Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 9 VIITIN G ARHAILAVEISLUR ÍDOMIJS VeitíngahöIIin hefur nú tekið að sér rekstur salanna í Domus Medica og getur nú boðið viðskiptavinum sínum uppá glæsilega aó- stöðu fyrir 50-250 manna veislur og mannamót. r I Domus Medica sem og í V eitingahöllinni sjálfri í Húsi verzlunarinnar er eingöngu boðið uppá fyrsta flokks mat og þjónustu á öllum sviðum: ÁRSHÁTÍÐIR BRÚÐKAUPSVEISLUR • SÍÐDEGISBOÐ ERFIDRYKKJUR AFMÆLISVEISLUR RÁÐSTEFNUR HÁDEGISFUNDI ALMENNA FUNDI GLÆSILEGTÚRVALAFVEITINGUM ■ MARGSKONAR HLAÐBORÐ BLÖNDUÐ HLAÐBORÐ FISKIHLAÐBORÐ STEIKARHLAÐBORÐ SMURT BRAUÐ PINNAMAT HEITIR RÉTTIR EFTIR VALI Að stjóma sem minnstu Eyjólfur Konráð Jóns- son segir i fréttabréfi Hvatar ni.a.: „Engar von- ir geri ég mér um það, að þessi stjóm verði skemmtileg, en hún gæti orðið býsna góð, ef hún gerir Utið og stjómar sem minnstu, þ.e.a.8. leyfir fólkinu i landinu að stjóma sér sjálft í sem ríkustum nui'Ii.“ Þing- maðurinn víkur i grein sinni að því, að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi sam- þykkt nýjar skattaálögur en spáir þvi jafnframt, að þegar Uði á veturinn verði tekizt á um það, hvort skattheimtustefna vinstri flokkanna verði tekin upp á ný eða fijáls- ræðisstefna Sjálfstæðis- fiokksins. Eyjólfur Konráð segir: „Jón Bald- vin Hannibalsson og Steingrímur Hermanns- son höfðu haft svo mörg og mögnuð orð um nauð- syn „fyrstu aðgerða" eftir forskrift kerfiskarl- anna, að þeir gátu ekki haldið viðræðum áfram- án þess að sjálfstæðis- menn létu af þeirri eindregnu afstöðu, að engir skattar skyldu hækka. Þá var faltizt á að koma til móts við kröf- ur flokka þeirra um þriggja tíl fjögurra millj- arða skattahækkanir með þvi að samþykkja um eins miRjarðs hækk- un ... Þegar kemur fram á vetur verður hins vegar augijóslega tekizt á um það, hvort skattheimtu- og verðbólgustefna allra vinstri stjórna eigi að hefja innreið sina á ný, eða hvort sú fijálslyndis- stefna, sem liðin ríkis- stjórn fór inn á undir lokin að ríkið slakaði á klónni, linaði á sköttum og keyrði þannig niður verðbólgu og bætti kjör- in, fái að ríkja og eflast." Sólveig Pétursdóttir Höfum við færst skrefi aftar? Maria E. Ingvadóttir, varaþingmaður og for- maður Hvatar, ræðir í sama blaði um stöðu kvenna í Sjálfstæðis- fiokknum og segir m.a.: „Hvar stöndum við nú, höfum við færst skrefi aftar? Það er vissulega erfitt að sætta sig við, að enn sitja aðeins tvær sjálfstæðiskonur á þingi og í ráðherraliði Sjálf- stæðisflokksins er nú engin kona. Við hvern er að sakast er ekki gott að segja, en þessi staða er tímaskekkja." Ungar konur og Sjálfstæð- isflokkurinn Sólveig Pétursdóttir varaþingmaður segir í Eyjólfur Konr&ð Jónsson fréttabréfi Hvatar að leiða megi rök að þvi að Sjálfstæðisfiokkurinn njóti einna minnst fylgis hjá ungum konum. Síðan segir Sólveig: „Ástæður þess eru vafalaust marg- ar en það má geta sér þess tíl, að þær séu eink- um eftirfarandi: 1. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið i rikisstjóm siðustu 4 ár með Fram- sóknarfiokki, sem hefur ekki af neinu að státa i jafnréttismálum, nema að hafa nú komið konu á þing eftir hartnær 30 ár og tel ég það reyndar gleðiefni. Á þessum 4 árum hefur hins vegar jafnréttishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg, bæði þjá félögum eins og Kvenréttindafélagi ís- lands og innan stjóm- málnflnlfknnnn, ugglaust hefur framboð Kvenna- listans þar haft sitt að segja. Á siðasta kjörtima- bili voru konur viðsvegar i þjóðfélaginu óánægðar með sinn hlut. Ég tel, að Maria E. Ingvadóttir þær hafi margar látið óánægju sína bitna á Sjálfstæðisflokknum, sem nokkurs konar tákni fyrir kerfið, sem þær áttu í útistöðum við, hvort sem um var að ræða kjarasamninga við hið opinbera, rflti eða bæ, eða á öðrum vettvangi, t.d. i bönkum, stöðuveit- ingum o.fi. 2. Launamál virðast oft skipta hér sköpum. Kon- ur hafa verið i meirihluta í ýmsum uppeldis- og aðhlynningarstörfum, t-d. kennarar, fóstrur og bjúkrunarfræðingar. Þessar starfsstéttir eiga það sameiginlegt að hafa verið mjög óánægðar með sín launalgör. 3. Dagvistarmál hafa sætt töluverðri gagnrýni og oft með réttu þvi að biðtiminn getur verið langur. 4. Of fáar konur á fram- boðslistum Sjálfstæðis- flokksins, enda er fjöldi þeirra á þingi i dag óbreyttur." Góð stjórn, ef hún gerir lítið! Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. ritar stutta grein í fréttabréf sjálf- stæðiskvennafélagsins Hvatar, þar sem hann kemst m.a. að þeirri niðurstöðu, að núverandi ríkisstjórn geti orðið góð stjórn, ef hún geri lítið. í Staksteinum í dag er birtur kafli úr þessari grein Eyjólfs Konráðs. Ennfremur er vitnað til greina eftir tvo varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins, þær Sólveigu Pétursdóttur og Maríu E. Ingvadóttur, sem fjalla í sama blaði um Sjálfstæðis- flokkinn og stöðu kvenna. FLfSAR ^^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Skrifstofa Fáks verður lokuð föstudaginn 30. október vegna lands- þings Landssambands hestamanna. Hestamannafélagið Fákur. Styrkir til bifreiðakaupa til hreyfihamlaðra. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. nóvember. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Tryggingastofnun ríkisins og hjá umboðsmönnum hennar um allt land. Afgreiðslunefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.