Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Noregur: Hörpudisks- birgðirnar saf nast fyrir Tromsö, frá Baldri Sveinbjörnssyni, fréttaritara Morgunblaðsins'. UM 1000 tonn af hörpudiski, til- búnum til útflutnings, liggja nú í geymslum víða um Noreg og er þess beðið, að verðið á Banda- ríkjamarkaði hækki eftir mikla lækkun á árinu. Um þesar mundir er verðið svo lágt, að framleiðendur stórtöpuðu á að flytja skelfiskinn út en birgða- söfhuninni verður haldið áfram enn um hríð í þeirri von, að verðið hækki aftur. Það, sem af er árinu, hafa Norðmenn flutt út 8-900 tonn af hörpudiski. Um 300 tonn hafa farið til Frakklands en hitt til Banda- ríkjanna. Framleiðendur segjast þurfa um 290 ísl. kr. fyrir kflóið til að tapa ekki á vinnslunni en í Bandaríkjun- um fást nú aðeins fyrir það 200-230 kr. í fyrrahaust var verðið 406 fsl. kr. fyrir kg. Menn eru ekki á einu máli um hvað olli verðfallinu en það átti þó mikinn þátt í því, að Bandaríkja- menn og Kanadamenn hófu veiðar á eigin skelfiskmiðum á sl. sumri. Meira framboð er því á ferskum hörpudiski og bitnar það á innflutn- ingi Norðmanna og Islendinga. Fórnarlömbum geisla- virkni fjölgar í Brasilíu Kim Dae-jung. Suður-Kórea: Reutór Rio de Janeiro, Reuter. FJÓRIR menn hafa nú latist af völdum geislavirkni, sem slapp út i andrúmsloftið i borginni Goiania í siðasta mánuði, að þvi er tals- maður sjúkrahúss brasilfska sjóhersins sagði á miðvikudag. Sagði Talsmaður sjúkrahússins að sjö fórnarlömb geislavirkninnar væru í lífshættu. 244 urðu fyrir geislavirkni í Goian- ia eftir að brotajárnssali skrúfaði í sundur tæki til geislameðferðar, sem skilið hafði verið eftir fyrir utan yfír- gefna læknamiðstöð, með þeim afleiðingum að efnið cesíum 137 slapp út. Talsmaður umhverfisverndar- flokks Græningja sagði að flokkurinn hygðist grípa til friðsamlegra að- gerða fyrir utan höfuðstöðvar Kjarnorkustofnunar Brasilíu í Rio de Janeiro til að mótmæla fyrirhuguðum kjarnorkuverkefnum í landinu. Mörg hundruð hermenn hjálpa nú til í Goiania við að minnka geisla- virknina. Tré hafa verið höggvin niður og reynt að hreinsa svæði, sem urðu fyrir mikilli mengun af völdum geislavirkninnar. Sveitir kjarnorkus- érfræðinga leggja nótt við dag til að fjarlægja kjarnorkuúrgang. Þrátt fyrir jrfirlýsingu Kjarnorku- stofnunarinnar um að íbúum I Goiania stafi ekki hætta af geisla- virkni er fjöldi fjölskyldna í þá mund að flytja brott af geislavirka svæð- inu. „Það er aldrei að vita. Þótt þeir hafi sagt okkur að hættan væri eng- in erum við ekki undir það búin að dvelja hér lengur," sagði húsmóðir ein í sjónvarpsviðtali. Stjórnarandstöðuflokk- urinn formlega klofinn Seoul, Reuter. KIM Dae-jung klauf sig formlega útúr flokki síiiimi, Lýðræðislega samciningarflokknum (RDP), i gær. Hefur hann i hyggju að Svíþjóð: Gista Kreml þrátt fyrir kafbátsferðir Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara MorgTinblaðnins. SVEN-Olof Olson, yfirmaður sænska flughersins, er nú í op- inberri heimsókn í Sovétríkjun- um en f sex ár hafa yfirmenn hersins neitað öllum heimboð- um þangað vegna yfirgangs sovéskra kafbáta i sænskri landhelgi. Ekkert lát er á kaf- bátsf erðunum en þrátt fyrir það 'innst herforingjunum i samr- áði við stjórnvöld, að nú sé kominn tími til að njóta gistivin- áttu Sovétmanna. Síðan sovéskur kafbátur, U 137, strandaði f sænska skerja- garðinum fyrir réttum sex árum hafa yfirmenn í sænska hernum endursent ðll heimboð frá Sovét- mönnum. Lennart Ljung, fyrrum yfirmaður heraflans, gerði það margsinnis og svo er einnig um eftirmann hans, Bengt Gustafs- son. Nú er hins vegar breyting á orðin og augljóst, að ríkisstjórnin hefur haft hönd í bagga með því enda er tekið fram, að Olson fari á hennar vegum tií Kremlar. Ferðir ókunnra kafbáta innan sænskrar landhelgi halda áfram eins og ekkert hafí í skorist og þótt ekki séu beinar sannanir fyr- ir þjóðerninu, segja sænskir stjórn- málamenn og herforingjar berum orðum, að þeir séu sovéskir. Síðan jafnaðarmenn komust aftur til valda árið 1985 hefur það verið stefnan að vingast við Sovétmenn, m.a. í von um, að þeir færu að virða fullveldi sænsku þjóðarinnar, en ekki er að sjá, að hún hafi neinn árangur borið. stofna nýjan stjórnmálaflokk