Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Upplausn á heimilum vegna aðstæðna í húsnæðismálum Hér fer á eftir rœða Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð- herra, sem flutt var við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi á miðvikudag. Herra forseti. Góðir áheyrendur. Þrigga herbergja 80 fm íbúð fjög- urra manna flöslkyldunnar hafði farið á nauðungaruppboð. Pjöl- skyldan var sundruð. Faðirinn, sem að jafnaði vann 14 tíma á sólar- hring, leigði eitt herbergi. Móðirin, sem einnig vann úti, bjó með böm- in tvö hjá ættingjum. Fjölskyldufað- irinn var mættur í viðtalstíma félagsmálaráðherra. Þó í svipmóti hans öllu mætti greina uppgjöf horfði hann á mig hvössum augum þegar hann spurði: Hvort ráðleggur þú okkur að skilja til að konan mín hafí möguleika á verkamannabú- staðaíbúð með bömin eða að fjöl- skyldan verði áfram sundruð í nokkur ár þangað til röðin kemur að okkur á biðlista Húsnæðisstofn- unar? Sá næsti í viðtalstímanum var fráskilin einstæð móðir með tvö böm. Þegar búi þeirra hjóna var skipt kom í ljós að það nægði ekki fyrir skuldum. Hún hafði fengið inni með bömin sín tvö hjá móður sinni í tveggja herbergja íbúð. Hennar erindi til félagsmálaráð- herra var þetta: Þessar aðstæður hafa slæm áhrif á bömin mín. Þarf ég að bíða í tvö ár eftir láni hjá Húsnæðisstofnun? í bréfi til mín fyrir skömmu skrif- aði sjómaður eftirfarandi: „Þyngsta skref sem ég hef stigið um ævina er að þurfa að ieita á náðir félags- málaráðherra, en ég er tilneyddur. Við hjónin emm að gefast upp.“ Fjölskylda þessa sjómanns var í annað skipti að missa íbúð undir hamarinn. Átta af hverjum tíu heimsóknum sem ég hef fengið I viðtalstíma í viku hverri sl. þijá mánuði sem fé- lagsmálaráðherra em erindi af þessum toga. Fjölskyldur em að brotna niður. Upplausn á heimilum vegna aðstæðna í húsnæðismálum. Fólk sér ekki fram úr þungri greiðslubyrði húsnæðislána. í hús- næðisfrumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, er beðið um heimild fyrir húsnæðismálastjóm til að mega skerða eða hafna láni til þeirra sem eiga stórar skuldlausar eignir fyrir og em að minnka við sig og þeirra sem eiga fyrir tvær eða fleiri íbúðir til að losa um flármagn til þeirra verst settu. Nei, þetta er ekki hægt, segja sumir. Reglur þurfa að vera almennar, eins fyrir alla. Það má ekki skammta lánin, ómögulegt að setja málið í hendur Húsnæðisstofn- unar, segja gagnrýnisraddimar. Fyrir gagnrýnishópinn vil ég ieggja tvær spumingar. _ 1. spuming: í Byggingarsjóði ríkisins verða 6 milljarðar á næsta ári. Það er 1 milljarði meira en all- ur tekjuskattur einstaklinga. Þessir 6 milljarðar duga liðlega fyrir láns- loforðum til þeirra sem em að kaupa sína fyrstu íbúð og þeirra sem em að stækka við sig vegna fjölskyldu- stærðar. Hvar á að taka þá 2—3 milljarða sem vantar til þeirra 2.000 umsækjenda sem þá em eftir og húsnæðiskerfið veitir fyrirheit um lán til á hveiju ári? Á að hækka skattana? Eða hvar á að taka pen- ingana? 1 milljarð á núgildandi verðlagi þarf að tjórum ámm liðn- um til að greiða niður vexti til allra þeirra sem sjálfvirkt hafa nú að- gang að húsnæðiskerfinu. Það er sama upphæð og á næsta ári fer í Framkvæmdasjóð fatlaðra sem og rekstur á öllum stofnunum fyrir fatlaða f landinu. 