Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Offramboð fellir verð á karfa í Þýzkalandi: Ömurlegt að menn fari ekki eftir leiðbeiningum - segir Ágúst Einarsson, útgerðarmaður VERÐ á ferskum karfa í Þýzka- landi er nú fallið og er það að minnsta kosti í fjórða skiptið á þessu ári, sem svo fer að frátöldu ormamálinu svokallaða. Ástæðan er, eins og í fyrri skiptin, offram- boð. Karfi fór í gær og fyrradag á lágmarksverði, um 35 krónur og talsvert tap er á slíkum út- flutningi. Ágúst Einarsson, útgerðarmaður Viðeyjar RE, seg- ir að það sé ömurlegt að menn fari ekki eftir leiðbeiningum frá mörkuðunum, heldur yfirfylli þá og valdi sjálfum sér og öðrum verulegu tapi. Viðey RE seldi afla sinn í Brem- erhaven á miðvikudag og fimmtu- dag, alls 239 tonn, mest karfa. Heildarverð var 9,5 milljónir króna, meðalverð 39,89. Verð fyrir karfa VEÐUR var heldur lægra, bæði úr gámum og afla Viðeyjar, en fyrir aðrar fisk- tegundir var verð þokkalegt, enda minna framboð af þeim. Framboð i næstu viku á þessum markaði er enn meira en í þessari og vænta menn mikilla erfiðleika þá. Ágúst Einarsson sagði, að ástæða verðfallsins væri einföld, of mikið framboð. Vitað hefði verið með um þriggja vikna fyrirvara að tvö skip frá Tslandi yrðu á markaðnum á þessum tíma og talsvert framboð væri af fiski frá heimamönnum. Því hefðu menn ytra beðið um að enginn karfi yrði sendur utan í gámum. Viðbrögð gámaútflytjenda hér hefðu hins vegar verið þau að senda á þriðja hundrað tonn í gámum inn á markaðinn. Markaðurinn réði við um 500 tonn og gámunum hefði algjór- lega verið ofaukið. „Við sitjum agndofa yfir þessu" sagði Ágúst. „LIÚ hefúr stjórnað siglingum skipanna með góðum ár- angri í fjölda ára, en engin stjórn er á útflutningi í gámum. Miðað við 500 tonn á viku er hægt að fá 55 til 60 krónur á kíló af karfa að meðaltali, en svo hrúga menn fiski inn, þrátt fyrir viðvaranir og fella verðið fyrir sjálfum sér og öðrum. Það tapa allir á þessu. Síóan fara málin þannig, að menn halda að sér höndum, senda lítið út og eftirspurn umfram framboð hækkar verðið óeðlilega mikið. Þá fer skriðan af stað aftur og verðið fellur. Þetta kallar allt á miðstýringu á útflutn- ingi á ferskum fiski. Það er ömuleg- ast þegar menn fara ekki eftir leiðbeiningum. Þetta er vont mál fyrir alla, bæði seljendur og kau- pendur. Markaðurinn í Þýzkalandi er góður, sé hann stundaður af skyn- semi, en svona háttalag eyðileggur hann," sagði Ágúst Einarsson. / DAG k/. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 30.10.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir íslandi er 1019 millibara hæðar- hryggur en á Grænlandshafi er 1010 millibara smálægð sem hreyfist austsuðaustur. SPÁ: í dag verður hæg, breytileg átt á landinu, smá ál eða slydduél í fyrstu við norðausturströndina en víðast annars staðar úrkomu- laust. Hití verður víða 1—3 stig við sjávarsíðuna en 4—6 stiga frost inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA LAUGARDAGUR: Suðlæg eða suðvestlæg átt og fer að hlýna. Þykknar upp um sunnan- og vestanvert landið og fer að rigna þegar líður á daginn. SUNNUDAGUR: Suðlæg átt og víða 4-stiga hiti. Rigning um sunn- an- og vestanvert landið en þurrt að mestu Norðaustanlands. TÁKN: \J- Heiðskfrt '<«^k Hálfský'að A 'fáÉk. Skýjað Alskýjað A Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r f f f f Rigning r r r * r * r * r * Slydda / * / * * » ? # * * Snjókoma * * * -| o Hitastig: 10 gráður á Celsius \7 Skúrir * V El =E Þoka == Þokumóða ' , ' Súld OO Mistur —L Skafrenningur [7 Þrumuveður w>** gMl Ipjpr f i ¥ w V % lí VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 ígær að fsl. tíma hltl veour Akureyri +4 léttskýjað Roykjavík 42 léttskýjað Bergen 8 léttskýjað Helsinki 7 léttskýjað JanMayen +6 snjókoma Kaupmannah. 