Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 19
T MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 19 laganna var þegar Johnny Triumph sté á svið með Molunum og flutti lagið snjalla Luftgitar með tilburð- um sem sómt hefðu sér í stœrstu tónleikasölum Evrópu. Elcki er gott að spá um hvort tónleikarnir í kvöld verði í líkingu við þá sem hér hefur verið sagt frá, en víst er að þeim sem í Hart rokk kaffi voru þetta fðstudags- kvöld er fullljóst hversvegna Sykurmolarnir hafa náð jafn langt í Bretlandi og raun ber vitni. RokkaðíHafnarfirði f Hafnarfirði voru tónieikar síðasta föstudag sem hafnfirska rokksveitin E-X hólt. Tónleikarnir voru í Bæjarbíoi sem er fyrirtaks tónleikastaður en heldur illa í sveit settur fyrir reykvískar sveitir, enda finnst Reykvíkingum lengra úr Reykjavík til Hafnarfjarðar en úr Hafnarfirði til Reykjavíkur. Fyrsta hljómsveit á svið var hafnfirska sveitin Laglausir. Laglausir eru á svipuðum slóðum og Skriðjöklar í tónlist, textagerö og sviðsfram- komu, enda allír í skrautlegum stuttbuxum. Hálfgerður útihátfðar- blœr á því sem þeir voru að gera og sem slíkt í góðu lagi, en heldur átakalítið. Öllu meiri alvara var yfir nœstu sveit á svið, Nýdönsk, en sveitin sú sigraði í hljómsveitar- keppni í Húsaf elli f sumar. Tónlistin sem Nýdönsk leikur er líkust eins- konar blöndu af Þursaflokki og Stuðmðnnum, en textar eru þó heldur drungalegri. Nýdönsk, sem er einskonar menntaskólasveit úr Reykjavík, leggur greinilega mikið upp úr sviðsframkomu og voru sveitarmenn allir f hvítum búningi og sminkaðir hvftir. Söngvarinn er raddmikill og var fremstur meðal jafningja, en aðrir f sveitinni stóðu sig vel. Nýdönsk er með efnilegri sveitum, en hún þari að finna sér frumlegan stíl. Aðalnúmer kvölds- ins var E-X sem kom á eftir Nýdönsk. E-X hóf leik sinn með miklum fyrírgangi, en aðal gftar- leikari sveitarinnar og söngvari varð fyrir því óláni að slíta tvo strengi þegar hann sló fyrstu tón- ana. Hann lót það þó ekki á sig fá, skipti um gítar og hélt áfram eins og ekkert hefði f skorist. Sveitin var f miklum ham þetta kvöld og hefur ekki verið betri f aðra tfð. Áheyrendur voru enda vel með á nótunum og þá helst f laginu Frontiers, sem flestir virtust kann- ast við. Stemmningin var mikil f salnum, enda voru flestir áheyr- enda greinilega aö biða eftir E-X og slepptu ekki sveitinni fyrr en hún hafði tekiö tvö aukalög. Textl: Árnl Matthfasson Nýdönsk Ljósmynd/BS Sýning á myndverkum Freds Boufter Fyrirlestur í tengslum við sýninguna SÝNING á myndverkum Freds Boulter verður opnuð f sýningar- sal Menningarstofnunar Banda- ríkjanna á Neshaga 16 laugardaginn 31. október kl. 14.00. Pred Boulter er fœddur í Louis- ville, Kentucky i Bandaríkjunum og hefur hann fengist við myndlist síðastliðin tfu ár. Fred er sjálfmenntaður og sœkir efnivið sinn til andlegra sviða. Fred hefur tekið sér listamannsnafnið Friðríkur og hefur hann tvisvar áður sýnt á höfuðborgarsvœðinu. f tilefni af sýningu Freds heldur hann fy rirlestur um tildrög þessarar tegundar myndlistar og hlutverk listsköpunar