Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 1 Skoðanakönnun Hagvangs: Fylgi Alþýðubandalags og Borgara- flokks mest meðal eldri kjósenda Hér á eftir fer greinargerð Hag-vangs um helstu niðurstöð- ur úr skoðanakönnun, sem framkvæmd var á fylgi stjórn- málaflokkanna til Alþingis og viðhorfum íslendinga til hval- veiða. Eins og fram kemur í töflu I, þá var könnunin gerð á tíma- bilinu 16.—25. október og var úrtakið 1.000 manns er náði til alls landsins. Svör fengust frá 782 einstaklingum á aldrinum 18-67 ára, eða 78,2% af brúttó- úrtaki. Aldursskipting þátttak- enda samsvaraði vel heildar- skiptingu fyrir landið í heild, svo og skipting á milli kynja. Alþingiskosningar í könnuninni var spurt um eftir- farandi: „Ef efnt yrði til alþingis- kosninga á næstu dögum hvaða stjómmálaflokki eða samtökum myndir þú greiða atkvæði?" Ef viðkomandi var óákveðin(n) þá var jafnframt spurt: „Hvaða stjómmálaflokki eða samtökum er lfklegast að þú myndir greiða atkvæði?“ í töflu II eru sýndar samanlagðar niðurstöður úr þess- um spumingum. í skoðanakönnunum hér á landi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins yfirleitt verið ofinetið, en í þess- ari könnun virðist það eiga við fylgi FVamsóknarflokksins. I töflu III em sýndar niðurstöður könn- unarinnar ef eingöngu þeir sem afstöðu tóku til ákveðinna lista eru lagðir til grundvallar. í töflu III eru jafnframt sýnd skekkjufrávik á fylgi stjómmála- flokkanna miðað við 95% vissu. Samkvæmt þeim útreikningi get- ur fylgið breyst til hækkunar eða Iækkunar um 2,3% stig hjá Al- þýðubandalagi, 2,7% stig hjá Alþýðuflokki, 3,4% stig hjá Fram- sóknarflokki, 2,8% stig hjá Kvennalista, 3,6% stig hjá Sjálf- stæðisflokki og 2,2% stig hjá Borgaraflokki. Óvissumörk em ekki reiknuð út fyrir aðra flokka. Eins og í fymi könnunum þá kjósa konur Kvennalistann í ríkari mæli en karlar. Kjósendur Sjálf- stæðisflokksins em hlutfallslega flestir af höfuðborgarsvæðinu, en Framsóknarflokkurinn sækir hins vegar mest af sínu fylgi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar var fylgi flokkanna með tilliti til aldurs nokkuð breytilegt, að undanskildum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Fylgi Alþýðu- flokksins var minnst á meðal þeirra sem vom á aldrinum 30—49 ára, en fylgi Alþýðubanda- lagsins var mest á meðal þeirra sem elstir vom, þ.e. 50 ára og eldri, og hið sama má segja um fylgi Borgaraflokksins. Kvenna- listinn sótti hins vegar minnst af sínu fylgi meðal elstu kjósenda. í töflu IV kemur fram fylgni kjósenda við tiltekna flokka, svo og samsetning núverandi fylgis miðað við þá einstaklinga sem kusu í síðustu kosningum. í könnuninni vom þátttakendur einnig spurðir um afstöðu þeirra til ríkisstjómarinnar. Spumingin var eftirfarandi. „Styður þú eða styður þú ekki núverandi ríkis- stjóm?" í töflu V em sýndar niðurstöður úr þessari spumingu. Hvalveiðar Hvalveiðar íslendinga hafa töluvert verið til umQöllunar í fjöl- miðlum á þessu