Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 59 Anna Jónsdóttir - Minning Fædd 28. júlí 1903 Dáin 20. október 1987 Þá er komið að skilnaðarstund. Mínar fyrstu minningar voru Anna og Gústi á loftinu, en þau bjuggu í kvistíbúð í sama húsi og ég. Seinna eignuðust þau sumarbústað suður í hraunum í Ottastaðalandi, en það- an var Gústi, maður Önnu, ættaður. Þá sagði maður gjarnan; Anna og Gústi í hraununum, og núna síðustu árin voru það Anna og Gústi á Reynimel en þar bjuggu þau síðustu árin í góðri íbúð sem þau eignuðust með mikilli vinnu og þá var það sérstaklega Anna sem vann, Gústi var heilsulaus í mörg ár. Anna var ein af þessum dugnað- ar- og atorkukonum, sem vann frá morgni til kvölds og jafnvel fram á nótt. Dagur hjá Önnu byijaði snemma, en þá hljóp hún af stað. Ég man frekar eftir henni hlaup- andi en gangandi, svo létt var hún á fæti. Hún vann mikið við að að- stoða húsmæður í húsverkum og við matargerð, man ég sérstaklega eftir að hún talaði um Soffíu Har- alds og hennar heimili. Þá konu mat hún mikils og lærði margt af, sagði hún sjálf. Síðan kom hún heim um miðjan dag og aftur var lagt af stað í vinnu og nú keyrði Gústi hana upp í Þingholt, en þar skúraði hún í Gutenberg prent- smiðju í mörg ár. Eftir þá vinnu kom hún heim, klæddi sig þá í svart- an kjól og setti á sig hvíta svuntu og svuntan var sko bæði hvít og stíf og hárið lagt í bylgjur. Þá var farið í vinnu á hótelum í bænum við þjónustustörf og þá oft unnið langt fram á nótt. Anna var alltaf sannur Eyfirðing- ur þó hún væri búandi sunnan heiða, í 60 ár. Sveitin hennar var Eyjafjörður þar sem hún var fædd. Gústi, maður Önnu, dó fyrir tveimur árum og fannst mér Anna mjög einmana á eftir. Þá leitaði hún mjög til bróðurdóttur sinnar, Auð- ar, sem reyndist henni mjög vel. Tómlegra verður hjá mér og minni fjölskyldu núna um jólin, þar sem hvorki Anna né Gústi koma, því mörg undanfarin jól hefur það verið fastur liður að þau kæmu á aðfangadag og væru með okkur. Anna söng jólasálma og gekk í kringum jólatréð með okkur, en hún var söngelsk mjög og hafði gaman af að syngja. Hún kunni ótal kvæði, söng gjaman við vinnu og tók und- ir með söng í útvarpinu ef það komu ættjarðarlög og þá sérstaklega ef þau minntu hana eitthvað á sveitina hennar fyrir norðan. Oft höfum við hlegið dátt saman og oft af litlu tilefni. Minningamar um Önnu og Gústa em svo marg- ar, bæði frá Hringbrautinni og sunnan úr sumarbústaðnum. Þær munu lifa áfram hjá mér og minni fjölskyldu. Erna „Þakkir fyrir öll mín ár ég vil þér færa drottinn hár. Og allt það bæði súrt og sætt sem ég hef um ævi rnætt." (E.E.) Anna, vinkona mín, Reynimel 80, lést á sjúkradeild Hrafnistu þann 20. október 1987. Það kom mér ekki á óvart að hverju stefndi. Á srðustu mánuðum var hún búin að Vera lasin eins og hún orðaði það við mig. Anna var vinur vina sinna. Hún var glaðlynd að eðlisfari, en oft mættust skin og skúrir á henn- ar ltfsleið. Gústaf, maður hennar, var búinn að vera sjúklingur í mörg ár, en hann lést 3. október 1985. Anna stundaði mann sinn alla tíð með heiðri og sómá, enda sívinnandi fyrir heimilinu. Fyrstu kynni mín af Önnu og Gústa voru á Hring- braut 44. Þar voru þau með góðu fólki, sem þau aldrei gleymdu, Sigríði Bemdsen og börnunum Baldri og Emu. Anna og Gústi eign- uðust ekki böm saman, en Anna eignaðist stúlkubam, sem hún fékk ekki að njóta, fædd 9. mars 1926, dáin í febrúar 1928. Ég undirrituð er fædd sama mánaðardag. Anna hringdi alltaf til mín þann 9. mars og sagði: „Við eigum daginn sarnan." Sérstaklega vil ég minnast á hvað Auður Garð- arsdóttir, bróðurdóttir Önnu, var henni allt í hennar erfíðleikum og veikindum, bæði er maður hennar og hún sjálf vom veik. Auður taldi það ekki eftir eða hennar fyöl- skylda. Þökk sé þeim. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Stella Kveðjuorð: Einar Guðmunds- son, Hátúni Einar frændi Guðmundsson, í Hátúni, V-Landeyjum er dáinn. Þegar fréttin barst mér yfír hafíð í bréfí frá frænku minni, kom frá- fall hans mér mjög á óvart. Hann var maður á besta aldri, 66 ára, sem aldrei hafði verið veikur, en var nú sópað burtu á einu augna- bliki. Lífíð er svo sannarlega fullt af skrýtnum og margbreytilegum atburðum, sem við mannfólkið eig- um erfítt með að skilja. Síðast hitti ég Einar í maímánuði á síðasta ári, er ég kom aftur til íslands eftir rúmlega 20 ára fyar- vem. Ekki hafði Einar breyst, nema hvað hann var farinn að grána all- vemlega. Mér tók hann mjög alúðlega og bauð mér að