Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Minning: Harpa María Björnsdóttir Fædd 29. nóvember 1922 Dáin 21. október 1987 Föðursystir okkar, Harpa María Bjömsdóttir, eða Harpa frænka, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, er látin eftir erfiða sjúkdóms- baráttu í tæp tvö ár. Harpa var fædd 29. nóvember 1922, og var dóttir Bjöms Grímssonar og Vilborgar Soffíu Lilliendahl. Hún giftist Ásbimi Magnússyni, og bjuggu þau á Akur- eyri fram til ársins 1962. í augum okkar systkinanna var Harpa frænka alveg einstök manneskja, svo góð og gestrisin. Alla tíð var svo gott að koma til hennar og Ása. Við eldri systkinin gleymum því aldrei þegar við fengum að vera hjá þeim hjónum og afa og ömmu hluta úr sumri, og svo ævintýra- ljómanum þegar þau komu í heimsókn suður, að ógleymdum jólasendingunum að norðan. Sam- gangurinn var ekki mikill þegar Harpa og Ási bjuggu á Akureyri, en hlýr og traustur. Það var okkur því mikið gleðiefni þegar þau, ásamt afa og ömmu, fluttu suður. Fyrstu árin bjuggu þau öll saman þar til afi og amma fluttu á Hrafn- istu. í okkar augum hefur Harpa verið einskonar sameiningartákn flölskyldunnar þ.e.a.s. milli afa og ömmu, systkina sinna og þeirra Qöldskyldna. Alltaf bauð Harpa til veislu á afmælum afa og ömmu. Þegar afí dó í mars 1986 hélt hún erfídrykkju þó hún væri sjálf orðin veik. Veisluna varð hún að halda, annað kom ekki til greina. Fjölskyldur okkar urðu þeirrar gæfíi aðnjótandi að kynnast Hörpu frænku. Síðustu árin höfum við öll átt góðar samverustundir með þeim Hörpu, Ása og Lenu Sigrúnu. Jóla- boðin sem þau hafa haldið okkur og foreldrum okkar, Huldu og Karli, síðustu árin verða okkur lengi minnisstæð. Þrátt fyrir veikindiHörpu sumar- ið 1986 fóru hún, Ási og Lena í ferðalag til Kaupmannahafnar og Lundar í heimsókn til Emils og fjöl- skyldu. Það hitti svo skemmtilega á að við systkinin og foreldrar okk- ar vorum á sama tima og þau þama úti. Eins og venjulega áttum við góðar stundir öll saman. Það sem helst einkenndi Hörpu frænku var hve kát hún var alltaf, gestrisin og gamansöm. Kom það jafnvel fram alveg undir það síðasta þegar hún lá banaleguna. Gott samband_ var á milli þeirra hjóna Hörpu og Ása gegnum tíðina, Kom það best í ljós í veikindum Hörpu hve einstaklega vel hann annaðist hana. Það var ekki hægt annað en að láta sér þykja vænt um Hörpu frænku, og er þá starfsfólk á deild 2A á Landakotsspítala ekki undan- skilið. Á það bestu þakkir fyrir frábæra umönnun þann tíma er á sjúkrahúslegu hennar stóð. Með þessum orðum viljum við og fjölskyldur okkar kveðja elsku fíænku okkar sem er horfin héðan langt um aldur fram svo lífsglöð og kát. Minningin um góða frænku lifír alltaf. Elsku Ási, Lena, Kolla og Lillý, okkar innilegustu samúðarkveðjur vottum við ykkur. Minningin um góða eiginkonu og móður lifír um ókomna tíð. Ásta, Emil, Harpa, Björn og Soffía Karlsbörn. Nú um þetta leyti eru hinir fögru litir haustsins að hverfa og með þeim kveður elskuleg vinkona okk- ar, Harpa Bjömsdóttir. Hún var árum saman ein af aðaldriffjöðrum