8 þokumöða Narsaarssuaq +1 alskýjað Nuuk 0 snjökoma Osló 7 rlgnlng Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Algarve 17 skýjaft Amsterdam 12 þokumÓða Apena 12 alskýjað Barcelona 20 lóttskýjað Barffn 8 léttskýjað Chlcago 0 skýjað Feneyjar alskýjað Frankfurt 12 mistur Glasgow 8 mlstur Homborg 7 rígnlng LasPalmas 22 skýjað Lomkm 10 mistur LosAngeles 18 skýjað Lúxamborg 11 þoka Madrfd 10 þokumóða Malaga 18 léttskýjað Mallorca 21 •kýlrt Montroal 0 láttskýjað NewYork 6 helðskfrt Psrfs 12 •kíW Róm 21 þokumóða Vfn a láttskýjað Washlngton 3 alskýjað Wlnnlpeg 2 hárfskýjað Vatenda 21 létt«ký)aS Að afhendingunni lokinni. Auk þeirra Ragnars og Taka Yama eru á myndtnni Jóhann Kiesel, framkvæmdasljóri Týlis hf., og Björk Hreiðarsdóttir, hárgreiðslumeistari, eiginkona Ragnars. RAX fær viður- kenningu frá Canon JAPANSKA yósmyndavörufyr- irtækið Canon og umboðsaðili þess á íslandi, Týli hf., afhentu f gær Ragnari Axelssyni, Ijós- myndara við Morgunblaðið, myndavél Canon F-l N, sem fyrirtækið telur sína fullkomn- ustu myndavél fyrir atvinnuljós- myndara. Þessa viðurkenningu má rekja fyrst og fremst til forsíðumynda, sem Ragnar Axelsson tók og Morgunblaðið birti af leiðtoga- fundinum í Reykjavlk fyrir rétt rösku ári. Þessar myndir vöktu ekki aðeins athygli hér á landi, heldur og víða erlendis og m.a. birtust myndir af þessum forsíðum í síðasta tölublaði tímarits Canon- fyrirtækisins, sem dreift er um allan heim. Þetta mun vera í fyrsta skipti, ¦Pf' : Lv^ i'S -3 »»K"^ V'-m ,-:;¦¦ ÍS :,; 'á ' Ragnar Axelsson tekur við ljós- myndavélinni úr hendi markaðs- stjóra Canon í Evrópu, K. Taka Yama. sem fslenzkur fréttaljósmyndari, hlýtur viðurkenningu sem þessa. Húsavík: Útibússtjóraskipti í Landsbanka íslands SIGURÐUR Pétur Björnsson iætur um mánaðamótin af störf- um vegna aldurs sem útibús- stjóri Landsbankans á Húsavík, en því starfi hefur hann gegnt frá stofnun útibúsins 1962. Að- ur var hann sparisjóðssljóri á Húsavík frá 1943. Bankaráðið hefur ráðið Árna Sveinsson útibússtjóra á Húsavík frá 1. nóvember nk. Hann hefur undanfarin 7 ár verið útibússtjóri í Neskaupstað og þar áður um langt skeið starfsmaður endur- skoðunardeildar bankans. Sigurður Pétur Björnsson Árni Sveinsson Rómarsáttmálinn: Nefnd undirbýr aðild íslands Menntamálaráðuneytið hefur nýlega skipað nefnd til að und- irbúa aðild íslands að Rómar- sáttmálanum um vernd listflylj- enda, hljóðritaframleiðenda og útvarpsstofnana. Fyrsti fundur nefndarinnar verður 3. nóvember nk. og er gert ráð fyrir að hún ljúki störfum fyr- ir næstu áramót. Nefndina skipa: Þórunn J. Haf- stein lögfræðingur, sem er formaður, Baldur Guðlaugsson hrl., Helgi R. Magnússon lögfræð- ingur, Gunnar Guðmundsson hdl. og Erla Svanhvít Árnadóttir hdl., sem er tilnefnd af frjálsu útvarps- stöðvunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.