Morgunblaðið - 30.10.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 30.10.1987, Síða 34
34 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 „Þak yfir höfuðiðu: Ráðstefna um fé- lagslegt húsnæði ÁTTA félaganamtgk boðuðu 23. október siðastliðinn tíl ráðstefnu um húsnæðismál. Markmiðið að leggja fram skerf til félagslegrar húsnæðisstefnu á íslandi, en langt er siðan stjórnvöld settu sér það mark að þriðjungur opin- berra fjárvehdnga til byggingar íbúðarhúsnæðis skyldi renna til íbúða sem væru i félagslegri eign. Þegar best lætur hefur hlutfall félagslegra íbúða þó ekki verið hærra en 16%. Félögin sem að ráðstefnunni stóðu voru; Öryrkjabandalag ís- lands, Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra, Landssamtökin Þroska- hjálp, Búseti - Landssamband húsnæðissamvinnufélaga, Leigj- endasamtökin, Samtök aldraðra, Bandalag fslenskra sérskólanema og Stúdentaráð Háskóla íslands. Mörg þessara samtaka hafa innan sinna vébanda einstaklinga sem eiga erfitt uppdráttar á almennum húsnæðismarkaði og er langyur vegur frá að húsnæðisþörf þeirra sé fullnægt. Lakari lánakjör en aðrir búa við Kveikjan að þessu ráðstefnuhaldi má segja að hafi verið endurskoðun húsnæðislánakerfísins sem gerð var í kjölfar kjarasamninga í febrúar 1986. Niðurstaða þeirrar endur- skoðunar varð stórfelld hækkun fbúðalána og lenging lánstfma f 40 ár. Samtímis því að nýja húsnæðis- lánakerfið var innleitt tók til starfa milliþinganefnd sem endurskoða skyldi lánafyrirkomulag til félags- legra fbúðabygginga. Nefndin skilaði áliti sfnu f febrúar á þessu ári og lagði ekki til neinar breyting- ar á núgildandi lögum. Þannig að frá þvf nýja húsnæðislánakerfið tók gildi er ástandið á þann veg að lán til bygginga leigufbúða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka eru veitt til 30 ára á meðan almenn lán eru til 40 ára. Þau samtök sem stóðu að ráðstefnunni „Þak yfir höfuðið" telja þetta ástand óeðlilegt og óviðunandi og hefur samstarfs- hópur á þeirra vegum á undanföm- um mánuðum unnið að tillögum að lagafrumvarpi um félagslegar fbúðabyggingar sem kynntar vom á ráðstefnunni. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra ávarpar ráð- stefnugesti. í tillögunum er gert ráð fyrir að nafni Byggingasjóðs verkamanna verði breytt í félagsfbúðasjóð. Hlut- verk hins nýja sjóðs verði að fjármagna félagslegan hluta íbúða- bygginga í landinu og verði honum gert kleift að fjármagna að minnsta kosti einn þriðja hluta af árlegri húsnæðisþörf landsmanna. í tillög- unum er gert ráð fyrir að með tilkomu hins nýja sjóðs aukist jafn- rétti milli þjóðfélagshópa og lands- hluta í húsnæðismálum, þannig að unnt verði að draga sem mest úr neikvæðum áhrifum markaðs- sveiflna á búsetujafnvægi í landinu. Réttmætar kröfur ólöf Richardsdóttir frá Öryrkja- bandalagi íslands setti ráðstefnuna en að því loknu ávarpaði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ráðstefnugesti. Sagði hún meðal annars, að krafan um félagslega valkosti í húsnæðismálum væri rétt- mæt. Fagnaði ráðherra framtaki þessara félaga og sagði að með nýjum lögum um húsnæðislána- kerfið yrði gert stórátak í húsnæðis- málum aldraðra og fatlaðra. í lögunum væri gert ráð fyrir sér- stökum lánaflokkum sem sniðnir væru að aðstæðum þessara hópa. Að loknu ávarpi félagsmálaráð- herra voru flutt framsöguerindi. Af hálfu Öryrkjabandalagsins talaði Ásgerður Ingimarsdóttir fram- kvæmdastjóri þess, sagði hún að þrátt fyrir miklar umbætur I hús- næðismálum öryrkja á sfðustu 20 árum sæi ekki frammúr vanda þeirra. Sagði Ásgerður að miklar vonir væru bundnar við hinn nýja tekjulið samtaka öryrkja, ágóðann af Islenskri