Eyfírðingafélagsins í Reykjavík. Alltaf var hún boðin og búin til alls í þágu þess. Margar ánægjustundir áttum við saman við að útbúa muni á basara, æfa skemmtiatriði fyrir árshátíðir, búa til laufabrauðið og ýmislegt annað. Þar var hún alltaf hrókur alls fagnaðar. Harpa var alveg einstaklega góð manneskja í þess orðs fyllstu merkingu. Það eru margir sem eiga henni mikið að þakka, bæði böm og fullorðnir. Hún var mjög trúuð kona og fyrirbænir hennar og stuðningur við mig í sambandi við ástvinamissi var mér mjög mikils virði og gleymist ekki. Í hennar langvarandi veikindum sýndi hún mikinn kjark og var svo þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Á þessum tíma höfum við fundið hvað mikið hefur vantað í hópinn okkar og verður það skarð vandfyllt. En þó okkar söknuður sé mikill er þó söknuður ástvina hennar svo miklu meiri. Við biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk og huggun og blessa Hörpu. Hafí hún þökk fyrir allt. F.h. Kvennadeildar Eyfirðingafélagsins, Gunnlaug Kristjánsdóttir. „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þó ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt." (L Kor. 13.) Rétt fyrir árstíðaskiptin í síðustu viku kom veturinn yfir Landakots- túnið með köldum rigningarhrag- landa og myrkrið skall á. Norður við Eyjafjörð kvaddi sumarið með sterkum laufvindum, veturinn gekk í garð við hinn milda fjörð eftir mörg norðanveður og kalsasamt haust — en friður færðist yfír. Eins og árstíðimar, kuldi eða hlýja, er lífsganga okkar mann- fólksins margvísleg og ekki ætíð eins og ráð var fyrir gert. Kynni okkar af samferðafólkinu em jafn breytileg og á stundum er eins og nokkur örlög ráði. Tengsl og vin- átta bindast og breytast — ýmis kynni hverfa sem sjónhending en önnur meitlast inn í lífíð og skína sem perlur. Vinátta skapast og þeg- ar óvæntum örlögum er mætt verður slík vinátta sem bjarg, sem ekkert fær haggað — eins og stjama sem skín — einnig í hinu dimma myrkri. Þannig mun geymast minningin um Hörpu Bjömsdóttur, sem í dag er kvödd af vihum og samferðafólki og er sárt saknað. Lífí hennar lauk eftir þrautmikla baráttu skömmu fyrir vetrarkomuna, þegar hver dagur verður öðrum styttri hér á norðurslóðum og myrkur og kuldi sækja á. Til kynna var stofnað á síðari hluta hinnar sameiginlegu lífsgöngu, þó að áttahagamir hafi verið þeir sömu norður á Akureyri. Og það var ef til vill frumrótin lfkt og Ibsen segir í þýðingu séra Matt- híasar um átthagana: „En ættbyggð manns ætla að sé hans eðlisstöð sem rótin tré.“ Nokkrar eyfírzkar liljur vallarins mynduðu fljótt kjamann í virku átthagafélagi. Rótin var virðing og rækt við átthaga þeirra og upp- mna, hið sameiginlega bemskuum- hverfí og ekki sízt tjáning á vináttu og virðingu gagnvart öllu því fólki í bænum við fjörðinn og eyfirzkum dölum. Það var þegar orðinn hluti af þeim sjálfum, einn ríkasti þáttur í hugum þeirra ásamt mökum og fjölskyldum, sem öðluðust þá gæfu að eiga hlutdeild í þessu starfí. Þessi æskuvinátta og átthaga- tengsl snemst fljótt í gagnkvæma vináttu, sem geislaði