f hinu komandi þjóð- félagi séð f nýju ljósi andlegra vfsinda Martínusar, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlesturinn nefnist „Gleðidans einfaldleikans" og verð- ur haldinn sunnudaginn 1. nóvem- ber í sýningarsalnum á fyrstu hœð Menningarstofnunar og hefst kl. 14.00. Sýningin verður opin um helgar kl. 14.00-20.00 og virka daga til kl. 17.30, en fimmtudaginn 5. nóv- ember til kl. 20.00. Sýningunni lýkur sunnudaginn 8. nóvember. Fred Boulter með eitt verka sinna. Blönduós: Alvarleg stund hjá Laglausum. Ljó8mynd/BS 48.735 kindum slátrað Blffnduóci. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hjá Sölu- félagi Austur-Húnvetninga, SAH, á Blönduósi lauk föstudag- inn 23. október. Alls var slátrað 48.735 kindum, sem er 2.545 kinda f sekkun milli ára. Innlagð- ir dilkar voru 44.347, sem er 1.562 dilkum færra en var sfðast- Uðið haust. Meðalfallþungi dilka reyndist vera 14,54 kfló og er það 440 grömmum meira en í fyrra. Innlagt fullorðið fé var 3.203, sem er 1.399 kindum fœrra en sfðastliðið haust. Meðalfallþungi fullorðna fjárins reyndist vera 22,70 kfló og er það 860 grömmum meira en f fyrra. Jafnframt þvf að sláturféð er þyngra f ár þá flokkuðust dilkar betur. Núna fóru 86,6% dilka f 1. flokk á móti 82,5% í fyrra. Heldur meira af dilkunum fór í O-flokkana, eða 6,1% á móti 5,6% síðastliðið ár. Þegar þessar tölur eru skoðaðar með tilliti til fullvirðisréttar þá er ljóst að innlagt kjöt f sláturhús SAH er 701.728 kfló þegar vatn hefur verið dregið frá. Fullvirðisréttur fyrir sauðijjárafurðir fyrir Austur- Húnavalnssýslu er 710.765 kíló þannig að það vantar á að fullvirðis- rétturinn hafi verið nýttur. Ekki liggur enn ljóst fyrir hversu mikið austur-húnvetnskir bændur lögðu mikið inn annars staðar en á Blönduósi og ekki er endanlega búið að gera upp dœmið gagnvart Framleiðnisjóöi og Sauðfjárveiki- vörnum, þannig að of snemmt er að segja til hvort afgangur verður á fullvirðisrétti i sauðfé f Austur- Húnvatnssýslu, en allar lfkur benda til að svo verði. — Jón Sig. íl IÐNTÆKNISTOFNUN Strikamerki Þann 4. nóvember nk. kl. 9-12 mun Iðntaekni- stofnun íslands gangast fyrir námskeiði í strikamerkjum. Markmið: Að þátttakendur geri sér grein fyr- ir notkun og möguleikum strikamerkja, hvað strikamerki eru og til hvers þau eru notuð. Efnl: Kynntar verða helstu tegundir strika- merkja, hvað vinnst með notkun strikamerkja og nauðsyntegur búnaður. Þátttaendur: Núverandi og væntanlegir not- endur strikamerkja í heildsölu- og smásölufyr- irtækjum. Leiðbeinandi: Haukur Alfreðsson. Þátttaka tilkynnist í sírha 687000 milli kl. 8.30 og 16.00. Iðntæknístofnun Islands. Fródleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! LISTAFOLK FRA HVÍTARÚSSLANDI FJöIbreytt efnlsskrá í söng, hljóðfæraletk og þjóðdönsum á tónlelkum og danssýnlngu i félagsheimillnu Heima- landl, Vestur-Eyjafjallahreppi, fðstudag- inn 30. okt. kl. 21.00 og félagsheimilinu Hlégarðl, Mosfellsbæ, laugardaginn 31. okt. kl. 21.00. Missið ekki af ágætri skemmtun! MÍR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.