Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 Samræmíng umhv< mála falin einu ráðu 3n**gi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Fylgi stjórnmála- flokkanna Skoðanakönnun Hagyangs, sem skýrt var frá á miðviku- dag, sýnir, að stjómmálastarf- semin er f deiglunni. Framgangur Framsóknarflokksins og fylgistap Alþýðubandalagsins ásamt með velgengni Kvennalistans vekja mesta athygli. Sjálfstæðisflokk- urinn lyftir sér aðeins eftir hina lélegu útkomu í kosningunum í apríl. Alþýðuflokkurinn og Borg- arafiokkurinn dala. Almennasta skýringin á miklu fylgistapi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum var sú, að stór hóp- ur kjósenda hans hefði gengið til stuðnings við Borgaraflokkinn. Ástæðulaust er að draga þessa skýringu í efa. Sé tekið mið af henni og litið á samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Borgara- flokks í könnun Hagvangs, kemur í ljós að 36,6% þeirra, sem af- stöðu tóku, lýsa yfir stuðningi við þessa flokka. Þetta er lægri tala en menn hafa átt að venjast í skoðanakönnunum, þegar litið er á styrk borgaralegra afla gegn vinstri flokkunum. Virðist aug- ljóst, að Framsóknarflokkurinn er farinn að höfða til nýrra hópa kjósenda og ná stuðningi frá þeim. Samstarfíð við Sjálfstæðis- flokkinn síðan 1983 hefur greini- lega gefíð framsóknarmönnum tækifæri til að skapa sér nýja ímynd og vafalaust skiptir máli fyrir Framsóknarflokkinn, að áherslur í málflutningi hans breyttust við það, að formaður- inn, Steingrímur Hermannsson, bauð sig fram í þéttbýlinu á suð- vestur homi landsins. Það hlýtur að vera sjálfstæðis- mönnum verulegt áhyggjuefni, að flokkur þeirra lyftir sér ekki meira en raun ber vitni. Nýtur hann nú stuðnings 28,7%, sam- kvæmt könnun Hagvangs. Ber þessi tala með sér, að flokknum hafí ekki tekist, á því hálfa ári, sem liðið er frá kosningum, að fínna nýja viðspymu til að sækja á brattann. Umræður innan flokksins um stöðu hans og leiðir til nýrrar sóknar hafa verið litlar, að minnsta kosti fyrir opnum tjöldum. Vekur athygli, að fyrir skömmu var birt niðurstaða í könnun Skáís á vegum Helgar- póstsins, sem sýndi, að 58% Reykvíkinga treystu Sjálfstæðis- flokknum best fyrir stjóm Reykjavíkur. Er stórt bil á milli þeirrar tölu og hinnar, sem gefur fylgi flokksins á landsvísu til kynna. Er verðugt verkefni að brjóta til mergjar, hvað þessum mun veldur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur við mótun stefnu sinnar ekki hikað við að skapa sér sérstöðu. Tals- menn hans hafa gengið fram fyrir skjöldu með tillögur um nýjar aðferðir við lausn vandamála. Á hinn bóginn hefur einnig komið fram, að þegar á reynir virðist flokkinn oft skorta þá eindrægni, sem þarf til að hrinda umdeildum málum í framkvæmd. Skýr stefnumörkun hefur mátt sín lítils, þegar á hólminn er komið. Hefur þetta vafalaust orðið til þess, að margir efast um að full sannfæring búi að baki heit- strengingum um að takast á við vandamál með nýjum hætti. Hitt er einnig staðreynd, að mönnum er sjaldan þakkað það, sem vel er gert, heldur jaftian af þeim krafíst að þeir geri eitthvað meira. Sundrungin innan Alþýðu- bandalagsins er augljósasta skýringin á því, hve illa fer fyrir flokknum í skoðanakönnun Hag- vangs. Að sumu leyti eru al- þýðubandalagsmenn í uppreisn gegn sjálfum sér og er þess tæp- lega að vænta, að menn flykkist til stuðnings við þann vígvöll. Og hvers vegna skyldi fólk nú á tímum lýsa yfír stuðningi við flokk, sem fylgir úreltri stefnu um þjóðnýtingu og ríkisforsjá í stóru og smáu? Borgaraflokkur- inn dalar eftir að Qölmiðlabylgjan er hætt að brotna á honum. Er ekki að efa að þunginn í hinum persónulega andróðri, sem mætt hefur Þorsteini Pálssyni frá Borg- araflokknum, dregur úr fjölda- fylgi við Sjálfstæðisflokkinn og gerir formanni flokksins óhægara um vik en ella að slá á rétta strengi gagnvart kjósendum. Fylgisaukning Kvennalistans á áreiðanlega rætur innan Alþýðu- bandalagsins. En þeir stjóm- málamenn, sem einblína á umfjöllun í Qölmiðlum, ættu að líta til aðferða Kvennalistans við að minna á sig. Talsmenn flokks- ins kvarta helst