2. spuming fyrir gagnrýnishóp- inn: Ef Húsnæðisstofnunin getur samkvæmt núgildandi iögum eftir eigin mati hafnað lánsumsóknum láglaunahópanna, af hveiju er henni ekki treystandi til að leggja rétt- mætt mat á þegar hafna þarf eða skerða lán hjá þeim efiiameiri? Samkvæmt upplýsingum Hús- næðisstofnuar má áætla að frá því að húsnæðislögin tóku gildi sé þessi hópur efnafóiks um 700 manns sem taka til sín um 1 milljarð af fjár- magni húsnæðiskerfisins. Það er sama fjárhæð og fer í allt félags- lega húsnæðiskerfið á þessu ári. Þetta er álíka stór hópur og sá hópur láglaunafólks sem annað- hvort hefur verið synjað eða ekki fengið afgreiddar sfnar umsóknir í nýja húsnæðislánakerfinu. Hver eru önnur ákvæði hús- næðisfrumvarpsins? Jú, að það sé hægt af takmörkuðu fjármagni húsnæðiskerfisins að veita §ögurra manna Qölskyldu, sem býr í tveggja herbergja íbúð og þarf að stækka í þriggja herbergja íbúð, forgang fram yfir lán úr húsnæðiskerfinu til hjóna sem eru í raðhúsi og eru að fara f einbýlishúsið. En hveijir eru þessir efnameiri í biðröðum Húsnæðisstofnunar? Er þetta ekki fólk sem hefur fengið lán áður úr lífeyrissjóðunum sínum til að kaupa íbúð, fólkið sem eignaðist húsnæði áður en lánin voru verð- tryggð fyrir árið 1980, fólkið sem tilheyrir þeirri kynslóð, eins og ég og fleiri, sem áætla má að skuldaði nú 90 milljörðum meira í sínu hús- næði ef þeim hefðu verið búin sömu lánakjör og því fólki sem nú er að koma sér þaki yfir höfuðið, og sem ekki má þó setja í forgang umffarn þá efnameiri í biðröðinni? Góðir áheyrendur. Ákvæði hús- næðisffumvarpsins eiga ekki eingöngu að takmarka aðgang efnafólks að niðurgreiddu §ár- magni húsnæðiskerfisins heldur einnig að koma í veg fyrir óeðlilega þenslu og verðhækkanir á fast- eignamarkaðnum og að loka þurfi húsnæðiskerfínu á nýjan leik að nokkrum mánuðum liðnum. Ekki síst eiga þessi ákvæði frumvarpsins að skapa okkur svigrúm til að fínna framtíðarlausn f húsnæðiskerfinu. Ég tel að almenna húsnæðiskerfíð hafí fyrst og fremst skyldum að gegna við þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn og þá sem eiga litla íbúð fyrir og eru að stækka við sig af fjölskylduástæðum. Síðan þarf bankakerfið að vera í stakk búið til að taka við öðrum og bjóða upp á lengri lánstfma og betri lánakjör en nú tíðkast. Að þessu þarf að vmna. Hvað félagslega kerfíð varðar stefndi í að ekki yrði um neinar nýframkvæmdir að ræða í félags- legum íbúðum á næsta ári. Á fjárlögum er nú gert ráð fyrir að fjármagn til félagslegra íbúða tvö- faldist og hægt sé að hefja bygg- ingu á 600—700 félagslegum íbúðum á næsta ári, þar með taldar kaupleiguíbúðir. Með kaupleigufbúðum er opnuð ný leið í húsnæðismálum hér á landi þar sem fólk getur valið milli leigu eða kaupa á íbúð. Hér er einnig um mikið hagsmunamál lands- byggðarinnar að ræða þar sem húsnæðisekla hefur staðið atvinnu- lífinu fyrir þrifum. í könnun sem félagsmálaráðuneytið hefur látið gera um áhuga og þörf fyrir kaup- leiguíbúðir, kom í ljós mikill áhugi sveitarfélaga og félagasamtaka á þessum valkosti. Um þriðjungur sveitarfélaga eða 80 sveitarfélög auk átta félagasamtaka sem tóku þátt í þessari könnun telja þörf fyr- ir rúmlega 2000 kaupleiguíbúðir á næstu þremur árum. Mikilvægt er einnig að leysa vanda þeirra sem lent hafa í miklum greiðsluerfíðleikum vegna íbúða- kaupa. Á fjárlögum er gert ráð fyrir 300 millj. í þessu skyni. Einnig eru hafnar viðræður við forstöðumenn banka og sparisjóða um frekari úrlausn fyrir þessa hópa. Á fjárlögum hafa framlög til málefna fatlaðra verið aukin veru- lega eða úr 639 millj. kr. í 968 millj. kr. sem er aukning um 51,4%. Undirbúningur er nú hafinn að framkvæmdaáætlun um uppbygg- ingu á