Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 20

Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM FRESTUN SÖLUSKATTS Á MATVÖRU? JÓN BALDVIN HANNIB ALSSON: Til að skapa betri skilyrði til samninga „ÞAÐ er ekkert um þetta að segja umfram það, sem í frétta- tilkynningu ríkisstjórnarinnar stendur. Þetta er ákvörðun ríkisstjóraarinnar. Hún var tekin einhuga, þegar þetta var rætt á sinum tíma og án skil- yrða. Hún er auðvitað tekin í framhaldi af viðræðum við ýmsa forystumenn á vinnu- markaðnum og í launþega- hreyfingunni. Hún er til þess að skapa betri skilyrði fyrir viðræðum í framhaldi þessa og vonandi samningum um kaup og kjör,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, i samtali við Morgun- blaðið. „Það var algjör einhugur um þessa ákvörðun, þegar hún var tekin upp innan ríkisstjómarinnar í síðustu viku. Með því er tekin áhætta, en að mínu mati er það áhættunnar virði. Sé þetta tvennt borið saman; annars vegar 75 milljóna króna tekjuöflum í fjár- lögum upp á 60 milljarða og hins vegar vonin um það um að samn- ingar fyrir árið 1988 geti tekizt innan þess heildarramma, sem ríkisstjómin hefur markað, þó þannig að kaupmáttaraukinn, sem orðið hefur, varðveitist og það svigrúm nýtist, sem var ætlað til leiðréttingar á kjörum hinna verst settu, er vonin um samninga mun meira virði. í þeirri von og trausti þess, að þetta geti tekizt, er þessi ákvörðun tekin," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson. ÞORSTEINN PÁLSSON: Skynsam- legt að fresta þessu „VIÐ höfum átt óformlegar viðræður við nokkra forystu- menn verkalýðshreyfingarinn- ar, en það hafa engir samningar verið gerðir. Þessu fylgja engar skuldbindingar eða kvaðir. Það var ekki leitað eftir því af okkar hálfu. Við mátum hins vegar aðstæður þannig, að það væri skynsam- legt að slá þessu á frest til áramóta vegna þeirra óska, sem fram hafa komið. Því verð- ur þá ekki um kennt að umræður hafi orðið stirðari en efni stóðu til,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra. „Við ítrekum það, að sé áhugi fyrir hendi, er ríkisstjómin tilbúin til viðræðna við aðila vinnumark- aðsins. Þessi ákvörðun var tekin samkvæmt tillögu formanna stjómarflokkanna þriggja. Um áramót á að koma til fram- kvæmda, samkvæmt fyrri ákvörð- un ríkisstjómarinnar, víðtæk breyting á söluskattskerfinu með ennfrekari fækkun undanþága, lækkun skatthlutfallsins og í þriðja lagi ýmsar hliðarráðstafan- ir í formi bamabóta, skatta og niðurgreiðslna," sagði Þosteinn Pálsson. KRISTJÁN THORLACIUS: Vonandi ekki bara til áramóta „ÉG FAGNA því að ríkissljóm- in skuli falla frá hækkun á söluskatti á matvæli. Ég vona að þetta standi ekki bara til áramóta, heldur verði tekið til alvarlegrar athugunar að lækka frekari álögur á almenn- ing og stuðla að stöðugu verðlagi og þar með draga úr áhættu á aukinni verðbólgu," sagði Kristján Thorlacius form- aður Bandalags starfsmanna rikis og bæja i samtali við Morgunblaðið. Kristján sagði að BSRB hefði mótmælti söluskatti á matvæli fyrir nokkmm dögum. Hann sagð- ist telja það alranga stefnu að leggja auknar álögur á almenn- ing. Það byði upp á verðhækkanir og skapaði hættu á aukinni verð- bólgu. „Um þá yfírlýsingur ríkisstjórn- arinnar, að hún sé reiðubúin til viðræðna við aðila vinnumarkað- arins um kjaramál, vil ég segja að ekki mun nú frekar en endra- nær standa á BSRB að ræða við ríkisstjómina um efnahagsmál. Hinsvegar tel ég að það verði að koma fram að allt of lítið mark hefur reynst takandi á loforðum ríkisstjómarinnar og því miður skapar þetta mikið vantraust og ber að harma það,“ sagði Kristján að lokum. ÁSMUNDUR STEFÁNSSON: Þessi ákvörðun var nauðsyn „Það er ljóst að ef þessi skatt- heimta hefði komist á, hefði það orðið til þess að rýra enn frekar traust á stjórnvöldum, sem er þó væntanlega ærið rýrt fyrir. Ég held að þessi ákvörð- un hafi verið nauðsynleg," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands