af stefnuskrá Borgaraflokksins að
hann hlyti að vera andvigur þeirri
stefnu er rikisstjómin boðaði. Sem
dæmi nefndi Aðalheiður sérstakt
gjald á bifreiðar og söluskatt á mat-
væli. Þetta væm „harðneskjulegar
aðferðir". Af stefnuræðunni mætti
ráða að ríkisstjómin ætlaði ekki að
standa við þá samninga sem væru í
gildi. „Út í hött“ væri að véfengja
forsendur þeirra. Það sem skeð hefði
væri að sumir atvinnurekendur væru
með yfírborganir og fólk ynni mikla
yfirvinnu. Það væri kominn tími til
að stöðva „þann ljóta leik“ að fólk
sem ynni átta stunda vinnudag þyrfti
á félagslegri aðstoð að halda. Spáði
Aðalheiður því að sijómin yrði
skammlíf.
Stefnan vandfundin
Ingi Bjöm Albertsson (B.-Vl.)
sagði það vera erfitt að finna stefnu
stjómarinnar og nefndi í því sam-
bandi þann ágreining sem verið hefði
innan hennar um ij'árlög, húsnæðis-
frumvarpið og Útvegsbankamálið.
Það eina sem hefði náðst full sam-
staða um væri „skattpíningarstefn-
an“ sem birtist í fjárlagafrumvarp-
inu. Matarskatturinn væri sá
minnisvarði sem ríkisstjómin hefði
þegar reist 3ér. Samt iiefði fbrsætis-
ráðherra sagt í ræðu sinni að stjómin
myndi standa vörð um lifskjörin $
landinu.
„Árás“ ríkisstjómarinnar á
íþrótta- og æskulýðsmál lýsti Kka
miklu skilningsleysi á mikilvægi
þessa málafiokks í nútima samfé-
iagi. Gegn þessari aras þyrfti áð
'oregðast af fiillri hörku. Siðan kæmi
jármálaráðherra og talaði um auk-
'nn Qárstuðning við íþróttir, þegar
verið væri að skerða framlög úr 26
milljónum í 14. Hann bæri lottóið
fyrir sig en það væri ekki á vegum
ríkisins, það veitti þvi einungis lög-
vemd. Ljóst væri að efla þyrfti
jöfnunarsjóð vemlega ef sveitarfélög
ættu að taka við skuldbindingum
íþróttamála- og félagsmálasjóðs.
Hættumerkin augljós
Steingrimur Hermannsson, ut-
anrikisráðherra, sagði hættumerki
í efnahagslífinu vera augljós og að
ný verðbólguskriða vofði yfir. Orsak-
ir þess væm fiestar peningalegs
eðlis. Draga þyrfti úr halla 'ríkis-
sjóðs, minnka erlendar lántökur og
herða á stjóm almennra peninga-
mála.
Það eftirlit sem Seðlabanka hefði
verið falið með vaxtamálum hefði
bmgðist. Raunvextir og vaxtamunur
væm mun hærri hér á landi en ann-
arsstaðar. Hann efaði að ráðið yrði
við verðbólguna ef vextir lækkuðu
ekki.
Utanríkisráðherra sagði að ekki
yrði hjá þvi komist að hækka skatta
til að draga úr halla á ríkissjóði þó
að mikilvægast væri að auka tekjur
með aðgerðum gegn skattsvikum.
í síðustu kjarasamningum hefði
verið gert ráð fyrir 7% kaupmáttar-
aukninguen aukningin yrði líklega
um 16%. Þjóðarframleiðsla hefði þó
ekki vaxið jafn mikið, eða um 6,5%,
og væri því ljóst að kaupmátturinn
byggði að vemlegu leyti á erlendum
lántökum. Hann væri byggður á
sandi. Vonlaust væri að reyna að
auka kaupmátt eins og nú stæði á
heldur þyrfti að reyna að varðveita
það sem hefði náðst.
Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.)
sagði siðustu ríkisstjóm hafa skilað
hagvexti, framfömm og efnahags-
legu jafnvægi. Margar nýjar atvinnu-
greinar, s.s. sem fískeldi og
loðdýrarækt, þyrftu þó enn aðstoðar
við. Hann vildi ekki trúa þvi að fram-
lög til visindarannsókna sem ættu
að tryggja framgang nýrra greina
myndu ná fram hvað svo sem segði
í fjárlagafrumvarpinu.
Láglaunastefna fest í
sessi
Kristín Einarsdóttir (Kvl.-Rvk.)
sagði forsætisráðherra hafa flutt
konum í landinu þann boðskap að
ríkisstjómin ætlaði að gera átak til
að koma á jafnrétti karla og kvenna.
