Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Lést eftír vinnuslys UNGI maðurinn, sem varð undir járnfargi við vinnu sfna f vél- smiðjunni Kletti þann 7. október, lést í Borgarspftalanum á þriðju- dag. Hann hét Birgir Grétarsson, tíl heimilis að ölduslóð 45 f Hafn- arfirði. Birgir heitinn var tuttugu ára gamall, fæddur 31. mare árið 1967. Hann lætur eftir sig unnustu. Birgir Grétarsson Lést eftír bruna UNGUR maður, Brynjar Gunn- laugsson, lést á þriðjudag af völdum reykeitrunar sem hann varð f yrir þegar kviknaði f íbúð við Drápuhlfð f Reykjavfk að- faranótt 18. október. Brynjar heitinn var 22 ára gam- all, fæddur 28.9. 1965, til heimilis að Álfhólsvegi 103 ( Kópavogi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Brynjar Gunnlaugsson Almenna bókafélagið vinnur að ljóðaárbók ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ hyggst á næsta ári gefa út Ljóða- árbók á vegum ljóðaklúbbs félagsins. Ljóðaklúbbur Al- menna Bókafélagsins hefur starfað f á þriðja ár og gefið út finun ijóðabækur, meðal annars Ijóðasafn Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds og næsta bók klúbbsins er kvæði 87 eftír Krisiján Karlsson. Ljóðaárbókin er þó ekki eingttngu ætluð félög- um ljóðaklúbbsins, heldur verður hún til sölu á almennum markaði. Ljóðaárbókin verður ekki bundin við neinn aldursflokk sérstaklega, heldur opin öllum sem við skáldskap fást og mun freista þess að gefa sem heilsteyptasta mynd af íslenskri samtímaljóðlist. Eingöngu verða valin ljóð sem ekki hafa birst áður í bók, en ljóð sem prentuð hafa verið f blöðum og tímaritum koma til greina. Ljóðaþýðingar verða jafngildar frumsömdum ljðð- um. Hðfundarlaun verða greidd samkvæmt samningum Rithöfun- dasambandsins og Félagas íslenskra bókaútgefenda. Þeir sem vilja vera með í Ljóðaár- bók 1988 þurfa að senda ljóð til Almenna bókafélagsins, pósthólf 9, 121 Reykjavík, merkt Ljóðaárbók. Skilafrestur ljóða er til 31. desem- ber 1987. Ljóðin í bókina verða valin af ritnefnd sem skipuð er Berglindi Gunnarsdóttur, Jóhanni Hjálmarssyni og Kjartani Arnasyni. Vestmannaeyjar: Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja fær greiðslustöðvun Vcstauumaeyjum. Ferðaskrifstofa Vestmanna- eyja fékk fyrir stuttu þriggja mánaða greiðslustöðvun. Rekst- ur skrifstofunar hefur gengið Ula og er staða hennar mjög slæm. Hún hefur verið lokuð f rúman mánuð. Langstærstu hluthafarnir f ferða- skrifstofunni eru Flugleiðir hf. og Herjólfur hf., einnig á bæjarsjóður Vestmannaeyja nokkuð stóran hlut. Rekstur skristofunnar hefur gengið erfiðlega og verið lftill í sum- ar og alveg lokað í september. Starfsmenn Flugleiða á Vest- mannaeyjaflugvelli hafa þó reynt að annast einhverja þjónustu fyrir hana. Hefur bæjarfógetinn í Eyjum skipað Ólaf Elfsson, löggiltan end- urskoðanda, tilsjónarmann þessa þrjá mánuði sem greiðslustöðvunin stendur. — Bjarni. Bjarni Sæmundsson: Ekki í blekkingarskyni - segir siglinga- málastjóri MAGNÚS JóhannesHon siglinga- málastjóri segir að athugun hafi leitt f ljós að áliöfn rannsókna- HkipsiiiH Bjarna Sæmundssonar fékk björgunarbúninga togarans Kaldbaks eingöngu að láni f þvf skyni að auka öryggi áhafnar í erfiðum leiðangri á norðursloðir en ekki f því skyni að blekkja skoðunarmenn Siglingamála- stofnunar. Þá kom fram hjá siglingamála- stjóra að búningarnir úr Kaldbak voru ekki um borð í Bjarna Sæ- mundssyni þegar skipið var skoðað heldur var þá framvísað staðfestri pöntun á búningum frá LÍÚ og 1 ljósi þess var útgerð skipsins veittur frestur á að uppfylla skilyrði reglu- gerðar um björgunarbúninga f skipum stærri en 250 brúttórúm- lestir. DaHas hom og sdfeisett eru þólstruð í mjúkan svamp sem þakinn er Dacronló og klætt með krómsútuðu, anilíngegnumlituðu nautaleðri (eins og yf ir leðrið á skónum þínum) á slitf lötum með gerf ileðri á grind utan- verðri þar sem ekkert reynir á í sliti. SEM SAGT ÚRVALSVARA Á GÓÐU VERÐI Flott sett Flott verð Flott sett Flott verð Dallas hornin og Dallas sófasettin eru með háu baki og mjúkri bólstrun sem gerir þau svo þægileg að sitja í og liggja út af í OGEKKIFÆURVERÐIÐFRÁ LEÐU R: 6 sæta horn <sJa m^ 97-860,- útb. 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. 5 sætahorn 92.880,-útb. 23.000,-ogca. 6-7.000 ámán. 3+1+1 sófasett (sjá mynd) 92.880,- útb. 23.000,- og ca.6^7.000 á mán. 3+2+1 sófasett 99.860,- útb. 25.000,- og ca. 6-7.000 á mán. ÁKLÆÐl' 6 sæta nom ^a mynd^ 76-28°.-útb- 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. *" " 5 sæta horn 72.960,- útb. 20.000,- ca. 5-6.000 á mán. 3+1 +1 sófasett (sjá mynd) 72.960,- útb. 20.000. ca. 5-6.0QO á mán. 3+2+1 sófasett 79.590,- útb. 20.000. ca '5-6.000 á mán. Og auðvitað borgarðu útborgunina eða þá allt saman með Vísa eða Euro Opiðtilkl.7íkvöld. ___ Opið til kl. 4 á morgun laugardag. húsgagna-höllin raaima REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.