Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 27

Morgunblaðið - 30.10.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 27 irfis- neyti Birgir ísleifur Gunnarsson gert. Við viljum að íslendingar og útlendir ferðamenn geti ferðast um ísland allt og kynnst tignarlegri náttúru landsins, sögustöðum og náttúruminjum. Eg held að íslend- ingum þyki það óþægileg tilhugsun að takmarka þurfí umferð um ein- hver svæði sem í hugum okkar eru prýði þessa lands og stolt þjóðarinn- ar. Samt kemur að því að við verðum að horfast í augu við atriði af þessu tagi og þá skiptir höfuð- máli að um framkvæmdina náist víðtæk samstaða og á henni sé al- mennur skilningur. í sumar átti ég leið í Dimmuborg- ir í Mývatnssveit og var sannarlega hreykinn þegar ég sýndi mennta- málaráðherra Svía, sem þá var hér á ferð, þennan fagra stað. Mér var sagt að umferð ferðamanna, ekki síst útlendinga, um Dimmuborgir væri orðin svo gífurlega mikil að ástæða væri til að óttast um framtíð staðarins. Álitamál væri hvort hann þyldi álagið til lengdar. Jafnframt vantaði fjármagn til nauðsynlegra viðhalds- og vemdunaraðgerða, t.d. að leggja og afmarka göngustíga. Það er óbærileg tilhugsun að Dimmuborgir verði fyrir hnjaski eða alvarlegum skemmdum vegna að- gæsluleysis okkar. Á þeim stað og annars staðar þar sem svipað er ástatt, verður að grípa í taumana með einhveijum hætti. Þegar ég var þama staddur var þama gífur- legur fjöldi fólks, aðallega útlend- ingar. Einn hinna erlendu gesta vék sér að mér og sagði: Ég sé að þessi staður er í hættu. — En hvers vegna í ósköpunum gerið þið ekki það sem tíðkast á flestum slfkum stöðum erlendis að taka lítið aðgöngugjaid, sem nota mætti til að viðhalda staðnum og vemda hann. Ég hef hugleitt þessi orð hins erlenda gests og rifjað upp af eigin reynslu að það heyrir til undantekninga að ferðamenn geti ferðast um helstu náttúruundur að vild án þess að greiða eitthvert gjald. Þess vegna varpa ég þessari hugmynd fram hér á Náttúruvemdarþingi, ykkur til umhugsunar. Atak í landgræðslu Á hitt er einnig að líta að það er ekki aðeins ástæða til að hafa áhyggjur af umgengni um einstaka, fagra staði eins og Dimmuborgir. í þessu efni verðum við að hafa ísland allt í augsýn. Náttúm- og umhverfísvemd beinist ekki aðeins að afmörkuðum svæðum, heldur tekur til landsins alls og sjávarins sem við ráðum yfir. Gróðureyðingin mikla, sem stafar m.a. af ágangi búfjár, er til dæmis mikið áhyggju- efni. I landgræðslumálunum þurf- um við að heija nýja sókn. Eins og ég minntist á í upphafí vill ríkis- stjómin að þar takist samstarf milli ríkis, sveitarfélaga og ftjálsra sam- taka. Við munum taka frumkvæðið og emm að íhuga með hvaða hætti skynsamlegast og farsælast sé að standa við þessu mál. Áhugamenn hafa í bréfum til mín og samtölum við mig reifað ýmsar forvitnilegar og skemmtilegar hugmyndir, meðal annars þá að bjóða félögum, fyrir- tækjum og einstaklingum skipulega landspildur til uppgræðslu. Ein- staka dæmi em þegar til um slíkt en spumingin er hvcrt ekki sé hægt að skapa vakningu meðal þjóðarinn- ar um þetta þarfa mál. í því sambandi kemur samstarf við skóla og fjölmiðla mjög til álita. Þetta hlýtur að vera eitt af veigamestu verkefnum náttúruvemdarmanna í náinni framtíð. Ágætu þingfulltrúar. í lögum um Náttúmvemdarráð er gert ráð fyrír því að menntamálaráðherra skipi formann og varaformann ráðsins til þriggja ára í senn. í samræmi við það hef ég skipað Eyþór Einars- son, forstöðumann Náttúmfræði- stofnunar íslands, formann Náttúmvemdarráðs, og Elínu Pálmadóttur, blaðamann, vara- formann, fram að næsta Náttúm- vemdarþingi árið 1990. Ég óska þeim