Morgunblaðið - 30.10.1987, Síða 10

Morgunblaðið - 30.10.1987, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 75 ára afmæli skátastarfs á íslandi: Hugsjón að vera góð- ur og sannur skátí eftirHrefnu Tynes I tilefni 75 ára afmælis skáta- starfs á íslandi hef ég verið beðin um að rifja upp nokkra atburði, sem mér hafa þótt eftirminnilegir í mínu skátastarfí. Þetta er vissulega 4ng- inn leikur, og mætti ef til vill líkja því við að tína upp fjölda títuprjóna sem hent hefði verið á stóru svæði. Það er bara sá munur á, að pijón- amir gætu stungið mann, og ef til vill væru þeir allir eins. Þá er öðru máli að gegna með skátaminning- ar, sem eru afar fjölbreytilegar, ylja manni um hjartarætur og laða fram það sem gott er. Minn skátaferill hófst á Siglufirði 2. júní 1929. Ég vil taka það fram að nöfn þau er ég nefni eru gælu- nöfti skátavina. Ég vann á skrifstofu bæjarfógeta og eins og oft áður átti ég leið í bæinn í kaffítímanum þegar ég mætti 2 stúlkum um fermingu, þeim Stínu Matt og Obbu Gísla. Þær stöðvuðu mig og spurðu mig, hvort ég gæti hugsað mér að stofna kven- skátafélag og verða foringi þeirra. Þær hefðu séð systur mína, sem var nýkomin til Siglufjarðar til sum- ardvalar, hún hefði ásamt mér verið að fara á fund hjá skátadrengjunum og hún verið í skátabúningi — hún var skáti frá ísafírði. An þess að þær vissu hafði ég fengið eldlegan áhuga á skáta- starfí, mér liggur við að segja að í því hafi ég séð lausn alls mannlegs vanda. En ég var bara 17 ára og hafði ekki séð önnur skátafræði en skátaheitið, skátalögin, kjörorð skáta og eitthvað lítilsháttar fleira, sem systir mín átti skrifað í stíla- bók. Skátaheitið og lögin urðu sú kveikja, sem kveikti í mér. Að halda þetta heit og reyna að lifa eftir þessum lögum væri kristindómur í „praksís". Ég varð altekin þessari hugsjón, hún hefur ekki yfirgefið mig síðan, og mun varla gera það héðan af. En að vera foringi — ég sem var bara 17 ára og kunni ekki neitt. Alltof ung og óreynd var dóm- urinn yfír sjálfri mér. Én, hvort það voru örlög eða hvað, bjartsýnin varð öllu yfírsterkari, við hlytum í sameiningu að geta sigrast á þess- um vanda og látið félagið okkar þroskast og dafna. Og svo var fé- lagið stofnað 2. júní 1929 með 10 stofnendum. Nú er engin eftir starf- andi nema við Sigga Lár, og hefur svo verið um fjölda ára. En það bættust fljótt við stelpur og nokkrum árum seinna var stofn- uð ljósálfasveit, sem um tíma var fjölmennasta ljósálfasveit á landinu. Við áttum ákaflega skemmtileg og góð ár saman og höfum oft tal- að um það, að æskuár okkar í þessum félagsskap hafí verið slík, að varla geti nokkur hafa átt svo skemmtilega og góða tíma sem við. Það var líka gott samband á milli félaga stúlkna og drengja. Við buðum hvert öðru í matarboð, sem líklega eru þau frumlegustu sem hugsast getur. Strákamir höfðu fýrsta boðið og hugðust hafa lambalæri í matinn, hvemig þeir ætluðu að láta eitt læri duga, er mér hreinasta ráðgáta enn þann dag í dag. Það var brún- að á gömlu kolavélinni úti í íslands- félagshúsi, en um miðja nótt vaknaði Tommi læknis og fór að hafa áhyggjur af því, ef það hefði nú drepist eldurinn þá yrði það ekki soðið, og stelpumar segðu, að þeir kynnu ekki að elda. Hann brá sér því í fötin og hljóp út i hús og bætti kolum í vélina. Éinhver sagði nú að Steini Kristjáns hefði farið eldsnemma á fætur og bætt á eld- inn, en