Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 tv r 15 Upplím- ingar IWIyndlist Valtýr Pétursson í Nýlistasafninu við Vatnsstíg er nú sýning á upplímdum myndum eftir ungan listamann að nafni Jón Laxdal Halldórsson (ekki leikar- ann). Ekki man ég eftir að hafa séð verk eftir Jón áður, en það eru engar fréttir, að menn komi í fýrsta sinn fram með myndverk sín í Ný- listasafninu. Það er annars orðið svo fjölmennt á þessu sviði, að auð- velt er að ruglast í ríminu, og alltaf bætast fleiri og fleiri í þann hóp, er kallar sig myndlistarmenn. Þessi sýning Jóns Laxdals er nokkuð sérstæð í eðli sínu. Hann leitar fyrir sér á áður ókunnum miðum í myndlist hér á landi, og ég sé ekki betur en að hann fari allar götur aftur til rússneska kon- struktívistans Tatlins og félaga hans í verkefnavali sínu. Jón notar mjög letur í myndir sínar og meira að segja rússneskt lesmál, og má með nokkrum sanni segja, að það sé myndrænna í eðli sínu en það, sem við notum. Áhrifin frá kons- trúktívu myndmáli rússnesku felast þó meir í meðferð Jóns á klipp- myndum sínum, sem eru megfin- þáttur þessarar sýningar.Ég kem ekki fyrir mig, að hafa rekið mig fyrr á áhrif frá þessu merka tíma- bili í rússneskri list hér á landi. sú var tíðin, að við gömlu gauramir skreyttum myndir okkar stöku sinn- um með letri í anda Braques, en það er löngu liðin tíð, og rússneskt letur sást aldrei í verkum okkar.í sumum stærri mynda sinna teiknar Jón með ákveðinni og þróttmikilli línu, en það eru minni myndimar á þessari sýningu, sem mér finnst vera það, sem máli skiptir. Þær em margar hveijar mjög aðlaðandi og ná fyllilega tilgangi sínum. Jón Laxdal virðist leita fyrir sér og er enn sem komið er mjög upp- tekinn af ýmsum möguleikum. Hann hefur fullgildar ástæður fyrir myndgerð sinni, og hann á áreiðan- Iega eftir að fínna persónulegri leiðir en hér koma fram. Grafíkí Gangskör Hanna Bjartmars hefur komið fyrir tæpum tuttugu grafíkmyndum í Gallerí Gangskör. Þetta er ekki veigamikil sýning, hvorki í efnisvali né fjölbreytni. Ef ég sé rétt, em þetta ætingar, sem em flestar gerð- ar um sama temað: fugla og andlit og andlitið eitt saman. Annað er ekki fínnanlegt sem viðfangsefni. Þetta er nokkuð þröngt svið og gefur ekki mikla möguleika til umijöllunar. Tæknilega séð virðist mér þetta allt í lagi, þokkaleg verk, en mynd- imar í Gangskör segja mér hvorki eitt né neitt, svo að þessar línur verða aðeins til að minna á, að þessi sýning er í gangi í miðbænum, og það getur vel verið, að einhveij- ir, sem.eiga þama leið um og líta inn, finni sér unað í þessum verkum — ekki vil ég verða til að spilla því með þessum fáum línum, en ég hlýt að viðurkenna, að ég hef ekki meira til málanna að leggja að sinni. í útlöndum eni greinar sem þessi kallaðar „eldspýtustokka umsagn- ir“, og er þá átt við lengd lesmáls- ins, og vilja margir fá slíkt frekar en ekki neitt. En þetta var útúrdúr og kemur þessari sýningu ekkert við. Getur Breytt Mklju - da Vinci gerði það! Þegar málun stendur fyrir dyrum eyðirðu oft miklum tíma í leitina að réttu litunum. Þar getur áratuga reynsla okkar í faginu og fullkominn búnaður til endalausra möguleika í litablöndun hjálpað þér svo um munar. r»\ . m0ÉM3 Við gefum þér góð ráð um hvemig þú nærð góðum árangri í samsetningu á litum, gólfefnum, veggfóðri o.s.frv. - Og ekki bara það, heldur eigum við öll efni og áhöld til að vinna verkið vel. Síðumúla 15, sími (91)84533 - RÉm Luurinn! 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.