borða hjá sér. Hann var þá orðinn einn í heim- ilinu. Gestrisnin var eins og í gamla daga þegar ég var krakki. Þá kom ég iðulega að Hátúni ásamt Gunn- ari bróður mínum. Þá bjuggu þau þar Einar og fóstursystir hans, Guðbjörg. Það var einstaklega gott þangað að koma og maturinn ógleymanlegur. Ég minnist ferða- laga með Einari á hestum um sveitimar eystra. Hann var frekar þögull maður og hæglátur. Honum þótti gott að vökva lífsblómið af og til eins og skáldið orðaði það forðum. Það hafði góð áhrif. Einar var mjög greiðvikinn maður og mörgum hjálpaði hann eftir því sem ástæður leyfðu og munu ófáir geta um það borið og standa í þakkar- skuld við hann. Hann var ókvæntur alla tíð. Fóstursystur hans, Guð- björg og Ólafía, héldu heimili með honum. Fyrir nokkrum árum lést Guðbjörg en Ólafía er á elliheimilinu á Hellu. Þegar ég kvaddi Einar í fyrra lét hann í ljósi ánægju sína yfír endur- fundi okkar og óskaði mér góðrar ferðar aftur vestur um og vissulega óskaði ég honum velfamaðar að skilnaði. Ekki veit ég hvað verður um Hátún og búið þar, sem hann hafði svo dyggilega byggt upp og bjó sínu góða búi á. Sá sem jörðina hreppir getur hrósað happi, það er óhætt að fullyrða það. Aðstandendum Einars votta ég innilega samúð. Einari óska ég Guðs blessunar nú að loknu annríki lífsdaganna. Blessuð veri minning Einars Guð- mundssonar frá Hátúni. Herbert N. Beck Renick, Missouri, Banda- ríkjunum. t Eiginmaður minn, faðir og bróðir okkar, MAGNÚS GUÐLAUGSSON, Skipasundi 4, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 30. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Dagný Jónsdóttir, Jón Magnússon, Elfn Guðlaugsdóttir, Ingibjörg Guölaugsdóttir. t Eiginmaður minn, VIGFÚS MAGNÚSSON bóndi, Skinnastöðum, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 31. október kl. 11.00 f.h. Lúcinda Árnadóttir, börn, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn. Lokað Lokað í dag frá kl. 10-13, vegna jarðarfarar HULDU TRYGGVADÓTTUR. Bílasmiðurinn sf. Kveðjuorð: Cand. mag: Helgi J. Halldórsson Hann Helgi frændi er dáinn. Ég vildi ekki trúa því, að þessi síungi, lífsglaði uppáhalds frændi minn væri farinn, farinn og ég fengi ekki að sjá hann aftur í þessu lífi. Það fyrsta sem ég man eftir Jóa frænda, en það kallaði móðir mín hann, var þegar hann var að heimsækja hana, systur sína. Þá var glatt á hjalla og mikið gátu þau systkinin hlegið. Svo töluðu þau mikið um sveitina sína. Seinna kynntist ég Helga bet- ur og Guðbjörgu konunni hans. Ég fluttist ung austur á land og mér var velkomið að gista hjá þeim, þegar ég kom í bæinn. Það var gott að vera hjá þeim, þegar ég kom í bæinn. Það var gott að vera hjá þeim hjónum, gott að sækja þau heim. Elsku Guðbjörg mín. Ég bið al- góðan Guð að blessa þig og styrkja þig og dætur þínar, tengdasyni og bamaböm. Megi elsku frændi minn hvfla í friði. Guð blessi hann. Gerður J. Benediktsdóttir, Breiðdalsvík. Systir mín, SVAVA H. JÓNSDÓTTIR, Hlévangi, Keflavfk, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. október kl. 14.00. Ólafur J. Jónsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNÚSA AÐALVEIG ÓLAFSDÓTTIR frá Þórkötlustöðum, Grindavík, andaðist í Hrafnistu í Hafnarfirði 26. október. Fjóla Benediktsdóttir, Þórlaug Benediktsdóttir, Ölöf Benediktsdóttir, Benóní Benediktsson, Jóhann R. Benediktsson, Sigurrós Benediktsdóttir, Elsa Benediktsdóttir, Kolbeinn Guðnason, Snorri Þór Þorsteinsson, Ása Lóa Einarsdóttir, Kristín Guöbrandsdóttir, Gunnar Sigurgeirsson, Sigmar Björnsson barnabörn. Þökkum auðsýnda samúö við andlát og útför KRISTJÁNS FINNBOGASONAR frá Litla-Bœ, Ögurhreppi. Unnur Kristjánsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Daði Kristjánsson, Lilja Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Þórhallur Matthíasson, barnabörn Þráinn Haraldsson, Kristján Þórðarson, Erla Hjörleifsdóttir, Sigurður Marsellíusson, Sigríður Hafliðadóttir, Áslaug Kristinsdóttir, barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar og stjúpföður, MARTEINS JÓNASSONAR fyrrv. skipstjóra og framkvæmdastjóra. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólksins á deild E-6, Borgarspítalan- um, og félaga í Akoges. Agla Marta Marteinsdóttlr, Jóhanna H. Marteinsdóttir, Hafdís Magnúsdóttir. + Útför systur okkar, HERDÍSAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Ölduslóð 28, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30. október kl. 15.00. Systkini hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.