Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 2

Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Timman lagði Jóhann Belgrad. Frá Leifi Jósteinssyni fréttarit- ara Morgunbladsins. ÞEIR Jan Timman og Ljubomir Ljubojevic beijast um efsta sætið á Investbanka skákmótinu í Belgrad. í næstsíðustu umferð- inni í gærkvöldi sigraði Timman Jóhann Hjartarson og Ljubojevic vann landa sinn Ivanovic. Timm- an hefur nú hlotið 7 vinninga af 10 mögulegum, en Ljubojevic fylgir fast á hæla hans með 6'/2 vinning og biðskák við Short, sem þykir jafnteflisleg. Jóhann Hjartarson er í 6. sæti á mótinu með 5 vinninga. Önnur úrslit í 10. umferð urðu þau að Salov vann sinn fyrsta sigur á mótinu er hann lagði Maijanovic að velli, Short vann Gligoric ogtvær skákir fór í bið. Beljavsky er talinn hafa unna stöðu á Nikolic og Korchnoi hefur heldur betra tafl gegn Popovic. Skák þeirra Timm- ans og Jóhann í gærkvöldi var mjög athyglisverð. Jóhann breytti nú til og tefldi kóngsindverska vöm, en áður hefur hann notazt við drottn- ingarindverska vöm á mótinu. Jóhanni tókst strax að létta á stöðu sinni með uppskiptum og hafði nokkum veginn jafnað taflið, er hann leyfði Timman að skipta upp á drottningum í 20. leik. Eftir það hallaði undan fæti og Jóhann lenti í miklu tímahraki. I 27. leik lék hann af sér skiptamun og Timman var ekki í vandræðum með að inn- byrða vinninginn. Bandaríkja- mennimir eru lausir úr gæslu Guðmundur J. Guðmundsson við setningu Verkamannasambandsþings: ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra átti fertugsafmæli í gær og f tilefni dagsins tók hann á móti gestum í Víkingasal Hótels Lofteliða. Fjöldi fólks, m.a. forseti íslands, kom tíl að færa Þor- steini afmælisóskir og á myndinni hér að ofan sést hluti gestanna með afmælisbarninu, Ingibjörgu Rafnar eiginkonu Þorsteins, og Þórunni dóttur þeirra sem notaði tækifærið til að bregða á leik með pabba sínum. I afmælinu * Knýja þarf VSI og ríkissljórn til samninga í næsta mánuði Keflavík. BANDARÍSKU hermennirnir tveir, sem 19 ára stúlka f Keflavfk kærði fyrir nauðgun fyrir hálfum mánuði, voru látnir lausir f gær. Þeir höfðu þá setið í gæsluvarð- haldi f Keflavfk f 14 daga. Óskar Þórmundsson, lögreglufull- trúi í Keflavík, sagði að málið væri að fullu rannsakað og hefði verið sent til ríkissaksóknara til ákvörðun- ar. Óskar sagði að framburður annars sakbomingsins, stúlkunnar og vitna bæri að mestu saman. Bandaríkjamennimir hefðu viður- kennt að hafa soðið saman sögu til að þeim bæri saman, en hún hefði siðan ekki haldið í veigamiklum at- riðum. Að sögn Óskars eru mennimir í farbanni og undir eftirliti þar til ákvörðun ríkissaksóknara liggur fyr- ir. - BB Akureyri. Frá Rjálmari Jónasyni biaóanuuini Morgunblaðains Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bands íslands, hvatti þingfull- trúa á 13. þingi VMSl, sem sett var á Akureyri f gærmorgun, tU þess að sýna samstöðu til þess að hægt væri að knýja atvinnu- rekendur og ríkisvald til samningaviðræðna strax í næsta mánuði. Sagði hann ekki veij- andi að viðræður drægjust frekar, þó að vissulega væri ails óvíst hverju þær skiluðu. Sagði hann að ef samningar drægjust fram í mars á næsta ári og að samið yrði eftir allsheijarverk- fall um ákveðna prósentu myndi það ganga jafnt til allra laun- og þvf ekki verða til þess að leiðrétta hlut félaga í verka- mannasambandinu. i dag Jti«r£utiþfaþiþ LEDUR Jflorgœvtilabiti Gkapandí twpeid; r r s VIKUIUA 31. OKTÓBBH - 6. NOVBMBER n DÆGURMÁLAÚTVARP RÁSAR2 6/7 Skólafatnaður og skólatiska BLAÐ B í drögum að kjaramálaályktun, sem liggur fyrir þinginu, segir að það sem einkenni stöðu kjaramála nú sé annars vegar óviðunandi lqör fiskvinnslufólks og hins vegar óþolandi misgengi launa í þjóð- félaginu og nái það einnig til einstakra hópa innan VMSÍ. Þetta gerist á sama tíma og mikið góð- æri hafí gengið yfír þjóðina og almennur kaupmáttur sé hár. Nú þegar verði að heflast handa um að leiðrétta þennan ójöfnuð, færa taxta að greiddu kaupi, og hækka laun fískvinnslufólks. Forsendur jólaföstusamninganna séu löngu brostnar. „Það traust sem launþeg- ar sýndu fyrri ríkisstjóm var óverðskuldað. Stjómvöld skorti siðferðisþrek til að standa við sinn hluta þjóðarsáttarinnar,“ segir síðan. í lokin eru öll aðildarfélög hvött tii þess að standa saman og láta ekki misvísandi stundarhags- muni sundra hreyfíngunni. „Samstilltum verkalýðssamtökum er fátt ómögulegt. Afl einingarinn- ar mun færa okkur að settu marki og útrýma því misrétti, sem lág- launafólk býr við í dag.