Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 16

Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Þjóðleikhúsið: Yerma aftur á fjalirnar NÚ á haustmánuðum verða fimm aukasýningar á uppfærslu Þjóð- leikhússins á Yermu, eftir spænska skáldið Federico Garcia Lorca. Yerma var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu um miðjan maí siðastliðinn og var síðasta frum- sýning' leikhússins á stóra sviðinu það leikárið. Karl Guðmundsson hefur þýtt bæði leik og ljóð og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Hjálmar H. Ragnarsson samdi tónlistina, Siguijón Jóhannsson hannaði bún- inga og leikmynd og Páll Ragnars- son lýsingu. Tinna Gunnlaugsdóttir fer með titilhlutverk sýningarinnar, Yermu, en með önnur hlutverk fara meðal annars, Signý Sæmundsdóttir, söngkona, sem fer með aðalsöng- hlutverkið, Amar Jónsson, sem leikur Jóann, eiginmann Yermu, Pálmi Gestsson leikur Viktor fjár- hirði, Guðný Ragnarsdóttir leikur Maríu, vinkonu Yermu, Guðrún Þ Stephensen leikur „þá gömlu guð- lausu," Kristbjörg Kjeld leikur Dolores grasakonu og Anna Kristín Amgrímsdóttir og Anna S Einars- dóttir em í hlutverkum hinna ógnvekjandi mágkvenna Yermu. Auk þess kemur mikill fjöldi ann- arra leikara, dansara og söngvara fram í sýningunni. Yerma er á yflrborðinu afareinf- alt verk, saga þess er skýr og söguþráðurinn óslitinn. Þó er Lorca -Lotto Hinn íslenski 5 kúlur stokkur \j&*° Lítill og handhægur LOTTO - STOKKURINN Söiudrerfing: Jósk sf. Sími 76540. ^ Líttu við ♦ Þurrskreytingar okkar vekja athygli Blóm - skreytingar og gjafavara hvertsem tilefniöer. GLÆSIBÆ - SÍMI8420« f I ÍNNI að fjalla um allflóknar forsendur fyrir þeim harmi sem aðalpersónan ber, og sem í verkinu vex eins og fóstur í móðurkviði, uns hann brýst út. Í raun mætti segja að leikritið fyalli um óseðjandi þrá sveitakon- unnar Yermu eftir að eignast bam, að það lýsi þeim ráðum sem hún grípur til og eins þeim sem hún grípur ekki til, svo henni verði bams auðið, en það skýrir ekki hvemig vaxandi örvænting Yermu megnar að túlka hlutskipti heils samfélags. Fyrsta sýning haustsins á Yermu verður laugardaginn 31. október, en síðan verður verkið á dagskrá fimmtudaginn 5. nóvember, föstu- daginn 13. nóvember, sunnudaginn 15. nóvember og föstudaginn 20. nóvember og er það jafnframt síðasta sýningin á verkinu. ssv Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverki Yermu. Hljómplata með sam- leik gítars og orgels ÚT ER komin hljómplata með samleik gítars og orgels. Á henni leika Símon H. ívarsson og dr. Orthulf Prunner verk eftir Bach, Vivaldi og Rodrigo. Platan var tekin upp i Dómkirkjunni í Reykjavík sl. vetur og annaðist Halldór Víkingsson hljóðritunina Tæpur milljarð- ur 1 áfengis- kaup á þriðja ársfjórðungi ÍSLENDINGAR keyptu áfengi fyrir tæpan milljarð á tímabilinu 1. júlí til 30. september á þessu ári. Á sama tíma i fyrra var selt áfengi fvrir rúmar 700 miiyónir króna. I krónum talin nemur aukningin i áfengissölu 33,7% á milli ára, en sú tala segir ekkert til um selt áfengismagn. Áfengis- sala jókst um 11,6% ef miðað er við söluna á 2. ársfjórungi þessa árs, en á þessum tíma hefur áfengi ekki hækkað. í fréttatilkynningu frá Áfengis- vamarráði segir að mest hafí verið selt af áfengi á tímabilinu frá 1. júlí til 30. september 1987 í Reykjavík, eða fyrir 622 milljónir króna. Næst kemur Akureyri þar sem áfengi var selt fyrir 93 milljón- ir. Á Selfossi var selt fyrir 46,5 milljónir og 42 milljónir í Keflavík. Alls var áfengi selt fyrir 936.274. 