framkvæmdum í þágu fatlaðra. Verður þar lögð sérstök áhersla á sambýli og vemdaða vinnustaði. Ríkisstjómin hefur ákveðið að beita sér fyrir þvf að stíga fyrsta skrefið í heildarendurskoðun verka- skiptingar ríkis og sveitarfélaga á árinu 1988 með því að flytja nokk- ur verkefni til sveitarfélaganna. Við þetta er talið að um 200 millj. kr. útgjöld færist frá ríki til sveitarfé- Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra. laga. Sveitarfélögunum verða jafnhliða tryggðar auknar tekjur sem þessu nemur. Um nokkurra ára skeið hafa tekj- ur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verið skertar. Á þessu þarf að verða breyting. Talið er að þessi skerðing hefði á næsta ári orðið rúmar 500 millj. kr. að óbreyttum reglum. Við undirbúning fjárlagafrv. fyrir árið 1988 náðist sá áfangi að dregið er úr skerðingunni um helming eða 250 millj. kr. í sambandi við flutn- ing verkefna frá ríki til sveitarfé- laga er nauðsynlegt að breyta reglum um Jöfnunarsjóð sveitarfé- Iaga þannig að verulega auknu fjármagni verði veitt til jöfnunar milli sveitarfélaga. Stycja þarf minni og vanmegnugri sveitarfélög- in þannig að þau geti haldið uppi eðlilegri félagslegri þjónustu við íbúa sfna. í starfsáætlun ríkisstjóm- arinnar er lögð áhersla á að störf kvenna hjá hinu opinbera verði end- urmetin og unnið verði að jafnrétti f launakjörum og hlunnindagreiðsl- um hjá ríkinu. Að þessu er nú unnið. í samræmi við ákvæði í stjómar- sáttmála ríkisstjómarinnar hefur einnig verið skipuð nefnd sem ætlað er að leita leiða til að stytta vinnu- tímann hér á landi án þess að tekjur skerðist. Góðir áheyrendur. í starfsáætlun ríkisstjómarinnar er að finna mörg mikilvæg ákvæði sem eiga að auka jafnrétti og tryggja félagslegar umbætur og réttlæti í þjóðfélaginu. Þeirri stefnu þarf að fylgja fast eftir. Góðar stundir. Sumardagskrá vélflug- manna lauk á flugvell- inum við Hreysiskvísl SUMARDAGSKRÁ vélflugdeild- Selfossi að Geysi í Haukadal og stefna inn á hálendi á nfu flugvélum ar Flugmálafélags íslands lauk snæddu saman hádegisverð á að flugvellinum við Hreysikvísl sem fyrir nokkru en þá hittust áhafn- hótelinu þar. er á Sprengisandsleið skammt ir tíu flugvéla frá Reykjavík og Að snæðingi loknum var tekin sunnan við Hofsjökul. Snjóföl á hálendinu gerði mönnum erfítt að greina flugvöllinn úr fjarska en með aðstoð Loran C-siglingatækja fannst vindpokinn fljótlega og brautarhattar komu í ljós. Flugvöllurinn við Hreysikvísl er í 2.050 feta hæð yfir sjávarmáli og með hæstu flugvöllum yfír sjó á íslandi. Tvær ágætar flugbrautir eru þar, önnur 877 metra löng og hin 630 metrar. Þar ríkti sannkallað vetrarveður, kuldi og blástur en allir voru vel búnir. Sólbjart var og stórfenglegt útsýni til allra átta. Við Hreysikvísl hittu ferðalangar björgunarsveitarmenn frá Hvols- velli sem vom að vitja sæluhúss sem er skammt frá flugvellinum. Hóp- amir ræddu saman dágóða stund en þar sem útséð var að aðrir flug- vellir á hálendinu væm flestir komnir undir snjó ákváðu flug- mennimir að halda aftur til byggða. Hvolsvellingar buðust til að troða niður tvo smáskafia á flugbrautinni með bflum sínum til að létta mönn- um flugtakið og var það þegið með þökkum. Eftir flugtak flaug hópur til suð- urs eftir virkjunarsvæði Þjórsár að einkaflugvelli sem er skammt frá Hellu. Þar þáðu menn kaffi og meðlæti og með því lauk sumardag- skrá vélflugmanna á íslandi fyrir árið 1987. Myndir og texti: PPJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.