Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 *66 1' 4 „ ég tel ob þcö> séu 50/50 L'ikara. þut' óub hann kpmista, sp\bcxUxr\o.." Ekkert kjaftæði. Það var ekki eitt einasta hár i glas- inu þeg-ar ég rétti þér það! Hraðakstur á Sundlaugavegi Þeir bíða trítilóðir í startholun- um. Um leið og skiptir í gult eru þeir komnir af stað. Allt í botni. Gæðingamir skjálfa af orku. Nú er komið að Laugamesvegi, hann liggur þvert á Sundlaugaveg. Bílar frá hægri og vinstri, „en hvað varð- ar okkur um það“. Göngubraut á móts við Sundlaugaveg 1. Verslanir báðum megin. Fólk á hlaupum í innkaupum. „Sástu kellinguna, maður? Hún bara flaug.“ Við Gull- teig, önnur göngubraut. Böm að koma úr skóla. Þau geta beðið! Áfram! Bflastæði á báðar hendur. Einn að reyna að komast út. „Er maðurinn vitlaus! Ég á réttinn, ha.“ Áfram, áfram, göngubraut við sundlaugamar — ljós — hringing — böm báðum megin „en ég slepp, engin lögga". Og þannig gengur þetta dag eft- ir dag, jafnt í skammdegismyrkri og rigningunni sem á sumardegi. Kunningi minn kom í heimsókn á sunnudaginn. Hann varð að leggja norðanmegin og hann fór með gát þvi þröngt var á stæðinu. Koma tveir bijálæðingar, hvor úr sinni áttinni og þeyta flautur af krafti. „Það lá við ég hrykki út úr skinn- inu,“ sagði aumingja maðurinn. „En svo var nú eftir að komast yfir. Það var nú þrautin þyngri. Loks kom einn réttlátur, en bijálæð- ingur úr hinni áttinni var nærri búinn að keyra mig niður." En þetta á ekki bara við um Sundlaugaveg, svona er þetta um allan bæ og hvað gera landsfeður, borgarstjórinn, borgarstjóm? Það verður að draga úr hraðanum með öllum hugsanlegum ráðum. Ég skora á borgarstjóra að boða til fundar með öllum þeim, sem sjá eiga um'umferðarmál í þessum bæ, og verkefni fundarins verði að finna ráð til að draga úr ökuhraða og stöðva ökuníðingana. Sundlaugavegi 20, í október 1987. R. Sigmundsson. Fegurðin í vetrar- ríkinu Til Velvakanda Nú er vetur genginn í garð og langt og gott sumar að baki. Oft verður maður var við það að marg- ur kvíður vetrarkomunni og því skammdegismyrkri sem í hönd fer. Því er líka óspart haldið að okkur sem búum á hér á norðurhjaranum að hámark veðursældar sé sólskin og logn. Ég bjó í miklu sólskinslandi um tíma þar sem venjulega var allt- af sólskin og logn. Það er afskap- lega þreytandi veðurfar til lengdar. Það eru forréttindi okkar íslend- inga að þurfa aldrei að búa við sama veðurfarið nema nokkra daga í einu. Hér markast árstíðimar skýrt af verðurfarinu. Hver árstíð hefur sína stemmingu. Hugleiði maður málið hafa allar árstíðimar upp á eitthvað að bjóða sem mikil eftirsjá væri í ef vantaði. Það er stórkostlegt að vera þátttakandi í þessari hringrás náttúmnnar og eilífum umskiptum. Þess vegna ættum við að bjóða veturinn vel- kominn eins og sumarið og njóta þeirra hughrifa og fegurðar sem í vetrarríkinu er að finna. Kolskeggur Yíkverji skrifar rekmiðstöð í Hafnarfirði aug- lýsti starfsemi sína á dögun- um. í sjálfu sér vakti það ekki athygli Víkveija, enda auglýsingar slíkra fyrirtækja daglegt brauð síðustu árin. Víkverji ekki heldur plagaður af þeirri grillu að halda að hann geti á miðjum aldri orðið stæltastur allra stæltra. Lítil setning í kynningu fyrirtæk- isins gerði það þó að verkum, að skrifari staldraði við. Þar var bent á, að það taki aðeins sjö mínútur að aka úr Breiðholtinu til Hafnar- Qarðar, væntanlega á löglegum hraða. Sannast sagna hafði Víkverji haldið að mun lengri tíma tæki að aka þessa leið. Bættir og breyttir vegir hafa breytt samgöngum gífurlega og það sem áður tók nokkra tíma eða þótti góð dagleið er nú skottúr. XXX etta leiddi hugann að því hvað það virðist einhvem veginn miklu einfaldara fyrir þá sem búa utan Reykjavíkur að ferðast til höf- uðborgarinnar heldur en fyrir borgarbúa að komast jafn langa leið. Margt fólk af Suðumesjum sæk- ir atvinnu sína til Reykjavíkur og finnst ekki merkilegt. Reyndar er eitthvað um það líka að fólk úr borginni sæki vinnu sína suður á Keflavíkurflugvöll. Víkvetja finnst stórmál að heimsækja vini sína í Keflavík, en þeim finnst ekkert til- tökumál að renna í bæinn, eins og það er kallað. Fólk frá Hveragerði og Selfossi sækir sömuleiðis í ein- hveijum mæli vinnu til borgarinnar. Höfuðborgarbúinn fer hins vegar ekki á þessar slóðir nema hann eigi brýnt erindi eða bregði sér í sunnu- dagsbfltúr. Ætli Reykvíkingum fyndist ekki einkennilegt að sækja skóla frá Reykjavík til Akureyrar? Vafalaust. Talsvert af fólki kemur þó úr höfuð- stað Norðurlands á hveijum vetri til að stunda skóla í borginni. Dvel- ur það þá syðra virka daga vikunn- ar, en heima yfir helgina. Víkveiji hefur ekki gert vísinda- lega úttekt á þessu, en veltir því fyrir sér hvort þeim sem búa í mesta þéttbýlinu vaxi í augum ef þeir þurfa að fara út fyrir höfuð- borgarsvæðið. Eða hvort fólk hafi ekki áttað sig á því hve skamman tíma það tekur nú orðið að komast til nágrannabyggðarlaganna? Þetta sama fólk, Víkveiji meðtalinn, eyðir þó daglega löngum tíma í bfl sfnum í umferðaröngþveiti við að komast í og úr vinnu innan borgarmark- anna. XXX Undir stjóm nýrra eigenda og ritstjóra hóf Vikan að koma út í síðustu viku. í blaðinu er einn höfundanna sérstaklega kynntur og sagt að hann sé ættaður af Hom- ströndum, sonur föður síns og þeirra systkina! Ekki meira um það. XXX A Iminningargreinum, í Morgun- blaðinu og annars staðar, er algengt að skrifað sé eitthvað á þessa leið: „Ég kynntist þessum mæta manni persónulega og urðum við hinir mestu mátar." Undirskrift er síðan oft einhver fjölskylda, spilafélagar eða Jón og Jóna. Er ekki hægt að breyta þessu? 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.