Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 246.tbl.75.árg. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sri Lanka: Obreyttir borgar- ar falla í árásum Nýju Delhí, Colombo, Reuter. INDVERSKAR fríðargæslusveitir á Sri Lanka gerðu í gær loftárás- ir á eina af höfuðstöðvum skœruliða tamíla austur af borginni Jaffna á norðurhluta eyjarinnar. Að sögn sjónarvotta skutu árásarþyrlur eldflaugum á markað og íbúðarhús í aðalverslunarhverfi bœjarins Chavakacheri. Indverska herstjórnin á eyjunni sagði 27 skæruliða hafa fallið en indverskur blaðamaður sem var vitni að árásinni sagði flesta beirra föllnu hafa verið óbreytta borgara. Árásin á Chavakacheri hófst á þriðjudagskvöld og lauk henni í gær. Talsmaður indversku friðar- gæslusveitanna, sem freista þess að afvopna skæruliða tamíla sam- kvæmt samkomulagi stjórnvalda á Indlandi og Srí Lanka, sagði að gengið hefði verið úr skugga um að óbreyttir borgarar væru ekki í hættu áður en merki var gefið um árásina. Hins vegar kvaðst ind- verskur blaðamaður hafa fundið lík 15 óbreyttra borgara og sagði hann fleiri hafa látist í sjúkrahúsi bæjar- ins. Indverski talsmaðurinn vildi ekki tjá sig um hvort óbreyttir borg- arar hefðu fallið. Bretland: Ríkishluta- bréf í BP verða seld London, Reuter. BRESKA ríkisstjórnin til- kynnti f gærkvöldi að hún hygðist ekki hætta við sölu á hlutabréfum ríkisins í breska olioufélaginu BP þrátt fyrir verðfall á hluta- bréfamðrkuðum. Nigel Lawson fjármálaráð- herra kvaðst hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa ráðfært sig við hags- munaðila og fjármálasér- fræðinga. Sagði hann að þess yrði gætt að viðunandi verð fengist fyrir bréfin en sér- fræðingar höfðu bent á að að aukið framboð á hlutabréf- um myndi einungis verða til þess að stuðla að frekara verðfalli á verðbréfamarkað- inum í London. Skæruliðar tamfla hafa undan- farin fjögur ár barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á Sri Lanka. í júlí- mánuði gerðu stjórnir Indlands og Sri Lanka með sér samkomulag um að binda enda á borgarastyrjöldina sem kostað hefur rúmlega 6.000 manns lífið. Skæruliðar tamfla sam- þykktu í fyrstu að leggja niður vopn en gengu síðan á bak orða sinna. Hófu indversku friðargæslusveit- irnar þá umsátur um borgina Jaffna og hafa hundruð manna fallið í þeim átökum. Fullyrt hefur verið að fjöldi óbreyttra borgara hafi beðið bana í stórskotaliðsárásum Indverja og er þrýst á Rajiv Gand- hi, forsætisráðherra Indlands, um að kalla sveitirnar heim. Sjá einnig „Af erlendum vett- vangi" á miðopnu blaðsins. 50.000 Frakkar flýja eiturský Reuter Um 50.000 manns í vesturhluta Frakklands var skipað að yfirgefa heimili sín í gær þegar 15 kfló- metra hátt eiturský lagðist yfir ána Loire og nærliggjandi sveitir. Að sögn yfirvalda slapp eitur- efni út í andrúmsloftið er eldur varð laus í áburði sem geymdur var í skemmu á hafnarsvæði borgar- innar Nantes, sem er við mynni árinnar. íbúum sjö smábæja í grennd við Nantes var sagt að yfirgefa heimili sín til að forðast gasskýið. Gasið er ammoní- aksblandað, og getur að sögn lækna verið banvænt andi menn því að sér í langan tíma. 24 fjórir þurftu á aðhlynningu lækna að halda vegna minniháttar áverka. í gærkvöldi höfðu vindar blásið eiturskýinu langleiðina á haf út. Sovétmenn búa sig undir leiðtogafund fyrir áramót: Fyrirvörum um geimvarn- ir hefur verið ýtt tU Miðar Moakvu. Washúurton. Reuter. V^ Moakvu, Washiiujton, Reuter, TALSMAÐUR sovéska utanrfkisráðuneyteins skýrði frá þvi í gær að leiðtogar risaveldanna, þeir Mikhail Gorbachev og Ronald Reagan, myndu koma saman til fundar á þessu ári. Ronald Reagan kvaðst ætla að biða komu Eduards Shevardnadze, utanrikisráðherra Sov- étríkjanna, scin var væntanlegur til Bandaríkjauna i nótt, og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hvort af fundinum yrði. Shevardnadze mun hafa bref meðferðis til Reagans frá Gorbachev og er talið fullvfst að i þvi sé að finna tillögu um dagsetningu