“ í fyrri umræðu um kjaramála- ályktunina hvöttu menn almennt til samstöðu. Einnig fór fram fyrri umræða um tillögur að skipulags- breytingum. Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri VMSÍ, mælti fyrir tillögu skipulagsnefndar um að sambandinu verði skipt í þijár deildir, deild fískvinnslufólks, deild þeirra sem vinna við byggingar og mannvirkjagerð og deild þeirra sem starfa hjá ríki og sveitarfélög- um. Hrafnkell A. Jónsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, mælti fyrir tillögu um gagngerar breytingar á skipulagi alþýðusambandsins. Þá fjallaði Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, um breytingar á kvótakerfínu. Nefndir þingsins voru að störfum í gærkveldi. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðheira, ávörpuðu þingið við setningu þess í gær- morgun. Þá tiikynnti félagsmála- ráðherra þá ákvörðun ríkisstjóm- arinnar að fresta án skilyrða eða skuldbindinga álagningu 10% sölu- skatts á matvæli til áramóta. Halldór Blöndal: Ekkert liggur á hós- næðisfrumvarpinu HALLDÓR Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Varðarfundi í gærkvöldi, að ekk- ert lægi á frumvarpi félagsmála- ráðherra um húsnæðislán út af Alþingi fyrr en reglugerðir viðvíkjandi þvi hefðu verið samd- ar og stjórnarflokkarair náð samkomulagi um einstök atriði þess. Halldór sagði sjálfstæðis- menn reiðubúna til viðræðna nú þegar, m.a. um að færa hluta húsnæðiskerfisins til bankanna. „Það eru forkastanleg vinnu- brögð og taugaveiklun hjá félagsmálaráðherra að segja það þverbrest í stjórnarsamstarfinu ef sjálfstæðismenn fá að beita sér fyrir breytingum á frum- varpinu í samræmi við málefna- samning stjórnarinnnr og þann rétt, sem samið hefur verið um í kjarasamningum," sagði Hall- dór. I ræðu sinni lagði Halldór til að horfið yrði frá núverandi fyrirkomu- lagi á endurgreiðslu húsnæðislána, sém hann sagði valda því að lánsfé greiddist oft hættulega seint. Halldór sagðist leggjast gegn því að fólki yrði mismunað af hálfu Húsnæðisstofnunar með misháum vöxtum, eins og lagt væri til í hús- næðisfrumvarpi félagsmálaráð- herra. Á hinn bóginn sagðist hann telja rétt að lánin yrðu til mismun- andi langs tfma, þannig að þeir sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn,-* fengju lán til 40 ára og afborgunar- laus fyrstu þrjú árin, en aðrir til skemmri tfma. Þannig yrðu tryggð- ar fljótari endurgreiðslur í Bygging- arsjóð ríkisins. „Geti menn ekki fallist á þetta, og telji að niðurgreiðslur ríkissjóðs á vöxtunum séu samt of miklar, þá hlýtur svarið auðvitað að vera að sumir greiði markaðsvexti af lánum sínum og ég vil gjaman leggja það til að við vinnum að því núna að leysa vanda húsnæðiskerf- isins með þeim hætti að aðeins forgangshópurinn fari í gegn um Húsnæðisstofnun, en aðrir verði að leita til bankanna," sagði Halldór. Þetta sagði hann þó þýða að lffeyrissjóðimir drægju úr kaupum skuldabréfa Húsnæðisstofnunar en keyptu í staðinn bréf af bönkunum til að standa undir húsnæðisþörf- inni. „En ef menn eiga að greiða markaðsvexti, verða þeir einnig að vera frádráttarbærir til tekjuskatts, þeir eru mönnum ofviða að öðmm kosti,“ sagði Halldór. „Sjálfstæðis- flokkurinn mun standa vörð um það að menn geti búið sæmilega um sig, og með þessum hætti vil ég svara Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég er ánægður með að hún hefur sagst vera til viðræðu um að tvískipta Húsnæðisstofnun með þessum hætti."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.