í þessum glaða hópi, þar sem horft var björtum augum til framtíðarinnar í starfí og leik. Markmiðið var að láta eitthvað gott af sér leiða, létta undir með öðmm og njóta um leið félagsskap- ar með vinum með sameiginlega arfleifð. Mörg var stundin eftir- minnileg og kær. Þá var stofnað til þess vinfengis og tryggðar sem aldrei rofnaði og á engan skal hall- að þegar mælt er, að á þessu lífshlaupi ævinnar, þegar gleðin ríkti og birtan lýsti, vom þessi hlýju hjón, Harpa og Ásbjöm, sjálfkjörin til forystu og þau hrifu aðra með sér. En framtíðin var jafn óræð og áður og lífsgangan var bæði blíð og stríð — hjá okkur öllum. Þessar glöðu stundir hverfa aldrei úr minni og seint verður full þökkuð sú tryggð og bjargfasta vinátta og umhyggja, sem geislaði frá Hörpu á hinum stríðu stundum. Þessi skaphöfn var aðalsmerki hennar. Harpa ræddi ekki kærleika — hún lét hann í té af þeirri auðmýkt og djúpa innileik, sem hún bjó yfír í ríkum mæli. Hún ræddi ekki fóm- fysi eða samhjálp — hún sýndi það í verki, að ógleymanlegt er. Hún kunni þá list að sameina vel gleði og alvöru og hreif aðra með sér. Þannig var hún samferðamönnun- um — það þekkjum við vel — og þannig hefur hún verið sínum nán- ustu. Það hefur verið mikil gæfa að eignast þær minningar. Þær varðveitast þrátt fyrir hverfulleika lífsins. Harpa var ekki til að sýnast. Hún var ætíð hún sjálf. ískaldir vetrar- stormar lífsins högguðu henni ekki. Oft blésu þeir lengi og án afláts — en hún var söm og jöfn. Jafnvel þegar svo var komið, að sjúk- dómurinn hafði miskunnarlaust náð jrfírtökum, gaf hún sér góðan tíma til að fylgjast með líðan annarra. Ég hef engri ótengdri manneslqu kynnzt, sem hefur átt þessa eigin- leika í jafn ríkum mæli. Fyrir allt þetta er þakkað og verður þessi reynsla fögur og hlý í minningunni. í mynd Hörpu varðveitist fögur lífssaga. Hún er mótuð af tryggð við uppruna sinn og átthaga og alla þá, sem voru svo lánsamir að eignast hlutdeild í þeirri sögu. Þannig munum við geyma minn- ingu þessarar góðu konu, en sú vissa er huggun harmi gegn, að þeir sem hafa átt þá dýrmætu skap- höfn að varðveita kærleiksperluna í brothættu lífí hér á jörðu, hlýtur að vera veitt enn æðra hlutskipti í hinum óræða heimi handan lífs og dauða. í öllum þeim raunum, sorg og myrkri, sem á aðstandendur er lagt, hlýtur það að lýsa í myrkrinu, að handan hinnar miklu þrautar bíður líknin og handan líknar frá þraut eru þær æðri brautir, sem þeim hlotnast sem eiga vammlaust líf, þar sem menn án kærleika væru sem „hljómandi málmur eða hvell- andi bjalla". Á þeim brautum ríkir birta á ný og það vor, sem þeim hlýtur að hlotnast sem bera það ætíð í bijósti sér. Megi minningin um fagurt lif hinnar látnu milda þá sorg, sem hvílir yfir fjölskyldu hennar, eigin- manni hennar, Ásbimi, bömum þeirra og öllum vinum þeirra. Sólin og birtan mun skfna yfír liljur vallarins og það bjarmar á ný yfír byggðum Eyjafjarðar. Heimir Hannesson Með fáum orðum viljum við minnast Hörpu, móðursystur okkar, sem lést 21. október langt um aldur fram. Meðal fyrstu minninga