Morgunblaðið - 30.10.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.10.1987, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 13 Patreksfjörður: Prófastur lætur af störfum Morgunblaðið/GUnnar Philippe Ricart við myndir á sýn- ingunni. Bolungarvík: Franskur mynd- listarmaður með sýningu Bolungarvík. FRANSKI listamaðurinn Philippe Ricart opnaði myndlist- arsýningu i húsgagnadeild Einars Guðfinnssonar hf. siðast- liðinn laugardag, þar sem hann sýnir 32 myndir unnar í pastel og vatnsliti, auk myndvefnaðar. Flestar myndimar á sýningunni era til sölu. Sýningin stendur til næstkomandi laugardags. Philippe Ricart er búsettur hér í Bolungarvík. Hann er að mestu leyti sjálfmenntaður í myndlistinni, en hefur leitað sér þekkingar í listinni á námsskeiðum og í gegnum bréfa- skóla. Um tveggja og hálfs árs skeið vann hann við vefnað á vefstofu Guðrúnar Vigúsdóttur á ísafírði. Þá reynslu og þekkingu, sem hann öðlaðist þar, nýtir hann til túlkunar í listvefnaði. Philippe er félagi i myndlistarfé- lagi Isafjaðar og hefur hann tekið þátt í árlegum samsýningum á veg- um þess, en þetta er hans fjórða einkasýning. Gunnar UmboAsmenn um land allt: Adam og Eva, Vestmannaeyjum. Báran, Grindvík. Fataval, Keflavík. Lindin, Selfossi. Nína, Akranesi. ísbjörninn, Borgarnesi. Tessa, Ólafsvik. Þórshamar, Stykkishólmi. Epliö, isafirði. Kaupfólag V-Húnvetninga, Hvammstanga. Sparta, Sauðárkróki. Diana, Ólafsfirði. Aldan, Seyðisfirði. Búðin, Blönduósi. Garðarshólmi, Húsavik. Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn. Nesbær, Neskaupstað. Skógar, Egilsstöðum. Viöarsbúð, Fáskrúðsfirði. Hornabær, Höfn Hornafirði. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. Ylfa, Kópavogi. KEA, Akureyri. Patreksfirði. SÉRA Þórarinn Þór prófastur hefur látið af störfum vegna ald- urs og af heilsufarsástæðum. Séra Þórarinn var fyrst vígður til prests 11. júlf 1948 á Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu. Þar Listasafn alþýðu: Afmælissýning Blaða- mannafélagsins BLAÐAMANNAFÉLAG íslands stendur fyrir Ijósmynda- og sögusýningu í Listasafni alþýðu undir yfirskriftinni „Saga og störf blaðamanna i 90 ár“, en í nóvember næstkomandi era liðin rétt 90 ár frá stofnun BÍ. Sýningin verður opnuð almenn- Stykkishólmur: Leikfélagið Grímnir æfir Járnhausinn Stykkishólmi. LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykk- ishólmi hefur hafið vetrarstarf- semi. Æfingar era þegar hafnar á leikritinu Járnhausnum. Ákveðið var á aðalfundi félagsins að taka til sýningar leikrit þeirra Jóns Múla og Jónasar Ámasonar, Jámhausinn. Búið er að skipa í hlut- verk og eru æfíngar þegar hafnar. Formaður Grímnis er Kolbeinn Bjömsson. — Arni. ingi laugardaginn 31. október kl. 17.00 í Listasafni alþýðu, Grensás- vegi 16. I fréttatilkjmningu frá stjóm BÍ segir að á sýningunni sé margvís- legur búnaður og tæki sem fylgt hafí starfí fréttamanna, auk fjölda fréttaljósmynda frá liðnum áram og áratugum. Þar verða einnig sögulegar heimildir um Blaða- mannafélagið. Afmælissýningin stendur til 15. nóvember og verður opin virka daga kl. 16.00-20.00 og um helgar kl. 14.00-22.00. gegndi hann preststörfum fram til 1969, er hann fluttist til Patreks- flarðar. 1960 var séra Þórarinn skipaður prófastur í sýslunni. Hann hefíir því þjónað í allri sýslunni. Á tímabili eftir að hann kom til Pat- reksfjarðar þjónaði hann í fímm prestaköllum, Patreksfjarðar-, Rauðasands-, Barðastrandar-, Tálknafjarðar- og Bíldudalspresta- kalli. Séra Þórarinn hefur flust til Hveragerðis þar sem hann ætlar að setjast að. Ekki hefur enn verið ráðinn prestur til starfa á Patreks- fírði, en á meðan ekki rætist úr þeim málum mun séra Flosi Magn- ússon, nýskipaður prófastur á Bfldudal, sinna preststörfum hér í Patreksfirði. Á laugardaginn var haldið upp- boð hér á Patreksfirði, þar sem seldir voru munir úr innbúi séra Þórarins. Komu margir á uppboðið, bæði til að forvitnast og einnig til að bjóða í, og seldist nær allt, sem á uppboðinu var. — Fréttaritari. Séra Þórarinn Þór

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.