ári, og því áhugavert að athuga viðhorf al- mennings til hvalveiða. í könnun- inni vom þátttakendur spurðir hvort þeir væri fylgjandi eða andvígir hvalveiðum Islendinga í vísindaskyni. í töflu VI em sýndar niðurstöð- ur þessarar spumingar, ásamt samanburði við niðurstöður könn- unar sem framkvæmd var í júlí 1986. Óvemlegur munur var á viðhorfum almennings til hval- veiða í vísindaskyni, þegar niður- stöðumar vom greindar eftir kyni, aldri eða búsetu þátttakenda. Að öðm leyti er vísað í töflum- ar. Tafla III Hlutfallslegt fylgi ef eingöngu þeir sem afstöðu tóku eru lagðir til grundvallar Niðurstöður Skeklqufrivik Alþýðubandalag Fjöldi 46 % 8,9 umþaðbil +/- 2,3% stig Alþýðuflokkur 68 13,2 +/- 2,7% stig Framsóknarflokkur 124 24,0 +/- 3,4% stig Samtök um kvennalista 75 14,5 +/- 2,8% stig Sjálfstæðisflokkur 148 28,7 +/- 3,6% stig Flokkur mannsins 7 1.4 Sérfr. Stef. Valg. 2 0,4 Þjóðarflokkur 5 1,0 Borgaraflokkur 41 7,9 +/- 2,2% stig Samtals 516 100,0 Tafla IV Fylgni kjósenda við tilt. flokka m.v. þá sem kusu síðast: 71,2% sem kusu Alþýðubandalagið síðast ætla að kjósa það aftur 76,4% sem kusu Alþýðuflokkinn síðast ætla að kjósa hann aftur 92,4% sem kusu Framsóknarflokkinn sfðast ætla að kjósa hann aftur 90,9% sem kusu Kvennalistann síðast ætla að kjósa hann aftur 91,0% sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast ætla að kjósa hann aftur 86,5% sem kusu Borgaraflokkinn síðast ætla að kjósa hann aftur Tafla I Könnunartími Úrtaksstærð Svarprósenta brúttó Svarprósenta nettó Aldur þátttakenda Framkvæmdamáti Búseta 16.—25. október 1000 manns 78,2% 83,4% 18-67 ára Símleiðis Allt landið Hvaðan kemur fylgið m.v. þá sem kusu síðast: Alþýðubandalag Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Samtök um kvennal. Sjálfstæðisfl. Borgaraflokkur Frásamafl. 86,0% 85,9% 92,4% 71,4% 17,l%fráAlþýðubandalagi 89,1% 80,0% Tafla II „Ef efnt yrði til alþingiskosninga á næstu dögum, hvaða stjóm- málaflokki eða samtökum myndir þú greiða atkvæði?" FiSldi % Alþýðubandalag 46 5,9 Alþýðuflokkur 68 8,7 Framsóknarflokkur 124 15,9 Samtök um kvennalista 75 9,6 Sjálfstæðisflokkur 148 18,9 Flokkur mannsins 7 0,9 Sérframboð Stefáns Valgeirss. 2 0,3 Þjóðarflokkur 5 0,6 Borgaraflokkur 41 5,2 Ætla að skila auðu 24 3,0 Mun ekki greiða atkvæði 33 4,2 Veit ekki 123 15,7 Neitar að svara 86 11,0 Samtals 782 100,0 Tafla V „Styður þú eða styður þú ekki núverandi ríkissfjóm?“ Styður 46,8% Styður ekki 31,7% Veit ekki 17,6% Neitar að svara 3,8% Tafla VI Hvalveiðar íslendinga í skyni vísinda- Oktðber 1987 Júlí 1986 Fylgjandi Heild Afstaða Heild Afstaða 66,1 81,2 75,3 82,6 Ándvígur 15,3 18,8 15,8 17,4 Veit ekki 18,5 8,9 Tannlæknar þinga um nýjungar og skrekk FIMMTA ársþing Tannlækna- félags íslands hófst í gær á Hótel Sögu og lýkur á morgun. Á þing- Vtuu flytja erlendir og íslenskir fyrirlesarar erindi um ýmsar nýjungar, auk þess sem haldin verða námskeið og tannlækna- vörur sýndar. í tengslum við þingið verður haldið