bemsk- unnar eru heimsóknir til ömmu okkar og afa á Akureyri og dvöldum við þá oft jöfnum höndum á heim- ili Hörpu og Ása, þar sem okkur var ætíð tekið opnum örmum, enda voru þau bæði einstaklega bamgóð. Seinna, er þau höfðu flutt heim- ili sitt hingað suður, varð þar miðstöð frændfólksins á merkis- stundum, sem ánægjulegt er að minnast. Þama voru líka amma og afi, sem höfðu flutt með Hörpu og Ása suður, áttu heimili sitt hjá þeim árum saman og nutu þar umhyggju og nærgætni. Hvar sem heimili þeirra stóð var það með miklum glæsibrag og gestrisnin einstök. Harpa frænka átti mörg áhuga- mál. Hún var listræn og skapandi, málaði talsvert í frístundum sínum og myndimar hennar bera vott um sjálfstæði, lausar við eftiröpun. Hæfileikinn var fyrir hendi. Garðinn þeirra í Kópavoginum skipulagði hún sjálf og lagði í hann ómælda vinnu, jurtir og mnnar blómstruðu alls staðar, þar sem hún átti heima. Þegar veikindi hennar gerðu vart við sig tók hún því með bjartsýni og var flarri henni að láta bugast. Þá naut hún ekki síst hjálpar eigin- mannsins og dætranna, sem veittu henni ást og umhyggju unz yfír lauk. Kæri Ási, við og fjölskyldur okk- ar vottum þér, dætmnum og bamabömunum innilega samúð okkar. Við minnumst Hörpu lífs- glaðrar og fijálslegrar í fasi og þökkum fyrir að hafa notið hjarta- hlýju hennar. Hulda og Soffía Snorradætur Það húmar að kveldi hjá árgangi ’22. Einn af öðmm vina- og kunn- ingjahópnum býður góða nótt og gengur til hvflu. Sumir hafa jafnvel kvatt fyrir áratugum. í dag kveður Harpa og sár harm- ur er kveðinn að vinum hennar og vandamönnum vegna hinnar ótíma- bæm brottkvaðningar. Harpa María Bjömsdóttir fædd- ist á Akureyri 29. nóvember 1922. Hún var fimmta í röðinni af átta Fædd 8. febrúar 1924 Dáin 22. október 1987 í dag verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík Hulda Tryggvadóttir. Hulda hefur átt við illkynjaðan sjúkdóm að sttíða í tvö ár og barist við hann af þvflíkri hörku og dugnaði að með eindæmum er. Það er alltaf jafn ótrúlegt þegar einhver nákominn fellur frá og jafns- árt. Hulda var alla tíð mikil dugnað- arkona og hin dæmigerða myndarlega húsmóðir. Það kom því eins og reiðarslag yfír alla í fjölskyld- unni er við fréttum fyrir tveimur ámm að hún væri haldin þessum illræmda sjúkdómi. Þessi dugmikla kona sem alla tíð hefur verið hraust og lifað heilbrigðu lífi. Hulda var mikil íþróttakona. Hún iðkaði mikið útilíf, fór á skíðum, synti mikið og fór í gönguferðir. Auk þess fóm hún og maður hennar, Hörður Þorleifsson, augnlæknir, í danstíma einu sinni í viku. Þau hjón- in höfðu sömu áhugamál og stun- duðu þau af miklu kappi. Einnig höfðu þau yndi af ferðalögum og hafa ferðast vítt og breytt um alla heimsálfuna. Það er því sár söknuð- ur fyrir bróður okkar og svila nú bömum hjónanna Soffíu Lilliendahl og Bjöms Grímssonar, verslunar- stjóra. 