Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Aðalfundur Útvegsmannaf élags Snæf ellinga; Uggvænleg fjölgun báta undir 10 tonnum - segir Kristján Ragnarsson :¦ f ormaður LIÚ Stykkishólmi. AÐALFUNDUR Útvegsmanna- f éiags Snœfellinga var haldinn f Stykkishólmi, föstudaginn 16. október sl., og var hann óvenju fjölmennur. Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ, var mœttur á fundinn og nokkrir gestir. Þar á meðal Friðjón Þórðarson al- þingismaður, Sturla Bððvarsson bæjarstjóri, Ólafur Sverrisson, sveitarstjóri og Gunnar Már Kristófersson, sveitarstjóri. Svanborg Siggeirsdóttir, for- maður félagsins, bauð fundar- menn velkomna og tilnefndi Finn Jónsson sem fundarstjóra og Árna Helgason sem fundar- rítara. Flutti hún skýrslu sijórn- ar og rakti nokkuð þróun sl. árs. I máli hennar kom fram að á félags8væðinu væru í eign fé- lagsmanna nú 52 bátar, samtals 6278 tonna, þar af væru 19 í Ólafsvík, 17 í Stykkishóimi, 9 f Grundarf irði og 6 f Rifi og Hell- issandi. Kristján Ragnarsson flutti yfir- gripsmikið erindi um þróun fisk- veiðistefnunnar og hversu erfitt væri að sporna bæði við offjölgun bátaflotans og miðla veiðinni niður á réttlátan hátt. Það kom fram í máii hans að ekki hefði enn fund- ist neitt betra kerfi til skipulagn- ingar á veiðinni en það kvótakerfi sem nú væri í noktun. Enginn hefði bent á leiðir sem gætu leyst það af. Hann sagði að auðvitað væri það gallað eins og allt mannlegt, en tækifærin gæfu mönnum tilefni til að breyta því og sníða af því verstu gallana. Ræddi hann um fiskveiðar almennt, bæði um sókn- ar- og aflamark: taldi að sóknar- markið myndi lækka, sóknar- marksskipin væri rétt að setja í sérstakan flokk. Hann sagðist ekki sjá annað en að hugað væri að verulegum samdrætti og minntist rannsókna Hafrannsóknastofn- unnar. „En við verðum að koma á sem réttlátustu skipulagi veiðanna og að þvf verður stefnt áfram. Ugg- vænlegasta þróun seinustu ára er þessi gífurlega fjölgun báta undir 10 tonnum," sagði Kristján. „Það er sú þróun sem ekki verður kom- ist hjá að taka alvarlega til athugunar." Fjöldamargt annað ræddi Krist- ján um sem snerti sjávarútveginn og í máli hans kom fram að sl. ár og á þessu ári hefði gengið betur í sjávarútvegi, en nú væru ýmsar blikur á lofti sem yrði að athugast vel. Þá var Kristján mjög þungur f garð samþykktar hafnarmála- sambandsins um hækkun afla- gjalda til hafnanna og taldi þá samþykkt vega þungt að útgerð- inni. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólmi, svaraði þessari gagnrýni Kristjáns og benti á að til hafnanna væru gerðar sífellt meiri og strangari kröfur um betri Snerruútgáfan sf.; Gefur út 3 almanök SNERRUÚTGÁFAN sf. hefur sent f rá sér 3 almanök f yrir árið 1988; íslenska almanakið, Snerru almanakið og Reykjavfkur al- manakið. í íslenska almanakinu sem kem- ur nú út í 6. skipti eru valdar Ijósmyndir víðsvegar af landinu. f Snerru almanakinu sem kemur nú út í 3. skipti eru ljósmyndir úr öllum landshlutum og í Reykjavíkur al- manakinu eru eingöngu myndir úr höfuðborginni. Almanökin eru öll prentuð af Odda hf., myndirnar litgreindar af Myndamótum hf. og filmuvinnu annaðist Prentþjónustan hf. Selma ÍSLENSKA ALMANAKH) P. Jónsdóttir sa um honnun og útht. icklamj cai.kndau og meiri þjónustu. Kvað hann brýna nauðsyn að verða við þessum kröfum því hafhir landsins væru lífakkeri í byggðum landsins. Á þessu sjónarmiði væru hækkun- arkröfur byggðar. Sturla benti á að um þetta hefði verið góð sam- vinna milli útvegsmanna, sjó- manna og ráðamanna hafnanna og sú samvinna mætti ekki minnka heldur færast f aukna og eflast. í umræðum um fiskveiðistefn- una sagði Sturla, að það væri lífsspursmál að litið verði meir til byggða landsins en gert hefði ver- ið, enda byggðist líf hinna dreifðu byggða á sjávarafla og ef vel væri staðið þar að málum væri það eitt af því besta til að viðhalda byggð út um allt land. Soffanías Cesilsson, Grundar- firði, lagði fram á fundinum athyglisverða tillögu varðandi sér- stöðu Snæfellinga og var hún þannig: „Fundurinn skorar á sjáv- arútvegsráðherra og nefnd hagsmunaaðila f sjávarútvegi, að taka fullt tillit til sérstöðu báta frá Snæfellsnesi við yfirstandandi end- urskoðun á fiskveiðistefnunni, sérstaklega hvað varðar viðmiðun- arárin er notuð voru við síðustu kvótaúthlutanir, en þá voru afia- brögð á Breiðafirði mjög rýr." Guðmundur Runólfsson, Grund- arfirði, tók til máls og mælti eindregð með samþykkt hennar. Um ræðu Kristjáns urðu miklar umræður og til hans voru gerðar margar fyrirspurnir sem hann svaraði greiðlega og ekki komu fram raddir um að afnema kvóta- kerfið. Þá fóru fram kosningar fulltrúa á aðalfund LÍÚ, sem hald- inn verður í nóvember nk. Kosnir voru 12 fulltrúar frá öllum verstöð- um. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Svanborg Siggeirs- dóttir, Stykkishólmi, Olafur Rögnvaldsson, Hellissandi, Guð- mundur Smári Guðmundsson, Grundarfirði, Haukur Sigtryggs- son og óttar Guðlaugsson, 01- afsvík. Nokkrar tillögur komu frá fund- armönnum sem voru samþykktar og vísað til frekari afgreiðslu á aðalfundi LÍÚ. Kistjáni Ragnars- syni var í lokin þakkað fyrir komuna og erindi hans og voru fundarmenn sammála um að það hefði verið varpað skýru ljósi á allt sem væri að gerast í útgerðar- málum um þessar mundir á landinu. — Arni Morgunblaðií/Ól.K.M Flugfreyjurnar Berglind Baldursdóttir og Margrét ísdal eru hér f hinum nýju einkennisbúningum Flugleiða, en sitt hvoru megin við þær eru Margrét Bergþórsdóttir og Birna Þórisdóttir, sem sátu í einkennisbúninganefnd. Nýir búmngar fyrir flugfreyj- ur Flugleiða FLUGLEIDIR munu taka nýja einkennisbúninga fyrir flug- freyjur félagsins í notkun um miðjan nóvember nk. Vetrará- ætlun Flugleiða gekk í garð þann 25. október sl., og mun félagið samkvæmt henni fljúga tíl 16 borga í Evrópu og Amerfku f vetur. Á fréttamannafundi á miðviku- dag kynnti Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, helstu nýjun- garnar í starfsemi félagsins, um leið og hann skýrði frá ráðningu Boga Ágústssonar sem blaðafull- trúa Flugleiða. Hinir nýju einkennisbúningar flugfreyja eru dökkbláir að lit, mun dekkri en þeir sem nú eru í notkun, og þeir eru úr 100% ullarefni. Þeir leysa af hólmi búninga sem verið hafa í notkun frá 1981. Búningarn- ir eru úr íslensku efni frá Iðnaðar- deild Sambandsins, og þeir eru sniðnir og saumaðir hjá Módel Mag- asín, nema kápurnar, sem eru framleiddar hjá Fatagerðinni Fasa. Meðal annarra nýjunga f starf- semi Flugleiða má nefna að nýverið voru gerðar breytingar á matseðli fyrir SAGA farrými á flugleiðum til og frá Evrópu, að Luxemborg undanskilinni. Boðið er upp á val á aðalréttum - heitum eða köldum, eftir því um hvaða flugleiðir er að ræða - en maturinn er lagaður í hinu nýja flugeldhúsi Flugleiða á Keflavíkurfiugvelli. Samkvæmt vetraráætlun Flug- leiða, sem gekk í gildi þann 25. október sl., verður flogið daglega til Kaupmannahafnar og London, Gjöriö svo vel! Enjoy it! w Bitte schön! Við pökkum - tryggjum og sendum um heim allan. We wrap - insure and send around the world. Wir verpacken - versichern - versenden rund um die Welt. ^llafossbúöin & Vesturgata 2, Reykjavík, sími 13404 ^P^^ Bogi Ágústsson, nýráðinn blaða- fulltrúi Flugleiða, rennir sér niður neyðarrennu flugvélarlfk- ans, en þar er starfsfólk Flug- leiða er þjálfað í öryggismálum og björgunarstörfum. ellefu sinnum í viku til Luxemborg- ar, og fimm sinnum í viku eða sjaldnar til fimm annarra borga f Evrópu, auk Færeyja og Græn- lands. Flogið verður til fimm borga f Bandaríkjunum með samtals 13 viðkomum í viku. Flugleiðir bjóða innkaupaferðir frá Bandaríkjunum f vetur, í því skyni að laða ferðamenn til Islands utan háannatfmans, og er búist við 2000-3000 manns komi hingað til lands f þessum ferðum á næstu vik- um. Þá hyggst félagið reyna að laða Evrópubúa f stuttar skemmti- ferðir til Islands í vetur, og hafa Flugleiðir f því skyni dreift 100.000 eintökum af litprentuðum kynning- arbæklingi um „hina lffsglöðu Reykjavfk'' á Norðurlöndunum. Laugarneskirkja: Föstudagsmessur MESSA verður f Laugfarneskirlgu f Reykjavfk f dag, fðstudaginn 30. október kl. 18.00. Messan verður á vegum áhuga- hóps um klassfska messu, tíðagjörð og kyrrðardaga. Miðað er við, að helgihald af þessu tagi fari fram mánaðarlega í vetur og verður það auglýst sérstaklega f tengslum við aðra starfsemi innan Laugarnessafn- aðar. Eftir messu verður efnt til sam- veru með léttum veitingum og umræðum um ýmis mál, sem að helgihaldi, tilbeiðslu- og kristnilffi lúta. öllum er heimil þátttaka. (Fréttatílkyniung) -\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.