Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Ammaall Morgunblaðið/BAR Hér verður sagt frá tónleikum Molanna í Hart rokk kaffi á fimmtudaginn í síðustu viku, en þá sýndu þeir og sönnuöu að þar fer besta rokksveit landsins og þótt víðar væri leitað. Einnig verð- ur sagt frá tónleikum sem hafn- firskar sveitir héldu í Bæjarbíói. Hart rokk kaffi er kannski ekki besti hljómleikastaður á landinu, en þar sem þeim fækkar nú óðum var ánægjulegt að fá einn stað til viðbótar. Ekki stóð sú dýrð þó lengi, því fregnir herma að Sykur- molarnir hafi leitað eftir því að fá þar inni með tónleikana í kvöld en ekki fengið. Framan af var hljómburður ekki upp á það besta en eftir þriðja lagið small allt saman og ekki verð- ur kvartað yfir honum. Molarnir keyrðu á gömlu efni og nýju í bland og sýndu á sér allar sínar bestu hliðar. Þeir náðu og upp feikna stemmningu meðal þeirra nær þrjúhundruð manns sem tróðu sér inn á staðinn, enda engin venjuleg tónleikasveit á ferð. Mesta hrifn- ingu vakti Ammæli sem vonlegt var, en menn könnuðust greinilega ekki síður við önnur lög eins og meistaraverkið Tekið í takt og trega og Heitt kjót sem út var gefið á tólftommunni Cold Sweat. ílok tónleikanna var sveitin klöpp- uð tvisvar upp og gerð var heiðar- leg tilraun til að kalla hana upp í þriðja sinn. Hápunktur uppklapps- Sykurmolarnir eru að verða sú hljómsveit íslensk sem lengst hefur náð ytra og í kvöld heldur sveitin tónleika fyrir útsendara nokkurra af stærstu hljómplötufyrirtækjum heims íCasablanca. Herma f regnir að þar verði samankomnir helstu hákarlar breska hljómplötuiðnaðarins til að reyna að festa sór sveitina. Reyndar er umstangið í kring um Molana orðið slíkt að erf itt er að átta sig á því. TEKIÐ í TAKT OG TREGA Sjón flytur Luftgltar af stakri snllld. Morgunblaðið/BAR - ¦1 A -. ¦ ••- f 4£ 1 ** 1 * •• í i 1 f tijMk"*' E-X f Biajarbíól. Morgunblaðið/PAR Áheyrendur f Hart rokk kaffl voru flelri en menn heffiu ætlað aft knmust þar Inn. Morgunbloðið/BAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.