velfamaðar í starfí og sömu óskir á ég til handa öðmm stjómar- mönnum ráðsins og starfsfólki þess. Ég óska Náttúruvemdarþingi heilla í störfum sínum. Grein þesai eraamhfjóða erindi sem menntamálaráðherra flutti á sjötta Ná ttúru vemdarþingi 23. októbersl. Morgunblaðið/Gunnar Halldór Jón Hjaltason yfirsmiður, Stef&n Veturliðason verkfræðing- ur og Halldór Gunnlaugsson, eftirlitsmaður íslenskra aðalverktaka. AF ERLENDUM VETTVANGI Borgarastyrj öldin á Sri Lanka: Stjórnvöld á Indlandi sæta auknum þrýstingi INDVERSKUM friðargæslusveitum á Sri Ianka hefur enn ekki tekist að afvopna skæruliða tamíla þrátt fyrir að þær njóti mik- illa yfirburða bæði í vopnum og mannafla. Flestir áttu von á skjótum sigri er indversku hersveitimar hófu fyrr í þessum mánuði sókn gegn Jaffna-borg á norðurhluta eyjarinnar, sem er höfuðvigi skæruliðahreyfingar tamíla er nefnist „Tígrarnir“ og barist hefur fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis undanfarin fjögur ár. Raunin reyndist önnur og herma fréttir að indversku sveitira- ar hafi ekki verið búnar undir skæruhernað „Tígrana". Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sætir nú miklum þrýstingi. Stjóm Sri Lanka krefst þess að Indveijar standi við sinn hluta friðarsáttmála sem ríkin tvö gerðu i júlímánuði og að sveitir þeirra neyði skæruliða til að leggja niður vopn. Á Indlandi ger- ast þær raddir nú háværari að Indveijar eigi í styijöld sem muni reynast þeim kostnaðarsöm og tamílar sem búa á Indlandi hafa sakað stióravöid um að bera ábyrgð á morðum á óbreyttum borgurum. * Ibúar Jaffna-borgar hafa flúið heimili sín og leitað skjóls í opinberum byggingum, skólum, hofum og musterum. Fregnir herma að allt að 300.000 manns þar af um 150.000 tamílar hafi neyðst til að yfírgefa heimili sín vegna stríðsástandsins. Skortur á vatni, matvælum og lyfjum er tekinn að segja til sín. Stærsta sjúkrahús borgarinnar hefur verið rafmagnslaust og sökum þess hafa blóðbirgðir sem geymdar voru í frystiklefum eyðilagst. Um 50.000 flóttamenn halda til við hof eitt sem nefnist Nallur Hindu og hafa nokkrir þeirra látist úr blóðkreppusótt. Liðsauki kallaður til í síðustu viku neyddust Indveij- ar til að kalla til liðsauka þar eð þeim hafði lítt orðið ágengt í bar- dögum við skæruliða. Um 20.000 indverskir hermenn eru nú á Sri Lanka en höfuðvígi skæruliða eru á norður- austurhluta eyjarinnar. Barist hefur verið um hvert hús í Jaffna-borg og hefur sóknin gengið treglega einkum sökum þess að skæruliðar hafa falið sprengjur í húsum og grafíð jarð- sprengjur í götur borgarinnar. Indversku sveitimar hafa náð meirihluta borgarinnar á sitt vald en skæruliðar hafa víða hlaðið götuvígi og leyniskyttur eiga ör- uggt skjól í pálmatijám meðfram götum borgarinnar. Sókn friðar- gæslusveitanna hefur gengið hægar en menn væntu. „Hvert einasta hús hefur að geyma faldar sprengjur og hver einasta gata er jarðsprengjusvæði," sagði tals- maður indverska hersins í Colombo, höfuðborg Jaffna, nú nýlega. Fréttamenn sem fengið hafa Ieyfí til að kynna sér ástand- ið segja greinilegt að indversku hersveitimar hafí ekki verið búnar undir skæmhemað „Tígrana". Fullyrt er að bartáttuþrek ind- versku hermannanna fari þver- randi. Skæruliðar hyggja á hefndir Þrálátur orðrómur er á kreiki um að skæruliðum hafí tekist að bijóta sér leið gegnum víglínu andstæðingsins og hafi þeir í hyggju að halda áfram hermdar- verkum sínum úti á landsbyggð- inni. „Ég tel að skæruliðamir hafí flestir sloppið frá Jaffna og hyggist halda baráttunni áfram annars staðar," sagði herforingi í stjómarher Sri Lanka í viðtali við fréttamenn bandaríska viku- ritsins