undan því að ekkert sé eftir þeim haft, en þeir kveðja sér samt hljóðs með þeim hætti að eftir þeim er tekið. Al- þýðuflokkurinn hefur lokið fyrri sigurgöngu í skoðanakönnunum. Eru þeir, sem lýst hafa stuðningi við flokkinn, greinilega að gera upp við sig, hvemig þeir eigi að bregðast við honum sem stjómar- flokki og em enn ekki að fullu sáttir við hann í því hlutverki. Hafí skoðanakönnun Hag- vangs einhver áhrif á stjóm- málastarf líðandi stundar, kunna þau helst að verða á þann veg, að framsóknarmeiin færa sig upp á skaftið. í sjálfu sér er það ekki neitt sérstakt fagnaðarefni. eftir Birgi ísleif Gunnarsson í starfsáætlun ríkisstjómarinnar er sérstakur kafli um umhverfísmál sem ég tel við hæfí að árétta á Náttúruvemdarþingi. Þar segir: „Ríkisstjómin mun samræma aðgerðir stjómvalda að umhverfis- vemd og mengunarvömum, meðal annars með eftirfarandi hætti: Sett verði almenn lög um um- hverfísmál og samræming þeirra falin einu ráðuneyti. Gerð verði áætlun um nýtingu landsins sem miði að því að endur- heimta, varðveita og nýta landgæð- in á hagkvæman hátt. Rfkisjarðir verði nýttar til útivist- ar, skógræktar og orlofsdvalar fyrir almenning þar sem því verður við komið. Ríkisjarðir verði nýttar til útivist- ar, skógræktar og orlofsdvalar fyrir almenning þar sem þvf verður við komið. Skógrækt, landgræðsla og gróð- urvemd verði aukin í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og ftjálsra sam- taka. Umhverfísáhrif atvinnufyrir- tækja, svo sem í fískeldi, verði könnuð og reglur settar til þess að koma í veg fyrir mengun frá þeim. Við skipulag ferðamála verði þess gætt að hlífa viðkvæmum land- svæðum svo að komið verði í veg fyrir umhverfisspjöll. Fræðsla um náttúruvemd og umhverfismál verði aukin. Eftirlit með losun hættulegra efna verði bætt. Athugað verði hvemig auka megi endurvinnslu á úrgangi. Strangara eftirlit verði haft með efnanotkun við matvælaframleiðslu og í innfluttri neysluvöru." Um hvert og eitt þessara atriða mætti ræða ítarlega og ég veit að flest munu þau bera á góma hér á þinginu með einum eða öðrum hætti. Tími minn hér leyfir ekki slíkt, en ríkisstjómin og einstök ráðuneyti munu nú vinna að fram- gangi þeirra. Þegar hefur verið skipuð 3ja manna nefnd til að semja frumvarp til laga um samræmda sljóm umhverfísmála. Þess er vænst að hún geti gengið svo rösk- lega til starfa að unnt verði að leggja frumvarpið fram á Alþingi Bolunjfarvík. FRAMKVÆMDIR við byggingu ratstjárstöðvar á Bolafjalli hafa gengið nokkum veginn sam- kvæmt áætlun, en þó er verkið nm eina til tvær vikur á eftir áætlun. Stafar það einkum af stirðu tíðarfari í haust. Það er nokkuð kalsamt að vinna í 625 metra hæð að jafnaði f 7—8 stiga frosti og ísingu og norðan næðingi. Þetta fékk fréttaritari Morgunblaðsins að reyna er hann skrapp upp á fjallið fyrir stuttu. Aðstaeður og umhverfí minntu helst á heimskautin sem honum eru þó ekki kunnug nema af myndum. Framkvæmdimar á Bolafjalli á þessu ári hófust í lok júnf. Þá var hafíst handa við að reisa 1200 fer- metra hús sem nú er að verða fokhelt. í húsið hafa farið um 140 tonn af steypustyrktaijámi og um fyrir áramót. Eitt höfuðviðfangsefni þessa Náttúruvemdarþings er ein- mitt framtíðarskipan náttúru- og umhverfismála á Islandi og því tel ég rétt að fjalla nánar um þetta efni. Ekki sérstakt umhverf- ismálaráðuneyti Við myndun þessarar ríkisstjóm- ar fóm fram ítarlegar umræður milli stjómmálaflokkanna um breytingu á skipulagi stjómarráðs- ins, þar sem fjallað var um upp- stokkun á verkefnum milli ráðuneyta. Ég ætla ekki að rekja þá umræðu hér, en málefni sem varða umhverfismál voru mjög á dagskrá í þeirri umræðu. Vegna tímaskorts tókst ekki að fullgera nauðsynlega vinnu í þessu sam- bandi. Þó var tekin ein ákvörðun, þ.e. að setja ekki á fót sérstakt umhverfismálaráðuneyti, heldur að setja almenn lög um umhverfismál og fela samræmingu þeirra einu ráðuneyti. Þeir málaflokkar sem tengjast umhverfismálum í víðum skilningi þess orðs eru æði margir, og sérstakt umhverfismálaráðu- neyti yrði því mjög umfangsmikið ráðuneyti. Þá verður að hafa í huga að í