Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 31 ÁLVER (ISAL) Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra: Nú er lag til að ná samingum um nýtt álver FRIÐRIK Sophusson, iðnaðar- ráðherra, lagði á Alþingi f gær f ram svar við fyrirspurn Kristin- ar Einarsdóttur (Kvl.-Rvk.) um ýmsa þœtti er varða hugsanlegt nýtt álver við Straumsvik. Unnið hefur verið að þessu máli frá því febrúar og vinnur nú starfs- hópur að frumhagkvæmniathug- un. Fyrr á þessu ári áttu sér stað óformlegar viðræður milli full- trúa islenskra stjórnvalda og nokkurra helstu álframleiðanda f Evrópu um inyndun samsteypu til að eiga og reka slfkt álver. Segir iðnaðarráðherra að margt bendi tíl þess að nú sé lag að ná samningum um nýtt álver. f svari iðnaðarráðherra segir að áformað sé að álverið verði 200.000 tonna álbræðsla í höndum nýs sjálf- stæðs_ fyrirtækis sem verði rekið óháð f slenska álfélaginu. Það myndi þó nýta þá aðstöðu sem til staðar væri. Starfshópur um málið ráð- gerði að ljúka frumhagkvæmniat- hugun í nóvembermánuði og myndu viðræður við hugsanlega samstarfs- aðila þá hefjast að nýju. Þær könnunarviðræður myndu væntan- lega hefjast eftir áramót. Leiddu þær í ljós frekari áhuga væri stefnt að því að ganga frá stofnun form- legs undirbúningsfélags um mitt næsta sumar. Nýtt álver yrði byggt með nýjustu tækni, aukinni sjálf- virkni og fullkomnustu mengunar- vörnum. Samkeppnisstaða álvera í Evrópu færi versnandi, vegna fyrirsjáan- legra verðhækkana á orkuverði og jafnvel samdráttar á orkuframboði, og því benti margt til að nú væri Sala fiskiskipa frá Suðurnesjum: Við núverandi fiskveiðistefnu verður ekki búið áfram Hreggviður Jónsson (B.-Rn.) hóf í sameinuðu þingi i gær utandagskrárumræður um sölu fiskiskipa frá Suðurnesjum. í máli þeirra þingmanna er tóku þátt umræðunum kom fram hörð gagnrýni á núverandi kvótakerf i og sér í lagi á skipt- ingu landsins í tvö veiðisvæði. Sögðu nokkrir þingmenn að við núverandi stefnu yrði ekki búið áfram. Hreggviður Jónsson sagði að nýlega hefði Útgerðarfélag Akur- eyrar keypt Dagstjörnuna frá Suðurnesjum. Þetta væri sjöundi togarinn á skömmum tíma er seld- ur væri frá svæðinu án þess að aðrir kæmu í staðinn. Spurði Hreggviður hvort það væri stefna stjórnarinnar að leggja útgerð á Suðurnesjum niður. Vegna svæðaskiptingar við út- hlutun kvóta væru aðilar á suðursvæðinu ekki samkeppnis- færir við þá á norðursvæðinu, þar eð þeir hefðu betri kvóta. Það væri mikilvægt að Suðurnesja- menn sætu við sama borð og aðrir. Halldór Ásgrimsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði þetta vissulega vera vandamál en yrði ekki leyst í stuttum umræðum á Alþingi. Sagði hann það hafa ver- ið villandi í máli Hreggviðs, að hann hafi gefið í skyn að Dag- stjarnan hafí verið seld vegna skorts á veiðiheimildum. Sú hafí ekki verið raunin en eigendurnir hefðu átt í miklum fjárhagserfíð- leikum. Þorskstofninn væri aðallega smáfískur og héldi hann sig við norðanvert landið. Því væri meiri þorskur I kvóta norðanmanna en karfí meira áberandi fyrir sunnan. Þetta væri rótin að vandamálum Suðurnesja. Engin ákvörðun hefði enn verið tekin um hvernig físk- veiðistefnan yrði á næsta ári. Ef menn ætluðu að leysa vandann þyrftu þeir að skilgreina hann á réttan hátt. Hreggviður Jónsson hefði ekki skilgreint vandann, sagði sjávarútvegsráðherra. Olafur G. Einarsson (S.