næsta leiðtogafundar, sem að Ukindum fer fram í Washington. Ónafngreindir heimildarmenn Re- uíers-fréttastofunnar í Moskvu sögðu að fundurinn yrði líklega í byrjun desember eða um miðjan mánuðinn. Boris Pyadyshev, einn yfirmanna upplýsingaskrifstofu sov- éska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi ( gær að öllum Rustamenni mvGFT^Sf^* fá raflost Norbert Benzaous, ^lu 6M SÉi' \ ' formaður stéttarfé- |Hk ^^k m~ aj lags franskra leigubflstjóra, kynnti fréttamönn- um í gær nýstárleg- BSsí^h - an öryggisbúnað, tl^lfl J*# ¦ sem komið hefur verið fyrir í nokkr- HH um leigubílum f ¦ ^E é "¦'^Cv'.' -Jwr Parísarborg. Með búnaði þessum get- ur bflstjórínn hleypt :¦ "t'óf'Wk rafstraumi í rusta- ",'-'.'- ¦¦*-;-¦-::¦. •V-v. ¦ ¦ s menni sem láta -^- >' ¦¦. -~;- .'¦':--*,:,' H | '¦ ófríðlega eða gera *¦¦""" j^M * ";'IJt sig lfkleg til að beita bílstjórann ofbeldi. Reuter hindrunum hefði verið rutt úr vegi og þvf myndu leiðtogarnir eiga við- ræður fyrir áramót. Pyadyshev sagði Bandaríkjastjórn hafa fallist á að ræða fækkun langdrægra kjarn- orkufiauga og ákvæði ABM-sátt- málans svonefnda um takmörkun gagneldfiaugakerfa en Sovétmenn túlka þann sáttmála á þann veg að hann taki fyrir tilraunir með geim- vopn. Sovétmenn höfðu áður krafist þess að fyrir lægju drög að sam- komulagi um þessi atriði áður en næsti leiðtogafundur yrði haldinn. Hafði þess almennt verið vænst að leiðtogarnir þinguðu í nóvember og yrði þar undirritað samkomulag um upprætingu meðal- og skamm- drægra kjarnorkuflauga á landi. Préttaskýrendur telja að með þessu hafi Sovétstjórnin ætlað sér að beita Reagan og stjórn hans þrýstingi. Það hafi á hinn bóginn ekki tekist enda hafa bæði bandarfskir embætt- ismenn og ráðamenn í Vestur-Evr- ópu lýst yfir því að ekki sé nauðsynlegt að boða til leiðtoga- fundar til að undirrita samkomulag það sem nú liggur fyrir um útrým- ingu meðaldrægu flauganna. Boris Pyadyshev sagði Banda- ríkjamenn hafa lýst sig reiðubúna til að ræða ágreiningsefni varðandi ABM-sáttmálann og fækkun lang- drægra flauga. „Þetta er fullnægj- andi ástæða fyrír þvf að boða til leiðtogafundar," sagði hann. Kvað hann Sovétstjórnina ekki hafa skipt um skoðun, æskilegra hefði verið að fyrir lægju drög að samkomu- lagi, en fyrst svo væri ekki myndu leiðtogarnir freista þess að ná þeim fram og yrði þá unnt að undirrita þau er Reagan kæmi til Moskvu á næsta ári. Áður höfðu Sovétmenn lagt til að bráðabirgðasamkomulag yrði gert á leiðtogafundi á þessu ári og lokadrögin yrðu sfðan undirrituð í Moskvu. Reagan hefur lýst þvf yfir að hann stefni að þvf að ná samkomulagi unm helmingsfækkun langdrægra kjarnorkufiauga á þeim 15 mánuðum, sem eftir lifa af valda- tfma hans. Hins vegar hefur hann gefið skýrt til kynha að hann sé ekki reiðubúinn til að semja um geimvarnaáætlun Bandarfkjastjórn- ar og hefur það legið fyrir allt frá því að leiðtogarnir ræddu afvopnun- armál á fundi þeirra í Reykjavík fyrir rúmu ári. Hæstiréttur Bandaríkjanna: Douglas Ginsburg út- nefndur í stað Borks Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandarikjafprsetí tílkynntí i gær að hann hefði útnefnt Douglas Ginsburg til embættis dómara i hæstarétti Banda- ríkjanna. Ginsburg er 41 árs að aldri og hljóti hann samþykki þingsins verður hann yngsti dómari hæstarettar frá þvi að Lewis Powell fékk þar sæti fertugur að aldri árið 1939. Ginsburg kemur í stað Roberts Bork, sem Reagan hafði tilnefnt til starfans, en bandarískir þingmenn höfnuðu honum í síðustu viku. Reagan sagði Ginsburg, sem er gyð- ingur, njóta virðingar bæði frjáls- lyndra manna og íhaldsmanna og hvatti hann þingmenn öldungadeild- arinnar til að fjalla sem fyrst um tilnefninguna. Sagði forsetinn að deilurnar um Bork hefðu veríð bæði hæstarétti og bandarísku þjóðinni tii vansa. Kvaðst hann vænta þess að barátta þrýstihópa setti ekki mark sitt á umræður um hæfni Gins- burgs til starfans. 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.