ís- lands. Hann sagði að matarskatturinn kæmi auðvitað þyngst niður á þeim sem væm tekjulægstir og hefðu á þessu ári horft upp á launaskrið til annarra. Þeir hefðu því eflst til að sýna hörku og í sjálfu sér hefði slík harka verið óhjákvæmileg. “Ríkisstjómin hef- ur ekki stillt þessu máli upp sem skiptimynt. Hún ákvað að gera þetta skuldbindingarlaust og ég vil fyrir mitt leyti líta á þetta sem fyrsta skref í þá átt að hætt verði alfarið við matarskattinn," sagði Ásmundur. Hann sagði að hann teldi skatt- heimtu á matvæli ekki réttu leiðina og hann hefði takmarkaða trú á þeim aðgerðum, sem hugs- anlegu hefðu komið til greina til þess að bæta úr skák. Til dæmis væri reynslan af miklum niður- greiðslum sú að þær giltu aðeins tímabundið. “Ég held að það hafí aldrei staðið á verkalýðshreyfíngunni til samningaviðræðna," sagði Ás- mundur aðspurður um tilboð stjómvalda. “Það er okkar gagn- aðili sem hefur verið tregur til að ganga til samningaviðræðna í þeim samskiptum sem hafa verið milli ýmissa aðila og vinnuveit- enda. Ef okkar gagnaðili tekur á málum af virí þá gæti komist hreyfíng á. Ég held að það sé fyrst og fremst háð því sem þar gerist." Hann endurtók það sem hann sagði í ávarpi sínu við setningu þings VMS“I í gærmorgun, að sundrung innan verkalýðshreyf- ingarinnar gæti haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir samninga- viðræður og þess vegna væri það nauðsynlegt að menn gerðu sér grein fyrir hvort þeir ætluðu sér að vinna saman eða ekki. “Ég held hins vegar að reyndin sé sú að þama eigi tregða okkar gagn- aðila stærstan hlut að máli og skortur á vilja í þeim herbúðum til þess að hreyfa sig í samninga- viðræðum þannig að líklegt yrði að niðurstaða gæti fengist. Það reynir auðvitað á það núna. Það er hins vegar alveg ljóst að árang- ur verkalýðshreyfíngarinnar í samningum hlýtur að vera mjög háður því hvaða samstaða er í hópnum. Það hlýtur að vera háð því hversu vel það gengur að ganga í takt og að þeir sem fara fyrir samningum séu í góðu sam- ræmdu göngulagi með þeim sem eru úti á vinnustöðunum," sagði Ásmundur Stefánsson. GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON: Fagna þessari ákvörðun „EG FAGNA mjög þessari ákvörðun. Við höfum mótmælt þessum skatti og rætt við fjár- mála- og forsætisráðherra. Þeir hafa hlýtt á okkar rök,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambands íslands. Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, skýrði frá þessari ákvörðun ríkisstjómar- innar í ræðu sinni við setningu 13. þings VMSÍ í gærmorgun og sagði að ákvörðunin væri tekin án allra skilyrða og skuld- bindinga. „Við töldum þennan skatt spilla mjög öllum möguleikum á samn- ingum og gera þá torveldari. Um þetta urðu nokkrar viðræður og þeir sögðu að ákvörðun ríkis- stjómarinnar varðandi skattlagn- inguna myndi liggja fyrir í dag og eins og kom fram í máli Jó- hönnu að það væri án allra skilyrða og skuldbindinga. Vitan- lega er búist við að þetta bæti andrúmsloftið, því er ekkert að neita," sagði Guðmundur. “Þetta er engin skiptimynt í samningum og það hefíir heldur ekki verið gerð krafa um það af ráðherrunum. Ég fagna því að forsætis- og fjármálaráðherra skuli vilja leita okkar umsagnar um skattlagninguna og hafa af- stöðu okkar til hliðsjónar. Það væri hins vegar rangt að segja að við hefðum beygt þá í þessu máli. Þetta er ekki þannig vaxið. Ég tel að þeir hafí tekið tillit til okkar sjónarmiða," sagði Guð- mundur. VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON: Vilji til að stuðla að raunhæfum samningum „Her er ekki talað um annað en að frestað verður söluskatt- sundanþágum á matvæli til áramóta í þeim tilgangi að ríkisstjórain komi með ein- hveijum hætti inn í kjarasamn- inga,“ sagði Víglundur Þorsteinsson formaður Félags islenskra iðnrekenda og stjórn- armaður í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasmabands ís- lands. „Þetta er ákveðin viljayfírlýsing af hálfu ríkisstjómarinnar um að reynt verði að stuðla að raun- hæfum kjarasamningum og hlýtur að leiða til þess að verka- lýðshreyfíng og vinnuveitendur gangi til viðræðna við ríkisvald- ið,“ sagði Víglundur. „Mér sýnist hins vegar fljótt á litið að himin og haf sé á milli verkalýðshreyfíngarinnar og vinnuveitenda í dag hvemig þeir meta hvað séu raunhæfír kjara- samningar. Við teljum að almenn- ar launahækkanir á næsta ári þýði aukna verðbólgu. Kaupmátt- ur hefur aukist svo mikið á síðustu tveimur ámm að það er ekki hægt að ganga lengra. En rauns- ætt mat á fastgengisstefnu ríkis- stjómarinnar í kjarasamningum væri launalækkun um 3 - 5%. í okkar huga er alveg ljóst að hlut þeirra hópa , sem eiga rök- studdar kröfur til launabreytinga til að ná jöfnuði við aðra hópa, verður ekki unnt að leiðrétta ef launþegahreyfíngar kreflast jafn- framt almennra launabreytinga á næsta ári.“ íslensku- og stærðfræðikennsla bágborin: Skortur á góðu nams- efni í grunnskólunum -segir Ásgeir Guðmundsson námsgagnastjóri ÍSLENSKU- og stærðfræðikennslu er ábótavant, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi, segir í úttekt menntamálaráðuneytisins á kennslu í þessum greinum, eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í gær. Þuríður Jóhannsdóttir, formaður Samtaka móðurmálskennara, sagði að væntanlega yrði fljótlega boðað til fundar íslenskukennara um niðurstöður úttektarinnar. „Við tökum þessi mál mjög alvar- íega. íslenskunámið í Háskólanum þyrfti að vera þannig að það nýtt- ist fólki betur í kennslu, til dæmis er engin kennsla í ritgerðasmíði þar“, sagði Þuríður. Kristín Bjamadóttir, formaður Félags raungreinakennara, sagði að skortur væri á kennurum með kennsluréttindi í stærðfræði, eðlis- fræði og tölvufræði. „Einungis örfáir útskrifast nú frá Háskólan- um með BS próf í stærðfræði. Þeir fara í framhaldsnám erlendis en ekki í kennsluréttindanám í Háskólanum og þaðan í kennslu í framhaldsskólunum", sagði Kristín. Ásgeir Guðmundsson, náms- gagnastjóri, sagðist vera sammála höfundum úttektarinnar um að skortur sé á góðu námsefni í grunnskólunum, til dæmis vanti gott námsefni í stafsetningu. „Það þarf að taka betur á því máli“, sagði Ásgeir. „Við höfum óskað eftir meira fjármagni til útgáfu námsefnis en samt sem áður hefur Námsgagnastofnun gefíð heilmik- ið út af námsefni fyrir grunnskól- ana. Kröfur kennara og nemenda um betyra námsefni eru hins veg- ar alltaf að aukast vegna þess að skólanna hafa breyst til hins betra. Úttektin er hins vegar sérstaklega samin um framhaldsskólana en námsefni þeirra hefur ekki verið samræmt", sagði Ásgeir. Dr. Sigmundur Guðbjamason, háskólarektor, sagði að það væri full ástæða til að taka þau til- mæli menntamálaráðuneytisins alvarlega að Háskólinn leiti leiða til að bæta kennsluréttindanám það sem hann býður upp á. „Við erum að gera úttekt á öllum deild- um Háskólans þvi okkur er ljóst að kröfumar eru alltaf að aukast og stefnum því að úrbótum á öllum sviðum", sagði Sigmundur. Morgunblaðið/Júlíus Benedikt Sveinsson og Valgeir Guðmundsson við hraðamælingar á ómerktri bifreið i Grafarvogi í gær. Hraðamælingar á ómerktri bifreið LÖGREGLAN i Reykjavík vinnur nú að hraðamælingum vfðs vegar um borgina og notar ómerktar bifreiðar við verkið. Sérstök áhersla er lögð á mælingar i nágrenni skóla. í gær var hraðinn mældur við Fjallkonuveg í Grafarvogi, skammt frá Foldaskóla. Á einni klukkustund fóru um eitt hundrað bifreiðar þar um, en flestir óku undir leyfilegum hraða, sem er 50 kflómetrar á klukku- stund. Sá sem hraðast ók var á 66 kílómetra hraða. Sfðar flutti lögreglan sig um set og mældi hraða við Gullinbrú og var ekið öllu hraðar þar. Einn ökumaður .var tekinn á 77 kílómetra hraða. í næsta mánuði ætlar lögreglan að kanna umferð vinnuvéla um göt- ur Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.