-Rn.) sagði að við óbreytt kvótakerfi yrði ekki búið til áfram. Það þjón- aði ekki hagsmunum Suðurnesja- manna á neinn hátt að draga vandamál þessi inn í stuttar um- ræður utan dagskrár á þessu stigi. Hvort það gagnaði Hreggviði Jónssyni persónulega þyrfti hann að meta sjálfur. Þingmenn Reykj- aneskjördæmis hefðu undanfarið rætt þessi mál við hagsmunaaðila á svæðinu og væru nú að hefja fyrstu aðgerðir gegn vandanum. Sagðist hann tala fyrir hönd þing- manna kjördæmisins þegar hann áteldi vinnubrögð Borgaraflokks- ins. Þau væru llklegri til að valda sundrungu en sameiningu. Geir Gunnarsson (Abl.-Rn.) tók i sama streng og Olafur G. Einarsson og taldi það mjög óeðli- legt að taka þessi mál nú til utandagskrárumræðu. Farsælla hefði verið fyrir þingmenn kjör- dæmisins að vinna sarnan. Það væri óviðunandi að hans mati að gerður væri munur á þorskafla eftir svæðum. Það leiddi til þess að þeir á nyrðra svæðinu hefðu yfirburðaraðstöðu til þess að bjóða í skip. Þingmenn á syðra svæðinu ættu ekki að líða þetta lengur og breyta því. Til þess hefðu þeir meirihluta á Alþingi. Július Sólnes (B.-Rn.) sagði það hafa verið tímabært fyrir löngu að ræða þessi mál. Þetta ástand hefði nú ríkt í 5 ár. Júlíus sagðist vilja minna á þegar togar- inn Ingólfur hefði verið seldur á Hornafjörð. Þá hefði sjávarút- vegsráðherra einfaldlega fært lfnuna suður fyrir Hornafjörð. Hvernig stæði á þessu? Taldi Jú- líus þarft að leiðrétta þessa svæðaskiptingu milli norður- og suðurhluta landsins og það órétt- læti sem henni fylgdi. Kristín HaUdórsdóttír (KvL-Rn.) sagði vanda útgerðar á Suðurnesj- um mega rekja til þeirrar miklu uppbyggingar á landsbyggðinni á sviði útgerðar sem gerð hefði ver- ið á sínum tfma með fyrirgreiðslu ríkisins. Reykjanes hefði ekki fengið þessa fyrirgreiðslu og hefði þvf útgerð þar verið vanbúin tjl þess að mæta nýjum tfmum og kvótastefnu. Þetta lýsti sér m.a. í gömlum flota á þessu svæði. Skúli Alexandersson (Abl.- VI.) sagði vandann vera tilkominn vegna fískveiðistefnunnar. Afleið- ing hennar hefði verið ofveiði umfram tillögur fískifræðinga. Samsvaraði sú ofveiði ca. einni ársveiði. Þess vegna væri nú aðal- lega lítill þorskur f sjónum. Síðastliðin 4 ár hefðu 866.000 tonn af þorski verið veidd umfram tillögur Hafrannsóknastofnunar. Fiskveiðistefnan hefur mistekist, sagði Skúli. Oli Þ. Guðbjartsson (B.-Sl.) sagði engan efa að stjórn ætti að vera á fiskveiðum. Hins vegar þyrfti að snfða af vankanta á kerf- inu í h'ósi reynslunnar. Mesta óréttlætið fælist í tveimur veiði- svæðum. Albert Giiðmundsson (B.- Rvk.) sakaði ólaf G. Einarsson um að hafa sofíð í stjórn Byggða- stofnunar og ádeila hans á Borgarafíokkinn ætti sér enga stoð. Þingmenn hans gerðu það að umræðuefni sem þeir teldu að þyrfti að heyrast. Það færi hins- vegar í taugarnar á þeim „sem hefðu sofíð". Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) bað þingmenn annarra kjördæma en Reykjaness að líta í eigin barm og íhuga hvernig þeir myndu líta á málið ef byggðariag f þeirra kjördæmi yrði fyrir svona blóð- töku. Astæður vandans sagði hann vera byggðastefnuna eins og hún hefði verið rekin á sínum tíma og að kvótakerfið hallaði á suður- hluta landsins. Hann hefði „orðið undir í bardaganum". Allir ættu að sitja við sama borð, að hans mati. Sighvatur Björgvinsson (A-Vf.) sagði mikilvægt að þessi mál væru rædd á Alþingi en spurning hvort það væri tfmabært. Þing- menn úr öðrum kjördæmum þekktu vissulega þennan vanda, þetta væri ekkert einsdæmi fyrir Suðurnes. Sighvatur vildi taka undir þau orð að núverandi físk- veiðistefnu yrði