Getspá. Næstur talaði Hans Jörgensson frá Samtökum aldraðra benti hann á að jafnframt því seem eldri borgarar þessa lands byggju f of stóru húsnæði sem þeir hefðu engin tök á að hirða, þá væri annað vandamál sem steðjaði að gamla fólkinu sem væri félagsleg einangrun þess. Rakti Hans þær framkvæmdir sem Samtök aldraðra hafa staðið fyrir á undanfömum árum en samtökin hafa byggt 128 þjónustuíbúðir fyrir aldraða í sam- vinnu við Ármannsfell og Reykja- víkurborg. Einnig kom ffarn í máli Hans Jörgenssonar að margir hefðu ekki séð sér fært að kaupa fbúðir af Samtökum aldraðra vegna Iána- fyrirkomulags hjá húsnæðisstofn- un. Ólöf Richardsdóttir setur ráðstefnuna. MorgunbUðið/Ami Sœberg Ógnun við séreignastefnuna Halldór Þ. Birgisson talaði af hálfu Stúdentaráðs Háskóla íslands sagði hann að af um 4500 nemend- um f Háskóla íslands byggi helm- ingur f leiguhúsnæði í eigu einkaaðila. Félagsstofnun stúdenta hefur staðið fyrir byggingu á leigu- húsnæði og gæti í dag séð 3.4% nemenda sinna fyrir húsnæði. Fyrir hönd Leigjendasamtakanna og Bú- seta landssambands húsnæðissam- vinnufélaga talaði Guðni Jóhanns- son. Sagði hann meðal annars að lengst af hefði verið litið á Búseta sem helstu ógnun við séreignastefn- una f húsnæðismálum. Benti Guðni á að aðrir valkostir eins og leiguhús- næði og búseturéttaríbúðir væm nauðsynlegir valkostir til þess að húsnæðiskerfíð geti svarað hinum Qölbreytilegu þörfum samfélagsins. Sigurður E. Guðmundsson for- stöðumaður Húsnæðisstofnunar ríkisins rakti f máli sínu þær fram- kvæmdir og þá aðila sem bygginga- sjóður verkamanna og húsnæðis- málastjóm hafa lagt fram fé til að styrkja. 10,5% íbúðabygginga í félagslegri eign Að lokum flutti Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur fram- sögu sem hann nefiidi „Félagslegar íbúðabyggingar á tímamótum". Sagði hann að endurskoðun lána- starfsemi til félagslegra íbúðabygg- inga hefði dregist úr hömlu. Jón Rúnar sagði að samkvæmt fáanleg- um upplýsingum hefði á ámnum 1965-1986 verið byggðar 40.414 íbúðir og þar af væm 4.250 í félags- legri eign, eða 10,5%. Að lokinni framsögu hófust pall- boiðsumræður undir sfjóm Önund- ar Bjömssonar, með þátttöku fulltrúa stjómmálaflokkanna auk tveggja fulltrúa frá félögunum sem að ráðstefnunni stóðu og Ásmundar Hilmarssonar frá ASÍ. Frá ráðstefnunni „Þak yfir höfuðið". '■■■” 1 ......... ■ ................... * ■ " ' ' ' ........ raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ——■ll. .. r.'il. I m ■ ...I ' •’ I M ... . Óskað er eftir tilboðum í smíði og afhend- ingu húsgagna og skermveggja á 5. hæð í byggingu 7 á Landspítalalóð í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn skilatryggingu kr. 5.000,- Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 11. nóvember nk. kl. 11.00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Bygging K á Landspítalalóð Tilboð óskast í smíði og frágang á glerþaki yfir biðskála milli byggingar K og álmu G á Landspítalalóð, stærð um 285 m2og skyggni framan við biðskála, stærð 70 m2. Verkið felur í sér fullnaðarfrágang á þakinu, með þakniðurföllum, rafhitaköplum, lýsingu í skyggni o.fl. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. desember 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Útboð Knattspyrnufélagið Þróttur óskar eftir til- boðum í gerð grasvallar á svæði félagsins við Sæviðarsund. Um er að ræða jarðvegs- lagnir (4950 m), fyllingar (9.000 m3 ) og þakningu (16.200 m2). Útboðsgagna má vitja á Teiknistofunni, Óð- instorgi, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. nóv. kl. 11.00. Knattspyrnufélagið Þróttur. Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.