847 krónur á 10 útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins á tímabilinu. með starfrænni tækni (digital), en platan er pressuð hjá Teldec í V-Þýskalandi og skorin með DMM-aðgerð (Direct Metal Mast- ering). Á hlið 1 eru verkin „Wachet auf“ (Vaknið, Síons verðir kalla) og tríó- sónata í G-dúr eftir J.S. Bach og konsert í D-dúr eftir Vivaldi, en á hlið 2 er verk eftir Joaquin Rodr- igo, Fantasia para un gentilhombre, sem byggt er á barokk-dönsum eft- ir Gaspar Sanz. Á plötuumslagi segir m.a.: „Hér mætast tvö ólík hljóðfæri, sem hing- að til hafa gegnt mismunandi hlutverki í tónlistarsögunni. Orgelið hefur verið helsta hljóðfæri kirkj- unnar á meðan gítarinn var að mestu leyti í höndum alþýðu. Hér tengist því hið kirkjulega og verald- lega í samspili þessara hljóðfæra. Gítar og orgel StMON 1». tVARSSON ORTHGLP PRUNNtR Racb Yivaitii fíodrigo Mörgum dettur ef til vill í hug að gítarinn fari hér með aðalhlutverk en orgelið gegni eingöngu undir- leikshlutverki. Svo er þó ekki. Vandað nútíma orgel gefur ótrúlega marga möguleika sem fara langt fram úr kröfum venjulegs messu- söngs. Samspil þessara hljóðfæra er einstaklega fallegt og flölbreytt, blæbrigði, möguleikar og litir eru ótrúlega víðfeðmir." Útgefandi er Fermata, en dreif- ingu annast Bókaútgáfan Öm og Örlygur. Aflabrestur smá- báta fyrir norðan Veiðibanni ekki aflétt AFLI smábáta á Norðurlandi í septembermánuði varð aðeins 230 tonn vegna ógæfta, sem er miklum mun minna en f sama mánuði undanfarin ár. Vegna þessa óskaði Landssamband smá- bátaeigenda þess við sjávarút- VÍÐIR I BREIÐHOLTI á Seljabraut í Opið til kl.20 í kvöld vegsráðherra, að hann aflétti banni við veiðum smábáta á þessu svæði, sem gildir frá 25. til 31. október. Ráðherra ákvað að aflétta banninu ekki. Samkvæmt upplýsingum frá Emi Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, varð aflinn í september aðeins 230 tonn í september nú. í sama mán- uði 1986 varð hann 721 tonn, 698 árið 1985 og 858 1984. í gildandi lögum um stjómun fískveiða segir: „Fari mánaðarlegt aflamagn báta undir 10 brúttólestum í einhveijum lands^órðungi niður fyrir tvo þriðju af meðalafla þess mánaðar síðustu þijú árin vegna ógæfta er ráðherra heimilt að aflétta næstu veiðistöðv- un á eftir samkvæmt þessum staflið." Tveir þriðju hlutar meðal- talsafla í september síðustu þriggja ára á Norðurlandi er 506 tonn, eða meira en helmingi meira en nú veiddist. Gæftir og afli hafa verið talsvert mismunandi eftir landshlutum í september. Á Vesturlandi varð afli smábáta þá 326 tonn, en tveir þriðju meðaltals síðustu þriggja ára er 155 tonn. Á Vestfjörðum varð aflinn 476 tonn, en meðaltalið er 472. Á Austurlandi varð aflinn 585 tonn, en meðaltalið er 286. 40 tonn öfluð- ust á Suðurlandi, en meðaltalið er 34. Á Reykjanesi varð aflinn 248 tonn, en meðaitalið er 236. Smábát- um hefur fjölgað um nálægt 200 á þessu ári, en afli var samt nánast sá sami í haust, 31.000 tonn. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.