ekki fylgt óbreyttri áfram. Júlíus Sólnes sagðist vilja vekja athygli á einu atriði í sam- bandi við sölu Dagstjörnunnar. Útborgun hefði verið greidd f skreið, alls 20 milljónir, en sá sem seldi togarann skuldaði heima- mönnum mun meira fyrir innlagða skreið. Þetta væri siðferðilegt hneyksli. Halldór Asgrimsson sagði það hafa verið rangt að hann hefði fært til lfnur vegna sölu togara og væri ósmekklegt að vera með slfkar ásakanir. Togarinn Ingólfur hefði heldur aldrei verið seldur til Hornafjarðar heldur Vestfjarða. Togarinn er seldur var til Horna- fjarðar hefði heitið Erlingur. Sjávarútvegsráðherra sagði þessi mál öll vera mjög viðkvæm og hætta á illdeilum milli landshluta þeirra vegna. Það þyrfti að varast. Þessi uppdráttur sýnir þá stað- setningu verksmiðjunnar sem stuðst verður við f frumhag- kvæmniathugun. Hann felur þó ekki i sér endanlegt mat á þvf hvar nýju álverí við Straumsvík verður valinn staður. lag á að ná samningum. Hugmynd- in væri að hluti evrópskrar álfram- leiðslu yrði flutt til Islands þannig að nýtt álver yrði ekki til aukningar á framleiðslugetu f Evrópu. Væntanlega þyrfti samvinnu - þriggja til fímm fyrirtækja til að byggja álver af þessari stærð. Ekki væri gert ráð fyrir eignaraðild fslenska rfkisins, nema þá að óveru- legum hluta. Vegna viðskiptaleynd- ar væri ekki hægt að upplýsa um nöfn þeirra fyrirtækja sem haft hefði verið samband við en það yrði gert þegar það væri tímabært. Ymsir aðrir aðilar hefðu sýnt málinu áhuga. Áætluð orkuþörf væri 2500 GWh og reikna mætti með að afíþörfín yrði rétt um 300 MW. Æskilegt væri að verksmiðjan tæki til starfa á árunum 1992-94. Sú tímasetning virtist raunhæf. Varðandi áætlanir um byggingu raforkuvera f í tengsl- um við nýtt álver segir í svari iðnaðarráðherra að Landsvirkjun ætti í fórum sínum nokkra verk- hannaða virkjunarkosti auk Blönduvirkjunar sem nú væri í smíðum. Orkugeta þessara virkjun- arkosta ásamt Blönduvirkjun væri um 4000 GWh sem væri langt umfram þarfir umrædds álvers. Hér við bættist að líklegt er talið að hagkvæmt reynist að framleiða ra- forku með jarðgufu f náinni framtfð bæði á Nesjavöllum í tengslum við jarðhitavirkjun Hitaveitu Reykjavíkur og á Reykjanesi í tengslum við jarðhitavinnslu Hita- veitu Suðurnesja. Kostnaður við athugun á bygg- ingu nýs álvers við Straumsvfk fram til þessa væri rúmar 3,3 milljónir. AlÞinGI ' •¦ ¦ ¦ '¦' . ¦ ." ' ' ::':::¦::¦¦',.¦::'¦' Stuttar þingfréttir: FUNDUR var i sameinuðu þingi í gær. Þar voru eftirfarandi ný þingmál lögð fram. Fyiirspurnir Kristín Halldórsdóttir (Kvl.-Rn.) spyr menntamálaráðherra um ráðn- ingu Náttúruverndarráðs i stöðu þjóðgarðsvarðar f Skaftafelli. M.a. spyr Kristín hvort hvort ráðherra geti upplýst hvaða forsendur lágu til grundvallar þeirri ráðningu og til hve langs tíma ráðningin sé. Skúli Alexandersson (Abl.-Vl.) spyr dómsmálaráðherra um leigu- tekjur af flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN. Guðrún Helgadóttir spyr dóms- málaráðherra um undirbúning að fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við pyndingum. Heilbrigðisfræðsluráð Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.-Rvk.) og Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl.-VL) hafa lagt fram frumvarp til laga um að rfkið starfræki stofn- un er nefnist heilbrigðisfræðsluráð. Ráð þetta á að annast heilbrigðis- fræðslu sem miði að þvf að koma f veg fyrir sjúkdóma og slys.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.