Þetta væm falleg orð en aðgerðir
ríkisstjómarinnar væm í hróplegu
ósamræmi við þau. Nefndi Kristín
sem dæmi söluskatt á matvæli. Einn-
ig ætlaði ríkisstjómin að festa
láglaunastefnuna í sessi en það kæmi
einnig verst niður á konum. Þó talað
væri um mikla kaupmáttaraukningu
að meðaltali ætti það að vera ráð-
hermm hollt að líta á þá sem lentu
undir meðaltalstölunum.
Kristín sagði íslendinga vilja að
landið yrði lýst kjamorkuvopnalaust
svæði. Utanríkisráðherra virtist vera
að átta sig á þessu og taka undir
ýmsar tillögur Kvennalistans. Þó
hugarfarsbreyting hefði orðið hjá
utanríkisráðherra hefði slíka breyt-
ingu þó ekki verið að finna í ræðu
forsætisráðherra.
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(Kvl.-Vl.) sagði að i öllum umræðum
fæm gjaman saman orðin þensla og
góðæri. Þetta væm þó staðbuiidin
hugtök og ættu helst við höfuð-
borgarsvæðið. Góðærið hefði heldur
ekki náð til þeirra sem þyrftu á því
að halda. Hugmyndaflug ríkisstjóm-
arinnar beindist að „léttustu pyngj-
unum“ með því að leggja skatt á
nauðsynj avömr.
, í starfsáætlun rikisstjórnarinnar
segði að hún vildi ná fram jafnvægi
milli hinnar dreifðu byggðu og höfuð-
borgarsvæðisins. En hvemig ætlaði
hún að ná fram þessu markmiði sfnu?
Stjómvöld iiefðu á undanfömum
ámm misst niður allt of margar
lykkjur í sfnum ptjónaskap, það
gengi ekki lengur að „pijóna bara
suð-vesturermina“, aagði Þórhildur.
Stefán Valgeirsson nagði hvergi
vera komið við kjamann á því vanda-
máli sem við þjóðinni blasti «n
mörgum orðum eytt í að halda í
blekkinguna. Ekkert iiólaði á aðgerð-
um í jafnrétti8átt. Annað markmið
hefði verið öllu fyrirferðarmeira í
stefnuræðu og stefnuyfirlýsingu
stjómarinnar sem hefði ekkert með
jafnrétti að gera, frelsi fólks til íið
caka ábvrgð á eigin lifi og samfé-
lagi. Landsfeðumir kölluðu 'petta
einstaklingsfrelsi en það byggðist á
rétti þeirra sem hefðu sterkustu að-
stöðuna að sölsa undir sig fjármagn
og völd á kostnað annarra. Það
þyrfti ekki annað en að ferðast um
höfuðborgarsvæðið til þess að sjá
hvert verðmætin sem framleiðslu-
greinamar til sjávar og sveita hefðu
skapað hefðu farið. Samtök um jafn-
rétti og félagshyggju væm breyting-
arafl sem vildu fara nýjar leiðir.
Verðbólgfan ekki
einkaóvinur stjórnar-
innar
Fríðrik Sophusson, iðnaðarráð-
herra, sagði það ekki vera á valdi
ríkissijómarinnar einnar að viðhalda
jafnvægi og vinna gegn verðbólgu.
Þeir sem gerðu þá kröfu til ríkis-
stjómarinnar að hún gerði ein
ráðstafanir til þess vinna gegn verð-
bólgunni væru í raun að kasta frá
sér ábyrgð. Verðbólgan væri ekki
einkaóvinur ríkisstjómarinnar heldur
allar þjóðarinnar. Hún réðist fyrst á
þá sem væm lakast settir. Þess
vegna væri það mikilvægt að stjóm-
arandstaða, vinnuveitendur og
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu 3Ína á Al-
þingi.
45
launþegahreyfing tækju þátt í barát- .
tunni.
Þó ekki væri búist við vemlegum
hagvexti á næsta ári væri engin
ástæða til þess að leggja árar í bát.
Iðnaðarráðherra sagði að íslendingar
gætu bætt stöðu sína á margan hátt.
Hægt væri að auka framleiðni í at-
vinnufyrirtækjum , undirbúa sam-
vinnu við erlenda aðila um orkukaup,
efla nýjar og arðbærar atvinnugrein-
ar, draga úr útgjaldafrekum ríkisaf-
skiptum, laða til okkar áhættufjár-
magn til nýsköpunar, og undirbúa
útflutningsgreinamar til markaðs-
sóknar í Evrópu þegar hún yrði ein
viðskiptaheild 1992.
