Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Reuter Starfsmenn verðbréfafyrirtækisins Quick og Reilly höfðu í nógu að snúast í gær við að kaupa og selja hlutabréf f kauphðUinni f Wall Street. Dollarinn heldur áfram að falla: Louvre-samkomu- lagið úr sögunni? Hlutabréf í Wall Street hækkuðu verulega New York, London, Reuter. GENGI dollarans féll enn f gær, fjórða daginn í röð, og eru nokkrar efasemdir um, að ríkis- stjómir helstu iðnríkjanna ætli að stemma stigu við frekara falli. Hlutabréf í kauphöllinni f WaU Street hækkuðu allverulega og þar virðist trú á, að það versta sé afstaðið. Nokkur óvissa ein- kenndi markaðina í Evrópu en í Hong Kong og Tókýó hélt verð- fallið áfram. Seðlabankar ( Evrópu og Banda- ríkjunum reyndu að stemma á að ósi með doliarakaupum og ýrnsir talsmenn sjö-ríkja-hópsins báru sig karlmannlega en allt ícom fyrir ekki, dollarinn hélt áfram að falla. Hefur hann ekki verið lægri gagnvart vestur-þýsku marki í sjö ár, gagn- vart enska pundinu í fimm og japanska jeninu í 40 ár. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdanefndar Evrópubandalags- ins, sagði í fyrradag, að Bandaríkja- stjórn vildi sjá dollarann fara í 1,60 v-þýsk mörk og eru þessi ummæli talin hafa ýtt undir meira fall. Bandaríska fjármálaráðuneytið vísaði þeim raunar á bug og einnig ýmsir evrópskir frammámenn en gjaldeyriskaupmenn grunar, að iðnríkin sjö, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Vestur-Þýskaland og Kanada, séu búin að samþykkja, að dollarinn fari niður fyrir viðmið- unarmörk Louvre-samkomulagsins, 1,80 v-þýsk mörk. Segja þeir, að afskipti seðlabankanna beinist að því að hafa hönd í bagga með falli dollarans en ekki að stöðva það. Claus Köhler, vestur-þýski seðla- bankastjórinn, þótti staðfesta þennan grun þegar hann sagði, að seðlabankastjórarnir væru ekki að reyna að verja ákveðin mörk, heldur vildu þeir róa markaðina. Hlutabréf í kauphöllinni í Wall Street hækkuðu verulega í gær eða um 90 stig. Stóð þá Dow Jones- verðbréfavísitalan í 1.939 stigum. Hafa menn augljóslega trú á, að mesta óveðrinu sé að linna og mark- aðurinn að jafna sig. I London og París hækkuðu hlutabréf örlítið og féllu aðeins í Vestur-Þýskalandi en í Tókýó og Hong Kong féllu þau nokkuð. GENGI DOLLARANS New York, Reuter. TAFLAN hér á eftir sýnir fall Bandaríkjadollara frá þvf að gengi hans var sem hæst í februar 1985 og skömmu áður en fimm helstu iðnrfki heims gerðu svonefnt Plaza-samkomulag f septem- ber 1985 tíl 28. október á þessu ári. í tðflunni stendur hvað dollarinn kostaði f viðkomandi gjaldmiðlum nema sagt er hvað sterlingspundið kostaði marga dollara. 25. feb. 1985 20. sept. 1985 Ve8tur-þýsk mörk Japönskjen Sterlingspund Svissneskir frankar Franskir frankar 3,475 263 1,0345 (doll.) 2,935 10,7 2,84 289 1,37 2,835 8,66 28. okt. 1987 1,74 138 1,72 1,43 5,88 Gengisbr. f%frá aept. 1985 -39% -42% +26% -39% -32% Kínverski kommúnistaflokkurinn: Spánn um ályktun Vestur-Evrópusambandsins: Krafa um þátttöku í kjarnorkuvörnum hamlar inngöngu Madrid, Reuter. Utanrikisráðuneyti Spánar, sem ekki leyfir kjarnorkuvopn inn- an landamæra sinna, skýrði frá þvi f gær að Spánn myndi ekki ganga f Vestur-Evrópusambandið (WEU) ef inngangan fæli í sér að Spánn þyrfti að taka þátt í kjarnorkuvörnum Evrópu. Fyrr í vikunni samþykkti fundur hafa verið nokkuð til umræðu að utanríkis- og varnarmálaráðherra aðildarlanda sambandsins, sem er varnarbandalag sjö Evrópuþjóða innan Atlantshafsbandalagsins, ályktun þess efnis að aðildarlöndin yrðu að taka þátt í bæði kjarnorku- og hefðbundnum vörnum álfunnar. Spánn hefur áhuga á því að ganga í sambandið, en nú hefur þetta skil- yrði reynst Þrándur í Götu. Spænskur embættismaður sagði að ef ályktun fundarins yrði stað- fest