sumum málaflokkunum er það álitaefni, hvort umhverfísþátturinn í málaflokknum sé mikilvægari en aðrir þættir. Tökum t.d. heilbrigðis- eftirlit og hollustuvemd. Umhverf- isþátturinn er þar mjög mikilvægur, en heilbrigðisþátturinn, þ.e. tengsl við stjómvöld heilbrigðismála, eru ekki síður mikilvæg. Nefnum annað dæmi: Skipulags- mál, þ.e. skipulag borga, bæja og annarra þéttbýlisstaða eru mikil- væg umhverfísmál, en skipulags- málin em hinsvegar óijúfanlegur þáttur sveitarstjómamála og því ill- mögulegt að slíta skipulagsmál frá sveitarstjómamálum. Þetta era að- eins dæmi um álitaefni í þessu sambandi. Stefna ríkisstjómarinnar er sú að umhverfísmál og náttúravemd verði sérstakt viðfangsefni einhvers ráðuneytis, sem þegar sinnir ein- hveijum þáttum þeirra. — Núver- andi skipan, þar sem þessir málaflokkar heyra undir mörg ráðuneyti eða stofnanir á þeirra vegum eða í tengslum við þau s.s. Náttúruvemdarráð, er óheppileg og hefur valdið margvíslegum vand- kvæðum. 1200 rúmmetrar af steypu. Um 30 manns hafa haft vinnu á fjallinu í sumar, en þar að auki hafa 15—20 manns unnið við vega- gerð tengda þessum framkvæmd- um. Nú era hins vegar aðeins 10—12 manns eftir sem keppast við að ljúka við að loka húsinu. Það sem á vantar til þess er að ljúka við og steypa hluta af þaki hússins. Öll byggingin er skermuð að inn- an, eins og það er kallað, þ.e. stálplötur þekja veggi og loft. Stál- plötum þessum er komið fyrir í mótunum og þær soðnar saman áður en steypt er. Þessi vinna er nokkuð seinleg auk þess sem steypuvinna við þessar aðstæður er veralega háð veðri á þessum áretíma. Menn gera sér þó vonir um að á næstu dögum takist að ljúka við alla steypuvinnu. Ekki er ákveðið með frekari framkvæmdir * * „Eg held að Islending- um þyki það óþægileg tilhugsun að takmarka þurfi umferð um ein- hver svæði sem í hugum okkar eru prýði þessa lands og stolt þjóðar- innar. Samt kemur að því að við verðum að horfast í augu við atriði af þessu tagi og þá skiptir höfuðmáli að um framkvæmdina náist viðtæk samstaða og á henni sé almennur skilningur.“ Lögin um Náttúravemdarráð era frá 1971 og á þeim tíma sem liðinn er frá því þau vora sett hefur mik- ið vatn rannið til sjávar. Það hafa orðið breytingar í þjóðfélagi okkar, breytingar á tækni og í atvinnulífi og margt af þessu varðar umhverf- is- og náttúravernd. Náttúravemd- arráð hefur unnið afar gott og fómfúst starf á undanfömum áram, sem við kunnum að meta og þökk- um fyrir. En væntanlega er engum það ljósara en einmitt þeim sem starfað hafa á vettvangi Náttúravemdar- ráðs að tími er til kominn að endurskoða lögin. Slíkt er líka eðli- legt þegar verið er að tala um nýja stjómskipan umhverfis- og náttúra- vemdarmála. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíð Nátt- úruvemdarráðs eða Náttúruvemd- arþings en stjómvöld munu vissulega fylgjast með þeim umræð- um sem hér munu eiga sér stað og þeim sjónarmiðum sem haldið verð- ur fram. Verndun Dimmuborga í kaflanum úr starfsáætlun ríkis- sljómarinnar sem ég las áðan var vikið að mikilvægi þess að hlífa viðkvæmum landsvæðum fyrir um- hverfisspjöllum, þegar ferðaþjón- usta er skipulögð. Þetta er að minni hyggju afar þýðingarmikið atriði, en vissulega era skiptar skoðanir um það hvemig þetta verður best á þessu ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir að byggja undiretöður fyrir ratsjána, þyrlupall og um 600 rúmmetra vatnstank, auk þess sem svæðið verður girt af. Framkvæmdir á Bolafjalli era á vegum íslenskra aðalverktaka, en undirverktaki er Jón Friðgeir Ein- areson, byggingameistari hér í Bolungarvík. Byggingaretjóri er Stefán Veturliðason, verkfræðing- ur, verkstjóm hefur verið í höndum þeirra Gunnare Guðmundssonar og Halldóre Jóns Hjaltasonar. Eftirlits- menn með framkvæmdunum hafa verið þeir Halldór Gunnlaugsson, fyrir hönd íslenskra aðalverktaka, og Kristján Sigurbjamarson frá Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen fyrir hönd vamarliðsins. Gunnar Ratsjárstöðin á Bolafjalli: Steypuvinnu við bygg- inguna lýkur á næstunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.