sér til stuðnings í komandi kosninga- baráttu í fyrstu forsetakosning- um sem haldnar eru í Suður- Kóreu í 16 ár. Tuttugu og fimm fulltrúar af 70 sem studdu flokkinn á þingi hafa sagt skilið við hann til að fylgja Kim Dae-jung. Gert er ráð fyrir að Kim Young-sam gefi formlega kost á sér til forseta fyrir RDP innan tíðar. Kim Dae-jung og Kim Young-sam, stofhuðu Lýðræðislega sameiningarflokkinn (RDP), í maí- mánuði sfðastliðinn. Klufu þeir sig í sameiningu út úr þáverandi stærsta stjórnarandstöðuflokki landsins. Nú munu fyrrum samherjar etja kappi í forsetakosningum sem gert er ráð fyrir að fari fram í desember á þessu ári. Hafa verið uppi efa- semdir um að annar þessara muni ná kjöri nú eftir að flokkurinn hef- ur verið klofinn. Kim Dae-jung er þrátt fyrir það mjög sigurviss. Noregur: Austur-þýskur landhelg- isbrjótur sýknaður Öb16. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara MorRunblaðsúw. NORSKA strandgæslan ætlar að stöðu að togarinn fara fram á að héraðsdómur yfir austur-þýskum togara, sem tek- inn var að veiðum í landhelgi, verði endurskoðaður. Austur-þýski togarinn var tekinn að veiðum innan norskrar landhelgi og um borð var mikill afli. Dómstóll- komst þegar að þeirri niður- ínn hefði verið á reynsluveiðum og hafí haldið allar reglur um leyfðar veiðar á þeim stað þar sem hann var tekinn. Telja strandgæslumenn að togar- inn hafi brotið gildandi reglur. Verði dómnum ekki hnekkt telja þeir að reglum um veiðar innan norskrar landhelgi verði að breyta nú þegar, að sögn talsmanns þeirra. Kappræður forsetaframbjóðenda repúblikana: Bush reynir að hrekja full- yrðingar um gunguskap Skeggrætt um leiðtogahæfileika, skatta og fjárlagahalla Houaton i Tcxas, Reuter. ÞEIR sex repúblikanar, sem gera sér vonir um að verða tilnefndir til forsetaframboðs flokksins á næsta ári, komu saman f Houston í Texas á miðvikudagskvöld og áttu saman kappræður. Þar var George Bush, varaforseti, gagn- rýndur fyrir að hafa ekki neina fastmótaða stefnu, en hann reyndi að bera á móti þvf og ásökunum um að hann væri f raun aðeins meðreiðarsveinn Reagans og þvf ekki vænlegur leiðtogi þjóðarinnar. Fyrrum ríkisstjóri Delawere- fylkis, Pierre du Pont, lýsti Bush sem undirmanni að atvinnu, sem fylgdi yfirmanninum eftir hverju sem á gengi. „Yrði Bush sem for- seti fær um að vera leiðtogi Bandaríkjanna?" spurði du Pont. „Til þessa höfum við ekkert séð, sem bendir til þess að hann hafi hugsjónir, grundvallarreglur eða stefnu." Þessar ásakanir eru í sam- ræmi við það hald manna að Bush sé ekki nógu ákveðinn og má minna á að fyrir skömmu bar forsíðufregn Newsweek fyrirsögnina „Barist við heybrókarstimpilinn". Reuter George Bush, varaforseti Bandarfkjanna, skiptist hér á skoðunum við Pierre du Pont, en Alexander Haig hlýðir á sposkur á svip. í kappræðunum, sem var sjón- varpað rifjaði Alexander Haig, fyrrverandi utanríkisráðherra, upp þegar ríkisstjórnin ræddi gamalt afvopnunartilboð Sovétríkjanna, sem óhagstætt var Bandarikjunum: „Ég barðist gegn því eins og djöfull- inn sjálfur, en við heyrðum aldrei múkk frá þér [Bush] - ekki orð." Bush svaraði þessari gagnrýni fullum hálsi og þegar hann var sak- aður um að fylgja forseta sínum eftir í blindni svaraði hann: „Þegar menn eru utan við rfkisstjórnina er afskaplega þægilegt að gagnrýna og karpa við forsetann. Ég hef hins vegar komst hins vegar að öðru innan hennar og það þarf að gera fleira en gott þykir." Hann neitaði að skýra frá því hvaða mistök hann teldi forsetann hafa gert. „Ég gæti það, en vil það ekki." Haig benti honum þá á að vinur væri sá er til vamms fyndi og slíkt væri hlutverk varaforsetans. Hvað fjárlagahallann varðaði voru frambjóðendurnir sammála um að þar skipti flokkspólitík ekki máli, finna yrði lausn vandans — það væri skylda þeirra sem stjórn- niálamanna, ekki sem demóícrata eða repúblikana. Bush og Robert Dole gagnryndu þó hina fjóra fyrir að vilja ekki fallast á skattahækk- anir til þessa. Umræðunum var stýrt af William F. Buckley, rithöfundi og ritstjóri tfmaritsins Nntional Review, og Robert Strauss, fyrrverandi form- anni Demókrataflokksins. Þeir stýrðú einnig samskonar kappræð- um demókrata fyrr á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.