það sel ég ekki dýrara en ég keypti. En hvar var svo lærið, þegar þeir ætluðu að taka það upp rétt fyrir hádegi? Þeir stóðu í kring- um vélina og Tommi keyrði gaffal- inn í kjötið, en — en ekkert læri, bara kássa. Dómurinn var kveðinn upp: Þetta er nógu gott fyrir stelp- umar. Nóg um það, þeim var víst eitthvað strítt, og ýmsir urðu há- værir, en þá var einhver sem minnti mannskapinn á að muna eftir skáta- heitinu, þeir hituðu kaffi, og eftir „steikina" fengum við indælis ijómakaffi og fórum svo öll í kirkju og friður færðist yfír menn. Árið eftir hugðumst við halda boð og buðum strákunum í nautabuff. Keyptum læri af kú, sneiddum það og börðum svo fólki var ekki svefn- samt í nálægum húsum, en þetta boð var í sama húsi og eldað á sömu vélinni. Við gleymdum að sjóða kjötið, við bara brúnuðum það, og kannske var beljan komin til ára sinna, en það hugsaði enginn um, ég þarf varla að taka það fram, að ég bar ábyrgðina og kunni ekkert að elda. Buffíð var því svo seigt, að það gat enginn tuggið það. Það SNURUR OG TENGLAR út um allt... RafstoKkarnir frá Thorsmans eru sérhannaöir til aö hylja hvers /konar raflagnir á skrifstofum, sjúkrahúsum og öðrum híbýlum. í Thorsmans rafstokka má setja allar raflagnir s.s. fyrir tölvur, fjar- skiptabúnaö og fyrir rafkerfið almennt. Rafstokkarnir nýtast vel og þurfi aö breyta eöa bæta er auðvelt aö komast í allar raflagnir. ■*€ Thorsmans rafstokkar fást úr áli eða plasti ásamt samhæföum fylgihlutum. tíOíMsMuECI© rafstokkar... „þaö borgar sig aö muna eftir þeim ...“ Jtf RÖNNING SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/SÍMI (91)84000 Frá stofnun kvenskátafélagsins Valkyijur á Siglufirði. „En unga fólkið, sem nú myndar raðirnar verður að læra og muna að skátaleikurinn er al- vörublandinn og skáta- heitið hefur ekki breyst, kjarninn er enn- þá hinn sami, og verður alltaf að vera til staðar, ef vel á að fara.“ endaði alveg eins og hjá strákunum, við fengum að heyra sannleikann, það heyrðust háværar raddir, en sæst og farið í kirkju, og deilur jafnaðar. Það er ágætt ráð að fara í kirkju, ef hugurinn er í uppnámi, engu að síður nú en þá. Við stunduðum mikið útilíf vor og haust, á sumrin hafði síldin öll völd, allir sem vettlingi gátu valdið voru í síld. Við gengum fjörur, fór- um í dagsferðir, gengum á fjöll, yfír Siglufjarðarskarð, sem var þannig þá, að maður gat setið í skarðinu með annan fótinn í Skaga- fjarðarsýslu og hinn í Siglufirði. Stundum var hvasst þar, að maður hálfskreið jrfír skarðið og hélt í hveija stelpu á meðan hún kom sér yfir. Við fórum í útilegur, byggðum skála, auðvitað með hjálp góðra manna, lærðum að róa: „Stingtu við, Lóa, stingtu við,“ hver man ekki þetta, þegar við lentum í þok- unni og heyrðum í briminu við Staðarhólsijörumar. Nanna stóð upp í skutnum og baðaði út höndun- um og hrópaði þetta, Lóa Marsibill- ar og Gugga Þorbjamar sátu undir árum. Þá sagði einhver ósköp ró- lega: „Hrefna hefur áttavita." Jú, við komumst inn í fjörumar fyrir neðan Skútu, og þar fórum við að búa til fleka. Og allar skíðaferðimar og skíða- keppnimar. Við stukkum öll, svig var ekki byijað þá. Nonni Þorsteins var skíðakóngur á þessu tímabili, en það var dregið frá, það sem hann stökk yfír 15 metra svo allir hefðu tækifæri í keppninni. Þetta voru dýrðlegir tímar — og skáta- skemmtanimar, sem við héldum á vetuma og vikuútilegumar í