Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 29 Minjasafn Tannlæknafélagsins: Tæki frá upphafi tannlækninga NÝJU safni hefur verið komið á Iaggirnar í Reykjavík. Það er minjasafn Taimlæknafélags ís- lands og eru á safninu gömul tannlæknaáhöld og tæki. Þar á meðal er tannlæknastóll og- rönt- gentæki síðan skömmu eftir aldamót. Elstu munirnir eru nærri aldar gamlir. Safnið er til húsa í íbúð í kjall- ara fjölbýlishúss við Fellsmúla 12. Birgir J. Jóhannsson, formaður minjasafnsnefndar, sagði að árið 1965 hefði Tannlæknafélagið ákveðið að safna gömlum munum, sem gætu orðið vísir að minja- safni. „Safnið var verið á hrak- hólum þar til árið 1984, en þá var keypt íbúð sú, sem nú hýsir það," sagði Birgir. „Elstu munir í safninu eru tanntengur, sem eru hartnær aldar gamlar. Þá eigum við líka tæki frá stofu Brynjúlfs Bjarna- sonar, sem hóf tannlækningar í Reykjavík árið 1907. Einnig eru í safninu öll elstu tæki Halls L. Hallssonar, sem starfaði lengst af í Austurstræti 14 og notaði þessi tæki allt fram til 1970. Safnið á því marga góða muni frá upphafi tannlækninga hér á landi, en áður en tannlækningar hófust sáu lækn- ar um tannaðgerðir, sem oftast fólust í tanndrætti." Minjasafn tannlæknanna er opið kl. 17 -18 í dag, föstudag, í tengsl- um við ársþing Tannlæknafélgsins. Morgunblaðið/Sverrir Tanuiœknar munda gömul tæki í minjasafni Tannlæknafélags íslands. Frá vinstri: J6n Birgir Jónsson, sem sæti á f minjasafnsnefnd, Birgir J. Jóhannsson, formaður nefndarinnar, Börkur Thoroddsen, formaður ársþings TFÍ og sitjandi er Sigurgeir Steingrímsson, formaður TFÍ. Osta- og smjörsalan: Ostadagar að Bitru- hálsi um helgina OSTADAGAR verða í húsakynn- um Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2 dagana 30. októbcr tíl 1. nóvember. Á Ostadögum verða ostar metnir og Ostameist- ari íslands 1987 valinn, auk þess sem haldinn verður fræðslufund- ur og ostasýning. Óskar H. Gunnarsson setur Osta- dagana í dag, föstudag, klukkan 16.30 og þar á eftir flytur Jón ísafjörður: „Úr magabeltinu" frumsýnt í Uppsölum LITLI Leikklúbburiim á ísafirði og BG flokkurinn frumsýna kabarettsýninguna „Úr maga- beltinu" laugardaginn 31. októ- ber. „Úr magabeltinu" verður sýnt fyrir matargesti á skemmtistaðnum Uppsölum á ísafírði. Fyrirhugað er að sýna kabarettinn á laugardags- kvöldum eitthvað fram eftir vetri. 17 leikarar taka þátt í sýning- unni auk hljómsveitarinnar BG flokksins. í fréttatilkynningu segir að söngur, grfn og græskulaust gaman sé staðfært og sumt frum- samið. Leikstjóri er Guðni Ásmundsson. Helgason landbúnaðarráðherra ávarp. Þá verða úrslit ostasam- keppninnar sem fram fer fyrr um daginn kynnt, verðlaun afhent og ostasýning opnuð fyrir boðsgesti. Ostasýningin verður opin al- menningi í húsakynnum Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2 á laugardag og sunnudag klukkan 13 til 18. Sýndar verða allar teg- undir osta sem á boðstólum eru hér á landi. Osta- og smjörsalan efhir til Ostadaga á tveggja ára fresti og síðustu Ostadaga mættu um 8000 manns að Bitruhálsi 2. Tilgangur Ostadaga er að auka áhuga á ostum og ostagerð, vekja athygli á vöru- þróun, gæðaeftirliti, tilraunum og nýjungum, segir í fréttatilkynningu. s**x*x\ *^B fcnÍIH^ J^l ^B' '"wr **'!