Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 60
.60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 ÚTSALA Karlmannaföt kr. 4.975,- 6.500,- og 2.995,- Stakir jakkar kr. 3.975,- Terylenebuxur kr. 1.195,- og 1.395,- Gallabuxur kr. 745,- og 795,- Flauelsbuxur kr. 795,- Skyrtur, peysur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Heba heldur við heilsunni KonurS Haldið í línuraar og heilsuna Síðasta námskeið fyrir jól hefst 2. nóv. 5 vikur. Aerobic leikfimi við allra hæfi, ró- legir, almennir og hraðir tímar. Sér tímar fyrir þær, sem vilja létta sig um 15 kg eða meira. Lítið hopp. Vigtun og mæling - gott aðhald. Megrunarkúrar, nuddkúrar, sauna og ljós. Innritun og upplýsingar í símum 42360 og 41309. Kennari: Elísabet Hannesdóttir, íþróttakennari. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14, Kópavogt. v wr m WK WW■■ vk. Radialsagir o.fl. sagir fyrirliggjandi. DW 8101 radial- sög með 12" blaði, 60 cm þverskurður. Verð m/söluskatti 60.335. DW 1501 radial- sög með 10" blaði, 38 cm þverskurður. Verð m/söluskatti 43.678. DW risti- og bútsög, sam- byggð, með 10" blaði. Verð m/söluskatti aðeins 21.676. DW geirungssög með 10" blaði. Verð m/söluskatti aðeins 19.900. Opið laugardag kl. 10-13. ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVIK SÍMI 91-685533 fclk í fréttum MARCELLO MASTROIANNI Þegar ég er að leika er ég fullkomlega hamingjusamur Marcello Mastroianni, hinn ítalski Cary Grant eins og Bandaríkjamenn kalla hann gjama, er farinn vestur um haf til að kynna nýjustu mynd sína Dark Eyes. Þeir þama vestur frá em stórhrifnir af Marcello og tala um að hann eigi Óskarinn skilinn, Fólk í fréttum tekur heilshugar undir það. Hver er þá þessi Marcello Mastroianni, kann einhver að spyija. Okkur Frónbúum er hann að góðu kunnur úr Fellini-myndum eins og La Dolce Vita, 8 V2 og nú síðast Ginger og Fred. Að ekki sé minnst á mynd Ettorio Scola, Macc- aroni, en þær tvær síðastnefndu vom sýndar á Kvikmyndahátið nú í haust. Alls hefur hann leikið í um 150 myndum og hefur verið kallað- ur Valentíno Atómaldarinnar. Hann hefur leikið allt frá kaldhæðnum blaðamanni til óakveðins leikstjóra. Hann er nautnafullur og ódrepandi um leið og hann er hlutlaus og auðsæranlegur og hefur einstæða tilfínningu fyrir kaldhæðni. Mastroianni er fæddur á Ítalíu árið 1924, sonur trésmiðs sem varð blindur og eiginkonu hans sem varð heymarlaus, „þau vom eins og trúðahjón“ segir Marcello. Þegar þýski herinn tók Ítalíu hemámi, var hann sendur í vinnubúðir. Þaðan flúði hann og faldi sig hjá klæð- skera í Feneyjum þar til að stríðinu lauk. Hann hafði stundað arkitekta- nám, en sneri sér að kvikmyndaleik og þreytti frumraun sína árið 1947 í mynd Viscontis, I Miserabli. Næsta árið ferðaðist hann um ásamt leikhópi Viscontis, „þetta var merkilegasti leikhópur Ítalíu," segir hann, „svo ég komst inn í leikhúsið aðaldyramegin." Hann varð stjama í heimalandi sínu þegar hann lék löngunarfullan vonbiðil í Visconti- myndinni White Nights og með leik sínum í mynd Fellinis La Dolce Vita varð hann alþjóðleg stjama. Þegar hann ber saman þessa tvo leikstjóra sem höfðu svo mikil áhrif á hann, segir hann; „Visconti var kennarinn, vægðarlaus, en okkur þótti vænt um hann. En Fellini er félagi okkar, við emm alltaf að grínast. Því alvarlegri sem myndin er, því meira spaugum við. Við segj- um ekki við hann, „ó meistari, hvað þetta er dýrðlegur hlutur sem þú ert að skapa," en þetta er þó það sem okkur fínnst." Sköpunargleðin er ríkur þáttur í skapgerð Marcellos, „þegar ég leik er ég fullkomlega hamingjusamur, það er þess vegna sem ég hef leikið i svo mörgum myndum. Það dásam- legasta af öllu er að vera með 60 til 70 manna hóp að semja sögur. Ég vinn í alvöru en ég tek sjálfan mig aldrei alvarlega. Ég vil njóta vinnunar eins og krakki, því leikar- ar era allir böm. Ef það er nauðsyn að leikarar séu alltaf börn, þá er það líka kraftaverk. Og þegar gerð myndarinnar er lokið, fer ég að hlakka til gerðar þeirra næstu því annars myndi mér leiðast." Fáir myndu kalla einkalíf Marcel- los leiðiníegt og hann myndi alveg öragglega ekki kalla það einkalíf. Hann hefur verið giftur hinni eftir- látu Flora í 37 ár og dóttir þeirra Barbara er 35. En síðan á hann 15 ára gamla dóttur með Catherine Deneuve. „Kannski er ég ótrúr, leik- arar lofa einhveiju, og efna það ekki. Þessi bamalega árátta fylgir okkur og þeir sem búa með leikara verða að gera sér grein fyrir því að leikari býr að hluta til í sínum eigin draumaheimi.“ Elizabeth Taylor snýr sér aftur að kvikmyndaleik Elizabeth Taylor hefur snúið sér að kvikmyndaleik á ný, eftir sjö ára fjarvera. Hún mun leika í mynd Francos Zeffírellis um líf ítalska stjómandans Arturos Tosc- aninis. I myndinni leikur hún rússnesku sópransöngkonuna Nad- inu Bulisciov sem Toscanini var ástfanginn af. Fjárhagsáætlun um gerð myndarinnar hljóðar upp á litl- ar 640 milljónir króna og er hún gerð af ítölskum og frönskum aðil- um. Tökur hófust síðastliðinn mánudag í ítalska bænum Bari, en það er leikarinn Thomas Howell sem fer með hlutverk Toscaninis. Talsmaður kvikmyndagerðarmanna lét þau orð falla þegar ljóst var að Elizabeth Taylor myndi taka hlut- Verkið að sér, að þetta væri stór dagur fyrir ítalska kvikmyndagerð og fyrir bæinn Bari, sökum þess að Elizabeth hafí snúið sér að kvik- myndaleik að nýju. „Þegar nöfn eins og Taylor og Zeffírelli ieiða saman hesta sína er metaðsókn gulltryggð." Marcello ásamt Soffíu Loren í Hjónaband að ítölskum hætti frá árinu 1964. Stórsöngkonan Elizabeth Taylor. Hvernig skyldi henni ganga að syngja háa C-ið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.