7 bamanna komust til fullorðins- ára og urðu öll hið mannvænlegasta fólk. En Soffía og Bjöm urðu fyrir þeirri sám sorg að missa dóttur sína, Þóm, fædda 1921, á fyrsta ári. Sex systkinanna lifa Hörpu. Eldri em: Ásta, hjúkmnarfræðing- ur, Reykjavík; Gerður, húsmóðir, Reykjavík og Matthías, kennari, Reykjavík. Yngri em: Grimur, tann- læknir, Reykjavík; Jakobína, húsmóðir, Reykjavík og Karl, kenn- ari, Reykjavík. Við Harpa kynntumst veturinn ’38—’39. Ég var þá í skóla á Akur- eyri og hafði mér og annarri skólastúlku verið útvegað fæði og húsnæði í Aðalstræti 17 hjá heið- urshjónunum Soffíu og Bimi. Það munaði ekki um tvo í viðbót á því góða og fjölmenna heimili. Hin skólastúlkan hét Ásrún Erla Valde- marsdóttir og var dóttir æskuvin- konu Soffíu, Guðfínnu Þorsteins- dóttur „Erlu“. Bróðir Ásrúnar Erlu var Þor- steinn Valdemarsson skáld, sem látinn er fyrir nokkmm ámm og var mikill vinur Hörpu og Ásbjam- ar. Við Harpa urðum fljótlega góðar vinkonur og ekkert hefur nokkm sinni varpað minnsta skugga á þá vináttu síðan. Nafnið var táknrænt. Harpa var eins og vorið sjálft: Björt, hlý, glett- in, geislandi af lífsgleði og ævinlega full fyrirheita um eitthvað ævintýr- arikt og spennandi. 15. maí 1946 giftist Harpa eftir- lifandi eiginmanni sínum Ásbimi Magnússyni, nú innkaupastjóra hjá Landakotsspítala. Þau vom glæsi- leg hjón og samhent í öllu er þau tóku sér fyrir hendur. Þau vom fljót að koma sér upp fallegu og hlýlegu heimili, sem veitti ömggt skjól þeim og dætmnum þremur. Þær em: Kolbrún, fædd 7. apríl 1945; gift og býr í Garði, á 4 böm. Ásdís, fædd 8. janúar 1948, gift og býr í Garðabæ, á 1 son. Lena, fædd 17. nóvember 1963, ógefín í föðurgarði. Ég sá þau hjónin síðast saman er ég heimsótti Hörpu á Landa- kotsspítala í júní síðastliðnum, og þá datt mér í hug að ókunnugir mundu álíta þau nýtrúlofuð en ekki eiga 41 árs hjónaband að baki. Lokið er nú tveggja ára hetju- legri baráttu Hörpu við grimman sjúkdóm. Eins og við hin vissi hún fyrir, að hún hlaut að bíða ósigur. Og hún tók örlögum sínum möglun- arlaust. Hetjulund hennar var aðdáunarverð og hún hélt andlegu jafnvægi sínu og fullri reisn fram er hann kveður eiginkou sína sem jafnframt hefur verið honum sem besti vinur. Þó að Hulda væri haldin þessum sjúkdómi þá lét hún það ekki aftra sér frá því að stunda áhugamálin. Þrek hennar og kraftur allan þennan tíma hefur verið með ólíkindum. Oft varð okkur á orði þvflík kjamakona hún væri og dugnaður hennar allt fram á síðustu stund þannig að við dáðumst að. Hulda helgaði sig nær eingöngu eiginmanni ogþremur sonum, Hjalta og tvíburunum Agli og Kjartani. Hulda var ekki mannblendin en hún var trú sínu fólki. Sérstaklega var hún hrifín af bamabömunum sínum flórum. Elst þeirra er Hulda, nafnan litla, sem heimsótti ömmu daglega og létti henni síðustu stundimar í lífinu. Hulda kunni sannarlega að meta hjálpsemi litlu nöfnu sinnar. Hulda Tryggvadóttir var fædd 8. febrúar 1924. Foreldrar hennar voru Lovísa Guðmundsdóttir og Tryggvi Gunnarsson. Þau bjuggu á bænum Gijóti í Garðabæ, þar sem Hulda ólst upp. Lovísa lést fyrir allmörgum árum en Tryggvi þarf nú að sjá á eftir einkadóttur sinni. Mesta gæfa Huldu í lífinu var Hulda Tryggva- dóttir - Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.