^H i'^»\ '4«]3 'f ^af. •&& Morgunblaðið/BAR Nokkrir þeirra muna sem á boðstólum verða. Fyrir aftan þá standa þær Guðmunda Ólafsdóttir, Ólöf Kristjánsdótlir og Laufey Þórðar- dóttir. Hrafnista: Arleg sala á handa- vinnu vistf ólks ÁRLEG sala á handavinnu vist- fólks á Hrafnistu f Reykjavík verður laugardaginn 31. október klukkan 13.30 tíl 17. Margir munir sem unnir voru á síðasta ári verða á boðstólum, svo sem prjónanærföt, jólavörur, silki- slæður, litíir skinnskór, púðar og margt fleira. Hver vistmaður fær andvirði þeirra muna sem hann bjó til og seldir verða fyrir efhiskostn- að. Helgarfló hjá FEF Úr kabarettnum „Úr magabelt- inu"; Hlynur Þ. Magnússon og Björn Garðarsson. DÝBINDIS pelsar, húsgögn, skrautmunir og skart verður meðal þess sem kostur gefst að kaupa fyrir lítínn pening, segir í fréttatílkynningu um flóamark- að Félags einstæðra foreldra sem verður f Skeljanesi 6 nú um helg- ina, laugardag og sunnudag f rá kl 14 baða dagana. Alhir ágðði rennur í að greiða af neyðar og bráðabirgðahúsnæði, sem FEF rekur fyrir einstæða foreldra. Þá verður einnig tízkufatnaður á alla fjölskylduna, barnaflíkur, bux- ur í tonnatali, skyrtur, blússur, vetrarfatnaður og vænir skór, nýir og notaðir. Nefna má, að efnalaug ein í höfuðborginni sendi FEF ný- lega mikið af vönduðum, hreinsuð- um flíkum, sem eigendum hafði láðzt að vitja. í næstu viku verður aðalfundur félagsins, nánar tiltekið þann 5. nóvember og verður hann einnig í Skeljanesi 6. Jóhanna Kristjóns- dóttir, sem hefur verið formaður FEF um árabil gefur ekki kost á sér í stjórn nú. Að loknum aðalfund- arstörfum ræða Hermann Gunnars- son, sjónvarpsmaður og Sigurður Skúlason, leikari efnið „Hvað segja umgengnisfeður?"Einnig verður skýrt frá umræðuhópastarfi, sem hefur verið vikulega á vegum FEF í vetur. Loks er tekið fram í fréttatil- kynningu FEF, að þessa dagana eru að koma á markaðinn jólakort félagsins og eru þau fjögur, tvö með barnateikningum og tvö eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur, listmál- ara. Lúðrasveit verkalýðsins. Lúðrasveit verkalýðs- ins í Langholtskirkju LÚÐRASVEIT verkalýðsins heldur tónleika f Langholts- kirkju laugardaginn 31. október kl. 17.00. Á efnisskrá tónleikanna eru lðg úr ýrnsum áttum og frá ýmsum tímum, allt frá 16. öld og fram á okkar daga. Meðal efnis er verð- launamarsinn Gamlir félagar eftir Árna Bjðrnsson sem sfðastliðinn sunnudag var gerður að heiðurs- félaga Sambands fslenskra lúðra- sveita og er marsinn leikinn höfundi til heiðurs. Stíórnandi Lúðrasveitar verka- lýðsins er eins og undanfarin 10 ár Ellert Karlsson. Aðgangur á tónleikana er ókeyp- is. BIKR með rallkeppni Bifreiðafþróttaklúbbur Reykjavfkur, BÍKR, heldur keppni f „sprett-rally" laugar- daginn 81. nóvember. Meðal þátttakenda eru þeir sem sjást hér á fullri ferð, þeir Bjarni Heiðar Halldórsson og Arnar Þorri Armjótsson á 12 ára gömlum Datsun-bfl. Bfllinn á margar keppnir að baki en þetta verður ttnnur keppni þeirra félaga. t sfðasta rally urðu þeir f 3. sæti f „standard- flokki" og f 14. sæti af 81 keppanda. Þórólfur Stefánsson gítarleikari. Burtfarar- prófstónleik- ar í Áskirkjju ÞÓRÓLFUR Stefánsson gftar- leikari heldur burtfararprófs- tónleika frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar laugardaginn 31. október. Þórólfur er fæddur á Sauðár- króki. Hann hóf nám f Tónskóla Sigursveins haustið 1979 og hafa aðalkennarar hans þar verið þeir Gunnar H. Jónsson, Joseph Ka Cheung Fung, Símon ívarsson, og sfðastliðin tvö ar Páll Eyjólfsson. X tónleikunum sem eru siðari hluti burtfararprófs, flytur Þórólfur m.a. verk eftir Bach, Sor og Brouwer. Tónleikarnir í Áskirkju hefjast kl. 17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.