Stjómarandstöðunni væri tíðrætt
um óeiningu innan ríkisstjómarinnar
en þeir flokkar sem þar sætu ættu
ekkert annað sameiginlegt en að .
vera í stjómarandstöðu. Þriggja
flokka ríkisstjómir væm óneitanlega
þyngri í vöfum en tveggja flokka.
Urslit sfðustu kosninga hefðu verið' -
á þann veg að ekki var unnt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að mynda stjóm
með einum öðmm flokki. Það hlyti
því að vera keppikefli að borgaralega
sinnaðir menn sameinuðust i einni
stjóromálafylkingu. Viðsjár í alþjóða-
málum og örlagaríkar ákvarðanir um
hvers konar þjóðfélag við viljum lifa
í hér á landi krefðust sterks flokks
sem byggði á sjálfstæðisstefnunni.
Ragnar Amalds (Abl.-Nv.) sagði
Þorstein Pálsson hafa talað fjálglega
um byggðastefnu stjómarinnar. Eitt
megin einkenni fjárlagafrumvarpsins
væri að þar fengi landsbyggðin hvert
„kjaftshöggið" á fætur öðm. Einnig
hefði verið „holur hljómur" í fögmm
orðum um islenska menningu þegar^
haft væri í huga að stjómin ætlaði
að leggja söluskatt á alla menningar-
starfsemi.
Ragnar Amalds sagði aðrar leiðir
hafa verið færar til að auka telqur
ríkissjóðs en þær sem ríkisstjómin
hefði farið. Til dæmis hefði mátt
leggja skatt á stóreignir og vaxta-
tekjur. Jón Baldvin hefði byijað á
vitlausum enda.
Eini valkosturinn
Eiður Guðnason (A.-Vl.) sagði —
engan annan raunhæfan valkost
hafa verið til staðar þegar þessi ríkis-
stjóm var mynduð en núverandi
stjómarmunstur. Nauðsynlegt væri
að hún fengi nú starfsfrið og sýndist
honum sem svo að stjómarandstaðan
yrði ekki til að raska honum.
Nú væri unnið m.a. að skilvirkara
dómskerfi sem myndi leiða til aukins
réttlætis í samfélaginu og á næstu
árum yrði boðað til aukins átaks
gegn umferðarslysum. Eiður ragði
einnig að nauðsynlegt væri að rínna
að betri samgöngum og vegakerfí,
það væri forsenda þess að rétta hlut
íandsbyggðarinnar.
Guðmundur Ujamason, Iieil-
brígðisráðherra, sagði að nð inörgu
þyrfti að hyggja i heilbrigðis- og
(ryggingarmálum. Helst væri litið tii
þessa málaflokks þegar rætt væri
um aukið aðhald i ríkisbúskapnum
enda færi hann tneð um 40% af fjár-
lögum. Þegar betur væri rð gáð
kæmi þó í ljós að verulegur hluti
jtessara fjármuna væri i það i'östum
skorðum ið varla yrði við hróflað.
Þar ætti hann við lifeyristryggingar.
í sjúkratryggingum og rekstri
ýmis8ra stofnana mætti hins vegar
íeita leiða til aðhalds og spamaðar.
Þá þjónustu sem nú væri veitt mætti
þó ekki skerðast nema það væri liður
í aukinni hagræðingu eða skynsam-
legri verkaskiptingu milli stofnana.
Heilbrigðisráðherra sagði að m.a.
stæði til að endurskoða löggjöf umi -
almannatryggingar til þess að gera
hana einfaldari og leiðrétta misræmi
sem f henni væri að finna.
Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl.-
Rvk.) sagði allar kannanir sýna að
launamisrétti milli kynja væri veru-
legt. Ekki þyrfti fleiri kannanir
heldur aðgerðir. Ekki þyrfti heldur
að kanna orsakamir þær væru end-
urspeglun á vanvirðingu við störf
kvenna.Ef forsætisráðherra vildi
leita leiða til þess að bæta úr þessu
ætti hann að leita til Kvennalistans.
Þær hefðu lagt til ýmsar leiðir und-
anfarin ár.
Þórhildur sagði að ef draga ætti
úr þenslu hérlendis þyrfti að minnka
auraráð þeirra efnameiri. Það væri
sá hópur sem ætti sök á þenslunni.
Það þyrfti að gera með skattlagningu
en ekki með því að bjóða þessum hóp
gengistryggða reikninga eða hluta-
bréfakaup erlendis.