gætu Spánverjar ekki gengið til samstarfs við ríkin sjö um fram- kvæmd hennar. Fram að þessu hefur andstaða nokkurra Ianda inn- an sambandsins hamlað inngöngu Spánar. Samkvæmt reglum sam- bandsins sækja rfki ekki um inngöngu heldur er þeim boðin þátt- taka. Öryggis- og varnarmál Spánar undanförnu, ekki síst í ljósi kröfu Spánverja um að 72 F-16 orrustu- þotur Bandaríkjahers í bandarískri herstöð skammt frá Madrid víki úr landi, en þær eru þar samkvæmt 34 ára gömlum varnarsamningi. Spænsk blöð greindu m.a. frá því að á fundi WEU hefði Wim van Eekelen, utanríkisráðherra Hol- lands, látið í ljós von um það að flugvélarnar yrðu áfram á sínum stað. Spánverjar samþykktu í þjóðar- atkvæðagreiðslu á síðasta ári að landið skyldi áfram vera í Atlants- hafsbandalaginu, en með skilyrðum þó. Þau helstu voru að landið skyldi vera kjarnorkuvopnalaust og að Bandaríkin myndu fækka verulega í herliði sínu, sem er í fjórum stöðv- um í landinu. Reuter Lfbanskur hermaður stendur vörð við minjagripaverslunina þar sem skotið var á frönsku herlögreglumenn á meðan lögreglan kannar vegsummerki. Líbanon: Tveir fransk- ir hermenn voru skotnir til bana Beirut, Reuter. SKOTII) var á þrjá franska her- lögreglumenn f austurhluta Beirút f gær. Tveir mannanna Deng líklegnr til að sleppa stjórnvelinum Treystir um leið tökin á hernum Peking, Reuter. FLEST bendir tíl, að Deng Xia- oping, helsti ráðamaður f Kína, sé ákveðinn f að draga sig f hlé og láta yngri mðnnum eftír áhrifastöðurnar f kommúnista- flokknum. Nafn hans var ekki a lista yfir frambjóðendur í æðstu embættí en honum var dreift á þingi kfnverska kommúnista- flokksins f gær. Á lista yfir frambjóðendur til fastanefndar stjórnmálaráðsins, einnar valdamestu stofnunarinnar, var ekki minnst á Deng og þvf talið vfst, að Zhao Ziyang, arftaki Dengs, muni verða í forsvari fyrir nefnd- inni ásamt öðrum umbótasinnuðum mönnum. Deng hefur marglýst yfir, að hann vilji draga sig í hlé en þótt hann láti verða af því er talið víst, að hann hafi áfram mikil völd. Vestrænir stjórnarerindrekar og aðrir, sem fylgst hafa með þinginu, segjast vissir um, að Deng ætli ekki að láta af hendi formannsstöðu f miðstjórn hersins og muni þar að auki skipa Zhao Ziyang sem annan valdamesta mann hennar. Vaki það fyrir honum að treysta umbótasinn- aða stuðningsmenn sina f sessi innan hersins enda sé hann minnug- ur þeirra orða Maós, að valdið spretti fram úr byssuhlaupinu. Kínvérski herinn, sem er skipað- ur 3,2 milljónum manna, hefur íöngum haft mikil áhrif f stjórn- málunum og átt þátt í að hefja menn f haaðir eða steypa af stóli. Er það sumra sögn, að afstaða hers- ins hafi valdið mestu um, að Hu Yaobang, fyrirrennari Zhaos, féll í ónáð f janúar sl. létust samstundis en einn þeirra liggur lífhættulega særður á sjúkrahúsi. Ekki er vitað hverjir árásarmennirnir voru. Mennirnir þrír voru allir í örygg- issveitum sem sendar voru til Beirút 1984 til að gæta sendiráðs Frakka eftir að 58 sendiráðsstarfsmenn voru drepnir í Beirut. Voru menn- irnir staddir utan við minjagripa- verslun í kristnu hverfi í austurhluta borgarinnar þegar tveir menn stukku úr bíl og hófu skothríð. Árásarmennirnir hlupu síðan aftur inn í bflinn og hurfu á brott. Þetta er fyrsta skotárásin í Beirút síðan f september í fyrra. Hverfinu, þar sem árasin var gerð, var samstundis lokað af franska hernum og kristnum her- sveitum Líbana. Leituðu lögregla og her árasarmannanna og vísbend- inga um hverjir þarna hefðu verið að verki. Forsætisráðherra Líbanon, Selim Hoss, fordæmdi skotárásina í símtali við Paul Blanc, franska sendiherrann f Líbanon, að sögn ríkisútvarpsins í Beirút. Franskir sendimenn héldu skyndifund vegna málsins f gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.