Time. Indversku sveitimar hafa hert eftirlit á vegum sem liggja frá Jaffna en það hefur hefur lítinn árangur borið. Fréttir af mannfalli em á reiki en fullyrt að fjöldi óbreyttra borg- ara hafí fallið í umsátrinu um Jaffna. Talsmenn indversku frið- argæslusveitanna viðurkenna að fjöldi manns hafí beðið bana en vísa á bug fullyrðingum tamfla um að hundmð óbreyttra borgara tamíla. hafí faliið. Flestir þeirra föllnu hafa lent í stórskotaliðsárásum Indveija á íbúðahverfi í Jaffna þar sem skæmliðar hafa hreiðrað um sig. Indveijar kveðast hafa misst tæplega 150 menn en aðrar heim- ildit hermá að rúmlega 200 indvesrkir hermenn hafí fallið. Stjómvöld í Nýju Delhí segja rúm- lega 650 skæmliða hafa fallið en almennt er álitið að sú tala fái ekki staðist. Leiðtogi „Tígrana" er Velupillai Praccord og er talið fullvíst að skæmliðar leggi ekki niður vopn fyrr en hann gefur skipun þar að lútandi. Indveijar og stjómvöld á Sri lanka gerðu með sér sáttmála þann 29. júlí síðastliðinn um leið- ir til að bina enda á styrjöldina á eyjunni, sem kostað hefur um 6.000 manns lífíð. Tamflar, sem em minihlutahópur hófu fyrir fjóranm ámm vopnaða baráttu fyrir stoftiun sjálfstæðs ríkis á eyjunni. Praccord féllst á að leggja niður vopn gegn þvf að tamflar fengju takmarkaða sjálfsstjóm á norðurT og austurhluta eyjarinn- ar. Skæmliðar gengu á bak orða sinna er þeir myrtu fjölda sing- hala, sem em í meiriMuta á Sri Lanka, til að hefna skæruliða tamfla, sem framið höfðu sjálfs- morð eftir að hafa verið hand- teknir. í síðasta mánuði krafðist Praccord þess að fá að útnefna formann bráðabirgðarstjómar sem á , samkvæmt friðarsam- komulaginu, að fara með völd á norður- og austurhluta eyjarinnar þar til kosningar geta farið fram. Þeirri kröfu var umsvifalaust vísað á bug. Ekki er vitað hvar Praccord er niður kominn. Á miðvikudag bár- ust óstaðfestar fréttir um að honum og um 1.200 skæmliðum hefði tekist að komast óséðir frá Jaffna. í síðustu viku tilkynntu stjómvöld á Indlandi að þau hefðu heimildir fyrir því að leiðtogar skæmliða stæðu einir og að sveit- ir undir þeirra stjóm væra ekki reiðubúnar til að fóma lífínu í til- gangslausum bardögum. Með þessu móti reyndu stjómvöld að skapa efasemdir og ringulreið í röðum skæraliða. Var þeim skæmliðum sem afhentu vopn sín og lýstu yfír stuðningi við ftnðar- samkomulagið boðin uppgjöf saka. Um síðustu helgi hafði enn enginn skæmliði gefíð sig fram. Gandhi í vanda Átökin á Sri Lanka hafa síst orðið til þess að styrkja stöðu Rajivs GandM, forsætisráðherra Indlands. Hann á við ærinn vanda að glíma heima fyrir og fullvíst er að andstæðingar hans hyggjast færa sér í nyt afskipti stjómarinn- ar af borgarastyijöldinni á Sri Lanka. Gandhi hefur lýst yfír því að Indveijar séu andvígir þvl að tamflar stofni sjálfstætt ríki á Sri Lanka. Á Indlandi búa einnig tamflar og óttast stjómvöld að þeir taki að setja fram sömu kröf- ur og bræður þeirra á Sri Lanka. Talsmenn tamfla á Indlandi hafa fordæmt framgöngu indversku friðargæslusveitanna á Sri Lanka og sakað þær um að bera ábyrgð á drápum á óbreyttum borgumm. Hafa þeir hvatt stjómvöld til að kalla sveitimar til baka og for- dæmt þá ákvörðun Gandhis að senda sveitir til Sri Lanka „til að myrða tamíla" eins og segir i yfír- lýsingu þeirra. Almenningur á Indlandi óttast á hinn bóginn að Indveijar hafí hellt sér út í stríð sem sé bæði ómögulegt að sigra og nánast óhugsandi að binda enda á. Heimildir: Time, Newsweek og Reuter. Indverskar friðargæslusveitir i Jaffna. Fréttir herma að þær hafi ekki verið búnar undir skæruhernað aðskilnaðarsinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.