Vagla- skógi eða Mývatnssveit og við höfðum meira að segja kvenskáta- kór með alvörusöngstjóra, mörg leikritin þýddum við Kata og við Gugga vorum aðalleikaramir. Svo bjugKum v>ð Gugga til söngleiki úr gömlum íslenskum kvæðum og höfð voru skrautljós, sem var svo mikil fýla af að manni lá við, já, ég segi það ekki, en fallegt var það. Ein- hver stóð bak við og veifaði þessu í hringi og stakk því svo útbrenndu niður í fötu með vatni. Heimili okkar hjónanna, þegar svo langt var komið, var auðvitað undirlagt, en hvað gerði það til, við vorum bæði í þessu. En svo varð ég að yfírgefa hópinn, þegar við vorum búnar að halda upp á 10 ára afmælið. Ég var á förum til Nor- egs. Við ætluðum að vera þar í 2 ár, en þá kom stríðið og árin urðu 7, en það voru böm og unglingar þar líka, svo brátt var ég á kafi í skáta- og bamastarfi, en það er önnur saga. Fyrir mér hefur það ætíð verið hugsjón, sem keppa bæri að — að vera góður og sannur skáti. Eitt- hvað hefur mér fundist sem skoðun þessi hafí útvatnast heldur mikið hjá mörgum eftir því sem tímar hafa liðið. Það er engu líkara en að menn fyrirverði sig fyrir að vera hugsjónamenn — hvers vegna? Er það lítillækkandi? Gerir það ofmikl- ar kröfur? Eitthvað er það. Ég sé alltaf eitthvað háleitt við það að keppa að markmiði skáta. Kunna að segja nei við því sem er ljótt og óhollt, en játa því sem lyftir manni nær ljósi og sannri gleði. Var ég kannski svona mikið bam að einblína alltaf á leiðarstjömuna? Jæja, þá það, mig langar ekki til að breyta til, ég er bráðum komin á leiðarenda, og skipti ekki um skoðun héðan af. Ég viðurkenni, að það er meira sem glepur fyrir unglingum og fólki yfírleitt nú, heldur en var, þegar ég og mínir félagar vomm ung. Það er til stór hópur gamalla skáta, sem hlotið hafa veganesti skátaandans. Má þar nefna Hjálp- arsveitir skáta, félög eldri skáta, Gilwell-skáta, St. Georgs-gildin o.fl. En unga fólkið, sem nú myndar raðimar verður að læra og muna að skátaleikurinn er alvörublandinn og skátaheitið hefur ekki breyst, kjaminn er ennþá hinn sami, og verður alltaf að vera til staðar, ef vel á að fara. Mættu íslenskir skátar bera gæfu til að halda kjamanum í heiðri og láta litla skátaljósið sitt verða „ljómandi stjama skær". Sú er mín ósk á 75 ára afmælinu. Með skátakveðju. Höfundur er kvenskátaforingi. Brautskráning kandí- data frá Háskóla Islands AFHENDING prófskirteina tíl kandídata fer fram við athöfn í Háskólabíói laugardaginn 31. október nk. kl. 14.00. Athöfnin hefst með því að Gunn- ar Guðbjömsson syngur einsöng við undirleik Guðbjargar Siguijóns- dóttur. Háskólarektor, dr. Sig- mundur Guðbjamason, ávarpar kandídata og síðan afhenda deilda- forsetar prófskírteini. Að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjóm Áma Harðarsonar. Að þessu sinni verða brautskráð- ir 119 kandídatar pg skiptast þeir þannig: Embættispróf í guðfræði 2, embættispróf í læknisfræði 2, BS-próf í hjúkrunarfræði 12, BS-próf í sjúkraþjálfun 1, embættispróf í lögfræði 2, kandídatspróf í ísl. bókmenntum 1, kandídatspróf í dönsku 1, BA-próf í heimspekideild 26, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 2, lokapróf í vélaverkfræði 1, lokapróf í rafmagnsverkfræði 1, BS-próf í raunvísindadeild 20, kandítatspróf í viðskiptafræðum 38, BA-próf í félagsvísindadeild 10. ílllií M{ Ki! Hríl k

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.