Morgunblaðið - 30.10.1987, Side 25

Morgunblaðið - 30.10.1987, Side 25
MORGUNBLADIÐ, PÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 25 Reuter Einn þriggja bandarískra hermanna sem myrtir voru af kommúnist- um á Filippseyjum á fimmtudag, maðurínn var látinn við komuna í sjúkrahús í Manila. Filippseyjar: Ottast hermdar- verk gegn banda- rískum hermönnum Glæpaalda gengur yfir í höfuðborginni ^ Manila, Reuter. OTTAST er að alda skæruhernaðar gegn bandarísku herliði á Filippseyjum sé að bijótast út eftir að þrír banda- rískir hermenn voru myrtir skammt frá bandarískri herstöð á miðvikudag. AJls hafa 14 manns verið skotnir á götum úti í Manila undanfarna þijá sólarhringa. Talið er að uppreisnarmenn kommúnista hafi verið að verki er fímm manns voru skotnir á götu úti í Manila. Samtals hafa nú fjór- tán látist í glæpaöldu, sem gengið hefur yfír í höfuðborginni Manila, undanfama þijá daga. Að sögn lög- reglunnar bera atburðir þessir með sér að þar sé að verki hópur skæru- liða, sem kalla sig „spörvana". Þeir heifa áður staðið fyrir morðum á götum úti í Manila. Bandaríkjamennimir þrír voru skotnir utan við Clark-herstöðina sem er 80 km norður af Manila. Að sögn heimildarmanna innan hersins hafa við rannsókn málsins fundist skjöl frá kommúnistum sem innihalda lýsingar á aðgerðum sem beinast gegn bandarískum her- stöðvum á Filippseyjum. Skjölin fundust í fórum tveggja manna sem handteknir vora í áhlaupi á höfuð- stöðvar kommúnista í bæ í nágrenni Clark-herstöðvarinnar. Morðin á mönnunum þremur hafa vakið ótta meðal hermanna tveggja stærstu herstöðva Bandaríkjamanna á Filippseyjum. Karlmaður, sem sagðist vera uppreisnarsinnaður kommúnisti, hafði samband við vestræna frétta- stöð á Filippseyjum og sagði að verið væri að hefíia fyrir að Banda- ríkjamenn sendu nýverið tíu full- mönnuð flugmóðurskip til Filipps- eyja. „Við munum drepa 7 til viðbótar," sagði maðurinn. Ekki tókst að rekja samtalið og var jafn- vel talið að um gabb sé að ræða. Bandaríkin: Reagan leggur til sölu á orr- ustuþotum til Saudí-Arabíu Washington, Reuter. BANDARIKJASTJÓRN lagði í gær til við þingið að seldar yrðu F-15 orrustuþotur til Saudí-Arabíu fyrir tæpan milljarð Banda- ríkjadala. Þingið hefur mánuð til þess að ræða tillöguna og ákveða hvort lagst skuli gegn henni, en Reagan segir söluna nauðsynlega til þess að auka öryggi við Persaflóa. Samkvæmt tillögunnin myndu Bandaríkjamenn selja Saudum 12 F-15 þotur fyrir 502 milljarða dala. Þá fær flugher Saudí-Arabíu 375 milljarða dala virði af ýmis konar búnaði, sem notaður verður til við- halds og endumýjunar þeirra 60 F-15 þotna, sem Saudar eiga fyrir. Talið er að tillagan muni mæta nokkurri andstöðu þeirra þing- manna, sem telja að ísrael kunni að verða ógnað af vígbúnaði Saudí- Arabíu, en gengið var til móts við þá og slegið verulega af upphafleg- um áætlunum um vopnasölu til Sauda, svo yfírleitt er gert ráð fyr- ir því að vopnasalan hljóti náð fyrir augum þingsins að lokum. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.87-01.05.88 kr. 263,98 1984-3. fl. 28.11.87-12.05.88 kr. 247,24 ‘Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS Electrolux BW 200 uppþvottavélin náði ekki bara prófinu... hún „DÚXAÐI” ! Á kröfíiharðasta neytendamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummæli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni * Við bætum svo við ótrúlegu verðtilboði 34.557,: Láttu ekki uppþvottinn angra þig lengur- ,,KYLDU” A ELECTROLUX ! Electrolux . . Leiöandifyrirtwa Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.