upp á 60 ára afmæli Tann- læknafélagsins, saem var stofnað 30. október 1927. Við setningu árs- þingsins í gær hélt Einar Ragnars- son, lektor, erindi um faraldsfræði- legar rannsóknir sem hann hefur stundað ásamt öðrum á munnheilsu fiillorðinna. í dag fjallar Rod Mo- ore, tannlæknir, um ótta fólks við tannlækna, en hann telur fiórða hvem mann svo illa haldinn af tann- læknaskrekk að hann hliðri sér við að fara til tannlæknis nema í neyð, þegar sársaukinn rekur hann af stað. Ársþing TFÍ er haldið að Hótel Ljósmynd Loftur Atli Eirlkason Fjórir heimsmeistarar í skák. Talið frá vinstri: Hannes Hlífar Stefáns- son, heimsmeistari sveina 16 ára og yngri, Boris Spassky, Bobby Fischer og Héðinn Steingrimsson, heimsmeistari drengja 12 ára og yngri. Afrekssjóður stofnaður til að styrkja efnilega skákmenn Afrekssjóður Skáksambands ís- lands hefur verið stofnaður til að styrkja efnilega íslenska skák- menn. Fyrsta verkefni hans verður að standa straum af kostnaði vegna þátttöku Jóhanns Hjartarsonar í áskorendaeinvígjunum í janúar. Á næstu vikum verður safnað í afrekssjóðinn meðal einstaklinga og fyrirtækja um allt land að sögn Jóns Rögnvaldssonar varaíormanns Skák- sambandsins. Einnig geta menn lagt inn framlög á póstgíróreikning númer 27570-0 eða ávísanareikning númer 8168 í Landsbanka íslands á Lauga- vegi 77. Islensku stórmeistaramir eru nú orðnir sex að tölu, jafnmargir og á öllum öðrum Norðurlöndum til sam- ans. Margeir Pétursson varð Norður- landameistari í skák fyrir skömmu og Hannes Hlífar Stefánsson og Héð- inn Steingrímsson eru báðir heims- meistarar í sínum aldursflokki. Yngsti stórmeistarinn okkar, Jóhann Hjart- arson, er kominn í hóp 15 skákmanna er beijast um æðstu metorð skáklist- arinnar, sjálfan heimsmeistaiatitilinn. Ný íslensk ungl- ingamynd verður frumsýnd í kvöld NÝ íslensk unglingamynd „Ekki ég, kannski þú“ verður frumsýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Myndin var gerð á veg- um Reykjavíkurborgar, og er hún ætluð til sýninga í skólum með fræðsluefni um vímuefni. Leikstjóri er Andrés Sigurvins- son. Með aðalhlutverk í myndinni fara Steinunn Ólína Þorvarðar- dóttir, Ingi R. Ingason og Hildur Dungal, en auk þeirra koma fram unglingar úr Hagaskóla, leik- hópnum „Veit mamma hvað ég vil“ og leiklistarskóla Helga Skúlasonar. Að sögn Andrésar Sigurvinssonar leikstjóra og ann- ars handritahöfundar myndarinn- ar Qallar hún um aðstæður sem hinn venjuiegi unglingur getur lent í, og eiga öll atriðin í mynd- inni sér fyrirmyndir í raunveru- leikanum. Sagði Andrés að í myndinni væri reynt að komast eins nálægt heimi unglinganna og hægt var, og ætti hún ekki síður Andrés Sigurvinsson, leikstjóri myndarinnar „Ekki ég, kannski þú“ sem frumsýnd verður í Ríkis- sjónvarpinu í kvöld. erindi til fullorðinna en unglinga. Tónlist við „Ekki ég, kannski þú“ samdi Ragnhildur Gísladóttir, og syngir hún einnig tiltillag myndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.